Þjóðviljinn - 28.03.1973, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 28.03.1973, Blaðsíða 13
— Sjálisagt, herra minn. Bake bar höndina upp að enninu með striðnissvip og þrammaði burt. Ofanúr stiganum hrópaði hann skrækri röddu: — Ég skal aldrei gleyma þér, Andy, aldrei. Thornburg kom úr simanum um leið og Andy kom að dyr.unum að búningsherbergi sinu. — Þetta voru einhverjir menntaskóla- nemendur, sagði hann til skýringar. — Þeir vildu fá viðtal i skólablaðið sitt. Ég gaf þeim tima eftir hádegið á morgun. — Hvað menntaskóli gefur út skólablað i júli? Það er sumar- leyfi. Tornburg varð undrandi á svip, siðan skömmustulegur. — Það at- hugaði ég ekki. Jæja, þau sneru á mig. Nei, við þurfum vist ekki að Miftvikudagur 2N. marz 1973. þjóÐVILJINN — StDA 13 m Eftir Whit Masterson þeim finnist þeir vera eins merki- legir og þeir halda að þeir séu — Ég skal segja þetta við þá, sagði Andy. Munce hélt að honum væri alvara. — Slakaðu á, Lanny. Ég geri ekkert sem kemur sér ilía fyrir þig. — Ég var ekki hræddur um það, sagði Munce i flýti. — Þú veizt vel að þú ert efstur á blaði hjá mér. Þeir gengu niður kjallara- stigann. En þar voru þeir ekki einir heldur — flamenco- dansararnir sem voru neðstir á leikskránni, rifust hástöfum á baskamáli i búningsherberginu og i hinum enda gangsins var simi að hringja. Thornburg haltraði þangað til að svara. Andy hafði ekki tekið eftir stúlkunni fyrr en hún fleygði sér yfir hann. Hún hafði falið sig undir stiganum. Nú var hún allt i einu komin i miðjan hópinn og hélt sér dauðahaldi i Andy með báðum höndum meðan hún hrópaði nafn hans yfirkomin af hrifningu. Andy sleit sig lausan en var svo óheppinn að nögl klóraði rispu i kinnina á honum. Um leið var Hub búinn að ná taki á stúlkunni og sneri henni i hring. — Hvern fjandann ert þú að vilja? Hún streittist á móti. — Ég ætlaði bara að koma við hann. Æ, leyfðu mér að snerta hann. — Þú ert svo sannarlega búin að snerta hann. Littu framani hann. Hub hristi hana. — Ertu kolv.itlaus? Andy var búinn að jafna sig eftir undrunina og sagði: — Vertu ekki harður við hana. Hún gerði þetta ekki viljandi. Skákþraut Þessi staða kom upp i skák þeirra Tals og Solmanis i Rúss- landi 1971. Hvitur leikur og vinnur. Lausn á dæmi no. 10. 1. Dxh7 RxD 2. HxR KxH 3. Hh3 Dh5 4. BxD og svartur fær ekki varizt máti. Hub var enn reiður stúlkunni, en návist hennar gat gefið tilefni til að draga hæfni hans sem lif- varðar i efa. Hann sleppti henni með semingi. Hún var með tárin i augunum. — Ég ætlaði ekki að klóra yður. Sizt af öllu vildi ég gera yður mein, Andy. — Engar áhyggjur, þetta grær fljótt, sagði Andy vingjarnlega, — en nú verðurðu að fara. Þú hefðir ekki átt að laumast hingað niður. Þú hefðir getað lent i alvarlegum vandræðum. 3 — Ég varð að sjá yður. Ég fæ kannski aldrei annað tækifæri. — Já, og nú ertu búinn að sjá hann, sagði Hub hásum rómi og þreif aftur i handlegginn á henni. — Æ, má ég ekki fá eitthvað sem þér eigið, sárbændi hún án þess að lita af Andy. — Bara eitt- hvað, mér er sama hvað, svo að þau trúi mér? Andy hafði ekki hugmynd um hver ,,þau” voru, en hann sagði: — Auðvitað, þú verður af hafa eitthvert sönnunargagn. Hann tók af sér þverslaufuna. — Er þetta nóg? Hún þrýsti þverslaufunni að sér, alsæl eins og henni hefði verið gefinn demantur. — Ó, kærar þakkir, hvislaði hún. Þegar Hub tosaði henni burt, hrópaði hún. — Þessu skal ég aldrei gleyma, Andy.aldrei. — Lánið eltir suma, sagði Bake dapur i bragði. — Litlar kynbom- bur sem kasta sér yfir þá við hvert tækifæri. Ef ég hefði átt i hlut, þá hefði ég svo sannarlega gefið henni meira en þver- slaufuna. — Mundu að ég er giftur. Andy hristi höfuðið ringlaður. — Þetta er furðulegt — hún er það lika. Hún var að minnsta kosti með giftingarhring. Hvað hleypur eiginlega i fólk sem hagar sér svona? — Það er eins gott fyrir þig að horfast i augu við það — þú ert kyntákn. — Æ, hættu þessu, Bake. Þú þekkir mig alltof vel til að vita að það er ekki rétt. — Ég geri það, en þau ekki. Þessi stelpa er sjálfsagt gift ein- hverjum ónytjungi og óskar þess af öllu hjarta að þú værir kominn i hans stað. Og það eru miljón aðrar eins og hún. Andy hló. — Þetta er bráð- fyndið þegar hugsað er út i það. En, Bake, gerðu mér greiða. Ég á von á Lissu á hverri stundu. Viltu fara upp og sjá um að hún komi hingað niður. hafa áhyggjur af æskunni i dag. Hún er að minnsta kosti nógu hugmyndarik. Heyrðu, hvað hefur komið fyrir andlitið á þér? — Annað dæmi um hug- myndauðgi æskunnar. Andy opnaði dyrnar að búningsher- berginu og gekk inn með Thorn- burg á hælunum. Þeir fjórir sem fyrir voru i herberginu, brugðust á sama hátt og aðrir við komu Andys; það var eins og þegar segull dregur að sér járnsvarf. Phil Gagnon kom fyrstur til hans, hann var grannvaxinn maður með hrokkið hár og hafði þá at- vinnu að klæða Andy. Hann fór að færa Andy úr jakkanum. — Mannf jöldinn fyrir utan tafði mig. Hvað hefur orðiö af þverslaufunni þinni? Gagnon tók fyrst eftir að hana vantaði, áður en hann tók eftir andlitinu á Andy, vegna þess að föt gáfu til- veru hans innihald. öðru máli gegndi um hina. Þeir spurðu næstum samstundis. Andy leit i spegillinn. Rifan sýndist verri en hún var; þetta var ekki annað en rispa sem auðvelt yrði að fela með sminki. En þeir horfðu samt á hann með áhyggju- svip. Tilvera þeirra byggðist á velliðan Andys Paxtons. Rocco Vecchio, fjármálastjóri hans, þrekinn hlunkslegur maður, sem þjáðist af atvinnusjúkdóm i stéttarinnar, áhyggjum, var kviönastur. Hann var sköllóttur, með svört augu og þykkar, svartar brúnir, sísveittur og stöðugt að leita að einhverju til að þurrka sér með i lófunum; oftast notaði hann buxnaskálmina. — Það kemur að þvi að þú verður tættur i sundur, sagði hann. — Til hvers fjandans erum við að borga þessum lifverði kaup? — Það var ekki Hub að kenna. Stundum fór þessi sifellda um- hyggja i taugarnar á honum. Hnerri vakti skelfingu, ósköp venjulegt kvef var álitið hroll- vekja..það var aðeins vegna þess að hann hafði þvertekið fyrir það að ekki hafði verið ráðinn einka- læknir til að ferðast með honum. Hann hafði hætt við frosk - mannsköfun, sem honum þótti skemmtileg, til að komast hjá daglegum ásökunum starfs- manna sinna. — Það var svo sem ekki eins og ég fótbryti mig, fjandinn hafi það. — Gerðu ekki litið úr svona löguðu. Vecchio svipaðist um eftir tré til að berja undir. — Andy hefur rétt fyrir sér, sagði Charlie Marble, — það er óþarfi að gera veður út af þessu. Sizt af öllu núna. Hann var að eðlisfari róandi maður. Hann var fulltrúi viðtæks leikhúsumboðs og i sérstökum tengslum við Paxton. MIDVIKUDAGUR 28. marz 7.00 Morgunútvarp.Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðrún Guðlaugsdótt- ir les framhald sögunnar um ..Litla bróður og Stúf” eftir Anne Cath,- Vestly (12). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög ámilliliða. Kitningarlestur kl. 10.25: Séra Kristján Ró- bertsson les úr bréfum Páls postula (23). Sáliualög kl. 10.40. Fréttir kl. 11.10. Tón- leikar: Hljómsveit Tón- listarskólans i Paris leikur „Sylviu”, ballettmúsik eftir Delibes. / Listafólk i Vin flytur lög úr óperettunni „Madame Pomadour” eftir Fall. / Sinfóniuhljómsveit Lundúna leikur „Slæpingja- barinn”, divertissement eftir Milhaud. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.15 Ljáftu mér eyra. Séra Lárus Halldórsson svarar spurningum hlustenda. 14.30 Síftdegissagan: „Lifsor- ustan” cftir óskar Aftal- stein.Gunnar Stefánsson les (5). 15.00 Miftdegistónleikar: ls- lenzk tónlist. a.Forleikur að „Fjalla-Eyvindi” og Sex vikivakar eftir Karl O. Run- ólfsson. Sinfóniuhljómsveit tslands leikur; Bohdan Wodiczko stj. b. ,,f lundi ljóðs og hljóma”, lagaflokk- ur eftir Sigurð Þórðarson. Sigurður Björnsson syngur; Guðrún Kristinsdóttir leikur undir. c. Lög eftir Bjarna Þorsteinsson i hljómsveit- arbúningi Jóns Þórarins- sonar. Sinfóniuhljómsveit Islands leikur; Páll P. Páls- son stj. d. Tvö lög eftir Pál tsólfsson. Guömundur Jóns- son syngur. Ölafur V. Al- bertsson leikur undir e. Lög eftir Sigvalda Kaldalóns og Sigurð Þórðarson. Guðrún A. Simonar syngur. Guðrún Kristinsdóttir leikur undir. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir.Tilkynn- ingar. 16.25 Popphornift. 17.10 Tónlistarsaga. Atli Miövikudagur 28. marz 18.00 Jakuxinn. Barnamynda- flokkur. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. Þulur Andrés Indriðason. 18.10 Frumskógarleikurinn, Finnsk teiknimynd. Þýð- andi Kristin Mantyld. (Nordvision-Finnska sjón- varpið) 18.20 Einu sinni var.... Gömul og fræg ævintýri færð i leikbúning. Mafturinn og hjákonurnar t v æ r. Niz. kukollurinn og Nirfillinn. Þulur Borgar Garðarsson. 18.40 lllé. 20.00 Fréttir. 20.25 Veftur og auglýsingar. 20.3Ó Þotufólk. Leyndarmál Astros. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Skipt um hlutverk (L une et 1’ autre). Frönsk bió- Heimir Sveinsson sér um þáttinn. 17.40 Litli Barnatlminn. Gróa Jónsdóttir og Þórdis As- geirsdóttir sjá um timann. 18.00 Eyjapistill. Bænarorft. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 A döfinni.Kristján Bersi Ölafsson skólastjóri stjórn- ar viðræðuþætti um kenn- aramenntunina. Þátttak- endur: Dr. Broddi Jó- hannesson rektor, Kristján Ingólfsson kennari og Óskar Halldórsson lektor. 20.00 Kvöldvaka. a. Lög eftir Pétur Sigurftsson frá Sauft- árkróki. Svala Nielsem og Friðbjörn G. Jónsson syngja; Guðrún Kristins- dóttir leikur undir á pianó. b. Baslsaga Jón Sigurjóns- sonarj — fyrri hluti. Agúst Vigfússon skráði. Auðunn Bragi Sveinsson flytur. c. Kvæfti cftir Jakob Thorar- ensen. Stefán Asbjarnarson á Guðmundarstöðum i Vopnafirði les. d. I.itift um öxl. Jón Arnfinnsson garð- yrkjumaður segir frá. Kristján Þorsteinsson flyt- . ur. e. Finnvitkun, Þorsteinn I frá Hamri tekur saman þáttinn og flytui'ásamt Guð- rúnu Svövu Svavarsdóttur. f. Um islenzka þjófthætti. Arni Björnsson cand.mag. flytur þáttinn. g. Kórsöng- ur. Karlakórinn Geysir á Akuréyri syngur „Fóst- bræðrasyrpu”, islenzk þjóð- lög i raddsetningu Emils Thoroddsens. Söngstjóri: Arni Ingimundarson. Pianóleikari: Þórunn Ingi- mundardóttir. 21.30 Aft tafli. Guðmundur Arnlaugsson flytur skák- þátt. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (32). 22.25 Ctvarpssagan: „Ofvit- inu” cftir Þórberg Þórftar- son. Þorsteinn Hánnesson les (22). 22.55 Aft lilusta á nútimatón- I is t JT a 1 ldó r Haraldsson ræðir um nokkur atriði nýrrar tónlistar og kym ir jafnframt verkin „Lux Eterna” og Requiem eftir Ligeti. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. mynd. Leikstjóri Nicole Stephane. Aðalhlutverk Malka Robovska, Philippe Noiretog Marc Cassot. Þýð- andi • Óskar Ingimarsson. Aðalpersónan, Anna, er leikkona. Hún býr með rosknum ljósmyndra, en hefur hug á að slita sam- búðinni. Systir hennar, sem býr i Lundúnum, er rik, og hún verður önnu fyrirmynd i ýmsum tilvikum. 22.10 Kirkjur og ofbeldi. Finnsk kvikmynd um ástandið á N-trlandi og hlut hinna þriggja aðaltrúar- félaga iófriðinum, sem þar rikir, og tilraunum til úr- böta. Rétt er að benda á, að myndin er ekki alveg ný af nálinni. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 23.00 Dagskrárlok. O cj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.