Þjóðviljinn - 08.04.1973, Side 20

Þjóðviljinn - 08.04.1973, Side 20
DWÐVHHNN Sunnudagur 8. april Vilja fá hö fn á suður- ströndina Fundur allmargra skipstjóra á Vestma nnaeyjabátum , sem haldinn var um borö i m/s Gull- bergi VE 292 fimmtudaginn 29. marz 1973, skorar á stjórnvöld landsins að láta nú þegar hefja raunhæfar rannsóknir á nýju hafnarstæði Viö suðurströnd landsins. Að fenginni reynslu teljum við að þær fáu hafnir (ef hafnir skyidi kalla) við suðurströndina, hafi áður en eldgosið i Vestmanna- eyjum hófst, verið fullsetnar skipum og þvi ekki á bætandi, enda er óhætt að fullyrða að bæði sjómenn og útgerðarmenn i Eyjum muni fyrr en seinna gefast upp og bátunum verða lagt, nema eitthvað raunhæft verði gert og það strax. Ef svo illa tekst til að Vest- mannaeyjahöfn eyðileggst, þá teljum við það enga lausn á okkar stóra vandamáli, þó að eitthvað yrði hresst upp á hálægar hafnir, sem fyrir eru og bátunum og fólk- inu tvistrað á marga staði. Við leggjum rika áherzlu á að ný höfn verði gerð fyrir Eyjaflotann og væntum þess að þá muni Vest- mannaeyingar flestir setjast þar að eins fljótt og unnt er, þvi að við þekkjum engan Vestmannaeying, sem ekki hefur lullan hug á þvi að það samfólag sem við höl'um lifað i megi haldast áfram þó á öðrum stað verði og munu þá Vest- mannaeyingar aftur geta lagt sinn hlut i þjóðarbúið, sem fyrr. Við leggjum einnig áherslu á að hafin verði könnun á nýju hafnar- stæði og verði sjómannasamtökin hér i Eyjum höfð að einhverju leyti með i ráðum. Jón Þorláksson til sölu Nú er búið að auglýsa Jón Þor- láksson til sölu, og brátt liður að sömu örlögum Hallveigar Fróða- dóttur. Vélar þessara gömlu tog- ara eru fornar mjög, og er sagt að hætt sé að framleiða varahluti i þær. HaMveig er þö enn gerð út, en ef að likum lætur hefur Jön larið i sinn siðasta túr. Næsti nýi togari sem Bæjarút- gerð Revkjavikur fær er Ingólfur Arnarson, en það er þúsund lesta togari sem verið er að smiða á Spáni. og er væntanlegur til landsins i ágúst. Næsti Spánar- togari sem til landsins kemur er hins vegar Júli, en hann er ismið- um hjá Franco á vegum Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar. —úþ Framleióandi á (slandi SHppfélagiÖ / Málningarverksmiójan Dugguvogi—Símar 33433 og 33414 HempeTs sMpamálmng getur varnað því að stál og sjór mætíst Sérfræðingar telja að viðhaldi íslenzkra fiski- skipa sé ábótavant, og þess vegna gangi þau fyrr úr sér en nauðsynlegt sé. Viðhald kostar peninga, en vanræksla á viðhaldi er þó dýrari. Málning er einn þýðingarmesti liðurinn í við- haldi skipa. Málningin ver skipin ryði, fúa og tæringu. HEMPELS skipamálning er ein mest selda skipamálningin á heimsmarkaðnum. Það er engin til- viljun. Það er einfaldlega vegna þess hve gpð hún er. Tugir vísindamanna í mörgum löndum vinna að stöð- ugum endurbótum á henni, og þeir hafa búið til marg- ar tegundir, sem henta við misjafnar aðstæður, þar á meðal við okkar aðstæður hér á íslandi. Látið mála skip yðar með HEMPELS skipamálningu og réttu teg- undinni af HEMPELS og þér munuð komast að raun um að þér hafið gert rétt. STÁLGRINDAHÚS Pantanir á stálgrindaliúsum, sem afgreiðast eiga fyrir sumarið, þurfa að berast sem fyrst Húsin fást með klæðningu í ýmsum litum eftir vali kaupanda Húsbreiddir staðlaðar, 7,5-10-15 metra Einnig sérsmiði HEÐINN Sími 24260

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.