Þjóðviljinn - 08.04.1973, Blaðsíða 13
Sunnudagur 8. april 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
Frá London
Æ VERRA AÐ BtJA
í STÓRBORGINNI
LONDON — Þaö er æ verra
að búa í London, að áliti
Lundúnabúa sjálfra, ef
marka má nýlega skoðana-
könnun um þetta efni.
Skoðanakönnunarstofnunin
spuröi úrtak 952ja Lundúnabúa,
hvort þeim þætti lifsskilyröin i
borginni batna eða versna. 73%
hinna spurðu töldu að borgin væri
að verða æ verri staður til að eiga
heima á.
Ekki virtist fólk hafa gert það
upp við sig, hverju væri um að
kenna, eða hvað gera bæri til úr-
bóta. En Lundúnabúar eru mest
angraðir af umferðarhnútum,
þrengslum i neðanjarðarlestinni
og i strætisvögnum, af útblæstri
bifreiða og umferðarhávaöa.
Tugir miljóna í tekjur;
en sleppa alveg við skatt!
• •
LOGLEG
SKATTSYIK
WASHINGTON — Banda-
riski þingmaðurinn
Mondale sem sæti á í fjár-
hagsnefnd öldunga-
deildarinnar segist hafa
sannanir fyrir því að 276
einstaklingar með 100
þúsund dollara tekjur eða
meira hafi engan tekju-
skatt þurft að greiða til al-
ríkisins 1971, Var hann
mjög hneykslaður yfir
þessu og boðaði uppreisn
skattgreiðenda gegn kerfi
sem gerði þeim riku kleift
að komast undan skatt-
greiðslum.
Af þessum 276 tekjuskattslausu
höfðu 72 tekjur yfir 200 þúsund
dollara (20 miljón krónur) hver.
Þingmaðurinn segir að það séu
margar smugur á skattalögunum
sem geri auðugum persónum
kleift að komast meö öllu hjá
sköttum. Auk þess séu þessir 276
ekki þeir einu sem sleppi létt.
Þúsundir af tekjuháum mönnum
greiði sama og ekkert i skatta.
Starfsmenn skattakerfisins
segja aftur á móti að athuganir
sýni afsakanlegar og gildar
ástæður fyrir skattleysi hjá flest-
um þeim sem fá O-skatta. Er þá
oftast um að ræða vaxtafrádrátt
vegna lána sem tekin eru til at-
vinnurekstrar.
En ástandið fari batnandi i
þessum efnum. Arið 1970 hafi 394
einstaklingar sloppiö algerlega
við tekjuskatt þótt þeir hafi haft i
tekjur yfir 100 þúsund dollara, og
af þeim voru 112 með yfir 200
þúsund dollara.
MINNI FJARFEST-
ING í ÚTLÖNDUM
Washington — Útstreymi fjár-
magns nettó frá Bandarikjunum
var 1.480 miljónir dollara 1972,-
eða um þrem miljörðum minna
en það hafði verið 1971
Samdrátturinn stafaði af þvi að
beint f jármagnsútstreymi
minnkaði um 1.430 miljónir, lán-
tökur bandariskra fyrirtækja
erlendis jukust um 1.150 miljónir
dollara og jákvæð breyting varö á
öðrum kröfum fyrirtækjanna upp
á 356 miljónir.
Beint útstreymi til fjár-
festingar nam 3,3 miljörðum
dollara 1972, en hafði verið 4,8
miljarðar 1971.
:ng
ER ÖRYGGI
Slysatrygging er frjáls trygging, sem hver einstaklingur á aldrinum 15 til 64 ára getur
keypt og fyrirtæki vegna starfsmanna sinna. Hún gildir í vinnu, frítíma og á ferðalögum.
Tryggingin er bundin við ákveðið nafn og bætur þær, sem hægt er að fá af völdum slysa,
eru þessar: Dánarbætur, örorkubætur og dagpeningagreiðslur. Tryggingaupphæðir geta
verið mismunandi háar eftir óskum hvers og eins, en dagpeningagreiðslur ætti að miða
við þau laun, sem viðkomandi hefur fyrir vinnu sína,- en geta ekki orðið hærri en Vz%
af örorkutryggingarupphæðinni.
Slysatrygglng er jafn nauðsynleg við öll störf og slysln henda á öllum aldri.
Við getum einnig boðið 5AMEIGINLEGA SLYSA- OG LÍFTRYGGINGU* og SLYSA-
TRYGGINGU, sem eingöngu gildir í FRÍTÍMA.
Leitið nánari upplýsinga um SLYSATRYGGINGAR
hjá Aðalskrifstofunni eða umboðsmönnum.
ÁRMÚLA 3, SÍMI 38500
SAMVirVNUTRYGGINGAR
FISKIKASSAR
Kjarabót
fyrir sjómenn,
hagsbót
fyrir útgerðina
Kassafiskur er á hærra verði,
rýrnar minna og flokkast betur.
Athuganir hafa sýnt,
að fiskikassar eru hagkvæmasta
fjárfesting sem völ er á í
sjávarútveginum. Hafin er innlend
framleiðsla úr nýju plastefni, ABS,
sem er harðara, sterkara og
léttara en áður hefur þekkzt.
90 I. kassar taka 45-50 kg af fiski.
Uppskipun verður fljótari
og léttari.
Nýhannaðir kassar — handhægir,
léttir og ótrúlega auðvelt að þrífa.
AUKIÐ VERÐMÆTI AFLANS
Leitið nánari upplýsinga.
KRISTJÁN G. GÍSLASGN HF.
PLASTIÐJAN
BJARG
AKUREYRI SÍMI (96) 12672
Auglýsingasíminn er 17500 Þjóðviljinn