Þjóðviljinn - 28.03.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 28.03.1973, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 28. marz 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Getraunaspá Framhald af bls. 11. Wolves—Sheff.Utd. 1 Hér er ekkert hik i málinu. Það kemur vart annað til greina en heimasigur, enda hafa Úlf- arnir staðið sig með eindæmum vel undanfariö og eru örugglega eitt bezta lið Englands i dag. Carlisle—Luton X Þá erum viö komin i 2. deild- arleikina, og þótt Luton sé nokk- uð betra lið en Carlisle, ræður heimavöllurinn hér miklu, og við spáum jafntefli, en annars kæmi útisigur frekar til greina. Nott.For.—Burnley 2 Burnley er nú komið upp i 1. deild þótt enn séu eftir 5—7 um- ferðir i 2. deild, nokkuð misjafnt hve marga leiki liðin þar eiga eftir. Liðið þarf ekki nema 1 stig úr þessum 5 leikjum sem það á eftir til að tryggja sér sæti og það þarf kraftaverk til að það gerist ekki. Við spáum þvi, að einmitt þessi leikur færi liðið upp i 1. deild endanlega, með þvi að það fái bæði stigin. Rekstrarlán Framhald af bls. 6. óhjákvæmilega tekið, að gefa út reglugerð Seðlabankans, svo og að koma á samræmingu milli við- skiptabankanna i þessum efnum. Sagði ráðherra, aö samkvæmt þessum reglum hefðu til þessa verið afgreitt 17 fyrirtæki á einn eða annan hátt. Það hlyti að taka langan tima að koma á föstu skipulagi i þessum efnum og þvi hefði verið lögð áherzla á að efla útflutninginn. Ráðherra sagði, að erfitt væri að festa hendur á heildarlánveit- ingum til iönaöar, en á fundi með forystumönnum iðnrekenda fyrir nokkru hefði hann beðið um að sér væri bent beint á ákveðin fyr- irtæki, sem ekki hefðu fengið út- flutningslán sambærileg sjávar- útveginum. Það væri löngum tal- að um að iðnaöurinn væri ein- hvers konar hornreka við hlið sjá- varútvegar og landbúnaðar, en ef ekki væri unnt að benda á ákveðin tilfelli i þessu sambandi, væri tómt mál að tala um þetta. Almenn rekstrarlán viðskipta- bankanna til iðnfyrirtækja væru miklu hærri en til útgerðarinnar, og það tæki tima að færa þau yfir á nýtt form. , Til þess væri ætlazt af rikis- stjórninni, að iönaöurinn sæti við sama borö og aðrir atvinnuvegir og fyrirmæli þar að lútandi lægju fyrir þeim, er með framkvæmdir færu i lánamálum. Auðvitað yrðu fyrirtæki, sem lán fengju, að geta staðiö við ákveðnar fjármálaleg- ar skuldbindingar. Þau iðnfyrir- tæki, sem teldu sig sett skör neðar en vera ætti, þyrftu þó að gefa sig fram, svo að unnt væri að athuga mál þeirra. NM-unglingamót Framhald af bls. 11. og vera með þvi á mótinu. Það, aö hafa lækni með liðunum, er eitt af þvi sem ekki hefur almennt verið gert hjá islenzkum landsliðum, og er þetta bvi mjög til fyrirmyndar. Islenzka liðið verður þannig skipað: Einar Guðlaugsson Armann Einar Ásmundsson KR Ásmundur Vilhjálmss. tBK Gisli Torfason tBK Jóhaiin Ingi Gunnarss. Valur Þorbjörn GuðmundssonValur Gisli Arnar Gunnarss. Valur Hörður Harðarson Valur Gunnar Einarsson FH Janus Guðlaugsson FH ViggóSigurðsson Vlkingur Stefán Halldórss. Víkingur Hanncs Leifsson Fram Hörður Hafsteinsson tR Fyrirliði liðsins verður Jóhann Ingi Gunnarsson. Vill byggja mótel i Ryík Þorgeir Halldórsson hefur sótt til borgaryfirvalda um lóð fyrir mótel, sem hann vill byggja og reka i Reykjavik. Var fjallað um umsókn hans á fundi borgarráös i fyrri viku og henni visað til lóða- nefndar. Samkvæmt upplýsingum skrif- stofustjóra borgarverkfræðings mun umsækjandi ekki hafa neina sérstaka staðsetningu i huga, en miðar við byggingu á þessu ári, þannig, að fyrirtækið komist i gagnið á næsta ári. Hugmynd Þorgeirs er ekki hverfi smáhýsa eins og mótel eru yfirleitt erlendis, td. i Bandarikj- unum, heldur hefur hann i huga byggingu 2ja til 3ja hæða húsa, jafnvel blokka með litlum ibúðum til leigu fyrir ferðamenn yfir sumarmánuðina, sem jafnvel mætti þá nýta á annan hátt á veturna. —vh Laun hækkuðu um 60 % — 80% en kjöt og mjólk innan við 30% 1 gær brenglaðist hjá okkur frétt á 6. siðu frá umræðum utan dagskrár á alþingi um verðlags- mál. Við birtum þvi fréttina á ný: 1 ræðu Agústs Þorvaldssonar við umræðurnar um verðlagsmál á alþingi komu m.a. fram þær upplýsingar, er hér fara á eftir um hækkun ýmissa vörutegunda annars vegar og launa hins vegar frá nóvember 1970 til þessa dags. Byggt er á tölum frá Hagstofu Islands og frá skrifstofu verö- lagsstjóra Kiöaö er viÖ 1 kg vör- unnar, nema annars sé getiÖ Nymjölk, 1/1 hyrna KáólkurostAir 45% SÍr.jör, I. fl. • Súpukjöt, I. verÖfl. Kótelettur Kindabjúgu RúgbrauÖ, óseytt, 11/2 Franskbrauö, 500 g Hveiti, pakkaö kg fsa, slægö og hausuö Þorskflök, roölaus, ný Saltfiskur Fiskbollur, 1/2 dós Epli Rúsínur, pakkaöar Kartöflur í 5 kg pokum Strásykur Kakó Kaffi, brennt og malaÖ Kaltöl, 33 cl. flaska Verö í nóv. Verö í febr. 1970, kr. 1973, kr. 15.30 237,00 199,00 150,20 176,80 144,00 kg 26,00 18.50 26,00 36,50 31,00 53.50 55,00 35,00 67,05 85,75 94,00 158,90 23,10 20,35 43,75 205.30 279,20 190,00 11.50 ö 20. marz 3 , kr.___ Hakkun, % 19,50 27 238 ,00 0 250,00 26 190,40 27 226,00 28 177,00 23 32,00 23 25,00 35 40 52,00 68 77,00 44 80,00 45 53,00 51 28 69 17,50 ♦ 24 115 36 296,00 56 16,00 39 Frá þvl i nóvember 1970 hefur almennt timakaup verkamanna i dagvinnu hækkaö kringum 60% og laun opinberra starfsmanna hafa hækkað kringum 80%. Rétt er þó að geta þess, að laun þau, sem opinberir starfsmenn sömdu um i desember 1970, voru látin verka aftur fyrir sig. Verölags- grundvöllur landbúnaöarafurða hefur hækkað um 52% frá haust- verðlagningu 1970. ARNFINNUR JÓNSSON fyrrverandi skólastjóri varð bráðkvaddur að Hrafnistu aö kvöldi 26. marz. Fyrir hönd Róberts Arnfinnssonar Sandra Róbertsdóttir Linda Róbertsdóttir Þingsjá Framhald af bls. 6. einkum sakna tveggja atriða i skýrslu ráöherrans. Annars vegar niöurstaðna alþjóðlegarar ráöstefnu fiskifræðinga i Wash- ington 1972 og hins vegar ábendinga um það, að hjá ráð- herrum þeim, er stóðu aö samn- ingum viö Breta 1961, hefði hvaö eftir annað komið fram sá skiln- ingur á samningunum, að aukin islenzk landhelgi skyldi standa i framkvæmd, unz Alþjóðadóm- stóllinn hefði fellt sinn dóm. Hjá ráðamönnum I Englandi og Þýzkalandi heföi aldrei bólað á mótmælum gegn þessum skiln- ingi tslendinga. Einar Ágústsson, utanrikis- ráðherra, sagði, að hann hefði látiö kanna, hvort I utanrikis- ráðuneytinu lægju einhver gögn, sem rennt gætu stoðum undir þennan skilning ráðherra Viðreisnarstjórnarinnar, en þar væri engin slik skjöl að finna. Ráðherrá taldi ekki liklegt, aö nein slik gögn fyndust I London heldur. Þessir þingmenn tóku þátt i umræðunum: Jón Ármann Héðinsson, Jónas Árnason, Jóhann Hafstein og Tómas Karlsson. 1050 manns Framhald af bls. 1. kvæmt þessari. athugun 1050 starfsmenn til starfa við útgerð- ina á þessu svæði eins og nú standa sakir. Hér er að sjálfsögðu fyrst og fremst um að ræða vönt- un á fólki á aðaltima vetrarver- tiðarinnar, þegar mestur afli berst að landi. Hér er um mjög alvarlegt ástand að ræða þar sem afli er nú allgóður i mörgum ver- stöðvum. Allir þeir, sem aðstöðu hafa til að aðstoða við björgun verðmæta á mesta annatiman- um, ættu að gefa sig fram eða að hafa áhrif á að vinnuafl sem ekki er fullnytt komi hér til hjálpar.” 5 fórust Framhald á bls. 15. Hallgrimur Magnússon húsa- smiður, Hjarðarhaga 46 Reykja- vik, 52 ára, kvæntur og lætur eftir sig 3 börn. TF-VOR var i leiguflugi fyrir Flugmálastjórn og var að koma frá Akureyri á leið til Reykjavik- ur er slysið varð. Það var kl. 14.51 á mánudaginn að siðast var haft samband við vélina og var hún þá i 11000 feta hæð norður af Lang- jökli. Þegar svo ekkert heyrðist til vélarinnar eftir það, en hún átti að lenda i Reykjavik kl. rúm- lega 15.30, var þegar hafin leit að vélinni. Fjölmargar flugvélar leituðu strax á mánudaginn og leitar- flokkar frá flugbjörgunarsveitum og SVFI voru sendir af stað. I gærmorgun leituðu 12 flugvélar að TF-VOR og auk þess á þriðja hunrdað manns. Þá svipuðust flugvélar frá Flugfélagi Islands og Flugfélaginu Vængjum eftir vélinni með þvi að leggja lykkju á leið sina i áætlunarflugi. Ekki var hægt að fá neinar upp- lýsingar um orsakir slyssins I gær, en siðdegis var rannsóknar- nefnd flugslysa að leggja af stað á slysstaðinn i Búrfjöllum. Þess má að lokum geta, að flakið fannst i fjallshliði Búrfjöllunum. — S.dór. Bókasýning i Stúdentaheimilinu Þessa dagana heldur Bóksala stúdenta sýningu á vlsinda- og kennslubókum i Stúdentaheimilinu við Hringbraut. Þar eru sýndir 150 bókatitiar frá McGraw-Hili útgáfufyrirtækinu, sem er eitt hið stærsta I heimi. Af þessu tilefni er staddur hér á iandi fulltrúi McGraw-Hill, David S. Anderson, og mun hann veita sýningargestum upplýsingar um bækur fyrirtækisins og kynna útgáfuáætiun þess. — Sýningin I Stúdentaheimilinu er opin kl. 10-18 virka daga. Aðstoðarlæknisstaða Staða aðstoðarlæknis við endurhæfingar- deild Landspitalans er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. mai n.k. Umsóknir er greini frá aldri, námsferli og fyrri störfum, sendist stjórnarnefnd rikis- spitalanna, Eiriksgötu 5, fyrir 27. april n.k. Reykjavik, 26. marz 1973 Skrifstofa rikisspitalanna. Sérfræðingur Staða sérfræðings á bæklunarlækninga- deild Landspitalans er laus til umsóknar og veitist frá 1. mai n.k. Staðan er hálft starf- Umsóknir, er greini aldur, námsferil og fyrri störf, ber að senda stjórnarnefnd rikisspitalanna, Eiriksgötu 5, fyrir 30. april n.k. Reykjavik, 26. marz 1973 Skrifstofa rikisspitalanna ® Til sölu Togarinn ,,Jón Þorláksson”, i eigu Bæjar- útgerðar Reykjavikur (BÚR), er til sýnis og sölu i þvi ástandi, sem hann er i nú. Tilboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 15. mai n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR FríkirUjuvegi 3 — Sími 2S800 SólaÖir hjólbarÖar til sölu á ýmsar stærðir fólksbila. Mjög hagstætt verð. Full ábyrgð tekin á sólningunni. Sendum um allt land gegn póstkröfn. BARÐINN ÁRMÚLA 7 SÍMI 30501 REYKJAVÍK.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.