Þjóðviljinn - 02.06.1973, Side 17

Þjóðviljinn - 02.06.1973, Side 17
Laugardagur 2. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 Ströndin. . . Svo hvarf hann úr glugganum. Andy studdi sig við handriöið á veröndinni. Ónýti fóturinn dingl- aði undir honum, en hann gat hoppað. Hann dró upp byssuna og hoppaði með hana að eldhúsdyr- unum. Hann varð að binda endi á leit Hubs áður en hún hófst. Dyrnar opnuðust um leið og hann kom að þeim og Jói Pyle kom æðandi út með vasaljós i hendinni. Þegar hann kom út i myrkrið, tók hann ekki sam- stundis eftir Andy. Andy rak byssuna i kviðinn á honum. Pyle brá ónotalega og hann gaf frá sér eins konar væl. — Haltu kjafti og hreyfðu þig ekki, eða ég knúsmala þig, aðvaraði Andy. Pyle var ekki baráttumaður. Vasaljósið féll úr höndum hans þegar hann rétti þær upp yfir höf- uð. — Guð minn góður, stundi hann. — Ekki drepa fnig. — Snúðu þér við. Gakktu eðli- lega og rólega. Andy stuggaði Pyle inn i eldhúsið aftur, meöan hann otaði byssunni i bakiðáhon- um. Með hendinni hélt hann um hálsinn á Pyle og notaði hann sem hækju. — Hefurðu séð nokkuð, Jói? hrópaði Hub frá barnum. — Ég fer á bilnum og reyni að loka leið- inni. . . — Það borgar sig ekki, Hub, ég er hér enn, sagði Andy upphátt. Það varð dauðaþögn, svo hló Hub. — Það er naumast, kanari- fuglinn sjálfur. Andy ýtti Jóa Pyle gegnum dyrnar að barnum. Hann notaði hann sem skjöld. Það var óþörf varúðarraðstöfun. Andlit hans var afmyndað i skældri grettu. Rene Pyle stóð hjá stiganum. Hún hélt á barnapela. — Hub, varaðu þig — hann er með byssu, sagði Pyle skjálf- raddaður. — Það veit ég, sagði Hub draf- andi röddu. — Ég lánaði honum hana sjálfur. Það er kominn timi til að hann skili mér henni. — Reyndu ekki neitt, sagði Andy aövarandi. — Ég skýt ykkur öll. — Og hvernig hefurðu hugsað þér að gera það með ónothæfri byssu? Hub hló. — Taktu hana af honum Jói. — Ég er búinn að gera við byssuna, sagði Andy við Pyle. — Hún er i ágætu standi. — Hann er að ljúga, sagði Hub öruggur. — Og hann er ekki sér- lega laginn við það. Sjáið þið bara hvað hann svitnar. Hann er skit- hræddur. Taktu byssuna, Jói. Pyle skalf á beinunum og vissi ekki hvorum hann átti að treysta. En kalt stálið i bakið var meira 50 sannfærandi en Hub. — Það er ekki vist að hann sé að ljúga. Hann leit spyrjandi á konu sina. — Rene, hvað heldur þú? Hún tók til máls i fyrsta sinn. — Gerðu það ekki, Jói. Það bitnar á þér, ef Hub skjátlast. Hub starði fyrirlitlega á félaga sina. — Fjandinn hafi það sem ég skil, hvers vegna ég tók ykkur i slagtog með mér. Þið hafið verið treg alveg frá upphafi. Ef þið hefðuð komið krakkanum fyrir kattarmef strax, eins og ég vildi, þá hefðum við ekki lent i þessu klúðri. — Þú hefur ástæðu til að þakka Hub, Jói, sagði Andy lágri röddu. — Hann var rétt i þessu að bjarga lifi þinu. Nú þarf ég ekki að drepa þig. Farðu til konunnar þinnar. Hann ýtti Jóa frá sér sér og starði á Hub yfir barborðið. — Eiginlega er þetta einkamál okk- ar tveggja. Það hefur verið það allan timann. — Eftir andartak tek ég byss- una af þér og keyri hana niður i gullkverkarnar á þér, sagði Hub hranalega. — Lánið var rétt i þessu að snúa við þér bakinu, kanarifugl. Það hefur elt þig lengi, en nú er það úr sögunni. Hér og nú. — Það er engin heppni sem leiddi mig hingað út, Hub. Það voru þin eigin mistök allar þessar kæruleysisskyssur þinar. Hub roðnaði þegar nartaö var i sjálfstraust hans. — Þú lýgur. Þú hefur ekki hundsvit á sliku. — Það var sandur i skónum þinum. Og fjarlægðartölur i biln- um þinum. Og ótal margt annað. Andy beindi oröum sinum að Pylehjónunum, án þess að hafa augun af Hub. — Það er synd og skömm fyrir ykkur að hafa haft samvinnu við annan eins aula. Þið heföuð átt að sjá hvað þið höfðuð flækt ykkur i, þegar hann drap Doree Ruick. Það var ekki liöur i áætluninni, eöa hvað? — Það er rétt hjá yður. . . sagöi Rene Pyle hörkulega. Hub þaggaði niöur i henni með ofsafenginni hreyfingu. — Þeg- iðu, Rene. Hann er bara að reyna að etja okkur saman. Það er eina vonin fyrir hann. Það hefur ekk- ert breytzt. Hann hefur falið krakkann hérna einhvers staöar i nágrenninu. Það er ailt i lagi. þegar viö finnum hann. Hann brosti. — Þá gerum við nýjan samning — við ekkjuna. — Hub, við Rene tökum ekki þátt i þessu lengur, sagði Pyle. Hub hlustaði ekki á hann, hann var vanur aö hafa sitt fram. — Jamm, tautaði hann. — Þaö verð- ur i finu lagi. Lissu er fjandans sama hvaö um hann veröur. Hún hugsar um það eitt að fá krakk- ann aftur. Ég er viss um aö hún gerir hvaö sem er til aö fá hann aftur. — Drew er farinn, sagði Andy, — og þú nærð honum aldrei fram- ar. — Þú þarft bara að segja mér hvar hann er. Hub stakk hendinni i vasann og tók upp kylfuna. — Siðasti söngurinn, kanarifugl. Hefur þér nokkurn tima dottiö i hug hver fann upp á þvi og hvers vegna? Vegna þess að kanari- fuglar eru gulir, og gult er litur hinna huglausu. Andy haföi dregið þetta á lang- inn til að gefa Lissu það forskot sem hún þurfti. Hann vissi að fresturinn yrði ekki lengri. Hann miðaði á efsta hnappinn á jakka Hubs. — Fleygðu þessu leikfangi frá þér. Hub svaraði ekki. Hann gekk framhjá barborðinu i átt að Andy, hann var ekkert að flýta sér og kylfan hékk kæruleysislega i hendi hans eins og risastór þumalfingur. Fóturinn á Andy hindraði hann i að flýja. Enda hafði hann enga löngun til þess. Þetta andartak — reikningsskilin augliti til auglitis, — var það sem hann hafði beðiÖ eftir. Samt aðvaraði hann óvin sinn i siöasta sinn. — Eitt skref enn og ég drep þig. Hub hló. — Já, tra, la, la, sagði hann háðslega. Hann lyfti kylf- unni til að berja. Andy skaut hann þrisvar sinn- um i brjóstið, eins ört og hann gat þrýst á gikkinn. Hub sentist aftur á bak undan kúlunum. Hann sett- ist þunglamalega eins og teppi hefði veriðkippt undan fótunum á honum. Andartak var engu likara en hann væri ósærður. t svip hans var ekkert að sjá nema undrun. Hann einbiindi á Andy, ringlaður og dálitið gramur. — Þessi helvitis heppni þin, hvislaði hann og blóðið streymdi fram i munninn. — Ég hefði átt að athuga...Hann féll á hliðina. Höfuðið skall i gólfið.en Hub vissi ekkert af þvi. Reiðiofsinn i Andy varð til þess að hann beindi byssunni að Pyle- hjónunum. Ef þau hefðu hreyft legg eða lið, hefði hann skotið þau án þess að hika. En það gerðu þau ekki. Þau þrýstu sér upp að veggnum skelfingu lostin. Rene kjökraði.og smám saman rénaði hefndarþorsti hans. — Þið leyfðuð syni minum að lifa, sagði hann. — Ég ætla að gera slikt hið sama. Annað ykkar á að fara að simanum og hringja i lögregluna. Það var óþarfi. Aður en Pyle var farinn að velja númerið, heyrði Andy vælur i fjarlægð. Hann lagði frá sér byssuna, hall- aði sér upp að barborðinu og beið. Vælurnar uröu háværari og hljóðnuðu siðan — og siðan var salurinn fullur af einkennis- klæddum mönnum. Yfirmaöur þeirra leit i kringum sig — sá Andy halla sér upp að barboröinu, sá Pyle með hendurnar fyrir ofan höfuð og likiö i stækkandi blóð- polli. Hann stakk á sig byssunni. — Við komum vist of seint, sagði hann. — Eruð þér Paxton? — Já. — Við komum eins fljótt og við gátum. Konan yðar sagði i sifellu aö þér mynduð bjarga yöur. Hún er fyrir utan i lögreglubilnum og barnið ykkar lika. Hann leit á Andy með áhyggjusvip. — Eruð þér særöur? Komið, styðjið yður við mig. Það var kvöl að nota fótinn, en Andy bandaði honum frá sér. — Nei, þakk fyrir, ég kemst þetta sjálfur. Loks stóð hann á eigin fótum og hægt og þyngslalega hoppaði hann út til að sameinast fjöl- skyldu sinni á ný. Laugardagur 2. júni. 7.00 Morgunútvarp. Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45 Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Helga Hjörvar heldur áfram að lesa söguna ,,Það er fill undir rúminu minu" eftir Jörn Birkeholm (2). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða Morgun- kaffiðkl. 10.25: Páll Heiðar Jónsson og gestir hans ræða útvarpsdagskrána, og greint er frá veðri og vegum. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 óskalög sjúklinga. Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 A iþróttávellinum. Jón Asgeirsson segir frá keppni um helgina. 15.00 A listabrautinni,Jón B. Gunnlaugsson kynnir ungt listafólk. 15.30 Stan/.. Arni Þór Eymundsson og Pétur Sveinbjarnarson sjá um þáttinn. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. TIu á toppnum.örn Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.20 Siðdogistónleikar. a. Atriði úr óperettunni „Leðurblökunni" eftir Jo- hann Strauss. Karl Terkel, Hilde Gueden, Anneliese Rothenberger flytja ásamt Filharmóniusveitinni i Vinarborg. Heinrich Holl- reiser stjórnar. b. Holly- wood Bowl sinfóniuhljóm- sveitin leikur tónlist eftir Addinsell, Strauss, Proko- fjeff og Brahms. Carmen Dragon og Alfred Newmann stjórna. Einleikari : Leonard Pennario. 18.00 Kyjapistill. Bænarorð. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 l.jóð eftir Ilalldór Laxness.Agúst Guðmunds- son les. 19.25 Sómi Islands suður i Genf.Gisli J. Astþórsson les þriðju og siðustu sögu sina um Albert A. Bogesen. 20.00 llljómplölurabb. Þorsteinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.55 Vestfir/.kur bóndi i Kljóliim. Höskuldur Skag- fjörð ræðir við Hermann Jónsson á Yztamói. 21.20 Gömlu dansarnir. Ameriskar hljómsveitir leika dansa i gömlum stil. 21.45 Ljóðaþýðingar eftir Kristin Björnsson lækni. Elin Guðjónsdóttir les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir, Danslög, 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. f 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Brellin blaðakona, Verk- fræðingurinn. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.50 Að bjarga Feneyjum. Kvikmynd, gerð aö tilhlutan Evrópuráðsins, um fyrir- hugaðar ráðstafanir til bjargar menningarverð- mætum i Feneyjum. Þýð- andi og þulur Þórður örn Sigurðsson. 21.10 Æskuævintýri (Ad- ventures of a Young Man) Bandarisk biómynd frá ár- inu 1962, byggð á smásögum eftir Ernest Hemingway og að hluta á skáldsögunni „Vopnin kvödd". Leikstjóri Martin Ritt. Aðalhlutverk Richard Beymer, Dán Dailey og Susan Strasberg. Þýðandi Ellert Sigurbjörns- son.i Aðalsöguhetjan er bandariskur piltur, Nick Adams að nafni, sem ákveð- ur aö yfirgefa fjölskyldu sina og heimkynni i Wiscon- sin og fara út i heim i ævin- týraleit. Hann flakkar fyrst um Bandarikin og dvelur meðal annars um skeið i New York, en gengur illa að fá góða vinnu. Loks gerist hann sjálfboðaliði i her ítala, sem um þessar mund- ir, 1918, eiga i höggi við Þjóðverja og Austurrikis- menn, og lendir þar i mikl- um mannraunum. 23.30 Dakskrárlok Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut- hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta meS svartri rönd. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. GÚMMÍVINNUSTOFAN H.F. Skipholti 35 — Reykjavik — Sími 30688 Auglýsingasíminn er 17500 MOÐVIUm ENDIR

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.