Þjóðviljinn - 28.03.1973, Blaðsíða 4
I SÍDA — ÞJÓDVILJINN Miðvikudagur 28. marz 1973.
Norrœnir póstmenn gáfu 5000 norskar kr.
Norræna póstmannaráoio hélt nýlega fund sinn i Osló. A þeim fundi
mætti Axel Sigurðsson fyrir hönd islenzkra póstmanna. t lok fundarins
afhentu fundarmenn Axeli gjöf aft upphæð 5000.1)0 'n. krónur sem
renna skyldu til póstmanna i Vestmannaeyjum, A myndinni sést
starfsfólk póstsins i Vestmannaeyjum er það veitti gjöfinni viötöku. A
myndinni eru frá vinstri: Eggert Pálsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Björg Sigjurjónsdóttir, Þorkell Guofinnsson, Kristín Baldvinsdóttir,
Valgerður Magnúsdóttir og Arnór Hermannsson. A myndina vantar
Guðna Olafsson.
Stúdentar í Kiel lýsa
yfir stuðningi
Þýzkir stúdentar í
fiskifræði við háskólann
i Kiel hafa sent frá sér
greinargerð um land-
helgisbaráttu islend-
inga. í henni er gerð
grein fyrir ástandi fiski-
stofna, efnahagshlið
málsins eru gerð skil og
rætt um réttarþróun við-
víkjandi rétti til fisk-
veiða á hafi úti og þar á
meðal rakin þróun
islenzkrar fiskveiðilög-
sögu og hlutdeild
alþjóðadómstólsins í
Haag þar að lútandi. Þá
er drepið á deildur sem
átt haf a sér stað i Vestur-
Þýzkalandi út af land-
helgisdeilunni.
1 lok greinargerðarinnar er
birt fundarsamþykkt félags
liffræðinema við háskólann i
Kiel frá 10.2 197:i,en þar segir i
lokaorðum : ,,Viö viður-
kennum réttmæti og nauðsyn
þess að færa út fiskveiði-
lögsöguna (il þess að (ryggja
tilverugrundvöll islenzku
þjóðarinnar. Þessi ráðstöfun
nýtur auk þess stuðnings
meirihluta meðlima
Sameinuðu þjóðanna og er lið-
ur i alheimsbaráttu kúgaðra
þjóða gegn heimsvalda-
sinnuðum rikjum. Þess vegna
lýsum við yfir einhug okkar
með baráttu islenzku þjóðar-
innar og fordæmum ráð-
stafanir þýzkra, enskra og
sovetrússneskra auðhringa
sem mótast af gróðasjónar-
miðinu einu saman".
1 kaflanum um hagnýtingu
fiskstofna er m.a. bent á þá
staðreynd að sóknin i þorsk-
stofna i N-Atlanzhafi sé nú svo
mikil að frekari sókn muni
frá útlöndum sé bægt frá með
tollum EBE.
1 ályktun liffræðinemanna
segir um leiðtoga sambands
flutningamanna, að hann hafi
i hyggju ,,að æsa þýzkan
verkalýð gegn Islandi og beita
honum til stuðnings þýzkra
auðhringa"
Gefá út greinargerð um
landhelgisbaráttu Islendinga
ekki valda aukningu á alla og
að raunar megi halda sama
afla með þvi að draga úr sókn
um helming þess sem nú er.
t>vi sé hér um ofveiði að ræða
jafnt i liffræðilegu sem hag-
fræðilegu tilliti.
t kaflanum um efnahagsmál
er sýnt fram á hve mjög efna-
hagur Islehdinga sé háður
fiskveiðum. Siðan er l'jallað
um fiskiefnahagsmál V-
Þýzkalands. Þar kemur m.a.
fram að framleiðni vestur-
þýzks fiskiðnaðar er undir
meðallagi og skip þeirra afli
mun minna en þau islenzku.
Samt sem áður leggja nokkur
stórfyrírtæki fé i slik fyrir-
tæki. Það helgasfaf þvi,að þau
stef'na að einokun á þessum
iðnaði til þess að geta haft
meiri áhrif á verðþróunina.
Sem dæmi er tekið að tæpir 2/3
hlutar þýzka togaraflotans eru (
i eigu auðhringsins Unilever '.
og bent á það að samkeppni
A blaðamannafundi sem
SfNE efndi til vegna greinar-
gerðarinnar sagði ölafur
Karvel Pálsson, sem lauk
námi i fiskifræði i Kiel s.l.
haust, ýmsar athyglisverðar
sögur frá Kiel. Sagði hann að
Hafrannsóknastofnunin i Kiel
og haffræðideild háskólans
þar væru merkustu og helztu
stofnanir V-Þýzkalands á sviði
hafrannsókna. Einnig sagði
hann sögu sem skýtur anzi
skökku við þau rök þýzkra
stjórnvalda og útvegsfyrir-
tækja að þau hafi mestar
áhyggjur af verka- og sjó-
mönnum sem verða atvinnu-
lausir ef þýzku togararnir
verða að draga úr veiðum við
tsland. Sagðí hann að eínu
sinni hefði verið allstór fisk-
markaður i Kiel og að togarar
hefðu landað þar. En svo kom
að þvi að eigendum markaðs-
ins þótti hann ekki nógu arð-
bær svo þeir lokuðu honum og
fluttu athafnasvæðið til
Bremerhaven. Þá var ekki
rætt um fólkið sem missti at-
vinnuna.
Einnig var rætt á fundinum
um aðgerðir stúdenta i ýms-
um löndum til stuðnings land-
helgisbáráttu tslendinga.
StNE hefur hvatt stúdenta til
dáða og m.a. stutt þá með þvi
að senda nokkur hundruð ein-
tök af bæklingum rikis-
stjórnarinnar um landhelgis-
málið til stúdenta viða um
lönd. Mest hefur starfsemin
verið á Norðurlöndunum og i
V-Þýzkalandi. Eins og menn
vita hafa stúdentar i Osló
unnið mikið starf til að kynna
málstað okkar þar i landi,og i
Kaupmannahöfn hefur sam-
starfsnefnd sem skipuð er
stúdentum frá Grænlandi,
tslandi, Færeyjum og Noregi
unnið ötullega að kynningu á
sjónarmiðum okkar. t Sviþjóð
hafa stúdentar einnig starfað,
og i nokkrum þýzkum borgum
hafa stúdentar kynnt okkar
málstað með ýmsum aðgerð-
um.
Nú á næstunni hyggst sam-
starfsnefndin i Höfn beita sér
fyrir aðgerðum á Strikinu þar
i borg og einnig hugsa
stúdentar i Stokkhólmi sér til
hreyfings.
Eitt er athyglisvert og það
er að ekkert hefur heyrzt frá
islenzkum stúdentum i Kiel og
Englandi, en eins og menn
kannski muna hafa þeir sent
StNE harðorð bréf þar sem
mótmælt er afskiptum sam-
bandsins af pólitik. Þeir eru
kannski lika andvigir
afskiptum StNE af landhelgis-
málinu,eða hvernig á að skilja
aðgerðarleysið?
— ÞH
Adolf Petersen:
Leiðrétting eða
Adolf Petersen hef ur sent
okkur pistil þann, sem hér
fylgir. Þjóðviljinn vill taka
fram að villan ,,lóa" í
staðinn fyrir,,tóa" var ekki
frá Ragnari Erni komin,
heldur var þar um að ræða
leiða prentvillu, sem
skrifast verður á reikning
Þjóðviljans og þegar hefur
verið leiðrétt. Gefum við
þá Adolf Petersen orðið:
í Þjóðviljanum 22. marz s.l.
birtist smágrein sem ber yfir-
skriftina ..Leiðrétting". Er þar
vikið að Visnamálum minum i út-
varpinu 14.marz s.l. Höfundur
greinarkornsins er Ragnar Orn.
Honum og öðrum þeim sem ef til
vill álita að ég hafi ekki farið rétt(
með vil ég gefa eftirfarandi upp-
lýsingar sem ég bið Þjóðviljann
að birta.-
Stefán ólafsson prestur i Valla-
nesi var fæddur um 1620 i Kirkju-
bæ i Hróarstungu. Faðir hans var
séra Olafur Einarsson í Valla-
nesi.albróðirOdds biskups. Faðir
þeirra var séra Einar Sigurðsson
i Eydöium.
Séra Stefán var skáld gott, og
eru ljóð hans kunn; enn i dag
syngja menn: Björt mey og hrein.
eða, Fg veit eina baugalinu.
Kvæði hans hafa verið gefin út,
fyrst árið 1823 af Bókmennta-
félaginu. en Fínnur Magnússon sá
um þá útgáfu. Heildarútgáfa á
kvæðunum kom út árið 1885-1886
hjá Bókmenntafélaginu. Dr. Jón
Þorkelsson bjó þá útgáfu undir
prentun. t þriðja sinn komu kvæði
Stefáns út hjá Menningarsjóði
árið 1948, og var það Andrés
Björnsson sem sá um þá útgáfu.
1 öllum þessum útgáfum er visa
sú eftir Stefán sem ég fór með i
Visnamálum 14. marz s.l., en
vegna þess að Ragnar Orn hefur
misheyrt, þá set ég visuna hér.
Ofan drifur snjó á snjó,
snjóar hylja flóa tó,
tóa krafsar móa mjó,
mjóan hefur skó á kló.
Það er tóa en ekki lóa sem
krafsar i móa.
Ragnar örn telur, sem vonlegt
er, visuna vera eftir Hjálmar
Jónsson i Bólu. Rétt er það visan
er i bókinni þar sem Ragnar Orn
segir hana vera. og visan er i
þeim útgáfum af kvæðum
Ekkiað
hvika í
landhelgis-
málinu
— segja vélstjórar
á togurum
Fundur Vél'stj órafélags'
Islands, með vélstjórum á
togurunum haldinn fimmtudag-
inn 22. marz 1973. lýsir yfir fyllsta
stuðningi við samþykkt Alþingis
frá 15. febrúar 1972, i landhelgis-
málinu, og skorar á rikisstjórn að
hvika ekki frá þeirri stefnu sem
þá var mörkuð.
Jafnframt beinir fundurinn
þeirri áskorun til rikisstjórnar, að
hún geri allt sem unnt er, til
eflingar landhelgisgæzlunní, svo
hún fái valdið sem bezt þvi
þýðingarmikla hlutverki að verja
hina nýju fiskveiðilandhelgi.
Bifreiða-
smiðir
kjósa
sér
heiðurs-
félaga
Aðalfundur Félags bifreiða-
smiða var haldinn mánud. 26.
febr. 5,1, að Hótel Sögu og var
þetta timamótafundur þvi að 35
ár voru liðin frá þvi að félagið var
stofnað, en það var stofnað af
rúmlega 20ungum mönnum, sem
unnið höfðu víð smfðar á yfir-
byggingum bila um nokkurra ára
skeið, en það var 1938 sem stofn-
fundur er haldinn.og var Tryggvi
Arnason kjörinn fyrsti formaður
félagsins.
A aðalfundinum nú var sam-
þykkt með lófataki að kjósa þá
Magnús Gislason og Harald
Þórðarson heiðursfélaga Félags
bifreiðasmiða fyrir ágæt störf i
þágu félagsins siðastliðin 25 ár.
Einnig var samþykkt að afhenda
þeim heiðursskjal og gullmerki
félagsins á 35 ára afmælishátfð-
inni sem haldin var að Hótel Esju
hinn 3. marz s.l.
Aðalfundur kaus stjórn fyrir
næsta starfsár og er hún þannig
skipuð: Formaður: Astvaldur
Andrésson. Varaform.: Hrafnkell
Þórðarson. Ritari: Ólafur Guð-
mundsson. Gjaldkeri: Eirikur
Olafsson. Vararitari: Jón B.
Guðmundsson.
Hjálmars, er ég hef séð, en
Ragnar Orn hefur mislesið þriðju
hendinguna i visunni eins og hún
er i bók Hjálmars: hun er svona:
...tóa grefur móa mjó ...
Það er það sama sem skeður i
misheyrn og mislestri, orðið tóa
verður lóa hjá Ragnari Erni.
Gott væri að fá viðhlitandi
skýringu á þvi, hversvegna þessi
vfsa Stefáns litið breytt er komin i
bók Hjálmars. Allir sem þekkja
nokkuð til verka Hjálmars vita
gjörla að hann var ekki sá maður
sem gat fundið sig i þvi að ásælast
yrkingar annarra og gera þær að
sinum. En hvers vegna? Kanski
hefur Ragnar Orn svar við þeirri
spurningu.
Adolf J.E.Petersen