Þjóðviljinn - 08.04.1973, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÚÐVlLJINNl Sunnudagur 8. april 1973.
STÁLVÍK hf.
SÍMAR 51900 - 51619
'um hafiö r
Beztu bifreiöakaupin
VOLGA
fólksbifreið
Verö kr. 451.341.00
Innifaliö í verðinu
riðvörn og öryggisbelti
Góöir greiðsluskilmálar
r
Afangasigur
n á 11 úr u ver n d-
armanna
gagngart áformunum um
olíuleiðslu þvert yfirAlaska
Hæstiréttur Bandaríkj-
anna hefur nýlega kveðiö
upp úrskurð í því máli,
hvort ieyfilegt væri að
leggja mikla olíuleiðslu
þvert yfir Alaska. Var
niðurstaðan sú, að úrskurð-
ur áfrýjinarréttarins skyldi
standa óraskaður. Verður
þá málið að koma til kasta
Bandarikjaþings. Telst
þetta sigur fyrir náttúru-
verndarmenn gegn auð-
valdinu.
Bandarikjastjórn, samlag oliu-
félaga og fylkisstjórnin I Alaska
hafa öll lagzt á eitt með að fá úr-
skuröi áfrýjunarréttarins felldan
úr gildi, en það virðist ætla að
verða þungur og langsóttur róður.
Afrýjunarrétturinn batt sig við
lagagreinar frá 1920 og lagði bann
við byggingu oliuleiðslunnar úr
þvi hún krefðist breiðari land-
ræmu en þar er leyft sem há-
mark.
Bandarikjastjórn rak málið af
mikilli hörku og kvað öryggi þjóð-
arinnar við liggja svo og greiöslu-
jöfnuðinn, en hann fer nú hrið-
versnandi, m.a. vegna oliuinn-
flutnings.
Oliuleiðsla þessi hefur valdið
miklu uppnámi meðal náttúru-
verndarmanna. Hún á að verða
1.260 kilómetra löng og liggja frá
norðurströnd Alaska suður yfir
skagann til islausrar hafnar. Á
stórum kafla liggur hún yfir
svæði þar sem alltaf er freði i
jörð, og telja margir að þar
mundi oliuleiðslan — sem verður
að hita upp til að olian geti runnið
— valda óbætanlegu tjóni á jarð-
veginum. öræfafélagið banda-
riska og fern önnur samtök
náttúruunnenda hafa mjög beitt
sér gegn málinu. Telja þau sig
hafa unnið áfangasigur gegn
blindu kapphlaupi oliufélaganna
um gróöa.
BANKAR
BRASKA
Bandarískir bankar tóku
mjög virkan þátt í gjald-
eyrisbraskinu í febrúar-
mánuði. Hefur upplýstst að
þeir komu þá miljörðum
dollara til Evrópu og
steyptu þeim út í braskið á
kauphöllunum.
Andrew Brimmer, einn af
bankastjórum bandariska seðla-
bankans (þ.e. i stjórnarnefnd
FRS), hefur lýst þvi yfir, að dag-
ana 3. janúar til 14. febrúar hafi
stóru viöskiptabankarnir sem
gefa seðlabankanum vikulega
skýrzlu;sent alls 1.3 miljarða doll-
ara úr landi. A fyrri hluta þessa
timabils var dollarakreppan i að-
sigi, en á seinni hlutanum var
braskið i algleymingi i Evrópu.
En eins og kunnugt er voru
áfangar dollarakreppunnar tveir,
og i aðdraganda beggja neyddist
vestur-þýzki seðlabankinn til að
kaupa mikið magn af dollurum á
hærra gengi en þvi sem ákveðið
var siöan,til lausnar vandanum.
Þá kemur fram mikill gengis-
hagnaður sem braskararnir
stinga i vasann, i þessu tilfelli
bankarnir bandarisku (en hver
tapar? Það er vestur-þýzki seðla-
bankinn eöa öllu heldur almenn-
ingur).
Auk þess virðast erlendir bank-
ar sem eiga útibú i Bandarikjun-
um hafa tekið þátt i dollarabrask-
inu. Erlendar eignir þeirra jukust
um 1.2 miljarða dollara I febrúar-
mánuöi.
hj-
Skrifstofustúlka
Heilsuverndarstöðin óskar eftir að ráða
stúlku til skrifstofustarfa. Nokkur
vélritunarkunnátta nauðsynleg.
Umsóknir sendist skrifstofunni, Baróns-
stig 47, fyrir 10. april n.k.
Heilsuverndarstöð Reykjavikur.