Þjóðviljinn - 28.03.1973, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.03.1973, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 28. marz 1973. ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 7 „Atburðir” Fr;í Kjarvalss.yningumii i Mynd listarhúsinu. Skemmtilegt er lifið. Með hæðum og dældum, óteljandi lit- brigðum, þéttriðiö net marg- slunginna tilfinninga, og hver kennd hefur sitt eigið andlit, sem gægist fram eins og draumsýn, veruleiki sem hægt er að skynja en ekki skilja. Dauðir hlutir hafa verið gæddir anda og eru orðnir lifandi. Strigi og farði hafa verið bundnir saman órjúfandi böndum og segja okkur aö einu sinni var maður, sem ekki aðeins var til, heldur liföi. Nú hafa þeir reist musteri honum til dýrðar og hengt uppá veggina verk hans handa okkur að skoða. Það er mikill atburður. Nýtt myndlistar- hús hefur verið tekið í notkun. Það stendur á Miklatúni, gaman hefði'verið að mega segja Klambratúni, Ætli Kjarval hefði ekki verið sama þótt skikinn hefið verið kallaður sinu gamla nafni? 1 hinu nýja húsi er vitt til veggja. Eg segi ekki hátt til lofts. Forðast þangað að lita. Það voru hræðileg mistök að hengja þessi tröllauknu sjónertandi listaverk i loft sala, sem i á að sýna aðrar myndir. Illtað þurfa helzt að hafa barðastóra hatta á höfði til að geta ótruflað notið þess, sem hengt er á veggi. Tveir eru salir stórir. Báðir nú fullir af lifi Kjarvals og iist. Margra daga verk að skoða allt til hlitar. Sjón er sögu rikari. Allir eru velkomnir. í þetta hús á að vera gott að koma, sagði borgar- stjórinn. Vonandi að svo megi alltaf verða. Vonandi að i sölum þess megi viðsýni rikja og þangað megi listin leiða öll sin skilgetnu afkvæmi, bæði aldin og ung. Vonandi að enginn reyni að gera stóra sali að músarholum og að engin músarholusjónarmið fái að ráða þar rikjum. Stórir eru salir tveir. Annar nú og um framtið helgaður meistara Kjarval, hinn mun siðar vett- vangur hverskonar listsýninga og menningarstarfsemi. Gott eitt um það að segja og þörf á sliku rými. Munum þó.að ekki er mest um vert að sýningar séu sem stærstar að vöxtum eða fjölda verka. Ýmsar manneskjur njóta sin bezt i fámennum hópi. Likter oft um myndir. Þetta er ekki gagnrýni á sýningu Kjarvals verka. Yfirlit stórra manna verð- ur að vera stórt. Myndlistarhúsið á Miklatúni er orðið til. Það eykur mjög á reisn menningar okkar og gerir umhverfi sitt að meiri stað. Kannski timi til kominn að skira túnið upp og kalla Meiratún? Um Kjarval ætla ég ekki mjög að fjölyrða. Hann var hamhleypa við myndsköpun og snillingur á sinu sviði. Myndir hans eiga fleiri aðdáendur meðal Islendinga en nokkursannars. Hann er ekki fyrir misskilning dýrlingur orðinn. Hann var samkvæmur sjálfum sér og list sinni trúr. Ýmsir hafa reynt að tileinka sér nokkuð myndastil hans og likja eftir hon- um, en með misjöfnum árangri. Það fer enginn i fötin hans Kjarvals. En af honum má læra og það helzt, að við sanna list MYND- LISTAR- ÞANKAR Eftir Hallmund Kristinsson sköpun skyldi hver ganga i eigin fötum. En fleiri eru atburðir en hinir stærstu. Um svipað leyti og finir menn gerðu stóran atburð hátið- legan á Miklatúni og blótuðu meistara Kjarval, mættust i Norræna húsinu litla stund þrjár listgreinar. Lesinn var nýr ljóða- flokkur eftir Ninu Björk, sýndar litlar myndir, sem Þorbjörg Höskuldsdóttir hefur gert við hann, og leikin tónlist eftir erlendan höfund, sem ég man þvi miður ekki að nefna. Það er ekki nýtt að gerðar séu myndir við ljóð. En alltaf má hugleiða hvort komi hinu til góða, ljóðið mynd- inni eða myndin ljóðinu. Gömul saga hermir að Eva hafi verið gerð úr rifi Adams. Siðan mátti deila um hvort kom hinu til góða, Adam Evu eða Eva Adam. Óhætt virðist yfirleitt að lita á hvort um sig, ljóð og mynd sem sjálfstæð listaverk, þótt saman geti þau ef til vill haft áhrif en hvort um sig eitt sér. Persónulega held ég að mér hefði fundizt ljóð Ninu Bjarkar alveg jafngóð án myndanna, og á sama hátt þótti mér myndir Þorbjargar jafn- góðar áður en ég heyrði ljóðið og eftir það. En það er'eflaust mis- jafnt hvernig menn skynja slika hluti og gaman að bera saraan reynslu manna i þessu efni. Þessar tvær listgreinar, ljóð og mynd, geta raunar tvinnazt saman i eina heild, og menn hafa gert hluti, sem ekki verður sagt um hvort betur bera heitið ljóð eða mynd. Skiptir enda ekki mestu hvaða nöfnum við köllum hlutina. Aðalatriði að við skynj- um i þeim eitthvað sem gefur samhljóm innra með okkur. Ég hef aldrei getað séð neina brennandi þörf á að halda hinum ýmsu listgreinum svo mjög að- skildum. Aðalinntak þeirra allra er af sama jarðvegi sprottið. Tjáning mannandans þarf á mörgum meðulum að halda, og virðist ekki þurfa að skipta öllu máli hvort hún tekur þau inn til skiptis eða öll i bland. Hinsvegar er menntun listamanna oftast bundin einni grein aðallega. Þvi er skiljanlegt að blöndun list- greina eigi dáiitið erfitt uppdrátt- ar, þar sem þar við svo bætist að hún striðir á móti venjubundnum viðhorfum, sem eru sterkt afl og þungt i vöfum. Óþarft er að skilja orð min á þann veg að ég telji það eindregiö æskilegast markmið að útrýma hefðbundnum verka- skiptingum innan listarinnar, En allar tilraunir sem ýja i þá áttina þykja mér áhugaverðar og skemmtilegar eftirtektar. Hvort heldur sem um er að ræða sjálf- stæðar tilraunir eins eða mjög náið samstarf tveggja eða fleiri, nánara en þegar einn gerir myndir við ljóð annars. Mörgum er mjög til efs að svo náið sam- starf henti við listsköpun. Og óneitanlega virðist oft að það miklir erfiðleikar séu á samstarfi Alþýðubandaiagiö á Isa- firði gekkst fyrir fjölmenn- um fundi þar vestra á sunnudaginn. Fjörugar umræður urðu á fundinum, og beindist áhugi manna sérlega að þvi, að herinn færi burt úr Miðnesheíðinni sem fyrst. Halldór Ólafsson fréttaritari Þjóðviljansá Isafirði sagði okkur svo frá: — Siðast liðinn sunnudag boðaði Alþýðubandalagið til al- menns stjórnmálafundar á Isa- firði. Voru frummælendur þeir Haukur Helgason fulltrúi og fjallaði hann um stöðu rikis- manna að skertur yrði andi þeirra til stóru átakanna við list- ina sjálfa. En hvað um það. Enn sem fyrr er það andi listamanna sjálfra sem ræður för, og mikil- vægast að hver gangi i sinum fötum, hvernig svo sem þau eru sniðin. Það er svo þeirra vandi að sniða sér stakk eftir vexti. stjórnarinnar almennt og stöðu okkar i landhelgismálinu gagn- vart Haag-dómstólnum; Karl Sigurbergsson alþingismaður, sem talaði um landhelgismáliö almennl og herstöðvarmálið og fleira; Jón Snorri Þorleifsson for- maður Trésmiðaíélags Reykja- vikur, sem talaði um verkalýðs- mál. Fundurinn var mjög fjölsóttur, sóttu hann um 70 manns. Daginn áður hafði Ihaldið haldið fund i sama samkomuhúsi með Þorvald Garðar i broddi fylkingar, og voru þar aðeins 30 manns, og fóru 10 af l'undi áður en honum lauk. Eftir að framsögumenn Alþýðubandalagsins höfðu lokið máli sinu, hófust fjörugar um- ræður, og tók fjöldi manns þátt i þeim. Fyrirspurnir voru margar og málefnalegar, og vakti það at- hygli hve mikill og almennur áhugi var fyrir brottför hersins. Menn kröfðust þess að herinn yrði látinn fara burt af landinu á kjör- timabilinu. Áberandi var hve margt ungt fólk sótti fundinn. Til máls tóku, auk frum- mælenda, Helgi Björnsson, Gisli Hjartarson, Halldór Þorgilsson, Arnór Benónisson, Helgi Haraldsson, Þuriður Pétursdóttir, Jón Á. Jóhannsson, Magnús Reynir Guðmundsson, sem er einn helzti forvigismaöur SFV hér á Isafirði. Lýsti hann þeirri skoðun sinni, og óskaði eftir þvi að henni yröi komið á fram- færi, að flestir Frjálslyndra á tsa- firði væru andvigir þvi, að tslendingar sendu mann til Haag, heldur ætti aö láta auðu stólana tala. Kvað Magnús það hafa komið sér á óvart, að Hannibal hafi lýst þeirri skoðun að hann taldi rétt að sénda mann til Haag. Taldi hann að Hannibal mundi láta af þessari skoðun sinni. Að loknum fundinum buðu nemendur Menntaskólans á Isa- firði Karli Sigurbergssyni á rabb- fund i skólanum. Sat hann á fundi með stórum hópi skólanema langt fram eftir kvöldi. Kynnti Karl þar stefnu flokksins, og sýndu nemendur mikinn áhuga fyrir þvi að herinn færi burt úr Miðnes- heiðinni sem fyrst. — Jörgen múrari í heimsókn Les upp kvæöi og fræöir um veggmyndagerð Jörgen Bruun Hansen, Ijóðskáld og múrari, er kominn hingað og heldur námskeið á vegum Myndlista- og handiða- skólans í gerð vegg- mynda úr mósaík og steinsteypu. Og hann les upp Ijóð sin í Norræna húsinu. Jörgen er fæddur 1927. Það var á Njálsgötu I Kaupmanna- höfn. Máske er það þess vegna, segir hann, að drjúgur hluti vina minna eru Islend- ingar. Hann var i múraranámi á striösárunum og tók þátt i andspyrnuhreyfingunni. Nokkrueftirstrið fór hann til þeirrar riku Sviþjóöar og starfaði þar. Hann gaf út fyrstu ljóðabók sina um 1950; er hún á öreigamállýsku Kaupmannahafnar sem er ná- kvæmt og gagnort mál — seld- ist bókin vel, segir Jörgen, enda kostaði hún aðeins þrjár krónur. Næsta bók er tengd kynnum minum af lista- háskólanum og þvi endurmati sem þau neyddu mig til; þá kemur bók sem byggð er upp um Kristmótif með nokkuð óvenjulegum hætti. 1 haust er væntanleg bók sem heitir „Sýningarmaðurinn er dauð- ur” sem er m.a. um ómennska steinkassa samtimans, bygg- ingar- og sambýlishætti sem gerir fólk einmana og hjarta- kalt. Þá hefur Jörgen skrifað frásögn um þýzkt skáld og heimspeking, Wegerknapf — sem i reynd var aldrei til. I þeirri bók, segir hann, sýni ég fram á að þegar þörf er á ein- hverri figúru i menningarlifi, þá er hún búin til — úr lifandi manni eða dauðum. . . Jörgen les upp úr verkum sinum ásamt Ólafi Hauki Simonarsyni i Norræna húsinu kl. 16,30 á laugardag. Helga Hjörvar les þýðingar nokk- urra ljóðanna á islenzku. N.k. þriðjudag flytur hann fyrir- lestur á sama stað um „listina og listamanninn sem nytja- gripi”. Og á fimmtudag j næstu viku flytur hann erindi á vegum Arkitektafélagsins um samstarf listamanna^ og arkitekta. En Jörgen m'úrari hefur i meira en áratug verið ráðunautur i veggmyndadeild danska listaháskólans um út- færslu mynda i steinsteypu og annað þvi viðkomandi. Hann hefur unnið með próf. Dan Sterup Hansen, sem manna mest hefur beitt sér fyrir sam- starfi myndlistamanna og arkitekta i Danmörku. Jörgen heldur sem fyrr seg- ir námskeið sem stendur i tvær vikur og hefst 30. april i húsakynnum Myndlistaskól- ans. Námskeiðið er einkum ætlað starfandi listamönnum og listnemum. Frá fundi Alþýðubandalagsins á Isafirði Frjálslyndir vestra andvígir því að senda mann til Haagdómsins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.