Þjóðviljinn - 08.04.1973, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 08.04.1973, Qupperneq 9
Sunnudagur 8. aprtl 1973. ÞJÓDVILJINN — SIDA 9 Harold S. Geneen. (Hvort er hann góðlegur eða hreinskilinn á svipinn?) I fyrra var ijóstrað upp um það/ að bandaríski auð- hringurinn ITT hefði unnið að samblæstri gegn kjöri Allende í Chile. Þetta mál er nú til rannsóknar hjá bandarískri þingnefnd sem hefur með mál fjöl- þjóðlegra fyrirtækja að gera. Snemma í mán- uðinum kom Geneen stjórnarformaður ITT fyrir nefndina og játaði að það kynni að vera, að hann hefði boðið bandarísku leyniþjónustunni fé til að nota gegn vinstri mönnum í Chile. ITT-málið vakti mikla athygli i fyrra, en þá voru lögð fram skjöl sem þóttu sanna hlutdeild auð- hringsins i heldur svona skugga- legum samblæstri gegn lýðræðis- legum stjórnarháttum i landi sem Bandarlkin eiga ekki i neinni styrjöld við. Og allt stafaði þetta háttalag ITT — International Telephone and Telegraph — af þvi, að félagið átti símakerfi i Chile og óttaðist þjóðnýtingu á þvi, ef vinstri menr. yrðu sigur- sælir i kosningum. Bandarisk þingnefnd sem hefur með málefni fjölþjóðlegra fyrir- tækja að gera rannsakar nú þessar ásakanir á hendur ITT, og er ekki annað sýnna en þær hafi við fyllstu rök að styðjast. Sér- staklega er það makk auðhrings- ins við CIA — leyniþjónustu Bandarikjanna — sem þykir skuggalegt, og finnst mönnum að þess háttar geti ógnað lýðræðis- legum stjórarháttum. 21. marz kom framkvæmda- stjóri ITT og fyrrverandi yfir- maður CIA (hugsið ykkur tengslin!) John A. Mc.Cone, fyrir nefndina. Sagðist hann hafa verið sendur til Washington til að láta háttsetta embættismenn vita af þvi, að ITT væri reiðubúið til að láta i té allt að einni miljón dollara „til stuðnings hvers kyns áætlunum á vegum stjórnarinnar til að koma á samstarfi meðal mótstöðuflokka Allende” 2. april kvaddi rannsóknar- nefndin sjálfan.Harold S. Geneen, stjórnarformann ITT, á sinn fund. Reyndi hann að skjóta sér undan beinum játningum. Kvaðst hann ekki reka minni til þess að hann hefði gert William V. Broe, yfirmanni þeirrar deildar CIA er stjórnar leynilegum aðgerðum i Suöur-Ameriku, nein slik tilboð, en hann féllst á vitnisburð Broes um það, að fjárframlög i þessa átt hafi komið til umræðu. „Ahyggjur minar voru slikar að það getur vel verið að ég hafi nefnt þetta”. Hann bætti við, að það hafi þá verið vegna þessa skyndilega áfalls, „að fjár- festingin i Chile væri að fara i vaskinn”. Aðurnefndur Broe hafði nokkrum dögum áður sagt nefnd- inni, að Geneen hafi boðizt til að standa undir aðgerðum til að bregða fæti fyrir kosningu Allende, en CIA hafi hafnað boðinu. Geneen bað menn að trúa ekki að ITT hafi nokkru sinni haft á prjónunum fyrirætlanir um hallarbyltingu eða hernaðar- ihlutun til að hindra sigur vinstri manna i Chile. Allt og sumt sem Stjórnarformaður ITT treystir sér ekki til að neita:_ „Kannski ég hafi boðið þeim það” ITT hafi gert hafi verið að koma rikjastjórnar til að „vernda hlut- sjónarmiðum sinum á framfæri hafa þess og starfsmenn”. við hin ýmsu ráðuneyti Banda- hj Frá barnaskólum Reykjavíkur Innritun sex ára barna (f. 1967) fer fram i barnaskólum borgarinnar (æfingaskóli Kennaraháskólans meðtalinn) dagana 10. og 11. april n.k., kl. 16-18. Miðvikudaginn 11. april, kl. 16-18, fer einn- ig fram innritun barna og unglinga á fræðsluskyldualdri, sem flytjast milli skóla fyrir næsta vetur. (Sjá nánar i orð- sendingu, sem skólarnir senda heim með börnunum). Bréfberastarf Póststofan i Reykjavik óskar eftir bréf- bera nú þegar. Upplýsingar i skrifstofu póstmeistara simi 26000. Fræðslustjórinn I Reykjavik SKIPASMIÐAST OÐVAR — ÚTGERÐARMENN — SKIPSTJÓRAR Jafnan fyrirliggjandi gálgablokkir 6 stæröir Opnanlegar skuttogsblokkir 3 stæröir. Bómublokkir, fótrúllur 5 stærðir Pollatoppar 5 stærðir. Toggálgar og togbúnaður ýmislegur. Toghlerar 16 stærðir og gerðir. Togvindur litlar. Netadrekar og keðjur. Fiskþvottaker 3 stærðir. Skeljaplógar, skíða-og hjólaplógar. Gertagormar og blakkir. S' o. ^rssö^ VÉLAVERKSTÆÐI J. HINRIKSSON H/F Skúlatúni 6, Reykjavík. Símar 23520 og 26590 Heimasími 35994 Síldarverksmiðja Útgerð Frystihús Saltfiskverkun Síldarsöltun Niðursuða Kaupir og selur allar algengar sjávarafurðir

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.