Þjóðviljinn - 08.04.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.04.1973, Blaðsíða 2
2 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. april 1978. SÆNSKUR TRÚBADÚR í HEIMSÓKN FINN ZETTERHOLM Finn Zetterholm Karlek övervinner allt karleken er jordens salt karleken er fin och bra men den styrs av pengarna pengar, min van styrk kárleken Kífrleksguden herr Amor jobbar pá reklamkontor ger dej marknadsrád och rön ievcr pá din kárleksbön han vet precis ká'rlekens pris Það fór vist framhjá flestum — nema náttúrlega sænsku menningarmafiunni — að visna- söngvarinn Finn Zetterholm var hér i vikunni og söng i Norræna húsinu lög og ljóð eftir bæði sjálfan sig og fleiri, þám gömul sænsk þjóölög og visur. Ahorfendur skemmtu sér konunglega yfir lýsingum Finns á meðferð aldraðra i velferðar- rikinu Sviþjóð, kaupfélögunum, sem fyrst hröktu burt alla smákaupmennina úr dreifbýlinu, en nenna svo ekki sjálf að þjóna strjálbýlum byggðarlögum og i stað þess að lækka vöruverðið gefa þau með ærnum skrifstofu- kostnaði út arðmiða, sem kostar viðskiptavininn óskapa fyrirhöfn að fá greitt af. Eða visa starfs- bróður Finns, Bengt Sandhs, sem hann syngur oft með, um skemmtanaiðnaðinn og lýsingin á „nýju” rómantikinni frá USA i Love Story um rika piltinn og ungu fátæku stúlkuna, sem varð svo fallegt lik... Já, það mætti lengi telja. Sumt einfalt, fyndið, létt, annað með talsverðum broddi, allt með undirtóni Og hver er svo þessi Finn Zetterholm? Munið þið sænsku myndina „Sumargestina” sem sýnd var hér i sjónvarpinu og vakti sem mesta hneykslun afþviað þar sáust berir karlmenn (bert kven- fólk er jú góð og gild vara)? Inná milli atriða sungu tveir piltar kaldhæðnisleg ljóð og spiluðu undir á gitar. Jú, Finn var annar þeirra og visurnar voru eftir hann. Finn Zetterholm er einn af þessum trúbadúrum eða visna- söngvurum, sem eiga sér nokkuð langa hefð i Sviþjóð, en við höfum varla eignazt fyrr en helzt nú, Böðvar Guðmundsson. Finn litur gagnrýnum augum kringum sig og hefur verið býsna fundvis á ranghverfu sænska velferðar- þjóðfélagsins og þær hliðar ýmissa málefna — og manna — sem reynt er að snúa frá al- menningi eða breiða yfir. Auglýsingaiðnaðurinn hefur oft orðið illilega fyrir barðinu á hon- um og sænska félagsmálaað- stoðin marglofaða, svo eitthvað sé nefnt. Sjálfur segir hann, jú, að hann sé pólitiskur, auðvitað. En ekki kannski flokkspólitiskur, amk. ekki i söngvum sinum. En allt er meira og minna pólitiskt i eðli sinu, ekki satt? — Eg starfa ekki eins mikið að stjórnmálum og ég kannski vildi, ef ég hefði tima, sagði hann i stuttu viðtali við Þjóðviljann daginn áður en hann fór heim. Samt ætla ég að taka þátt i kosn- ingabaráttunni i haust og legg fram það sem ég get, ferðast fyrir VPK, Vinstri flokkinn, kommúnistana, i þrjár vikur ásamt félaga minum og syngjum við þá pólitiskar visur, mótmæla- og gagnrýnisljóð, og sitthvaö fleira. Þannig má vera, aö ég komi að gagni i stjórnmálabar- áttunni. — Er sænskur almenningur jafn vakandi um heimsmálin og stjórnmál heima fyrir og stund- um virðist eftir fréttum að dæma? — Æ, ekki finnst manni nú fólk alltof vakandi. Samt er al- menningur i Sviþjóð sér kannski meira meðvitandi og lætur sig meira skipta ýmis stórmál úti heimi en almenningur i öðrum löndum, eins og undirskrifta- söfnunin vegna Vietnamstriðsins sýndi vel. En það er bara litið hlutfall af heildinni, sem er veru- lega virkt i starfi. Ég held samt, að fólk sé almennt að verða áhugasamara og ég held að það sé mest að þakka ýmsum starfs- hópum ungs fólks, eins og td. FNL hreyfingunni. Viðhorfið til FNL hópanna hefur lika gjörbreytzt. Fyrst voru allir á móti þeim, töldu þetta ofstækisfulla stúdenta eða spilltan hippalýð, en þetta hefur alveg horfið. — Nú syngur þú talsvert af pólitiskum visum, eða ég á kannski heldur að kalla það gagn- rýnisljóö, en lika gamlar þjóð- visur. Hvað viltu helzt syngja? — Eiginlega hvað sem er, ef það eru góðarvisur. Sjálfur yrki ég mismunandi visur, en yfirleitt um það sem skiptir máli i nú- timanum. Ég yrki ekki beint um stórpólitiska atburði, það væri alltof erfitt, heldur um hitt, sem smærra er, en leiðir kannski af atburðunum eða er i samhengi við þá og þjóðfélagsástandið yfir- leitt. Lýsing á einum manni um- hverfi hans og hvernig honum vegnar, segir oft meira, finnst mér, en lýsing á stóru atburðun- um. Auðvitað geri ég mér ljóst, að þetta eru ekki ljóð, sem lifa áfram, verða eilif eða klassisk. ég geri heldur ekki kröfu til þess. Ef þau ná til fólks, gegna sinu hlutverki hér og nú, er ég ánægður. Ég vildi gjarna yrkja alls konar söngva, en td. ástar- visur og þessháttar geta bara svo margir gert miklu, miklu betur en ég og gera það lika, og þá get ég sungið þeirra visur. — Visnasöngur er talsvert iðkaður i Sviþjóð er það ekki? Stafa vinsældirnar af tizku eða hefð? — Hvoru tveggja, hugsa ég. Þaö er mikið af góðum visna- söngvurum i Sviþjóð núna, og þegar ég segi visnasöngvurum, þá á ég við söngvara, sem sjálfir yrkja visur og spila undir og semja oft lögin lika þótt þeir syngi svo lika eftir aöra. Sem tizka náði visnasöngur hámarki á árunum 1967-69, þá átti hver unglingur gitar og allir voru sisyngjandi þjóölög og mótmæla- söngva, einkum þá bandarisku. Nú hefur þetta minnkað sem tizka, en visnasöngurinn heldur áfram sem hluti af þjóð- menningunni eins og fyrr. Þvi má skjóta hér inn i viðtalið, að þegar hafa komið út nokkrar LP plötur með visnasöng Finns, bæði með honum einum og einnig plötur með honum og vini hans Bengt Sandh. Nú er hann að vinna að plötu með gömlum sænskum sósialiskum baráttusöngvum. Nýkomin er út plata, þar sem Finn svngur sænsk þjóðlög • i samvinnu við annan, Bengt af Klintberg, er hann að gefa út úr- val sænskra þjóðvisna, og laga. Hann segist yfirleitt ekki nota mjög almennt þekkt þjóðlög og visur i dagskrám sinum heldur eitthvað, sem til er á söfnum, en heldur ekki verið gefið út. Sviar hafa einir Norðurlandaþjóðanna kostað miklu til að safna þessum þjóðminjum meðan timi var til, hafa safnað og safnað áður en gamla fólkið sem kunni þetta féll frá, og eru nú að snúa sér að út- gáfunum. (óskadraumur fyrir þjóðháttafræðingana okkar, sem daglega lita yfir dánartil- kynningarnar: — Erhún nú farin, Er hann nú glataður!) — A vissan hátt er nútima- visnasöngurinn framhald af þjóð- visunum, segir Finn. T.d. nið- visurnar i gamla daga — auðvitað voru þetta mótmælasöngvar þess tima. — Er hægt að lifa á visnasöng i Sviþjóð? — Mér hefur tekizt það. Og ég er ekki frá þvi, að það sé i rauninni auðveldara en á dægur- lagasöng og poppi, sem á sér miklu takmarkaðri áheyrenda- hóp. Auk þess er takmarkaðra hvar poppsöngvararnir geta komið fram, þeir þurfa sérstök hús og útbúnað og þar að auki venjulega heila hljómsveit til að spila undir með sér, en visnar- söngvaranum nægir að taka með sér sinn eiginn gitar. Þess vegna ma. er visnarsöngvarinn fenginn til að koma fram miklu viðar, á minni skemmtunum i minni söl- um, td. i bókasöfnum, á list- sýningum og i skólum. En það er lika vegna þess, að hann nær til breiðari áheyrendahóps, fólks á öllum aldri og úr öllum stéttum. Við hófum þessi skrif með tveim fyrstu visunum úr Ballöðunni um ástina og peningana eftir Finn og kannski við endum þá með þeirri siðustu. — vh Karlekslycka, kárleksval allting styrs av kapital hjártat nármast plánboken pengarna och kárlekan ta dct om och om igen pengarna och kárleken.... Dauðsfall af * völdum bólusóttar í London LONDON 7/4 — Kona dó úr bólu- sótt á sjúkrahúsi i London seint i gærkvöld. Er þetta fyrsta dauðs- fallið af völdum bólusóttarinnar, sem kom upp i London fyrr i vetur og leiddi til þess, að Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin hefur yfir- lýst London sem kúabólusvæði. Konan, sem var 29 ára gömul, og eiginmaður hennar fengu bólu- sótt eftir að þau fóru i heimsókn á St. Mary spitalann. þar sem stúlka, sem vann sem meina- tæknir á rannsóknarstofunni fékk bólusótt meðan hún vann að rann- sóknum á virusnum, en rann- sóknin var liður i baráttunni gegn kúabólu i heiminum. Eiginmaður hinnar látnu er enn þungt haldinn, en meinatæknirinn er úr lifshættu. KENN AR AN ÁMSKEIÐ 1973 Eftirtalin námskeið hafa verið ákveðin: I. ÍSLENZKA Timi Staður 1.1. Námsk. lyrir kenn. yngri barna 12.6.-28.6. Æfinga- og tilrsk 1.2. Námsk. fyrir kenn. 4.-8. bekkjar 18.6.-28.6. Æfinga- og tilrsk. II. STÆBDKKÆDI 2.1. Námsk fyrir kenn. 1.-3. bekkjar 12.6.-22.6. Æfinga- og tilrsk. 2.2. Námsk. fyrir kenn. 4.-5. - 12.6.-22.6. Æfinga- og tilrsk. 2.3. Námsk. fyrir kenn. 6.-7. 14.8.-24.8. Æfinga- og tilrsk. 2.4. Námsk. fyrír kenn. gagnfræðask. 13.8.-25.8. Æfinga- og tilrsk. III. EÐLISFRÆÐI 3.1. Námsk. fyrir bárnakennara Menntask i Revkiavik 3.2. Námsk. fyrir barna- og unglsk. kenn. , auaaland pdamörk 3.3. Námsk fyrir unglingaskóla J, „ ~fU£a Þela["ork „ . »r, . /, ■ „ „„„ ,6 » , , 23.8 - 7.9. Fluðir, Hrunam.hr. 3.4. Námsk. fyrir gagnfræðask.kenn. 27.8,- 7.9. Ilaunvisindast. Ht. IV. DANSKA 4.1. Námsk. fyrir barnakennara 7.8.-18.8. Laugarnessk. Reykjav. 4.2. Framhaldsnsk. fyrir barnakenn. 27.8 - 1.9. Flúðir, Hrunam.hr. 4.3. Námsk. fyrir gagnfrsk.kenn. 18.6.-29.6. Æfinga- og tilrsk. 4.5. Framhaldsnsk. f. gagnfrsk.kenn. 3.9 - 9.9. Kennarahásk. ísl. V. ENSKA 5.1. Námsk. fyrir barna- og ungl.sk. 7.8.-18.8. Reykjav. 5.2. Námsk. fyrir barna og ungl.sk. 14.8.-25.8. Laugaland, Þelamörk VI. TÓNMENNT 6.1. Námsk. fyrir söng- og tónl.kenn. 28.8,- 4.9. Tónlsk. Reykjavik VII. MYNDÍÐ OG HANDLISTIR 7.1. Nsk. fyrir barna- og gagnfr.sk. 27.8.-31.8. Æfinga- og tilrsk. VIII. NÆRINGARFRÆÐI 8.1. Námsk. fyrir húsmæðra og liffrk. 20.8.-31.8. Kennarahásk. Isl. IX. ÍÞRÓTTIR 91. Námsk. fyrir iþróttakennara 24.8.-31.8. Staður augl. siöar. Skólunum verða sendar bréflega nánari upplýsingar um námskeiðin ásamt um sóknareyðublöðum, en sækja skal skriflega um námskeiðin. Frestur til að skila umsóknum um námskeið I júni er til 10. maí, en um önnur námskeið tii 10. júni. Menntamálaráðuneytið, 2. apríl 1973

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.