Þjóðviljinn - 08.04.1973, Side 12

Þjóðviljinn - 08.04.1973, Side 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. aprll 1973. VALTÝSKA Framhald af bls. 11. tsland var hluti hins danska rikis, en með sjálfstjórn helztu innanlandsmála. Var löggjafar- vald varðandi þau i höndum alþingis og konungs i sameiningu, en framkvæmdavaldið var konungs. Ráðherra var falin meðferð konungsvaldsins, en fulltrúi hans á íslandi var lands- höfðingi. Dómsmálaráðherra Dana var jafnframt Islandsráð- herra, og má þvi segja að rikis- stjórn tslands hafi verið hluti af þessum danska ráðherra. — Hverju vildu nú Islendingar breyta? — bað voru uppi háværar kröfur um það að fá rikisstjórnina inn i landið, og var það kjarni endurskoöunarstefnunnar. Tvis- var sinnum, 1885 og 1893, var samþykkt frumvarp i þeim anda, og þar sem þetta var um breyt- ingar („endurskoðun”) á stjórnarskranni, var þing rofið, kosið til aukaþings og frum- varpið samþykkt aftur á sliku þingi bæði 1886 og 1894. Var i þvi gert ráð fyrir sérstöku islenzku landsráði með landstjóra og allt að þrem ráðherrum, er nánast skyldu gegna hlutverki rikisráðs i sérstökum málum ís- lands. — Var þetta hitamál á Islandi og átakamál á milli Islendinga og Dana? — Stjórnarskrármálið var tvi- mælalaust aðalmál stjórnmála- lifsins i landinu og nokkuð umdeilt. Konungskjörnu þing- mennirnir höfðu yfirleitt lagzt gegn endurskoðuninni, og sama var að segja um ýmsa áhrif- amikla þjóðkjörna þingmenn, og var þar einna drýgstur Tryggvi Gunnarsson. Harðasta áhlaupið gegn málatilbúnaði endur- skoðunarmanna var gert með miöluninni 1899, en það fór út um þúfur. Eftir það er ekki hægt að segja annað en áhugi dvinaði fyr- ir stjórnarskrármálinu, enda héldu andstæðingar endur- skoðunarmanna sig i skugganum. Endurskoðunarmenn höfðu ekki við áþrifanlegan andstæðing að glima á þeim stjórnmálavett- vangi, sem þeim var markaður. Við þetta bættist, að danska stjórnin hafði sagt þvert nei við endurskoðuninni i þau tvö skipti sem frumvarpið var formlega samþykkt. Var ekki annað sýnna en það þrátefli mundi halda áfram að óbreyttri afstöðu Is- lendinga, a.m.k. svo lengi sem hægri menn færu með stjórn i Danmörku. — Fóru menn svo að leita nýrra leiða á þinginu 1895? -r-I oröi kveðnu tekur sú þings- ályktunartillaga sem 'Samþykkt er þá, undir sjálfstjórnarkröfur endurskoðunarmanna, en breyt- ingin er i þvi fólgin að skora á stjórnina i Kaupmannahöfn að hafa forgöngu um þá nýskipan á stjórnarfarinu er uppfylli tiltekin skilyrði. Danir eru sem sé beðnir um frumkvæði i staðinn fyrir að gera til þeirra kröfur nokkru strangari en hugsanlegt væri að þeir gætu gengið að en sú hafði verið að ferð endurskoðun- armanna. I tillögunni fólst ósk um það, að ráðherravaldið væri falið islenzkum manni búsettum hérlendis, en ekki var skýrt kveðið á um, hvernig þvi ætti að koma fyrir, að ráðherra sé búsettur hér á landi en konungur erlendis. Benedikt Sveinsson sagði að það væri uppgjöf af hálfu alþingis og brigð við stefnu Jóns Sigurðssonar að tilgreina ekki, hvernig fyrirkomulagið ætti að vera Það virðist vera að tillögumenn hafi hugsað sem svo: Danska stjórnin telur endurskoðunar- frumvarpið allt of róttækar kröfur til að hægt sé að ganga til samninga á grundvelli þess, og þá þarf eitthvað nýtt til að samn- ingar takist. Tillagan var þvi til- boð til stjórnarinnar, þar sem spurt var: Hvað býður þú á móti? — Og hvað bauð hún? — Tillögunni var að visu hafnað. En um sama leyti og formleg tilkynning barst um það, við upphaf þings 1897, kemur Val- týr Guðmundsson með óformlegt tilboð frá Dönum um innlendan mann sem ráðherra (sjálfan hann?) er sæti á alþingi og væri ábyrgur fyrir þvi (þetta tvennt er sameiginlegt endurskoðunar- stefnunni og þvi sem tillögumenn héldu fram 1895), en hins vegar Glasgow, hús Tryggva Gunnarssonar, ber hæst á þessari gömlu mynd frá Reykjavlk, en i þvl húsi munu hafa veriö brugguð ráðin um frum- varpið 1895. skyldi hann búsettur I Kaup- mannahöfn og sitja i rikisráði Dana. — Vildu þá endurskoðunar- menn engar tilslakanir gagnvart Dönum? — Ég þykist færa að þvi rök, að endurskoðunarmenn, jafnvel sjálfur Benedikt Sveinsson, hafi verið tilbúnir að fallast á mála- miðlun, en þeir vilja að tillaga um hana komi frá Dönum, ekki frá sér. Danir vilja hinsvegar sjá ein hver merki þess frá alþingi, að það sé reiðubúið til að gjalda málamiðlun þvi verði að frekari barátta sé látin niður falla. — Er það raunverulega svo, að fráhvarf frá óbilgirni endurskoð- unarinnar hafi falið i sér uppgjöf? — Það væri kannski helztil djúpt i árínni tekið, en hitt er vist aö nokkuð tekur að kólna i hinni gömlu hugsjónabaráttu. Hagnýt viðfangsefni fara að taka æ meira rúm i hugum manna og þá i stjórnmálabaráttunni. Og á dögum valtýskunnar taka þing- menn fyrst verulega að gefa eftir af kröfum sinum á hendur Dönum. En þetta liggur utan sviðsritgerðar minnar. — Samhengis vegna væri rétt að minnast á það, hvernig mál skipuðust rétt eftir aldamótin. — Það er i raun og veru lýð- ræðisþróunin 1 Danmörku sjálfri sem veldur timamótum. Valtýskanvar i lög leidd á þingi 1901, en samtimis komu frengir um stjórnarskipti i Danmörku hægri menn létu af völdum og vinstri menn mynduðu stjórn. Þá var þingræðið viðurkennt i Dan- mörku og buðu Danir Islending- um betri kosti en þeir höfðu sjálf- ir krafizt, með valtýzkunni. Þannig fengu Islendingar þing- ræðisbundna heimastjórn 1904. — Voru baráttumenn sjálf- stæðishreyfingarinnar á ofan- verðri 19. öld lýðræðissinnar? — Ég minnist á það i ritgerð minni, að i endurskoðunarfrum- vörpunum voru ákvæði sem i sjálfu sér hefðu stuðlað að auknu lýöræði i stjórnskipuninni. En lýðræðisþátturinn var eins og aukaatriði sem litið var fjallað um. Þó var i þessum efnum munur á mönnum. En endur- skoðunarmenn voru fyrst og fremst að berjast fyrir auknu sjálfstæði. Má hér minnast þess sem Jón Jónsson á Sleðbrjótsegir um Benedikt sýslumann: „Min tilfinning um B. Sv. var sú, að hann hefði ekkert á móti höfðingjastjórn, sem alþýðan fylgdi rannsóknarlitið, aðeins ef sú stjórn væri á tslandi”. Einn þáttur lýðræðisþróunar- innar var þingræðiö, en kröfur um það voru aldrei gettar á oddinn i samþykktum alþingis. En auðvitað var heimastjórn for- senda fyrir þingræði, og þvi hlutu þingræðissinnar að skipa sér undir merki sjálfstæðis- baráttunnar. Það er eins og menn hafi ekki veitt þeim öflum i Dan- mörku mikla athygli sem þar börðust fyrir þingræði og lýðræði og áttu svo erfitt uppdráttar fram yfir aldamót. Að nokkru leyti voru þær kröfur i Danmörku og sjálfstjórnarkröfurnar hér bornar uppi aí sams konar öflum, en ekki er það alfarið. — Einn sérstakan lýðræðisþátt ættum við að taka hér til athug- unar, það að þingmenn séu bundnir af þeim vilja kjósenda sem fram kom á þingmála- fundum. — Það er rétt að það var mikið um það talað þá i blöðum og á þingi að þingmenn væru bundnir af vilja kjósenda. Á þeim árum Skoðun og viðgerðir á gúmmibjörgunarbátum. Dreglar til skipa. Fjölbreytt úrvai. Hjálparsveitir! SAMS varmapokar ávallt fyrirliggjandi. Gúmmíbátaþjónustan Grandagarði — Slmi 14010 komst á sú venja að halda þing- málafundi og gera á þeim sam- þykktir, þetta var raunar nokkuð misjafnt eftir héruðum og hefur ekki verið mikið rannsakað, frekar en svo margt annað. Sá maður sem lenti i þvi á þingi að greiða atkvæði gegn þvi sem kjósendur á þingmálafundum höfðu lagt fyrir, gat komizt i hann krappan i umræðum. En einmitt þannig var ástatt um ýmsa þá sem hurfu frá endurskoðuninni og gerðust tillögumenn á þinginu 1895. I vitund fólks held ég að þingmenn hafi haft miklu ófull- komnara umboð á þessum tima en nú er orðið; þjóðfélagið var allt einfaldara og menn gátu betur vitað þá en nú, hvað mundi koma til afgreiöslu hverju sinni. En varast ber að draga of viðtækar ályktanir af samþykktum þing- málafundanna; þá eins og nú var hægt að panta ákveðna viljayfir- lýsingu af fundi þar sem aðsókn var litil. — En „þjóðarviljinn” hefur verið sterkt vopn i höndum endurskoðunarmanna á deilu- þinginu 1895? — Vissulega, enda var þvi óspart veifað af þeira hálfu. Með þvi mæltu fyrri samþykktir á frumvarpinu með kosningum á milli, og hefði þjóðin aldrei sýnt annað en hún vildi halda stefn- unni áfram. Þá var vitnað til þingmálafundanna þar sem aðeins 6 kjördæmi af 21 væru and- stæð leið endurskoðunarmanna. Einnig var Þingvallafundur 1895 nefndur i þessu sambandi,en þar réðu frumvarpsmenn lögum og lofum. Kveinkuðu tillögumenn sér nokkuð undan þvi að vera stimplaðir föðurlandssvikarar, og kemur það t.d. fram i ræðum eins aðalforingja þeirra, Guð- laugs Guðmundssonar sýslu- manns. Yfirleitt var mikill til- finningahiti i mönnum út af þessu máli, og er ekki að efa að Skúla- mál hafa kynt þar undir. Skúli Thoroddsen hafði einmitt nýlega fengið uppreisn æru með dómi hæstaréttar og á þessu þingi voru samþykktar 5 þúsund króna skaðabæturnar til hans. Blað Skúla á Isafirði, Þjóðviljinn, gerði eitt úr grimmustu andstæð- ingum Skúla og foringjum tillögu- manna og nefndi til þá Guðlaug Guðmundsson og Tryggva Gunarsson. Eðlilegt var að endurskoðunarmenn notfærðu sér i baráttu sinni þá pólitisku ofsókn sem landshöfðingi hafði beitt einn af foringjum þeirra þar sem var Skúli. — En hvér var hlutur Valtýs i þvi að koma tillögunni fram? — Hann fylgdi tillögunni að málum, en var ekki áberandi for- vigismaður hennar. Ég fæ ekki séð að hann hafi verið einn af frumkvöðlum hennar. Hins vegar gat svo Valtýr notað sér þá leið sem tillagan hafði opnað, en það beið allt næsta þings, 1897. — Þá riðluðust fylkingar? — Já, heldur betur. Jens Pálsson (tillögumaður 1895, Valtýingur 1897) segir i bréfi til Torfa i Ólafsdal: ,,... fraction- irnar i þvi máli byltust og botn- veltust... nýstárlegar constellat- ionir komu i ljós. Tryggvi og Bensi sýndust vera farnir að kok- ettera hjartanlega hvor við annan og landshöfðingi var oröinn hinn radikali maður,— hið vinstra var komið hægra megin og hið hægra vinstra megin...”. Isfirzku þing- mennirnir, Siguröur i Vigur og Skúli, höfðu áður sýnt óþol yfir kyrrstöðunni sem rikti i stjórnar- skrármálinu, og þvi gerðust þeir Valtýingar, en einnig hafa þeir haft áhuga á þeirri uppstokkun sem gat brotið nýjum mönnum leið til þeirra val'da sem lands- höfðingi og félagar hans nutu i Reykjavik. Á sama hátt er eðli- legt að iandshöfðingi sjálfur og valdaklikan i kringum hann snerust öndverðir gegn nýjum sið sem gat kippt undan þeim stöðunni. Rosknir ihaldssamir menn fylktu sér svo um þá og þannig varð til einn hlutinn af andstæðingahópi Valtýs. Það var litt samstæður hópur, en i honum var að finna frumvarpsmenn frá 1895 að fjórum undanteknum. — Hverjar voru þjóðfélags- legar forsendur þeirrar mála- miðlunar sem bæði tillagan og valtýskan var? — Ég hef nefnt það, að i Dan- mörku voru stjTskipunarmálin að vikja sem aðalatriði stjórn- málanna fyrir hagnýtari málum á árunupi upp úr 1890 með þvi að hluti þjóðkjörinna fulltrúa (vinstri menn) gengu til sam- starfs við ihaldsöflin (hægri menn) um málamiðlum. En aðalástæðuna hlýtur að vera að finna hér heima, og þess var vissulega þörf að þing og stjórn skipti sér meira af hagnýtum málum og fjárhagsmálum en verið hafði. Það var áberandi galli á stjórnsýslunni að allt var ákaflega hægfara, athafnalitið og áhugalaust. Það var svo litið um það, að ráðherra eöa embættis- menn hans legðu eitthvað nýtt fyrir þingið. Auk þess sat það ei á rökstólum nema 2 mánuði annað hvort ár og hafði þvi ei tækifæri til að sinna þeirri almennu framkvæmdastjórn sem nú er i höndum stjórnar og embættismanna hennar. Hér var þvi verið að fá þjóðina til að leggja stjórnarskrármálið á hill- una til að sinna öðrum hagnýtari málum, og einnig var unnið aö hinu, að nýr og ferskur maður. is- lenzkur, kæmi inn i æðsta embætti landsins. Þetta hvort tveggja mun hafa vakað fyrir til- lögumönnum 1895 og valtýingum siðar og tengdi þá e.t.v. saman. — Nú er hið hagnýta gildi sagn- fræðinnar ekki sizt það að vera spegill fyrir samtímann. Er hægt að rekja þræði frá þessum árum, sem ritgerð þin fjallar um, tií okkar daga? — Eflaust er ekki torvelt að finna samsvörum yfir þessi 80 ár með þvi sem verið er að berjast með og móti i þjóðmálum og full- trúum þeirra afla sem þar eigast við — óbilgjörn hugsjónastefna sem höfðar til þjóðerniskenndar — flokkur hinna hagsýnu manna sem láti atv.mál og samgöngur sitja i fyrirrúmi (það var ekki tilviljun að dr. Valtýr skirði tima- rit sitt Eimreiðina) — höfðingja- sinnar, háembættismenn, um- boðs umboðsmenn erlends valds — alþýðusinnar, lærðir sem ólærðir, lægra settir embættis- menn i uppreisnarhug, forvigis- menn kaupfélaga og annarra al- þýðusamtaka; okkur getur dottið ýmislegt i hug úr okkar eigin tið i þessu^sambandi. En til þess að rekja þræðina milli nafngreindra manna þarf meiri þekkingu en ég bý yfir, og eflaust er málið yfirleitt ekki svo einfalt, enda þótt benda megi á einstök dæmi. Pétur á Gautlöndum kvartar undan þvi um aldamótin að hug- sjónir taki að gerast úreltar i stjórnmálum. En Pétur er ein- mitt dæmi um að hugsjónaglaðir baráttumenn samvinnustefn- unnar runnu saman við ung- mennafélagshreyfinguna, ofstækisfulla þjóðernisstefnu og idealisma, en þetta urðu tvær helztu rætur Framsóknarflokks- ins. Ef til vill kemur i ljós á næstu mánuðum, hvort þær hugsjónir eru alveg dauðar þar i sveit. Tryggvi Gunnarsson var það ég veit eini maðurinn i pólitik fyrir aldamðt sem mátti teljast veru- legur kapítalisti, og við höfum tekið eftir þvi hvar hann haslaði sér völl. Tryggvi og Hannes Haf- steinlentu báðir i Heimastjórnar- flokknum, það voru tengslin við gamla embættismannavaldið i Reykjavik sem gerði þeim óljúft að fallast á valtýskuna. Ihalds- samir stjórnmálamenn enn i dag munu telja það sér til gildis ef þeir geta sýnt fram á tengsl við þá frændur. Skúli Thoroddsen var einn af róttækum vinstri mönnum þessara tima, kaupfélagsmaður og alþýðusinni, svo sem sjá má af blaði hans. Hann var einn örfárra stjórnmálamanna sem nefndi hreinan aðskilnað við Dani fyrir aldamót. Skúli barðist jafnan þar i sveit sem fjærst .stóð hinu ihaldssama, dansklundaða embættismannaveldi. Frá honum höfum við nafnið á blaðinu sem þessi orð birtast í, Þjóðvilj- anum.Ætli afkomendur hans séu ekki býsna sáttir viö það, hvar það blað stendur i þjóðmálum? hj—

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.