Þjóðviljinn - 28.03.1973, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 28.03.1973, Blaðsíða 16
VOBWUINt Miövikudagur 28. marz 1972. Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Lækna- félags Reykjavikur, simi 18888. Kvöld-, nætur- og helgar- þjónusta lyfjabúðanna i Reykjavik vikuna 23.-29. marz er i Reykjavikurapóteki og Borgarapóteki. Slysavarðstofa Borgarspital- ans er opin allan sólarhring- inn. Kvöld-, nætur og helgidaga- vakt á heilsuvernc^arstöðinni. Simi 21230. Olnbogabörn yelferðar á sviði Þjóðleikhússins Annað kvöld, föstudag, frum- sýnir Þjóðleikhúsið sænskt nú- Limaleikrit sem heitir Sjö stelpur. Leikritið var frumsýnt I Stokk- hólmi haustið 1971 og þá á minnsta sviði Dramaten sem er þjóðleikhús Svia. Vakti það svo mikla athygli og hrifningu að það Kaldvin llalldórsson og Þórunn Magnúsdóttir eiga hér i einhverj- um sviptingum. Verkföll í dönskum skólum KAUPMANNAHÖFN 27/3. — Liklegt er að öll kennsla faili niður i Damnörku á föstudag en þá hefur ein miljón skólanem- enda boðað verkfall. Það er samstarfsnefnd nem- enda samtakanna sem boðar til verkfallsins, en áöur hafði verk- fallsboðunin verið samþykkt i landssamtökum skólanemenda. sem eru samtök nemenda i barna- og gagnfræðaskólutn. sprengdi fljótlega af sér húsnæði. Var þaðsiðan flutt svið af sviði og að endingu dugði ekki minna en aðalleiksvið leikhússins og þar gengur það enn. Um þessar mundir gengur það á öllum Norðurlöndunum og æfingar á þvi eru hafnar I Þýzkalandi. Höfundurinn er þekktur sænskur rithöfundur en hann skrifar þetta leikrit undir dul- nefninu Erik Thorstensson. Hefur hans rétta nafni verið vandlega haldið leyndu eins og um hernaöarleyndarmál væri að ræða. Astæðan er sú aö persónur leiksins eiga sér allar lifandi fyrirmyndir. 011 helztu atvik leik- sins og jafnvel einstök tilsvör eru sannsöguleg þótt nöfnum sé breytt. Tilurð verksins er sú að höfundurinn réö sig sem gæzlu- mann á upptökuheimili fyrir svo- nefndar vandræðastúlkur sem staðsett var uppi í sveit. Þar skrifaði hann dagbók sem gefin var út i söguformi. Eftir henni var svo leikritið gert. 1 leiknum eru 10 hlutverk öll svipuð að stærð. Staðgengil höfundar, nýja gæzlumanninn, leikur Guðmundur Magnússon og annað gæzlúfólk leika þau Ævar Kvaran, Þóra Friðriksdóttir og Baldvin Halldórsson. 1 hlutverk- um stúlknanna sem eru sex, sú sjöunda sést aldrei á sviðinu, eru þær Þórunn Magnúsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir, Guðrún Alfreðsdóttir, Sólveig Hauksdóttir, Helga Jónsdóttir og Helga Stephensen. Þau Guðmundur, Sólveig og Helga Stephensen koma fram i fyrsta skipti á fjölum Þjóðleik- hússins i þessu stykki en þau hafa öll leikiö áöur hjá Leikfélaginu. Sömu sögu er að segja af Birni Björnssyni sem gerir nú leik- myndir i fyrsta sinn fyrir Þjóð- leikhúsið en hann hefur um árabil gert leikmyndir fyrir sjónvarpið. Leikstjóri er Briet Héðinsdóttir og er þetta fyrsta verkefni hennar sem leikstjóra hjá Þjóðleik- húsinu. Þýðandi verksins er Sig- mundur örn Arngrimsson. ÞH ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Fáskrúðsfjörður — Ileyðarfjörður Alþýðubandalagið boðar til fundar n.k. laugardag á Reyðarlirði og n.k. sunnudag á Fáskrúösfirði. Arnmundur Bachmann fulltrúi, Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi og Helgi Seijan alþingismaður mæta á fundunum. Fundirnir eru öllum opnir. Umræðufundur Lúðvik Jósepsson, ráðherra, verður málshefj- andi á umræðufundi Alþýðubandalagsins i Reykjavik á fimmtudagskvöldið. Fundurinn verður að Grettisgötu 3 og hel'st kl. 20.30. Um- ræðuefnið er tsland og viðskipta- og efnahags- bandalögin og er allt áhugafólk velkomið á fund- inn. Húsavik — Akureyri — Sauðárkrókur Alþýðubandalagiö boðar til fundar i Alþýðuhúsinu á Akureyri á laugardaginn kl. 14. Einnig verða haldnir fundir á Húsavik og Sauðárkróki um helgina og verða þeir nánar auglýstir siðar. A fundunum mæta þeir Ragnar Arnalds, Jónas Arnason, Stefán Jónsson og Jón Snorri Þorleifsson. — Fundirnir eru öllum opnir. Borgarmálaráð Borgarmálaráð Alþýðubandalagsins i Reykjavik boðar til fundar i kvöld að Grettisgötu 3. Hefst fundurinn kl. 21. A fundinn eru boðaðir allir þeir, er eiga sæti i nefndum borgarinnar á vegum Alþýðubandalagsins. Viðtalstimi i dag Sigurjón Pétursson borgarráðsmaður verður til viðtals að Grettisgötu 3 frá kl. 5 til kl. 6. Sim- inn er 19835. Narfinn hcldur til veiða. Togararnir streymdu út á miðin í gærdag Strax eftir aö togaraverkfallið leystist I siðustu viku héldu nokkrir togarar á miðin, en aörir urðu eftir vegna strögls út- gerðarmanna. Nú hafa þeir hins vegar hætt öllu slfku og I gær tóku togararnir sem eftir voru að tinast út úr Reykjavfkurhöfn, hver á fætur öðrum. Samkvæmt upplýsingum sem við fengum hjá BÚR i gær fór Bjarni Benediktsson RE fyrstur BúR-togara á veiðar eða uppúr kl. 14 i gær. Þá lagði Hallveig Fróðadóttir af stað kl. 16 og Þor- móður goði átti að leggja af stað kl. 20 i gærkvöld. Narfi hélt á miðin um miðjan dag i gær og Karlsefni átti að fara siðdegis. Sigurður RE hélt á miðin i fyrrinótt og búizt var við að ögri og Vigri héldu á miðin i nótt er leið eða i morgun en eitt- hvað stóð á að afgreiða alla togarana með is i gær. Þannig að i dag ættu allir togararnir að vera komnir á miðin. S.dór S v eit arst j órnarmenn á fulltrúaráðsfundi Frá fulltrúaráðsfundinum. Formaður sambandsins, Páll Lindal borgarlögmaöur, er I ræðustól Samkomulag í D anmörku 1 gær og i dag stendur yfir i Reykjavik fundur i fulltrúaráði Sambands ísl. sveitarfélaga, en slikir fundir eru jafnan haldnir einu sinni á ári. Aðalverkefni fundarins er að fjalla um nefndarálit um landshlutasamtök sveitarfélaga. t fulltrúaráði eiga sæti auk stjórnarmanna sambandsins 25 fulltrúar ýmissa sveitarfélaga úr öllum landshlutum. Þeir eru kjörnir af landsþingi sam- bandsins, sem haldið er fjórða hvert ár að loknum sveitar- stjórnarkosningum. A fundinum verður að venju fjallað um starfsemi Sambands islenzkra sveitarfélaga siðastliðið ár, svo og starfsemi Lánasjóðs sveitarfélaga og Innheimtu- stofnun sveitarfélaga, en aðal- verkefni fundarins verður að fjalla um itarlegt nefndarálit um Landshlutasamtök sveitarfélaga, verkefni og stöðu þeirra i stjórn- kerfinu. Nefndarálit þetta er samið af Aiexander Stefánssyni, Bjarna Einarssyni og Sigfinni Sigurðssyni. Formenn og framkvæmda- stjórar Landshlutasamtaka sveitarfélaga eru boðnir á fundinn. KAUPMANNAHÖFN 27/3. — t nótt sem leið náðist samkomulag i vinnudeilunni miklu i Dan- mörku. Samninganefndir liöfðu þá setiö á fundum frá þvi á laugardag meö sáttasem jara . Samkomulagiö verður lagt fyrir verkalýðsfélögin og samtök at- vinnurekenda og verða úrslit ekki kunn fyrr en eftir 10-12 daga, fyrr hefst vinna ekki. Búizt er við að báðir aðilar samþykki samningsuppkastið. Atvinnurekendur munu boða til aukaaðalfundar næstu daga til að kjósa -um uppkastið. t verkalýðs- félögunum verða kosningar með tvennum hætti. 1 sumum félögum verður allsherjaratkvæða- greiðsla en i öðrum verða atkvæði greidd á fulltrúaráðsfundum. Ekki er búizt við að úrslit liggi fyrir fyrr en 8. eð 9. april og liggur vinna niðri þangað til. Félög þau sem hugðu á verkföll, en höfðu ekki hafið þau, hafa aflýst þeim. -—-------- Hittumst i haupfélaginu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.