Þjóðviljinn - 08.04.1973, Blaðsíða 11
0 SÍDA — JÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 8. april 1973.
►
►
r
r
\
r
r
r
r
r
r
r
r
f-
f
ÚR VINNUSTOFU
ÍSLENZKRA
SAGNFRÆÐIRANNSÓKNA
Rætt við Gunnar Karlsson cand.
mag. um sagnfræðirit hans
„Frá endurskoðun til valtýsku”
Benedikt sá að frelsið færir hagsæld
óyrkt land og ónotabur sjór liggur viö fætur oss, en vér stöndum agn-
dofa, fátækir og farandi alls þess á mis sem eykur unað líísins og stefn-
ir hendinni og hefur andann á æöra stíg. Og þó vitum vér vei, aö hvorki
náttúrunnar og né andans ríki lýkur sinni blessun upp nema fyrir
frjálsri og sjálfstæöri þjóð meö starfandi höndum og rannsakandi
anda.
Benedikl Sveinsson í bæklingi um stjórnarskrármáliö 1890.
Upphafin orð um andardrátt þjóðernisins
Þessi viðleitni (til að fá stjórnskipulaginu breytt) er andardráttur
híns Islenzka þjóðernis... þessar tílraumr eru frá vorri hálfu svo nauö-
syniegar, að þær eru fortakslaust tílveruskilyröi fyrir hina íslenzku
þjóð. Þvl sú hugsun og meðvitund hennar, að hún beiti kröftum slnum
innan sinna takmarka frjáls og óháö af annarlegu valdi, gefur ekki að-
eins þessu máli, heldur öllum öðrum málum hennar yfir höfuð allt aðra
og æðri þýðingu.
Benedikt Sveinsson I þingræðu 1894.
Það ereitt sem á mótigengur: Viðsem þykjumst hafa þjóðarmeðvit-
und og metnað erum eins og orðin á eftir limanum I þessari
praktísku. nútima afslátlarpólitík.
Pétur á Oautlöndum T bréfi til Sigurðar I Vztafclli um þingtímann
1899.
Vopnin snertu viðkvæman blett hjá Tryggva
Að ég vil fósturjörð ipinni vel, er einmitt orsökin lií að ég hefi sagt nei
Viö breytingunni (þ.e. viö endurskoöun á stjórnarskránni). Að þetta sé
misskilningur minn, getur ef til viil verið, en að þessi skoðun min sé
sprottin af illvilja, eða hlutdrægnislausri fylgd við aðra, er rangur á-
burður; i hiö minnsta vona ég aö ég hafi haft og hafi enn, eigi minni á-
huga á framfor fósturjarðar minnar, en þessir ropkerrar, er mest
hropa um frjálsiyndi, frelsi og frelsi.en afturhald milt.
Tryggvi Gunnarssou ver afstöðu slna gegn endurskoöuninni í biaða-
groin I88lí.
Hann áttl eftir að verða tiHogumaður!
Hann er glæfraiegur á svip. sikvikandi I sæti sinu. Þegar hann talar
rær hann sér fram og aftur, eins og hann sé að bUa sig til aö stinga sér
koilskit eða fara gegnum sjálfan sig. Hann talar tilgeröarlega en er
málliðugur, og taiar langbezt. ef hann hitnar, þá hverfur tilgerðin.
Hann er nokkuð fljótráður og hefur helzt enga ákveöna stefnu á þing-
. inu.en kastar sér inn i lil þess aðsetja út á, þegar sizt varir,—Hann er
viðsjálsgripur og beggja handa járn.
Lýsing á Guðlaugi Guðmundssyni I bréfi Jóns Jónssonar á SJeðbrjóti
til bróður sins 1893.
Gunnar Karlsson
Sagnfræðistofnun Há-
skólans hefur nú hafið
útgáfu á nýrri ritröð,
Sagnfræðirannsóknir —
studia historica, í sam-
vinnu við bókaútgáfu
AAenningarsjóðs. Fyrsta
bókin í þessari ritröð er
,,Frá endurskoðun til
valtýsku" eftir Gunnar
Karlsson cand mag.
Stofninn í þvi riti er rit-
gerð Gunnars um stjórn-
arskrármálið 1895 til
kandidatsprófs í íslenzk-
um fræðum frá 1970, nú
nokkuð aukin og breytt.
Gunnar Karlsson er frá
Gýgjarhólskoti í Bisk-
upstungum (fæddur i
Efstadal í Laugardal) og
standa að honum
bændaættir í uppsveitum
Árnessýslu svo langt sem
rakið verður. (AAeðal
forfeðra hans var Jón í
Skipholti, bróðir Fjalla-
Eyvindar). Gunnar tók
stúdentspróf á Laugar-
vatni 1961, en námsferill
í háskóla var ekki sam-
felldur af fyrirvinnu-
ástæðum. Gunnardvaldi
styrkþegi í húsi Jóns Sig-
urðssonar í Kaupmanna-
höfn um 9 mánaða skeið
fram til ágústloka 1972.
Aðaistarf Gunnars nú
ervið rannsóknirá verzl-
unar- og stjórnmálasögu
Þingeyinga frá stofnun
alþingis 1845 fram til
aldamóta. Tildrögin að
því verki voru þau, að
afkomendur Jóns á
Gautlöndum vildu fá
samda ævisögu ættföður
síns, en það mál snerist
upp í sögu héraðsins á
þeim tíma er Jóns naut
við og nokkur ár þar á
undan. í verkinu full-
búnu verður æviágrip
Jóns á Gautlöndum.
Gunnar Karlsson er
einnig á þessum misser-
um að rita tvo þætti í þá
íslandssögu sem kennd
er við hátiðarárið 1974.
Annar þátturinn fjallar
um sturlungaöld að
kirkjusögu frátalinni, og
verður hann frekar á-
gripskennt yfirlit. Hinn
þátturinn er nokkru
lengri og ýtarlegri að til-
tölu, og greinir í honum
frá landshöfðingjatíma-
bilinu.
Þjóðviljinn leitaði til
Gunnars Karlssonar og
bað hann að Ijúka upp
dyrum vinnustofu sinnar
fyrir lesendum blaðsins,
svo að þeir mættu
skyggnast lítillega um á
því sögusviði sem tekið
er til athugunar í bók
hans um mesta hitamál
stjórnmálanna fyrir
70—80 árum. Varð
Gunnar góðfúslega við
þeirri ósk.
Þega r
hugsjónastefnan
vék fyrir því
sem hagnýtt þótti
— Þú nefnir rit þitt „Frá
endurskoðun til valtýsku”. Af
hverju?
— Stjórnarskrármálið var i
þungamiðju islenzkra stjórn-
mála allt landshöfðingjatima-
bilið, 1874—1904. Lengi fram
eftir var endurskoðunarstefn-
an — eða benediska — rikj-
andi, en með sigri tillögunnar
svonefndu á þingi 1895 verða
þáttaskil. Eftir það er endur-
skoðunin úr sögunni, og má
það einkennilegt þykja um
stefnu sem svo miklu hafði
ráðið lengi. Þegar á næsta
þingi gengur nær helmingur
þingmanna til fylgis við mála-
miðlunarlausn Valtýs Guð-
mundssonar. Ég leitast við að
skýra það, hvernig á þessum
skyndilegu umskiptum stend-
ur og ég dvelst aðallega við
þingið 1895, þegar stefna
Benedikts Sveinssonar sýslu-
manns lýtur i lægra haldi fyrir
nýjum sjónarmiðum.
— Hvernig var umhorfsi is
lenzkum stjórnmálum á þess-
um tíma?
— Það sem hér skiptir
mestu máli var sjálf stjórn-
skipunin. Islendingar voru
óánægðir með stjórnarskrána
frá 1874 og þá ekki síður stöðu-
lögin frá 1871, sem margir
héldu raunar fram að ekki
hefðu formlegt gildi. Kjarni
málsins er sá, að Islendingum
almennt þótti þeir ekki hafa
fengið næga sjálfstjórn, en á
þessum árum heyrðust varla
kröfur um algeran viðskilnað
við Dani og fullt sjálfstæði.
Framhald á 12. siðu.
Frumvarpsmenn 1895 sem
urðu valtýingar 1897
1 Sigurður Jensson prófastur.
Barðastrandasýsla.
2 Sigurður Stefánsson i Vigur,
prestur. Isafjarðarsýsla.
3 Skúli Thoroddsen ritstjóri,
fyrrv. sýslumaður. tsafjaröar-
sýsla.
4 Þórhallur Bjarnarson for-
stöðuinaður prestaskóla.
Borgarfjarðarsýsla.
Sunnudagur 8. april 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
«
Á þingi 1895 sátu 36 þingmenn, þar af 6 konung-
kjörnir. Þá studdu 17 þingmenn frumvarp endur-
skoðunarmanna, en 19 þingmenn báru tillöguna
fram til sigurs. Allir sömu 36 þingmenn sátu á þing-
inu 1897, og urðu þá 16 þeirra valtýingar, en 20 skip-
uðu sér i andstæðingahóp valtýskunnar. Eins og
sést á skipan myndanna var aðalreglan sú, að til-
lögumenn urðu valtýingar og frumvarpsmenn and-
stæðingar valtýinga, en á þvi urðu samt miklar og
mikilvægar undantekningar sem segja margt um
stefnur og strauma á þeim tima.
Tillögumenn 1895 sem
urðu valtýingar 1897
Tíllögumenn 1895 — andstæðingar
1 Arni Thorsteinsson landfógeti.
Konungkjörinn.
2 Jón A. Hjaltalin skólastjóri
Mööruvallaskóla. Konungkjör-
inn.,
3 Jón Jakobsson bóndi, a6-
stoöarbókavörður, forngripa-
vöröur. Skagafjaröarsýsla.
4 Lárus E. Sveinbjörnsson
Sveinbjörnsson háyfirdómari.
Konungkjörinn
5 Ólafur Briem bóndi. Skag-
fjarðarsýsla.
<; Tryggvi Gunnarsson banka-
stjóri. Árnessýsla.
7 Þorlákur Guömundssón bóndi.
Arnessýsla.
Frumvarpsmenn 1895 —
andstæðingar valtýinga 1897
1 Björn Sigfússon bóndi. Húna-
vatnssýsla.
2 Guðlaugur Guðmundsson
sýslumaður. Vestur-Skafta-
fellssýsla.
3 llalldór Danielsson bóndi.
Mýrasýsla.
4 liallgrimur Sveinsson biskup.
Konungkjörinn.
5 Jens Pálsson prestur. Dala-
sýsla.
6 Jón Jensson yfirdómari.
Reykjavik.
7 Jón Jónsson Stafafelli, prófast-
ur. Austur-Skaftafcllssýsla.
8 Jón Þórarinsson skóiastjóri
Flensborgarskóla. Gullbringu-
og Kjóarsýsla.
9 Kristján Jónsson frá Gautlönd-
um, yfirdómari. Konungkjör-
inn.
10 Valtýr Guðmundsson dósent.
Vestmannaeyjar.
11 Þorkell Bjarnason prestur.
Konungkjörinn.
12 Þorleifur Jónsson bóndi, siðar
póstmeistari. Húnavatnssýsla.
1 Bencdikt Sveinsson sýslumaö-
ur. Noröur-Þingeyjarsýsla.
2 Einar Jónsson prófastur.
Noröur-Múlasýsla.
3 Eirikur Gislason prestur.
Snæfellsnessýsla.
4 Guöjón Guðlaugsson bóndi.
Strandasýsla.
5 Guttormur Vigfússon bóndi.
Norður-Múlasýsla.
(i Jón Jónsson Múla, bóndi.
Eyjafjaröarsýsla.
7 Jón Jónsson Sleðbrjót, bóndi.
Norður-Múlasýsla.
8 Klemens Jónsson bæjarfógeti.
Eyjafjaröarsýsla.
9 Pétur Jónsson á Gautlöndum,
bóndi. » Suöur-Þingeyjarsýsla.
10 Sighvatur Arnason bóndi.
Rangárvallasýsla.
11 Sigurður Gunnarsson prestur.
Suður-Múlasýsla.
12 Þóröur Guðmundsson bóndi.
Rangárvallasýsla.
13 Þórður Thoroddsen læknir.
Gullbringu- og Kjósarsýsla.