Þjóðviljinn - 27.03.1973, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.03.1973, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 27. marz. 1973 ÞJÓÐVILJINN — StÐA ll' '■■ —' u 0 & ID7 '”>'o ' A. u D rv> 0 Lr [? P' u □ & D7 A Landsleikurinn íslanc 1- •íoregur 12:14 Þessum leik vilja menn gleyma sem allra fvrst Einhverjum allra lé- legasta iandsleik Islend- inga i handknattleik nú síöustu árin, leiknum viö Norðmenn á laugardag- inn, vilja sjálfsagt allir gleyma sem fyrst, enda er hann ekki til þess að hafa hann í hávegum. Eftir sæmilegan fyrri hálfleik þar sem íslenzka liöiö leiddi lengst af, enda þótt sænsku dómararnir geröu sitt til þess að aðstoða Norðmennina, var síðari hálfleikurinn einn sá lakasti sem tslenzkt lið hefur nokkru sinni sýnt. Að visu var hlutdrægni sænsku dómaranna mikil, en það eitt var ekki nóg. Norska liðið var ekkert sérstakt, en islenzka sókn- in var í algerum molum sem sést bezt á því, að islenzka liðið skoraði ekki nema 3 mörk allan siðari hálfleikinn og ekkert mark síðustu 15 minútur leiksins. Hvilik hörmung! Karl Benediktsson þjálfari á verk fyrir hönd- um að koma sókninni í lag, en um leið verður Björgvin Björgvinsson kominn inn af línunni, en skot hans ienti I þverslá. (Ljósm. Gunnar Steinn) Verðskuldaður heimasigur hann að bæta sig í innáskiptingunum sem eru hans veikasta hlið sem þjálfara. Þótt islenzka liðið hafi leitt nær allan fyrri hálfleikinn var það ekki fyrir góðan leik alls liðsins, heldur frábæran sóknar- leik Geirs Hallsteinssonar, sem skoraöi 6 af 9 mörkum, og svo aftur ágætan varnarleik, en vörnin var mjög góð allan leik- inn. tslendingarnir skoruðu fyrsta markið, en Norðmenn jöfnuðu 1:1, og svona gekk það, að islenzka liðiö var alltaf á undan að skora, en Norðmenn jöfnuðu 2:2 3:3, 4:4 og 5:5 En þá náði islenzka liöið 2ja marka forskoti 7:5, 8:6 og 9:7,og þannig stóð i leikhléi. Byrjun siðari hálfleiks var ekki svo slæm hjá landanum. Munurinn varð tvivegis 3 mörk 10:7 og 11:8 og 12:9, en þá var siðari hálfleikur hálfnaður, og þær 15 minútur sem eftir voru skoraði islenzka liðið ekki mark. Norðmennirnir sigu á og jöfnuðu 12:12 þegar 10 minútur voru eftir af leiknum og sigu svo framúr, unz staðan var 14:12 þegar flautan gall til merkis um leikslok. Það er ekki hægt að hæla nokkrum leikmanni i islenzka liðinu, nema Geir Hallsteinssyni fyrir sóknarleikinn i fyrri hálf- leik, og svo aftur þeim Gunnsteini, Ólafi Jónssyni, Agústi ögmundssyni og Stefáni Gunnarssyni fyrir varnarleik- inn. Það er aldeilis verk sem Karl Benediktsson á fyrir hönd- um að laga sóknarleik liðsins fyrir undankeppni HM og loka- keppnina, ef liðið nær þangað. Til þessa verks hefur hann að visu allt komandi sumar, og vonandi dugar það til. Sænsku dómararnir sem Framhald á bls. 15. Enn sigrar IR r 1 IBK - sigruðu ÍBY 2:0 Steinar Jóhannsson skorar annað mark tBK (Ljósm. Gunnar). Keflvíkingar voru mun betri aðilinn í fyrri leik þessara liða í meistara,- keppni KSí. Þrátt fyrir mikið rok og kulda náðust oft góðir leikkaflar hjá báðum liðum, en landsliðs- framlina Vestmannaey- inga stóð ráðþrota gegn hinni viðurkenndu vörn IBK. Keflvikingar léku undan vindi i fyrri hálfleik, og vissulega voru þeir óheppnir að skora ekki fleiri mörk þá. Þótt Vestmannaeyingar næðu nokkrum sóknarlotum gegn vindinum, náðu þeir aldrei aö skapa sér hættuleg tækifæri, utan einu sinni, en þá komst Asgeir inn fyrir, og hörkuskot hans sleikti stöngina — utanverða. Hins vegar ógnuðu heimamenn látlaust, varnarmanni IBV tókst á ein- hvern óskiljanlegan hátt að elta uppi bolta, sem var á leiöinni i netið.og krækja fyrir hann. Skotin flugu framhjá stöngunum, og þau sem ekki fóru framhjá sá hinn ágæti markvörður, Arsæll, um að hirða. Hann mátti þó horfa á eftir boltanum i netið einu sinni i fyrri hálfleik. Steinar Jóhannsson fékk boltann eftir misheppnað úthlaup Umsjón Sigurdór Sigurdórsson Arsæls, og þar með hafði tBK tekið forystuna. 1 siðari hálfleik jafnaðist leikurinn nokkuð, vindátt haföi breytzt og stóð nú á þveran völl- inn. Keflvikingar ógnuðu þó enn sem fyrr mun meira og uppskáru mark á 35. min. Þannig lauk leiknum með tveimur mörkum gegn engu, verðskuldaður sigur sem hefði getað orðið stærri. Vestmannaey- ingar ollu nokkrum vonbrigðum; þeir náðu aldrei virkilega saman og voru ljónduglegum Keflviking- um fremur auðveld bráð.—GSP körfunni Sigurganga IR heldur áfram í 1. deildarkeppn- inni í körfuknattleik. Á sunnudaginn sigraði ÍR HSK 91:71, og er IR enn taplaust á keppninni. Þá sigraði Ármann ÍS með 81 stigi gegn 72, en hvorugt þessara liða getur héðan af fallið eða unnið keppnina. Kærkominn sigur í sundlandskeppninni Islendingar og Irar háðu landskeppni í sundi úti á frlandi um síðustu helgi og lauk henni svo að Islendingar sigruðu með 134 stigum gegn 121 stigi Ira. Þessi sigur er afar kærkominn eftir hið óvænta tap fyrir Irum í síðustu landskeppni landanna sem fram fór hér á landi í sumar er leið. islendingar höfðu yfir eftir fyrri dag keppninn- ar 67:64 og áttu menn ekki almennt von á því að íslendingum tækist að halda forskotinu. En það tókst og meira að segja bætti landinn heldur við forskotið á síðari degi keppninnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.