Þjóðviljinn - 28.03.1973, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.03.1973, Blaðsíða 11
Miftvikudagur 28. marz 1973. 'ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 GETRAUNASPÁ Aðeins 5 réttir siðast er nokk- uð sem við getum ómögulega verið ánægð með, þrátt fyrir nokkur mjög óvænt úrslit. Það kom okkur og sjálfsagt fleirum mikið á óvart, að Everton skyldi sigra Ipswich á útivelli og þá ekki siður, að Leeds skyldi ekki ná nema jafntefli á heimavelli gegn úlfunum. Þá virðist Derby heillum horfið i deildarkeppn- inni, þvi að liðið tapaði 0:3 fyrir Sheff.Utd. Þetta eru aðeins fá- ein sýnishorn af hinum óvæntu úrslitum á laugardaginn. Nú eru aðeins eftir 7 umferðir i ensku deildarkeppninni hjá flestum liðum. Nokkur lið eiga þó eftir 8 leiki og örfá 9 leiki. Það er alveg ljóst að einungis Liverpool og Arsenal munu berjastum titilinn i ár, en Leeds á þó enn nokkra möguleika. Og þótt tölfræðilegir möguleikar séu enn á sigri Ipswich og New- castle og jafnvel Wolves, þá eru það ekkert nema tölfræðilegir möguleikar. Slíkt hrun hjá topp- liðunum, sem þarf til að sigur þessara liða geti átt sér stað getur ekki komið til greina. Það verða þvi skemmtilegar 7 vikur framundan hjá þeim sem ákaf- ast halda með þessu eða hinu toppliðinu i ensku knattspyrn- unni. En snúum okkur þá að næsta seðli. Arsenal—Derby 1 Fyrr i vetur var talað um „heppna Arsenal”, en nú er talað um „heppna, heppna, Arsenal”, þvi að liðið vinnur nú orðið leiki með næsta undarlegri heppni. En hvað um það, mjög ótrúlegt er að Derby taki stig af Arsenal að þessu sinni, ef marka má frammistöðu liðsins i siðustu deildarleikjum. Coventry—Ipswich 1 Fyrst Ipswich tókst ekki að sigra Everton og það á heima- velli um siðustu helgi, er vart þorandi að spá því sigri á úti- velli gegn Coventry, en þó má segja, að jafntefli komi til greina. Crystal Palace—Chelsea 2 Jafnvel á heimavelli er afar ótrúlegt að Palace nái stigi úr viðureigninni við Chelsea. Eins og er virðist ekkert blasa við Palace annað en fall niður i 2. deild, og yrði það þá eflaust eitt dýrasta lið sem fallið hefur nið- ur i Englandi. Leicester—Newcastle 2 Þetta er án efa einn erfiðasti leikurinn á seðlinum að spá um úrslit i. Ég hef þá trú að hið ágæta Newcastle-lið vinni þenn- an leik, en það skal tekið fram að jafntefli og jafnvel heimasig- ur koma til greina. Man.City—Leeds 2 Manchester City réð ekki við Frank McLintock fyrirliöi hins heppna Arsenal-liös. Arsenal um siðustu helgi, og manni þykir afar ótrúlegt að þvi takist að sigra Leeds, en jafn- tefli kemur hér sterklega til greina. Norwich—Birmingham 2 Birmingham-liðið hefur náð sér á strik svo um munar að undanförnu og er nú úr allri fall- hættu, en það sama verður ekk;. sagt um Norwich sem komst upp i 1. deild i fyrra ásamt Birmingham. Við spáum hik- laust útisigri að þessu sinni og teljum vart annað koma til greina. Southampton—Man.Utd. 2 Enn spáum við útisigri, en teljum þó að hér leiki meiri vafi á en i leiknum á undan. Manchester Utd. hefur hægt og rólega sótt á að undanförnu og virðist sloppið úr fallhættunni ef ekkertóhapp á sér stað i siöustu leikjunum. Og við setjum hér útisigur, þótt jafntefli eða jafn- vel heimasigur komi til greina. Stoke—WBA 1 Stoke er sem stendur i 4. neðsta sæti en WBA i þvi neðsta og virðist dæmt til að falla niður i 2. deild. Ég hef þá trú að Stoke spjari sig bæði i þessum leik og þeim næstu, þannig, að það verði ekki annað liðið sem fellur að þessu sinni. West Ham—Everton 1 Ef marka má leik Everton og Ipswich um siöustu helgi virðist eitthvað vera að rofa til hjá Everton um þessar mundir, og þvi er nokkuð erfitt aö spá um úrslit. En við setjum samt einn fyrir þennan leik, en bendum á að jafntefli og jafnvel útisigur koma til greina. Framhald á bls. 15. /a\ . staðan Staðan i 1. og 2. deild I Englandi er nú þessi: 1. deiid: Liverpool 35 22 8 5 64:36 52 Arsenal 35 21 8 6 50:32 50 Leeds 32 18 9 5 56:33 45 Ipswich 34 16 10 8 48:34 42 Newcastle 35 15 10 10 54:42 40 Wolves 34 15 9 10 52:42 39 Wcst Ham 35 14 9 12 56:45 37 Tottenham 33 13 9 11 45:36 35 Derby 35 14 7 14 43:51 35 Southam 35 9 16 10 35 39 34 Covcntry 33 12 9 12 35:37 33 Chelsea 33 9 14 10 42:42 32 Leicester 35 9 13 13 37:42 31 Manch. City 34 11 9 14 46:53 31 Everton 33 11 8 14 32:34 30 Sheff. Utd 35 11* ' 8 16 38:50 30 Birmingha m 35! 9 11 15 40:48 29 Manch. Utd. 35 8 11 15 35:55 27 Stoke 34 8 9 17 46:49 25 C. Palace 33 7 11 15 34:43 25 Norwich 34 8 9 17 29:52 25 WBA 34 7 9 18 29:51 23 2. deild. Burnley 35 19 13 3 59:31 51 QPR 34 18 12 4 66:35 48 Blackpool 36 15 10 11 48:43 40 Sheff. Wed 36 15 9 12 54:48 39 Aston Villa 34 14 11 9 41:38 39 Fulham 34 14 10 10 51:40 38 Middelsbro 36 13 12 11 35:38 38 Oxford 34 15 6 13 40-33 36 Luton 33 13 10 10 41-39 36 Millwall 35 14 7 14 50-42 35 Bristol City 35 12 11 12 47-45 35 Nott.Forest 35 12 11 12 39-40 35 Hull 32 11 11 10 49-42 33 Sunderland 30 11 9 19 43-47 31 Portsmouth 35 10 10 15 38-47 30 Preston 35 10 10 15 33-55 30 Carlislc 34 10 9 15 43-41 29 Orient 34 9 11 11 38-42 29 Swindon 36 8 13 15 42-57 29 lluddersfield 35 6 15 14 32- 47 27 Cardiff 33 10 6 17 34-48 26 Brighton 35 6 10 19 38-73 22 NM unglinga háð um næstu helgi Um næstu helgi fer fram Norðurlandamót unglinga í handknattleik, og sendir Island lið bæði í keppni pilta og stúlkna. Keppni piltanna fer fram i Svíþjóð, en stúlknanna í Danmörku. Eins og mennn eflaust muna urðu íslen2ku piltarnir Norður- landameistarar árið 1970 og hafa síðan verið nærri því að vinna titilinn öðru sinni. Nú er íslenzka pilta- liðið talið mjög sterkt, sérstaklega sem sóknar- lið, og miklar vonir við það bundnar. Þjálfari liðsins nú siðustu vik urnar hefur verið Páll Björg- vinsson hinn kunni handknatt- leiksmaður úr Vikingi, og hefur liðið tekið breytingum til hins betra undir hans stjórn. Farar- stjórar liðsins til Sviþjóðar verða þeir Einar Mathisen formaður HSI og Jón Kristjánsson, sá er mest og bezt hefur unniö að unglinga- málum handknattleiksins sl. 10 ár á Islandi. Liðstjóri verður Olfert Naaby úr Armanni og þess má geta að Páll Eiriksson læknir hinn kunni handknatt- leiksmaður, sem dvelur við sér- nám i Danmörku,mun koma til móts við liðið i Kaupmannahöfn Framhald á bls. 15. Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson Derek Dougan, snillingurinn I framlinu úlfanna. Hann á ekki hvað minnstan þátt I velgcngni liðsins i vetur. cr CJ o D 100 unglingar tóku þátt í bikarkeppni Skíðafélags Rvíkur Annað unglingamót i bikar- keppni Skiðafélags Reykjavikur var haldið við Armannsskálann i Bláfjöllum laugardaginn 24. marz kl. 3 e.h. Um eitthundrað unglingar tóku þátt i keppninni. Stormur var og 12 stiga frost. Lagðar voru tvær brautir, ein fyrir yngri flokkana og lengri brautin innarlega i dalnum fyrir eldri flokkana. Mótsstjóri var Haraldur Pálsson S.R. og braut- arstjóri Skarphéðinn Guð- mundsson S.R. Þetta er önnur keppnin i bikarkeppni um 21 bikar sem verzlunin Sportval á Laugavegi 116 hefur gefið. Eitt mót er eftir i þessari keppni, og verður þaö haldið mjög fljótlega. Úrslit urðu sem hér segir: Eldri flokkur, 36 port. Drengir 15 og 16 ára: 1. Guðni Ingvarss. K.R. 85,3 2. Kristján Kristjáns. A. 87,7 3. Magni Pétursson K.R. 88,8 Drengir 13 og 14 ára: 1. Ólafur Gröndal K.R. 85,9 2. Bj. Ingólfsson A. 88,1 3. Hilmar Gunnarsson A. 99,0 Stúlkur 13, 14 og 15 ára: 1. Jórunn Viggósd. K.R. 93,5 2. Guöbj. Arnad. A. 117,3 3. Anna Dia K . R. 128,5 Yngri flokkar, 28 port. Drengir 11 og 12 ára: 1 og 2 Lárus Guðmundss. A 58,5 1 og 2 Sigurður Kolbeins A 58,5 3. Páll Valsson IR 62,8 4. Helgi Geirharðsson A 64,6 Drengir 10 ára og yngri: 1. Rikharður Sigurðsson A 44,6 2. JónBergsSR 51,4 3. Kormákur Geirharðss. A 51,9 Stúlkur 11 og 12 ára: Steinunn Sæmundsd. A. 55.6 2. Maria Viggósd. KR 57,3 3. Helga Magnúsd. KR 69,4 Stúlkur 10 ára og yngri: 1. Ása Hrönn Sæmundsd. A 49,9 2. Auður Pétursd. A 57,3 3. Bryndis Pétursd. A 60,0

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.