Þjóðviljinn - 28.03.1973, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 28. marz 1973.
Miðvikudagur 28. marz 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
HILDARLEIKUR
Ilraunift náði ekki þessu húsi i fyrra
áhlaupinu, en setti á það rækitegt
mark.
Hér skrföur hraunið fram með húsi
Hjartar Hjáimarssonar.
Þessi liús stóðu ráðvillt og löskuð
inni i langri geil i hrauninu.
Þetta hús hét Hraun og i þvi bjó
Magnús Jóhannsson frá Hafnar-
nesi, sem eldri lesendum Þjóðvilj-
ans er að góðu kunnur. Hraun fór
undir hraun fljótlega aðfaranótt
mánudags, en lengi vel var barizt
gegn hraunkantinum við þetta hús.
Hvað er maöurinn að gera þarna
með handslöngu eina að vopni gegn
hrauninu? hugsaði ég, og var siðan
fræddur á þvi að hann væri að kæla
aðalvatnsleiðslurnar.
Það var ótrúleg lífsreynsla að
vera í Vestmannaeyjum aðfara-
nótt mánudags og mánudaginn
þegar áhlaup númer tvö stóð yf-
ir. Fram að þeim tíma var ég að
skoða verksummerki eftir fyrra
áhlaupið og var þar margt
merkilegt að sjá. í útjaðri
hraunsins voru hús og húshlutar
i furðulegustu stellingum, sum
höfðu færzt langt úr stað. Þetta
var auðvitað stórkostlegt
myndaefni. Fyrir utan þessi
verksummerki eyðileggingar-
innar beindist athyglin að þeim
mönnum sem stóðu i einna
erfiðasta starfinu, að kæla
hraunið. Þessir menn hafa orðið
fyrir miklum vonbrigðum æ of-
an í æ, en alltaf tekið upp þráð-
inn að nýju, fært leiðslur úr stað
eftir því sem hraunið hækkaði
eða skreið fram. Ýtur gerðu nýj-
ar brautir upp á hraunið, aftur
voru leiðslur tengdar og vatn
sett á. AAér er t.d. minnisstætt
verkið við mikla leiðslu frá
Sandey sem reyndist gagnslaust
er hosur, sem tengdu rörin sam-
an, gáfu sig er vatninu var
hleypt á. Þetta var bitur stað-
reynd, en áfram var haldið.
,,Strákar", sagði einn, ,við ætt-
um að fá inngöngu í ASí". ,,Af
hverju", spurði ég ,,Af því að við
erum ný stétt— hraunkælingar-
menn!"
Er baráttunni að Ijúka? setti
ég í yf irfyrirsögn í blaðinu i gær,
og þetta hefur verið gagnrýnt.
Sú gagnrýni á rétt á sér vegna
þess að það hefur, a.m.k. fram
til þessa, harður baráttuandi ríkt
í liðinu í Vestmannaeyjum og ég
virði þennan baráttuanda og
finnst sjálfsagt að halda áfram
baráttunni fram á síðustu stund.
En ég vil samt ekki draga neina
dul á, að þessari baráttu kann að
Ijúka áður en varir. Ég vil af
þessu tilefni lýsa mikilli aðdáun
á verki hraunkælingarmanna og
annarra baráttumanna i Eyjum.
Þegar hraunið fór að skríða
fram fyrir alvöru aðfaranótt
mánudagsins fengu viðstaddir
að sjá ólýsanlegan hildarleik.
Ómögulegt er að lýsa þessum
hamförum íorðum eða myndum
svo nokkurt bragð sé að. Hvert
húsið á f ætur öðru malaðist und-
ir hrauninu, eða fuðraði upp.
Fólkið fylgdist af athygli með
afdrifum hvershúss. Húsin voru
eins og holdi klædd og örlög
hvers húss hafði á sér sérstakan
blæ. Gömlu timburhúsin járn-
klæddu, eða forsköluðu, létu
undan þunganum á margvísleg-
an máta: þau skældust eða
lognuðust . útaf, sum enda-
stungust, önnur fóru á ferð und-
an hrauninu og brunnu eða stóðu
i undarlegum stellingum fjarri
þeim stað er þau höfðu verið.
Sum steinhúsin brustu skjótt og
molnuðu niður, einstaka hús gaf
ekki eftir langtímum saman, en
ekkert fékk stöðvað hraunið —
það sem ekki gaf eftir strax, eða
brann, grófst undir.
Sérstaklega var minnisstætt
að fylgjast með afdrif um nýs og
mikils steinhúss sem Hjörtur
Hjálmarsson verkstjóri hafði
byggt rétt bjá sundlauginni.
Hraunið þrengdi sér að húsinu,
var komið upp á þakið og þrýsti
að húsinu til hiiðanna, en ekki
gaf húsið sig hið minnsta.
Minúta eftir minútu leið, hraun-
ið hækkaði en engin breyting
sást á húsinu. Skyndilega brotn-
aði það með háum brestum, en
lengi á eftir var geil i hrauninu
þar sem þetta mikla hús hafði
staðið. ,,Þetta hús var ramm-
lega járnbent", sagði maður
sem horfði á aðfarirnar. sj