Þjóðviljinn - 28.03.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.03.1973, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 28. marz 1973 — 38. árg. — 74. tbl ÍPOIEK OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 7, NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2, SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3 SlMI 40102 SeNDIBILASTOÐINHf BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA A ellefta tímanum í gœrkvöldi: Hraunið skreið mjög hægt fram en kanturinn hækkar Seint á ellefta tímanum í gærkvóldi hafði biaöiö samband við Eyjar og hafði hrauniö þá ekki alveg náð höfninni/ en hraun- kanturinn hafði hækkað og mikil glóð var í kantinum og búizt við að hraunið tæki skrið þá og þegar. Hraunið hélt áfram eyöilegg- ingu i gærdag og tók ein 10 hús til viðbótar þeim 40 sem fóru i siðara áhlaupinu. I gær brunnu m.a. hótel Berg, Þingholt. Þing- vellir og Oddfellowhúsið og Hrað- frystistöðin var að gefa undan hraunstrauminum i gærkvöld. Fylla átti þrær verksmiðjunnar með sjó til að kæla hraunið og tefja þannig fyrir þvi. I gær var bjargað vélum og innanstokks- munum úr Fiskiðjunni og úr fleiri húsum við hófnina. Nýi flakkarinn er á leið niður ofan á gamla hrauninu. Herjólfur kom um hádegið með fyrsta hlutann af dæluútbúnaðin- um frá Bandarikjunum, sem á að tifalda afköst sjódælingarinnar. 20 menn komu með skipinu til að vinna við að koma dælubúnað- inum i gagnið. Verið er að vinna við tengingu gamla vatnsbólsins við bæjar- vatnsveituna og er talið að eftir tengjnguna verði vatnsþörf bæjarbUa fullnægt. Þessi mynd var tekin aðfaranótt mánudags er hraunið var að renna ofan i sundlaugina. Sjá fleiri myndir i opnu. 1050 manns vantar á vetrar- vertíðina A svœðinu frá Stokkseyri til Snœfellsness vantar 472 bátasjómenn og 478 manns til fiskvinnu vinnslu Miliill skortur er nú á verka- fóiki við sjávarsiðuna á öllu vetr- arvcrtiðarsvæðinu, frá Stokks- eyri vestur á Snæfellsnes. Sam- kvæmt alhugun sem sjávarút- vcgsráðuneyliö bað Fiskifélagið að gera vantar hátt á 5. hundrað sjómenn og hátt á 6. hundrað karla og kvenna til fiskvinnslu- starfa. Horfir til vandræða með að hægt verði að bjarga mestu verðmætunum sem nú berast og ættu að geta bori/.t á land, nema mikið framboð skapist alveg á næstunni af fólki til sjómennsku og í fiskvinnslustöðvarnar. Blaðinu barst i gær eftirfarandi fréttatilkynning frá sjávarút- vegsráðuneytinu: „Samkvæmt sérstakri ósk samtaka útvegsmanna hefir sjávarútvegsráðuneytið nýlega látið fram fara athugun á vinnu- aflsþórfinni i sjávarútvegi á vetrarvertiðarsvæðínu á Suðvest- urlandi. Fiskifélag tslands tók að sér að gera þessa athugun. Þær niður- stöður, sem nú liggja fyrir af þessu starfi, eru i aðalatriðum þessar: Mjög mikill skortur er á sjó- mönnum og verkafólki til fisk- vinnslu á öllu svæðinu frá Stokks- eyri til Snæfellsness. Þannig er talið að nú vanti alls 472 sjómenn á bátaflotann á þessu svæði til þess að hægt sé að fullmanna þann bátaflota, sem til staðar er. Talið er að nu vanti 57« karla og konur til fiskvinnslustarfa a þessu svæði. Það vantar þvi sam- Framhald á bls. 15. Fimm fórust með TF-Vor Jb—T^-™ ^ J Sandkútufail \ 5 i %. "%. f>Krákurs *UN~s \ %\ % * ' íK NGuðlWj ^úfíéttnrvatn Hundavé'ttíiÁ '<•' Lyktlfeíl ""5 %' X T$@h- ?A-t^' SrV S Dúfunifsfell\ '^. Dii ¦M ^' vjO •irik-.sjökul f ÞrfstapsfeU J jöpnaíSH i N ^ fffÖrariW . , ¦ . *># >*>* Flfísá'skarð atelf <•>. v % KJÖLUR n) P '^ ., Kjalíéii 'f ' L Hrútafeli '- / J ^ Á&' S$\. .¦/ N '&S Baidheiðí 'c# .-./ ^4««- ÍO.'O; A,< 7 I MV ^ V* V ?\W Y/ •hh-\ t/ ' . W / ; íjSttlpaneéy / / ,w ¦ trnat,.' .' •J R200 , Opmundi 'y Kortiðsýnir staðinn þar sem flugvélin fórst. Flugvélin fórst í Búrfjöllum - flakið fannst kL 8,40 í gœrmorgun Flakið af Beechcraft- flugvél Flugþjónustunnar, TF-VOR/ sem hafin var leit að upp úr kl. 15 á mánudag- inn var, fannst um kl. 8.40 í gærmorgun í Búrfjöllum, norðaustur af Hundavötn- um. Með vélinni fórust allir sem i henni voru, 5 menn. Það var flugvél frá Flugstöðinni,TF-EGG, sem fann TF-VOR en þyria lenti þar skömmu síðar. Þeir sem fórust með TF-VOR voru: Björn Pálssonflugmaður, Heiði i Mosfellssveit, 65 ára, hann lætur eftir sig konu og 4 uppkomin börn. Björn Pálsson var einn af kunn- ustu flugmönnum Islands. Hann var fæddur að Ánastóðum i Hjaltastaðaþinghá 10. ianúar 1908. Björn átti „sóló-flug- skýrteini" númer 1 sem hann fékk 1939. Arið 1949 fór Björn sitt fyrsta sjúkraflug, en fyrirsjúkra- flug sin varð Björn kunnur bæði utan lands og innan. Hann hefur verið flugmaður að atvinnu siðan 1951 og sjúkra- flug hans eru orðin langtum fleiri en nokkurs annars manns hér á landi. Hann hefur hlotið gull- merki SVFl, sem veitt er fyrir björgun mannslifa. Einnig hlaut Björn gullmerki Flugmálafélags Islands. Þá hlaut hann viður- kenningu frá danska rikinu fyrir sjúkraflug til Grænlands. Knútur óskarsson flugmaður, Safamýri 44 Reykjavik, 33ja ára, kvæntur og lætur eftir sig 3 börn. Haukur Claessen, varaflug- málastjóri og framkvæmdastjóri flugvalla úti á landi, Langholts- vegi 157 Reykjavik, 55 ára, kvæntur og lætur eftir sig 3 börn. Björn Pálsson, flugmaður ólafur Júliusson arkitekt, Reynimel 37, Reykjavik, 49 ára, kvæntur en barnlaus. Framhald á bls. 15.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.