Þjóðviljinn - 27.03.1973, Síða 7

Þjóðviljinn - 27.03.1973, Síða 7
Þriðjudagur 27. marz. 1973 I>.JÓÐVILJ1NN — SÍÐA 7 Loðnuafli nær 400 þúsund tonn Samkvæmt skýrslum Fiski- félags Islands nam vikuaflinn 33.290 tonnum og er heildrafl- inn á miðnætti s.l. laugardag þvi orðinn samtals 378.298 tonn. Það skal sérstaklega tekið fram, að ekki tókst þrátt fyrir itrekaðar tilraunir að fá upp- lýsingar um landað magn i Vestmannaeyjum, Breiðdals- vik og Patreksfirði, og vantar þann afla þvi i heildaraflann. Svo búast má við að heildar- aflinn sé nú orðinn rúmlega 380 þús. tonn. Á sama tima i fyrra var loðnuvertiðinni lokið, en þá höfðu borizt á land samtals 277.655 tonn. t lok siðustu viku var vitað um fjölda skipa er hætt hefur loðnuveiðum og hafið þorsk- veiðar með netum eða trolli. í vikulokin var vitað að 92 skip höfðu fengið einhvern afla á vertiðinni á móti 58 i fyrra, þegar þau voru flest. Ellefu skip hafa fengið yfir 8000 tonn og þau eru: Guðmundur RE 14.018 Eldborg GK 12.297 Loftur Baldvinss. EA 10.512 Óskar Magnúss. AK 9.453 Gisli Arni RE 8.960 Pétur Jónsson KÓ 8.555 Súlan EA 8.493 Fifill GK 8.459 Grindvikingur GK 8.305 Heimir SU 8.089 Skirnir AK 8.053 Skipstjóri á Guðmundi RE er Hrólfur Gunnarsson. Landað hefur verið á eftir- töldum stöðum (tölur lestafjölda): sýna Krossanes 760 Raufarhöfn 6.386 Vopnafjörður 5.800 Seyðisfjörður 38.500 Neskaupstaður 36.905 Eskifjörður 28.864 Reyðarfjörður 16.214 Fáskrúðsfjörður 13.715 Stöðvarfjörður 12.982 Breiðdalsvik 5.946 Djúpivogur 9.897 Hornafjörður 14.527 Vestmannaeyjar 17.342 Þorlákshöfn 17.034 Grindavik 18.946 Sandgerði 11.892 Keflavik 29.953 Hafnarfjörður 18.784 Reykjavik 37.217 Akranes 24.120 Patreksfjörður 817 Tálknafjörður 693 Bolungarvik 5.306 Siglufjörður 5.697 Listi yfir skip, er fengið hafa 1000 lestir eða meira: AlbertGK 5329 Alftafell SU 5190 Arinbjörn RE 1978 Arni Magnúss. SU 4655 Arsæll Sigurðss. GK 3004 Ásberg RE 7410 Asgeir RE 6707 Ásver VE 2338 Bergur VE 2977 Bjarni Ólafss. AK 5301 Björg NK 1492 Börkur NK 6505 Dagfari ÞH 6049 Eldborg GK 12297 Esjar RE 5022 FaxiGK 2752 Fifill GK 8459 Gisli Arni RE 8960 Gissur Hviti SF 3036 GjafarKE 1374 Grindvikingur GK 8305 Grimseyingur GK 3550 Guðmundur RE 14018 Guðrún GK 1332 Gullberg VE 1911 Gullberg NS 1939 Gunnar Jónss. VE 1697 Halkion VE 3726 Haraldur AK 1682 Harpa RE 5056 Héðinn ÞH 7760 Framhald á bls. 15. EFTIR ART BUCHWALD Vandinn er sá, að við höfum verið svo önnum kafnir við að verja heiður okkar i Suðaustur- Asiu, að við höfum ekki getað varið gjaldmiðil okkar i Evrópu, segir Art Buchwald i eftirfarandi pistli. Ég held að einhver stærsta yfir- sjón Nixons forseta hafi verið bjartsýni hans á bandariskt efna- hagslif. Hann heldur áfram að sannfæra hvern sem er um að klippt hafi verið á verðbólguna, verið sé að koma á jafnvægi i launamálum og að næsta ár verði hið glæsilegasta að þvi er varðar greiðslujöfnuð. Sálarlif Evrópumanna er hins- vegar með þeim hætti, að þvi glaðari sem Bandarikjaforseti er yfir efnahag okkar, þeim mun tortryggnari verða barnastjórar þeirra og valútuspekúlantar. Þar eð ég hefi lifað erlendis um langan tima, þá er ég eiginlega alveg viss um hvað til bragðs beri að taka. Ég tel það skipti höfuðmáli að forsetinn bregði sér i alheims- sjónvarp um gervihnetti og gefi svofellda yfirlýsingu: — Samborgarar minir i heim- inum'. Ég ætla i kvöld að ræða við ykkur um bandariska dollarann. Ég verð að gera það alveg ljóst lýðum, að hvað sem liður andstæðum orðrómi, þá hefur dollarinn aldrei verið verr á sig kominn en einmitt nú. Ef að við Pat ættum heima erlendis, þá mundi ég selja hvern einasta doll- ara sem ég ætti. Atvinnulif okkar er i vonlausri stöðu, og stjórn min kann engin ráð til að leysa þann vanda. Ég spái þvi að framleiðsla i landinu muni dragast saman, laun muni hækka og greiðslujöfn- uður okkar fari alveg i vaskinn. Ég hvet ykkur öll til að fara hver i sinn banka á morgun og selja bandariska dollara fyrir hvaða verð sem vera skal. Mér, sem forseta Bandarikjanna, finnst að þið ættuð fremur að heyra sannleikann en að ykkur séu gefin fölsk loforð, sem Amerika getur ekki staðið við. Ég er viss um að kannski muni einhver forseti Bandarikjanna i framtiðinni endurreisa banda- riska dollarann til fyrri virðingar i peningakerfi heimsins. En eins og nú er komið gerið þið réttast i að gleyma okkur, og gera það sem ykkur finnst sjálfum b'ezt fyrir ykkar eigin lönd. Þakka ykkur fyrir og góða nótt. — Það fyrsta sem gerist eftir slika ræðu forsetans er það, að banka- stjórar og peningaspekúlantar i Evrópu þrifa simtólin. — Heyrð- iru hvað hann sagði? mun sviss- neskur bankastjóri spyrja þýzkan iðjuhöld. — Hann vill að við trú- um þvi, að dollarinn berjist i bökkum. — Hvurslags asnar heldur hann eiginlega að við séum? Ef hann segir að dollarinn sé lasinn, þá hlý.tur hann að vitá að hann er fullfriskur. Seldu mörkin min og kauptu dollara eins og skot! Þá gripur svissneski banka- stjórinn annan sima. Þar er fyrir forstjóri tryggingafirma i Lond- on. — Ég kann ekki við þetta, mun bissnessmaðurinn brezki segja. — Hann var alltaf að þurrka sér um munninn meðan hann talaði. Maðurinn er slefandi lýginn. Komdu mér út úr jenum og yfir i dollara eins og skot. Næst mundu Frakkar koma. — Þetta eru amerisk véla- brögð, segir Frakkinn. Þeir vilja kaupa sina dollara aftur ódýrt og troða upp á okkur einhverju gull- drasli. Óekki! Við sjáum við þeim. Seldu gullið okkar og kauptu dollara, toute de suite. Þetta mundi leiða til skelfingar meðal arabiskra oliufursta. — Amerikanar eru að reyna að koma okkur á kné með þvi aö fá okkur til að selja dollarana okkar. Kauptu aftur alla dollarana sem við seldum og 500 miljónir i viðbót og gefðu skit i verðið. Það er ekki að furða, þótt þeir kalli hann Tricky Dick. Aður en dagur væri liðinn væri búið að panta svo mikið af banda- riskum dollurum, að peninga- markaðir i Evrópu væru neyddir til að loka. Hópur bankamanna mundi fljúga yfir hafið til Smit- sonian Instute til að ræða við bandariska bankamenn um leiðir til að bjarga þeirra eigin gjald- miðli. En Nixon mundi vera ósveigjanlegur og halda fast við það, að doltarinn væri eina mynt- in sem væri i alvarlegum vand- ræðum. Ef að Nixon hefði hugrekki til að fylgja þessari áætlun mundi hann geymast sem mesti forseti i efnahagsmálasögunni. Og þvi ekki að reyna? Ekkert annað hefur dugað, og er þá nokkru að tapa? Skapið yður eigin umgjörð með Gefjunar gluggatjöldum Heimilið er hluti af manni sjálfum, hlýleg búslóð skapar vellíðan og öryggi. Gluggatjöldin eru rammi þessa umhverfis, skapa því lit og ljós. Gefjunar gluggatjöld úr úrvals trefjaefni í fjölbreyttu litavali eru hverju heimili vegleg umgjörð. GEFJUN AKUREYRI dralon . BAYER Úrvals trefjaefni

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.