Þjóðviljinn - 28.03.1973, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.03.1973, Blaðsíða 10
10 SÍDA — ÞJÓDVILJINN Miðvikudagur 2S. marz 1972. ■ ll !- v.-ýy*-k-r'.VV.-y**- ,-j LILLA TEATERN í HELSINGFORS, sem lék „Umhverfis jörðina á 80 dögum” á Listahátið 1972, kemur nú aftur með gestaleikinn KYSS SJALV, kabarettsýningu um hlutverk og sam- skipti kynjanna, og sýnir i Iðnó mánudag- inn 2. april kl. 20:30. í hlutverkum: ElinaSalo, Birgitta Ulfsson og Lasse Martensson. Undirleik annast Esa Katajavuori. Aðgöngumiðar verða selidir frá miðviku- deginum 28. marz i Iðnó. Leikfélag Reykjavikur NORRÆNA HÚSIÐ ÚTBOÐ Framkvæmdanefnd byggingaáætlunar- innar óskar eftir tilboðum i eftirtalda verkþætti við byggingu 314 ibúða i Breið- holtshverfi i Reykjavik. 1. málun úti og inni 2. eldhúsinnróUingar 2. skápar 4. inni- og útihurðir 5. sligahandrih (1. gler. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu F.B. Lágmúla 9 Reykjavik, gegn 5000 kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð þriðjudag- inn 10. april 1973 kl. 14,00 á Hótel Esju. Tilkynning til bifreiöaeigenda í Reykjavík Af gefnu tilefni tilkynnist, að eindagi bif- reiðagjalda er ekki bundinn við skoðun bifreiðar. Eindagi þungaskatts og annarra bifreiðagjalda ársins 1973 er 31. marz næstkomandi. Bifreiðaeigendur i Reykjavik eru hvattir til að greiða bif- reiðagjöldin f'yrir 1. april, svo komist verði hjá stöðvun bifreiðar og frekari inn- héimtuaðgerðum. Tollstjóriiin i Heykjavik. lAÍ<siöir> hi. INDVERSK VJNDRAVERÖLD Nýjar vörur komnar, m.a. ilskór, útskorin borft. vegghillur, vegg- stjakar, könnur. vasar, borftbjöllur, öskubakkar, skálar og mangt fleira. Einnig reykelsi og reykelsiskerin f miklu úrvali. Gjöfina sem veitir varanlega ánægju fáið þér í JASMÍN Laugavegi 122 (vift Hlemmtorg) íftl» (IKSÚHlfHl FÉLAG ÍSLEAZKRA HUðlMUSTARMAIHNA #útvegar yður hljóðfœraleikara " og hljómsveitir við hverskonar tcekifœri Vinsamlegast hringið i 20255 milli kl. 1417 Tímabœrt að huga að sumarstarf- seminni fyrir börnin Fjórir aftilar annast sumar- starfseini fyrir börn og unglinga á vegum Reykjavikurborgar, en litift efta ckkert samstarf er þeirra á milli og kynningu á þvi, sem i bofti er, er mjög ábótavant. Detta kom fram hjá Sigurjóni Péturssyni bfltr. Alþýðubanda- lagsins á siðasta borgarstjórnar- fundi, er hann minnti á, að tima- bært væri að fara nú þegar að huga að undirbúningi þessarar starfsemi. Útivist er borgar- börnunum nauðsynleg, sagði Sig- urjón m.a., en mjög fá þeirra komast til dvalar i sveit. Ýmislegt hefði verið gert af borgarinnar bálfu til að skapa börnunum möguleika til útivistar undanfarin ár og hefði reykvisk- um börnum reyndar staðið til boða íleiri starfsþættir en Reyk- vikingar almennt hefftu hugmynd um, þar sem kynningu þessa starfs hefði svo litt verið sinnt. Mætti nefna starfsemi æsku- lýðsráðs fyrir 12 ára börn og eldri i Saltvik, þar sem væri reiðskóli, sumarbúðir og dagsferöir, og siglingaklúbbinn á þess vegum i Nauthólsvik, sem nyti vinsælda ogstarfaði með miklum ágætum. Einnig hverfastarf með ,,opnu húsi” og stutt ferðalög á sumrin. L>á væri starfsemi skólagarð- anna með ræktun og i tengslum við þá umhverfisskoðun á vegum garðyrkjustj. og á vegum iþrótta ráðs og fræðsluráðs væri efnt til iþrótta- og leikjanámskeiða, sem milli 1000 og 1100 börn tóku þátt i sl. sumar, þe. sundnámskeiö, sumarnámskeið með föndri og iþróttum fyrir 10—12 ára og hús- mæðranámskeið fyrir 12 ára, sem fáir hefðu reyndar tekið þátt i. Auk þessa starfar Vinnuskólinn undir sjálfstæðri stjórn, þar sem 14—15 ára unglingar vinna fyrir kaupi við garðvinnu og hreinsun á opnum svæðum. Það eru sem sagt fjórir aðilar, sem annast sumarstarfsemi fyrir börn og unglinga á vegum borg- arinnar, sagði Sigurjón, og benti á nauðsyn þess, að þeir hefðu samband sin á milli og tækju meira tillit hver til annars, en ekkert samstarf hefur verið þeirra á milli undanfarin ár. Gæta þyrfti þess t.d., að engir aldursflokkar yrðu afskiptir, en nú er úr sýnu minna að velja fyrir ungri aldursflokkana en þá eldri. bá þyrfti að kynna foreldrum þessa starfsemi betur en verið hefur og helzt áður en skólum lýk- ur, svo þeir viti, hvað i boði er. Flutti Sigurjón eftirfarandi til- iögu, sem samþykkt var sam- hljóða: „Borgarstjórn beinir því til þeirra aðila er annast sumarstarf- semi fyrir börn og unglinga á vegum borgarinnar að þeir gangi sem fyrst frá samræmdri áætlun um starfsemina á komandi sumri. Þá samþykkir borgarstjórn einnig að fela sömu aðilum að gefa út kynningarbækling um sumarstarfið, sem dreift verði i skólum borgarinnar”. Sadat býr sig undir átök KAIRO 26/3. — Sadat, forseti Egyptalands, hefur vikið frá stjórn landsins. Mun hann skipa nýja og verða sjálfur forsætisráð- herra um hrið, i stað Sidkys. Sadat tilkynnti þetta á fundi stjórnar Arabiska sósíalista- bandalagsins og þingmanna i dag. Sagði hann að ekki yrði komizt hjá átökum við tsrael og yrði landið að búa sig bezt undir þau með þvi að byggja upp herinn. Um leið yrði að halda áfram að reyna að leysa málin eftir diplómatiskum leiðum. Skemmtun til styrkt- ar Y estmannaeyingum Norræna húsið i Reykja- vík gengst fyrir skemmtun til styrktar Vestmannaey- ingum.í Háskólabíói næsta sunnudag,þann 1. apríl. Að skemmtun þessari standa einnig Norræna félagið og félög fólks frá hinum Norðurlöndunum sem dvel- ur hér á fslandi. í tilkynningu frá Norræna húsinu um þetta mál segir: „Undanfarið hefur það varla farið framhjá neinum, að norræn samvinna er meira en nafnið tómt. og hin Norðurlöndin hafa vissulega sýnl. svo að ekki verður um, hvern hug þau bera til lslands i sambandi við hjálpar- starfsemi vegna gossins á lleimaey. Um margra ára skeið hafa ver- ið starfandi hér á landi félög þeirra Norðurlandabúa, sem tek- iö hafa sér búsetu á tslandi, og einnig hafa Islendingar, sem sér- stök tengsl hafa við hin Norður- löndin. gerzt þar félagar. Þessi félög, 12 talsins, hafa nú bundizt samtökum um að efna til samkomu til styrktar Vest- mannaeyingum og hafa fengið til liðs við sig Norræna félagið og Norræna húsið. Samkoma þessi verður með nokkuð sérstöku sniði. Það verður boðið uppá úrval norrænna skemmtikrafta. og hefur tekizt að la hingað úrvals listafólk frá öll- um Norðurlöndunum. sem leggur fram krafta sina og tima endur- gjaldslaust. Vitað er. að Norðmaðurinn Erik Bye, sem stjórnaði 5 klukku- tima tslands-dagskrá i norska sjónvarpinu, þegar 5 1/2 miljón norskar krónur söfnuðust i Vest- mannaeyjasöfnunina, mun stjórna skemmtuninni. og meðal þeirra gesta, sem þegar hafa lof- að að koma fram, eru nokkrír leikarar frá Lilla teatern i Helsingfors. sem flestir þekkja til, en skemmtiatriðin verða að öðru leyti birt nú um miðja vikuna. Auk listafólksins eru margir aðilar, sem leggja fram ókeypis aðstoð, svo sem: Flugfélag ts- lands, Loftleiðir, SAS, Finnair, Hótel Saga, Hótel Loftleiðir og Hótel Esja, , Háskólabió, Steindórsprent og Offsetprent; sömuleiðis dagblöðin i Reykjavik. Aðgöngumiðarnir verða jaln- framt happdrættismiðar, og hafa eftirtalin félög gefið vinningana: Eimskipafélag tslands, SAS, Bókaútgáfan Helgafell og Fálk- inn hf. Þessi félög hafa annazt allan undirbúning og hafa veg og vanda af skemmtuninni: Dansk-islenzka félagið, Det danske selskab, Dannebrog, Dansk kvindeklub, Færeyingafé- lagið, tsland-Noregur, Nord- manislaget, Skandinavisk Bold- klub, Suomi, Sænsk-islenzka fé- lagið, tslands-svenskornas fören- ing, Heimskringla, Norræna fé- iagið og Norræna húsið. Skemmtunin fer fram eins og áður segir, i Háskólabiói næsta sunnudag, þann 1. april”. Athugasemd Þjóðviljinn birtir hér á cftir athugasemd vift skrif blaftsins uin aftild Rikisendurskoftunarinnar aft Tryggingastofnun rikisins. Þjóftviljinn vill taka frani aft þessi atliugaseind breytir aft sjálfsögðu engu uni skrif blaftsins til þessa, u in rannsóknina á rekstri Tryggingastofnunarinnar i tilefni skrifa Þjóðviljans föstudaginn 23. marz og Timans sunnudaginn 25. marz um eftir- vinnu starfsmanna Rikisendur- skoðunar við endurskoðun i Tryggingastofnun rikisins óskum vér. að eftirfarandi komi fram: 1. Ilikisendurskoðunin veitti starfsmönnum Hagvangs h.f. fullan stuðning og mikilvæga að- stoð við gerð skýrslu þeirrar um rekstrarhægræðingu i Trygginga- stofnun rikisins, sem Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur nýlega gefið út.Starfsmönn- um Hagvangs h.f. er jafnframt kunnugt um. að ýmsar þær ábendingar. sem Rikisendur- skoðunin veitti þeim um rekstur Tryggingastofnunar. hafði þegar verið komið á framfæri við for- ráðamenn Tryggingastofnunar rikisins. 2. Yfirvinna starfsmanna Rikisendurskoðunar við daglega endurskoðun sjóðhreyfinga er gerð samkvæmt ósk forstjóra 1 ryggingastofnunar rikisins og hófs i forstjóratið Haralds Guð- mundssonar. Miðað við nú- verandi vinnuaðferðir verður þeirri ósk ekki fullnægt nema i eftirvinnu. Starfsmenn Hagvangs h.f.'hafa hins vegar lagt til, að öðrum vinnuaðferðum sé beitt i Tryggingastofnuninni, sem gerðu það kleift að vinna viðkomandi endurskoðun i dagvinnu. Þessi tillaga var lögð fyrir þá starfs- menn Rikisendurskoðunar, sem endurskoðunina annast. Töldu þeir ekkert þvi til fyrirstöðu að framkvæma tillöguna og voru henni að öllu leyti meðmæltir, eins og fram kemur á 118. blað- siöu skýrslunnar. 3. Hagvangur h.f. harmar, með tilliti til jákvæðrar afstöðu Rikis- endurskoðunar til niðurfellingar eftirvinnu starfsmanna sinna við endurskoðun i Tryggingastofnun og reyndar til skýrslugerðarinnar i heild, að ummæli i skýrslu Hagvangs h.f. varðandi umrædda eftirvinnu hafi verið túlkuð á þann hátt, sem gert var i Þjóð- viljanum 23. marz og Timanum 25. marz. Virðingarfyllst Sigurftur R. Hclgason Framkvæmdastjóri Hagvangs h.f.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.