Þjóðviljinn - 08.04.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.04.1973, Blaðsíða 6
• StÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 8. april 1973. UOÐVIUINN MALGAGN SÓSIALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur). Askriftarverö kr. 300.00 á mánuöi. Lausasöluverö kr. 18.00. Prentun: Blaöaprent h.f. 45 SKUTTOGARAR VERÐA GERÐIR ÚT FRÁ 30 STÖÐUM Þjóðviljinn gefur i dag út sérstakt auka- blað um sjávarútvegsmál. I grein sem Lúðvik Jósepsson sjávarútvegsráðherra ritar þar, rekur hann m.a. uppbyggingu islenzka fiskiskipaflotans i tið núverandi rikisstjórnar. Á valdatima viðreisnar- stjórnarinnar fækkaði islenzkum togurum úr 46 i 17. Þannig var hugur þáverandi stjórnarherra, sem allt ætluðu að leysa með erlendu fjármagni, til islenzkra undirstöðuatvinnuvega. Nú hefur verið gengið frá kaupum á 45 nýjum skuttogur- um, flestum i tið núverandi stjórnar, en fáeinum á siðustu mánuðum viðreisnar. Allmörg þessara skipa eru þegar komin til landsins og hafa hafið veiðar, en önnur koma á næstunni. Hér hefur þvi algerlega skipt um frá þvi, sem áður var. Skipin dreifast um allt land og verða gerð út frá 30 stöðum i öllum landsfjórðungum. Til- koma þeirra mun vega þungt til að bægja frá árstiðabundnu atvinnuleysi, sem hrjáð hefur mörg sjávarþorp á fslandi á undan- förnum árum. Ýmsir togaraútgerðarmenn hafa með dyggilegri aðstoð Morgunblaðsins reynt að troða þvi inn i þjóðina, að ekkert sé upp úr slikri útgerð að hafa annað en bullandi tap. Um þennan barlóm, sem menn minnast úr verkfallinu um daginn, segir Lúðvik i grein sinni: „Á s.l. ári var afli gömlu togaranna 2300-2800 tonn. Skipshöfn þeirra var yfirleitt 27-30 menn. Á sama tima var afli tveggja litiila skuttogara, sem gerðir voru út frá Neskaupsstað og Eskifirði með um 15 mönnum 3300 tonn. Útgerðir þessara litlu skuttogara greiddu skipverj- um miklu hærra kaup en útgerðir stærri skipanna gátu greitt og rekstursafkoma þeirra var miklu betri. Auk þess gjör- breytti útgerð þessara skipa rekstursað- stöðu frystihúsanna á heimaslóðum þeirra”. Þetta voru orð sjávarútvegsráðherra. Hér hefur vissulega stór átak verið gert, ekki sizt til að tryggja atvinnuöryggið um land allt. En til þess að þessar myndarlegu ráð- stafanir komi að fullu gagni og ekki dragi til eyðingar fiskistofna okkar, þá verður okkur að takast að hrekja flota erlendra veiðiskipa af islenzka landgrunninu, en þau hafa sem kunnugt er skipt hundruðum og veitt ekki minna en öll okkar eigin skip. Þvi er það, að þjóðin sjálf, — fólkið i landinu, sem veit og skilur hvaða þýðingu landhelgisbarátta okkar hefur og um hvað er að tefla — verður að hindra að misvitrir uppgjafarmenn rjúfi þjóðareiningu i land- helgismálinu. Þetta getur fólkið um allar byggðir íslands, ef það bara lætur í sér heyra, nógu skýrt, nógu greinilega. Einhugurinn mun færa okkur sigur, en eydd fiskimið verða ekki bætt. LÝÐRÆÐISÁST í LOKUÐUM HRING Tvennt er það sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur öðru fremur séð ástæðu til að skreyta sig með frammi fyrir kjósendum nú i áratugi. Annað það, að hann væri „flokkur allra stétta” og hítt að hann væri sérstök brjóstvörn lýðræðisins i landinu umfram önnur stjórnmálasam- tök. Sýn mér trú þina i verkunum, var eitt sinn sagt, og eins er það með lýðræðis- ástina, að flestir munu telja æskilegra að hún birtist á borði frekar en i orði. En hvernig skyldi nú lýðræðinu vera háttað innanhúss hjá flokknum, sem setur iðkun þess og efling flestu ofar i sinum varajátningum. Eins og alþjóð veit stendur fyrir dyrum landsfundur i þessum flokki allra stétta innan fárra vikna. Flestir hafa væntan- lega talið að i lýðræðislegum samtökum væri það réttur f jöldans á slikri samkomu að gera út um deilumál með lýðræðisleg- um hætti. Nú er það lika flestum kunnugt að i Sjálfstæðiflokknum hefur eitt deilu- mál borið öðrum hærra um sinn, en það er orðað svo i öðru aðalmálgagni flokksins, Visi, nú i siðustu viku: „Voru menn ekki á eitt sáttir um hvaða menn væru bezt til forystu fallnir.” En hvað gerist nú, þegar fjöldinn af ýmsum stéttum er i þann veginn að búast til landsfundar og nota sinn lýðræðislega rétt til áhrifa á gang þjóðmála. Þá er þvi skyndilega ljóstrað upp i málgagni flokksins að i þetta sinnþurftireyndar ekki á lýðræðinu að halda. Þrir menn af einni stétt — þ.e. lögfræðingar — i innsta hringnum, hafi afgreitt málin. Og fyrst þessi þrenning hefur samið i lokuðum hring um að skipta hjörðinni á milli sin eins og hverri annarri skiptimynt, er þá nokkur furða þó að Visir leyfi sér að slá þvi föstu, að ,,ekki sé að vænta neinna átaka á landsfundinum”. Hvað varðár landsfundarfulltrúana almennt — lýðinn af ýmsum stéttum — um það hver niður- staðan verður? Það er ekki þeirra mál, þegar þristjórarnir — af einni og sömu stétt — hafa nú einu sinni sagt sitt orð. En skyldi nú ekki ýmsum utan lög- fræðingastéttarinnar finnast þeir eiga litið erindi á landsfundinn hjá flokki allra stétta? Já, margt getur gerzt i hinu lokaða stjórnkerfi Sjálfstæðisflokksins, en siðast það að lýðræðið nái að blómstra eða verkamenn og bændur steypi lög- fræðingunum af stóli. Og meðal annarra orða, hvað um ungu menninga i Sjálfstæðisflokknum, sem fyrir stuttu börðu sér á brjóst og höfðu hátt um að „opna” stjórnmálabaráttuna og stjórnkerfið? Mætti e.t.v. óska þeim til hamingju með sigurinn? Halldór og Gylfi um verð- bólgu og framkvæmdaáætlun Stjórnarfrumvarpið um lán vegna framkvæmdaáætlunar var til 3ju umræðu í neðri deild alþingis föstudag 6. marz. Halldór E. Sigurðsson, fjármála- ráðherra flutti langa ræðu og skýrði einstaka liði. Halldór sagðist telja æskilegt að fram- kvæmdaáætlunin væri afgreidd með fjárlögunum hverju sinni, enda þótt, það hefði ekki tekizt nú frekar en áður. Framkvæmda- áætlun var fyrst gerð með svipuð- um hætti og siðan hefur haldizt árið 1966, og öll árin siðan hefur hún jafnan verið afgreidd i april eða mai. Ráðherrann gat þess, að dreift hafi verið til þingmanna. skýrslu um áætlaða fjárþörf hinna ýmsu fjárfestingarlánasjóða. Rakti hann nokkuð úr innihaldi skýrslunnar. Þjóðviljinn mun siðar gera nokkra grein fyrir þvi, sem þar kemur fram. Halldór gat um 2 mál, sem ekki væru komin inn i frumvarpið, er til umræðu var, en afgreiða þyrfti á þessu þingi, annaðhvort með breytingatillögu við þetta frum- varp, eða sem sérstök mál — annað er hafnarframkvæmdir i Þorlákshöfn, sem ætlunin er að stórauka vegna atburðanna i Vestmannaeyjum en hitt er þörungaverksmiðjan á Reykhól- um, en þar verður að koma til framkvæmda þegar á þessu ári vegna samninga, sem þegar hafa verið gerðir við væntanlega kaup- endur framleiðslunnar. 1 sambandi við Þorlákshöfn gat Halldór þess að vænta mætti láns frá Alþjóðabankanum til hafnar- framkvæmdanna. Vöxtur verðbólgu Fjármálaráðherra ræddi þær fullyrðingar, sem fram höfðu komið hjá Gylfa Þ. Gislasyni við fyrri umræðu málsins, að vöxtur verðbólgunnar væri örari i tið nú- verandi rikisstjórnar en á við- reisnartimanum. Hann sagði, að á öllu timabili viðreisnar- stjórnarinnar frá 1960 til júli 1971 hafi vöxtur verðbólgunnar verið 11,1% á ári til jafnaðar og væri þá ekki reiknaður með sá verulegi geymdi verðbólguvandi, sem við- reisnin skyidi eftir sig („hroll- vekjan”) i sambandi við hálfs árs kosningaverðstöðvun frá 1. nóv. 1970. Ráðherrann benti á, að Gylfi Þ. Gislason hafi hins vegar fengið töluna 9,7% á ári með þvi að telja árið fyrir viðreisn þ.e. 1959 með, en þá var allt kaupgjald i landinu fært stórlega niður i krónutölu, og verðlag þá nokkuð lika. En hér væri lika hægt að benda á það að siðustu 2 heilu stjórnarár við- reisnarinnar fyrir verð- stöðvunarárið hafi verðbólgan vaxið um hvorki meira né minna en 21,9% á ári, eða meira en helmingi meir: árlegur verð- bólguvöxtur en i tið núverandi rikisstjórnar, sem Gylfi talaði um að væri 10,8%,Vöxtur verðbólgu á Islandi væri þvi sizt meiri nú en áður, þó að vissulega væri hann of mikill, en það stafaði fyrst og fremst af hækkun innflutnings- verðs á erlendri vöru, sem nú hækkaði langtum örar, en áður hafi þekkst. Jóhann Hafstein hélt þvi fram að afkoma atvinnuveganna i landinu færi versnandi. Hann taldi að erfitt yrði að ljúka þinginu fyrir páska. Kvaðst geyma sér að ræða sitthvað varð- andi dagskrármálið til fram- haldsumræðu, þar sem skýrslan er fjármálaráðherra gat um væri nýkomin i hendur þingmanna. Gylfi Þ. Gislasontaiaði siðastur og endurtók þær tölur um verð- bólguþróunina, sem hann hafði nefntfyrr i umræðunum um þetta mál, þ.e. 9,7% á ári til jafnaðar, viðreisnarárin að viðbættu kaup- lækkunar — og niðurfærsluárinu 1959, en 10,8% á ársgrundvelli allan valdatima núverandi rikis- stjórnar. Askorun Dr. Gylfi var hinn háværasti i málflutningi er hann flutti tölur sinar og skoraði á stjórnarblöðin að birta þær.En hér með orðið við þeirri ósk. — En á móti leyfir Þjóðviljinn sér að skora á dr. Gylfa að birta I Alþýðublaðinu eða i Visi til frekari samanburðar hve miklar hækkanir urðu til jafnaðar á erlendu innkaupsverði hinna ýmsu vöruflokka, annars- vegar á viðreisnartimanum og hins vegar á valdatima núverandi rikisstjórnar. Við biðum þeirra upplýsinga frá formanni Alþýðuflokksins. Að þeim fengnum skal þjóðin dæma rikisstjórnirnar tvær af verkun- um. Föstudaginn 6. marz voru þessi mál afgreidd frá alþing sem lög eða ályktanir: 1. Lög um vélstjóranám, Framhald á bls. 15. eaixrz? ÚU -. /+.■ 1 fiíiTi l::l l::l fl “l iif11 þingsjá þjóðvíljans

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.