Þjóðviljinn - 08.04.1973, Page 17

Þjóðviljinn - 08.04.1973, Page 17
Sunnudagur 8. april 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 BRIDGE ekkert var á honum að græða. Hub tilkynnti að Lissa svæfi uppi á fjórðu hæð og hefði fengið róandi lyf. Og Lou DuVol reyndi að láta i ljós hluttekningu sina. Undirleikarinn hafði notað tæki- færið til að drekka sig moldfullan. Flestar hringingarnar voru til Bonners og snerust um rannsóknina. Eftir svip hans að dæma gizkaði Andy á að hún gengi ekki sérlega vel. Einu nýju fréttirnar virtust vera þær, að bráðabirgðarannsókn á Doree Ruick hafði leitt i ljós að hún hafði verið barin með kylfu. Þeir voru» litlu nær. Undir miðnætti upphófst nokkur spenna, þegar lögreglu- þjónn kom inn meö mann sem hann hafði tekið fastan á lóð gisti- hússins. Það var ungur mexikani og hann var svo hræddur að hann kom ekki upp orði. Hann hafði engin skilriki, hafði stolizt yfir landamærin til að leita sér að at- vinnu á hótelinu, þar sem margir landar hans unnu sem aðstoðar- menn i eldhúsi. Eini glæpur hans var sá, að hafa farið ólöglega inn i landið. En hann hafði gert þá skyssu að láta finna sig á röngum stað á röngum tima, og hann var fluttur i handjárnum á aðal- stöðina og var i yfirheyrslu alla nóttina. Bonner var sá eini sem var ánægður með þessa þróun mála. Andy hugsaði með sér, að það væri sennilega vegna fréttagildis- ins. Lögreglan handtekur grunaðan mann i Paxtonmálinu... Og svo, klukkan tæplega þrjú um nóttina, kom önnur tilkynn- ingin. Næturvörðurinn á hótelinu Skákþraut No. 21. Þessi staða kom upp i skák þeirra Szabo og Wirtenson i Sviss 1971. Hvitur á leik og vinnur. Lausn á dæmi 20. 1. Rdf5 gxR 2. Rxf5 Kf8 3. Hxc7 DxH 4. Df6 gefið. séndi boð um að sendisveinn frá Western Union væri með sim- skeyti til herra Andys Paxton. Andy átti ekki annars kost en segja Bonner frá þvi, vegna þess að hann hafði gætur á fbúðar- dyrunum. Bonner fór niður til að fylgja sendlinum upp. Það reyndist vera ritsima- stjórinn, búlduleitur maður með gleraugu og hét Moss. Texti sim- skeytisins hafði verið svo furðu- legur, að hann hafbi ákveðið að 13 afhenda það sjálíur, fremur en senda það eftir venjulegum leið- um. Andy varð hálfgramur yfir umhyggju mannsins; fyrir bragðið sá Bonner simskeytið á undan honum. En hann gat ekki við það ráðið. Simskeytið var afdráttarlaust: KANARIFUGL GJALDIÐ ER H U N D R'A Ð ÞÚ S U N D DOLLARAR I TIU DOLLARA- SEÐLUM EKKI I NOMERARÖÐ SYNGDU VÖGGUVÍSUNA ANNAÐ KVÖLD EF PENINGARNIR TIL REIÐU. Eins og á fyrsta bréfinu voru orðin skrifuð með blýanti og að- stoð reglustriku, þótt eyðublaðið væri að þessu sinni frá Western Union. Það var engin undirskrift. — Hver sendi þetta? spurði Bonner. — Getur aðstoðarmaður yðar gefið lýsingu á honum? — Það er ég hræddur um ekki. Þetta var allt mjög óvenjulegt. Við fundum þetta á afgreiðslu- borðinu og fimmdollaraseðil hjá. — Það eru varla margir við- skiptavinir á þessum tima sólar- hrings. Einhver hlýtur að hafa séð náungann sem skildi það eftir. — Skrifstofa okkar er alveg við strætisvagnaendastöðina. Fólk er einlægt að koma og fara. Við tök- um ekki eftir þvi nema það snúi sér til okkar. Moss bætti við afsakandi: — Ef okkur hefði grunað... — Það var ekki yður að kenna, sagði Andy. Bonner rýndi i gula eyðublaðið. — Þeir hafa sennilega náð sér i það annars staðar, ekki endilega hér i bænum. Þetta er skipulagt. það verð ég að segja. — Ef það er ekki þörf fyrir mig lengur, ætla ég aftur í vinnuna. Moss hikaði. — Það er aðeins eitt — hvað um peningana? — Ef það er ekki þörf fyrir mig lengur, ætla ég aftur í vinnuna. Moss hikaði. — Það er aðeins eitt — hvað um peningana? — Hugsið ekki um þá. — Ég á við þessa fimm dollara. Simskeytið kostar ekki nema dollar þrjátiu og fimm. — Eigið afganginn, sagði Andy. — Þér hafið unnið fyrir honum. — Félagið bannar slikt, sagði Moss efablandinn. — Ég gæti kannski lagt þetta i kaffisjóðinn á skrifstofunni. — Auðvitað, sagði Bonner. — Haldið kaffiveizlu. Andy var byrjaður að hringja. Hann fékk skiptiborðið til að hringja i herbergi Hubs. Lif- vörðurinn svaraði undir eins og rödd hans var ekki vitund syfju- leg. Hann vakti með húsbónda sinum þótt i fjarlægð væri. — Fáðu Thornburg og Vecchio til að koma hingað undir eins. Til- kynning númer tvö var að koma. Við þurfum að gera dálitið. — Auðvitað, herra Paxton, sagði Hub skilningsrikur. — A Bake að koma lika? — Hvernig liður honum núna? — Hann sefur. Ég kom honum i rúmið. Með pela. — Láttu hann þá eiga sig. Við ráðum við þetta. Bonner virti hann fyrir sér þegar hann lagði tólið á. — Þér gerið ráð fyrir að greiða lausnar- gjaldið? — A ég nokkurs annars kost? — Hundrað þúsund er ekkert smáræði. Og þótt þér borgið, þá hafið þér enga tryggingu. Þér verðið að gera yður það ljóst. — Ég tek áhættuna. Ég má til. — Getið þér i raun og veru út- vegað alla þessa peninga svona fljótt? Bonner hristi höfuðiö öfundsjúkur. — Ég mætti þakka fyrir að geta útvegað tikall. Það var svei mér snjallt hjá yður að skipta um atvinnu. — Ég hef alltaf álitið það frem- ur heppni en skynsemi. Nú held ég það hafi verið hvorugt. — Vanmetið ekki heppnina, herra Paxton. Yður veitir áreiðanlega ekki af henni. Nema þér vitið eitthvað sem þér hafið ekki sagt mér. Andy fylgdi honum til dyra. — Þér vitið allt sem ég veit, rann- sóknarfulltrúi — lykilorðið líka. Ef þér hafið eitthvað á móti mér persónulega, þá vona ég að það hafi engin áhrif á tilraunir yðar til að ná Drew aftur. Ég verð fyrst og fremst að hugsa um son minn. — Já, sagði Bonner hörkulega, — og við verðum lika að hugsa um Doree Ruick. Ef til vill, herra Paxton, ef til vill var hún lika ein- hverjum einhvers virði. Hann ruddist út og Andy varð eftir, næstum órólegri en áður. í áhyggjum sinum af barninu, hafði hann næstum gleymt konunni. Og samt hafði hún lfka veriðmanneskja. Þaðvar auðvelt að draga þá ályktun að lifandi fólk sé meira virði en látið, en hinir látnu skiptu lika máli. Ef til vill yrði hægt að ná i Drew með aðstoð peninga. Það yrði aldrei hægt að vekja Doree aftur til lifsins. Hún fór aðeins fram á réttlæti. Það þurfti að gera upp reikningana fyrir hana, hvað svo sem yrði um drenginn. Með þvi að viðurkenna þetta, gerbi Bonner aðeins skyldu sina, og i fyrsta sinn fann Andy til nokkurrar aðdáunar á leynilögreglumannin- um. Tilgangur þeirra var ekki hinn sami, en það var ekki þar með sagt að annar hvor þeirra hefði á röngu að standa. Það gat hugsazt, að Bonner liti raunsærri augum á málið en Andy. Það var ekkert sem rétt- lætti það, að ræningjarnir dræpu barnfóstruna en hlifðu barninu. Drew gæti sem bezt verið dáinn lika. Bonner hafði gefið i skyn að svo gæti verið. Ef svo var, þá var til litils að gfeiða lausnargjald, það var ekki annað en sóun á peningum. En meðan einhver vonarneisti var fyrir hendi, þá ætlaði hann að ganga að kröfum ræningjanna, og fjandinn hirði peninga, lögreglur og allt annað. Hann var feginn þegar að- stoðarmenn hans komu. Hann kærði sig ekki um að vera einn með hugsunum sinum. Hug stýrði Ed Thornburg og Rocco Vecchi framhjá blaðamönnunum og skellti hurðinni á nefin á þeim — Ég spyr þig enn einu sinni, Andy, sagði Thornburg, — hvort þú viljir ekki halda einhvers konar blaðamannafund, bara mjög stuttan. Annars losnum við aldrei við þá. — Biddu andartak. Fyrst þurf- um við að gera smáútreikninga. Öryggisnetið f þeirri gjöf sem hér fer á eftir er það eðlilegt að reynt sé að svina tigulkónginum, svo fremi sem ekki er hægt að geta sér til um hvar ásinn liggur. En þar sem Vestur lætur út hjarta i yfrsta slag, má gera ráð fyrir að meiri likur séu á að tigulásinn sé hjá Austri, þvi að næsta algengt er og þykir mörgum rétt spilamennska að láta þegar i upphafi út ás, hafi maður hann i slemmusögn i lit. Hvað sem þvi liður þá er hægt að standa sögnina þesar öll spilin sjást með þeirri tegund kast- þrangar sem Terence Reese hef- ur nefnt „öryggisnetið”, en gjöfin er tekin úr einni af bókum hans. Norður S. D10942 H. AD76 T. K106 L. G Vestur S. K765 H. G3 T. G854 L. 852 Suður S. A3 H. K10 T. 72 L. AKD10964 Vestur hefur látið út hjarta- gosa. Hvernig heldur þá Suður á spilunum til þess að vinna hálf- slemmu i laufi gegn beztu vörn? Svar: Þegar tekið hefur verið á hjartakónginn, verður að taka sex slagi á tromp og spaðaásinn, til þess að upp komi þessi staða, þar sem Suður er inni: H. AD7 T KlO SKH3TG85 H 985 T . AD S. 3 H. 10 T. 2 L. 4 Norður kastar tigultiu i siðasta laufið og Austur tiguldrottningu. Suður þarf þá aðeins að taka á hjartatiu sina og koma Austri inn á tigulásinn blankan, til þess að tryggja sér tvo siðustu slagina i hjarta. Hann notar spil Austurs sem eins konar „öryggisnet”. Ein gjöf — þrjár spurningar Hér hafa áður verið birt spil frá ólympiumótinu í bridge, sem haldið var 1968 i Deauville i Frakklandi. 1 „undanrásunum” veittist Bandarikjamönnum Holl- endingar furðu erfiðir viðureign- ar, en þáverandi heimsmeistar- arnir itölsku áttu sem vænta mátti i fullu tré við Kanadamenn, þrátt fyrir úrslitin i eftirfarandi gjöf, þar sem þeir töpuðu slemmusögn, sem vannst á hinu borðinu N S. D H. 83 T. D1093 L. AKG962 V A S. 106 S. 8742 H. D10742 H. G95 T. KG864 T. 72 L. 5 L. D1073 S S. AKG953 H. AK6 T. A5 L. 84 1 lokaða salnuni lék Vestur út laufafimmu og Pabis Ticci, sem var italski sagnhafinn i Suðri i hálfslemmu i grandi, tapaði spil- inu, þvi að þegar hann hafði tekið slaginn á laufakónginn, fór hann heima á hjartaásinn og lét siðan út lauf i þvi skyni að svina fram hjá drottningunni, sem hann taldi vist að lægi hjá Vestri. Hefði svin- ingin tekizt, eða laufið skipzt 3—2 milli handa andstæðinaanna, hefði spilið unnizt, þar sem spaðadrottningin tryggði inn- komu i borðið. En Vestur hafði aðeins átt einspil i laufi og SuÖur gat ekki krækt sér i tólfta slaginn, þvi að láti hann nú út tigulásinn og aftur tigul, tekur Vestur á kónginn og lætur siðan út hjarta til þess að Suður neyðist til að taka á hjartaásinn. Suður á enn innkomu i borðið á spaðadrottn- inguna, en kemst sjálfur ekki inn til að nýta spaðana sina. i opna salnum komust Kanada- menn i sex saða lokasögn, sem Murray i Suðri vann auðveldlega, eftir að hjartatvistur hafði verið látinn i fyrsta slag. Spurningar: 1) Hvernig fór Murray að þvi að vinna hálfslemmu sina i spaða? 2) Hvernig gæti Suður, ef öll spil- in lægju á borðinu, tekið þrett- án slagi i grandi, ef Vestur lætur út tigulsexuna? 3) Hvernig gæti Norður sem sagnhafi unnið hálfslemmu i laufi, eftir að Austur hefur lát- ið út tigul, hvernig sem and- stæðingarnir spila úr þvi? Athugasemdir um sagnirnar: Safnir Kanadamannanna voru þessar (Vestur gefur. Austur og Vestur á hættunni): Vcstur: Norður: Austur: Suður: Garozzo Kehela Forquet Myrray pass 1 L. pass 2 S pass 3 L. pass 3 S pass 4 S. pass 4 G pass 5 T. pass 6 S Um leið og Suður fékk undirtektir i spaða, ákvað hann að spila fremur slemmusögn i þeim lit en i grandi. Utvarp íeinutæki Gengur bæði fyrir rafmagni og rafhlöóum Góðurgripur, góó gjöf á aðeins kr. 12.980 n | j KLAPPARSTlG 26, SlMI 19800. RVK. OG i B Ú Ð I N BREKKUGÖTU 9. AKUREYRI, SlMI 21630 Austur S. G9 H. 98542 T. AD93 L. 73

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.