Þjóðviljinn - 21.07.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.07.1973, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. júli 1973. Jón Kr. Ólsen, Keflavík: Atvinnulýðræði og verkalýðshreyfingin A siðasta Alþýðusambands- þingi, sem haldið var á siðast- liönu hausti, var nokkuð rætt um atvinnulýðræði, eða fyrirtækja- lýðræði eins og það er stundum kallað. A þinginu lá frammi bæklingur um „Fyrirtækjalýðræði i Skandi- naviu” gefið út af Iðnaðarmála- stofnun Islands. Iðnaðarmálastofnuninni hafði verið boðið að senda nefnd á ráð- stefnu sem haldin yrði i Osló 2. til 4. nóv. 1972, og fjalla skyldi um Fyrirtækjalýðræði i Skandinaviu. Sóttu þessa ráðstefnu 5 fulltrúar Atlantis fundið? CADIZ 18/7. — Hópur banda riskra rannsakenda heldur þvi fram að hann hafi fundið týnda landið Atlantis. Kvað leiðtogi hópsins þá hafa fundið leifar af súlum og fleiru i Cadiz-flóanum undan suðurströnd Spánar. Ekki vildu leiðangursmenn gefa upp nákvæma staðar- ákvörðun rústanna en kváðu þær vera i um tveggja mílna fjarlægð frá Cadiz. Innan tiðar verða þær sóttar á hafsbotninn og lagðar fram sem sönnunargögn fyrir þvi að þarna hafi þróazt menning sem leið undir lok fyrir þúsundum ára. Leiðtogi IRA handtekinn BELFAST 18/7. — Gerry Adams, sem talinn er hafa verið leiðtogi Irska lýðveldishersins IRA siðasta ár, var handtekinn Belfast i dag ásamt tveimur helztu samstarfsmönnum sinum Tom Cahill og Brendan Hughes. Tom Cahill er bróðir hins kunna IRA-leiðtoga Joe Cahill, sem nú situr i fangelsi. Gerry Adams, sem er aðeins 24 ára og fyrrverandi barþjónn, hefur farið huldu höfði siðan hann hvarf frá vinnustað sinum árið 1969. Nú barst brezka hernum til- kynning um að hann væri staddur i kaþólska borgarhverfinu Falls Road og fundu hermennirnir hann þar. Hvorki Cahill, Hughes né Adams veittu neina mótspyrnu við handtökuna. Aukning erlendra nemenda í Sovét Moskvu 17/7 — Ráðgert er i So- vétrikjunum, að veita mun fleiri erlendum nemendum leyfi til að stunda nám i æðri skólum en ver- ið hefur undanfarið. Verða á að gizka 3000 fleiri nemendur á þessu ári en i fyrra þar. Er þvi haldið fram, að aukning- in stafi aðallega af þvi, hversu margir nemendur frá Asiu og Afriku fá nú leyfi til þess að stunda nám i Sovétrikjunum. Þá er i ráði i Sovétrikjunum, að koma á stofn skólum erlendis, sem á að vera liður I aðstoð við ýmis vanþróuð riki. Sovétrikin hafa aldrei leyft öðr- um erlendum nemendum en þeim er njóta styrkja frá þeim, að stunda nám þar, svo þessi aukn- ing erlendra nemenda jafngildir að þetta mikil aukning sé á veit- ingu styrkja. Allir þegnar i Sovétrikjunum, ernám stunda, fá kaup eða styrki meðan á náminu stendur. frá Islandi. Frá Vinnuveitendas. Islands Barði Friðriksson skrif- stofust. Július Valdimarsson frkvst. frá Vinnumálasambandi samvinnuf. Pétur Sigurðsson al- þingism. ritari Sjómannas. Is- lands.Snorri Jónsson frkvstj. Al- þýðusambands Islands og Sveinn Björnsson frkvstj. Iðnaðarmála- stofnunar íslands. Ráðstefna I Osló 1970. Tilgangur ráðstefnunnar var að fá nokkuð heillega mynd af þvi hvernig þetta fyrirkomulag um samstarf launþega og vinnuveit- enda hefði gefist I þeim löndum sem hvað mesta reynslu hafa af sliku samstarfi aðila vinnumark- aðarins. Þvi var það, að á ráð- stefnu sem haldin var i Hollandi 1969 um fyrirtækjalýðræði var á- kveðið að boða til Evrópuráð- stefnu i Osló 1970, þar sem Skandinavar kynntu þróunina hjá sér, en þeir eru taldir hafa fengið mesta reynsiu i þessum málum. Ljóst var að hugmyndir manna um fyrirtækjalýðræði voru mjög breytilegar eftir löndum og einnig meðal einstaklinga i sömu lönd- um. Kom þetta reyndar glöggt fram á ráðstefnunni sjálfri, en þátttakendur voru um 100 frá 11 löndum. Ekki er að efa að mörg og fróð- leg erindi hafa verið flutt þarna af aðilum sem voru þessum málum vel kunnugir, og þvi eflaust fróð- legt á að hlýða, og hefði ekki verið óeðlilegt þó fulltrúar islenzkra launþega sem sátu þetta þing hefðu miðlað öðrum innan verka- lýðshreyfingarinnar á tslandi af þeim fróðleik sem þeir fengu þarna, en ekki hefur farið mikið fyrir slikri upplýsingamiðlun frá hendi þeirra, eða heildarsamtök- um alþýðunnar i landinu, ef und- an er skilinn þessi bæklingur sem lagður var fram á 32. þingi A.S.t. á s.l. hausti. Ég verð að segja.að bæklingur þessi gefur mjög óljósa mynd af þvi sem þarna er um að ræða — atvinnulýðræðið — en þrátt fyrir hvað litið er sagt um tilganginn með þessu samstarfi aðila vinnumarkaðarins, eru þó i þessum bæklingi ummæli manna sem hafa nokkra reynslu af þessu kerfi, og þvi ástæða til að ihuga einstök ummæli þeirra. T.d. kom fram þýzkt sjónarmið, að allt þetta tal um fyrirtækjalýðræði fengi ekki staðist.Þetta væri I raun eingöngu spurning um breytt stjórnskipulag og stjórn- unarhætti i atvinnulifinu, sem væri óskylt lýðræðishugtakinu. Frekar stefna en markmið Þá er ekki sfður fróðlegt að i- huga svar við spurningu frá ein- um af islenzku þátttakendunum „hvort I raun mætti ekki telja þá stefnu sem fyrirtækjalýðræðið beindist að, samsvara nokkurn veginn þvi að ná sósialistiskum markmiðum”. Þessu svaraði einn fyrirlesara svo, að i reynd væri varla hægt að tala um á- kveðin markmið, heldur miklu fremur stefnu og jafnvel hún væri ekki fyllilega mótuð”. Ég vil benda á, að þetta gæti haft mjög neikvæð áhrif á hina fé- lagslegu hlið verkalýðshreyfing- arinnar, þar sem þarna kæmi greinilega fram aukið miðstjórn- arvald innan verkalýðshreyfing- arinnar, og sýnist áreiðanlega mörgum það vera þegar orðið of mikið, og vil ég þessum orðum minum til staðfestingar, um auk- ið miðstjórnarvald, taka upp um- mæli Harry O. Hansen frá Norska alþýðusambandinu, sem vakti sérstaka athygli á hinni sterku miðstjórnun hreyfingarinnar. Það er, verkalýðshreyfingarinn- ar I þessu kerfi. Það eru engin tök á þvi i stuttri blaðagrein að fjalla umeinstaka þætti úr bæklingi Iðnaðarmála- stofnunarinnar, þar sem getið er um nánara skipulag og verkskipt- ingu samstarfsráðanna og sam- starfsnefndanna I kerfinu, en það er full ástæða til að það komi fram, að þar sem þetta fyrir- komulag hefur verið reynt s.s. i V-Þýzkalandi, hafa fulltrúar launþega i þessum nefndum fljót- Jón Kr. ólsen. lega einangrast frá félögum sin- um, enda óhætt að slá þvi föstu, að þessum nefndum er ætlað að virka- sem nokkurs konar stuð- púðar á milli vinnuveitenda og launþega, en vinnuveitandinn heldur sinum völdum óskertum.I þessu kerfi á aðeins að beita nýrri aðferð til að draga úr mögulegum árekstrum og deilum, og þá einn- ig, að launþegar muni frekar sætta sig við það fyrirkomulag sem félagi (?) þeirra úr sam- starfsnefndinni leggur til, en ef vinnuveitandinn hefði sjálfur komið til að tilkynna breytingu sem ekki samrýmdist hugmynd- um launþegans um fyrirkomu- lagið, hvort heldur var i sam- bandi við vinnutilhögun eða að- búnað, eða hvað annað sem væri. Ekki allt sem ætlað var Vert er að veita þvi athygli einnig, að i fyrstu miðaðist sam- starfsnefndarfyrirkomulagið I Danmörku og Sviþjóð við fyrir- tæki með 25 eða fleirum starfs- mönnum, en i Noregi hins vegar 50. Siðar hefur þessu verið breytt þannig, að I Danmörku og Sviþjóð miðast samstarfsnefndarfyrir- komulagið við fyrirtæki með 50 eöa fleirum, en i Noregi 100 starfsmenn. Mér finnst þessi breyting hjá frændum vorum benda til að ekki hafi allt verið sem ætlað var með patentið. Mér kemur reyndar undarlega fyrir sjónir, hvað áhrifamenn innan verkalýðshreyfingarinnar hér á íslandi voru fljótir til að kynna þetta patent sem eitthvað valda- tæki til handa launþegum. Við megum i það minnsta ekki ætla þeim að hafa verið viljandi að villa um fyrir launþegum I sam- bandi við atvinnulýðræðispatent- ið — þeir vissu bara hreint ekki betur en að þarna væri mjög svo ágætt takmark að stefna að, og ekki ómögulegt að við það hefðu völd þeirra aukist um leið? Vinnulöggjöfin sem og einstak- ir samningar launþegasamtak- anna innihalda flest af þeim á- kvæðum sem helzter talið til gild- is I hugmyndinni um Atvinnulýð- ræði. I einstökum kjarasamning- um eru ákvæði um aðbúnað á vinnustöðum — s.s. hreinlætisað- stöðu til að neyta matar i vistlegu umhverfi, gert er ráð fyrir fyrir- byggjandi aðgerðum gegn vinnu- slysum o.m.fl. Ef eitthvað vantar á að þessum atriðum sé framfylgt, er þar ekki vinnuveit- andanum einum um að kenna; þarna iiggur sökin einnig á við- komandi trúnaðarmanni eða mönnum á viðkomandi vinnustað eða vinnustöðum, sem valdir eru af starfsmönnunum sjálfum. Þá er eftir i hugmyndinni um at- vinnulýðræði eða fyrirtækjalýð- ræðinu, hvort heldur sem menn vilja nefna það, aðeins það atriði, að trúnaðarmenn (samstarfs- nefndin — að hluta trúnaðarmenn verkafólksins) eiga að hafa að- gang að reikningum og öðrum gögnum fyrirtækisins, sem þeir vinna hjá, og miðla þeirri vitn- eskju til vinnufélaga sinna, þó með þeirri undantekningu, að telji vinnuveitandinn það trúnað- armál sem um er fjallað, er það bindandi fyrir samstarfsnefndina.. (trúnaðarmennina) að miðla ekki öðrum af þeirri vitneskju sinni. Þetta ákvæði ásamt fleirum, hafa orsakað, að i Þýzkalandi hafa trúnaðarmennirnir hafnað i skrifstofustólnum, slitnir úr félagslegum tengslum við fyrri félaga sina. Hver er þá ávinningurinn? Ég tel að efla þurfi til muna trúnaðarmannakerfið, með þvi aö mennta þá til starfans, sem til slikra starfa veljast, og að stéttarfélögin standi fast i istað- inu að baki þeim. En látum vinnuveitendum eftir með verkfræðinga sina og tæknifræð- inga, að velja og hafna verkefn- um — skipuleggja vinnuna, meðan það fer ekki I bága við lög og samninga. Það verður að vera krafa Islenzkra launþega, að ekkert verði gert til að innleiða hið svokallaða atvinnulýðræði inni samskipti aðila vinnumarkaðar- ins á íslandi, fyrr en búið er að kynna þetta mál rækilega I stéttarfélögunum, og reyndar ætti að fara fram allsherjar- atkvæöagreiðsla um málið innan hvers stéttarfélags fyrir sig, áður en nokkuð frekar verður aðhafst til að innleiða þetta kerfi. Ég vil alvarlega vara ráða- menn innan verkalýðs- hreyfingarinnar við að hreyfa þessu I væntanlegum samning- um, eins og einn af ábyrgum aðilum innan verkalýðs- hreyfingarinnar hefur látið að liggja á opinberum vettvangi — að vel væri mögulegt, að þetta yrði eitt af þeim atriðum sem kæmu til greina að yrði fjallað um i næstu samningum.” Þá vil ég að lokum lýsa undrun minni á framkominni tillögu til þingsályktunar um atvinnu- lýðræði sem lögð var fram á sið- asta alþingi af nokkrum þing- mönnum Alþýðuflokksins. Abyrgir borgarar - ’ Ég tel að þarna verði fyrst að koma fram vilji launþega til þessa nýja forms I samskiptum aðila vinnumarkaðarins, nema Alþýðuflokksþingmennirnir vilji svifta launþega sjálfs- ákvörðunarrétti um jafn mikils- vert mál og þarna er um að ræða. I greinargerð með þáltill. Alþýðuflokksþingmannanna segir orðrétt, „Með þvi að gera lýðræðið virkt i daglegu lifi manna er unnt að veita þeim ný: áhrif á örlög sin og umhverfi og gera þá ábyrgari borgara”. Þá vita launþegar hvaða augum þessir þingmenn lita þá, eða hvað ætli felist i þessum orð- um „ÁBYRGARI BORGARA”? Siðan kemur fram i greinar- gerðinni, hvert stefndi með atvinnulýðræðið i Danmörku,— Þess er skemmst að minnast, að Danska jafnaðarmannastjórnin hefði falliö, ef hún hefði haldið hugmyndum sinum til streitu, og voru það fyrst og fremst mótmæli launþegasamtakana, sem þar voru i andstöðu, og varð stjórnin að draga þetta frumvarp sitt til baka. Það riður á miklu, að jafn rót- tækar breytingar og þarna um ræðir, verði gerðar að vel yfir- veguðu ráði, svo mikið sem laun- þegar eiga undir þvi að þetta sé hin raunhæfa leið til meira lýð- ræðis og jafnréttis i samskiptum aðila vinnumarkaðarins og viðleitni launþegasamtakana til að ná fram réttlátari skiptingu þjóöarteknana. Breiðhyltingar krefjast efnda á loforðum borgaryfirvalda Stjórn Framfarafélags Breið- holts 3 gerði nýlega eftirfarandi samþykkt: „Stjórn Framfarafélags Breið- holts 3 vill hér meö skora á borgaryfirvöld, að þau geri nú þegar raunhæfar ráðstafanir varðandi félagslega aðstöðu fyrir börn og unglinga i Breiðholti 3. Stjórnin litur svo á, að af öllum borgarhverfum Reykjavikur, sé Breiðholt 3 mest þurfandi hvað þessa þjónustu varðar. Hér eru börnin og unglingarnir en hér er engin slik þjónusta fullfrágengin enn. Leik- starfs- og sparkvallamál- um hveríisins miðar allt of seint. Furðu gegnir t.d. að einn maður skuli að mestu vinna væntanlega velli við Vesturberg (hann er á ýtu og bil til skiptis). Framkvæmdastjóri Æskulýðs- ráðs tjáir okkur, að væntanleg að- staða Æskulýðsráös Reykjavikur i kjallara Fellaskóla sé enn á hönnunarstigi á arkitektastofu. Er þetta hægt? Stjórn FFB 3 var lofað á fundi með borgarstjórn, fræðslustjóra og iþróttafulltrúa Rvikur að sú aðstaða yröi til i haust. VIÐ VILJUM EFNDIR. Ýmsum kann að þykja nóg um kröfugeröir héöan úr hverfinu. Þeim hinum sömu skal bent á, að hér eru flest börn i hverfi i Reykjavik. Hér er örust fjölgun, svo ör, að hverfiö (Hólahluti og Fellin) er nú að verða fullbyggt, þótt Þróunarstofnun Rvikur- borgar gerði ekki ráð fyrir þvi að það yrði fyrr en um 1980. Mega allir sanngjarnir borgarar i Reykjavik sjá hvað af sliku leiðir. Einna gleggst koma af- leiðingarnar i ljós varðandi skólann og aðstöðu þá, er hann getur veitt börnunum i Breiðholti 3: Ekki er enn hægt að kenna leik- fimi eða t.d. smiðar. Engin iþróttaaðstaða er innanhúss i hverfinu (sem brátt mun hafa 15000 ibúa), en nýstofnað iþrótta- félag okkar Leiknir, verður að fá inniaðstöðu fyrir næsta haust, en i þaö félag eru nú skráöir 200 félagar. Þrengslin i Fellaskóla, sem er eini skólinn hér ennþá, eru svo uggvænleg, að ekki er á þau bætandi. Hvers vegna er ekki farið að hreyfa viö væntanlegum Hólaskóla? Hvernig á að koma þeim börnum, sem flytjast i Hóla- hluta Breiöholts 3 fyrir i Fella- skóla, sem þegar er allt of litill fyrir þarfir Fellahluta Breiöholts 3? Að sjálfsögðu hefur Reykja- vikurborg i mörgu að snúast. Fjármagn þarf til flestra hluta. En fræðsla og félagsleg aðstaða barnanna i barnflesta Ibúðar- hverfi borgarinnar veröa að hafa forgangsrétt að fjármunum Reykjavikurborgar á undan öðr- um verklegum framkvæmdum. A ÞVÍ LEIKUR ENGINN VAFI. örasta uppbygging ibúða- hverfis i sögu tslands krefst skjótari aðgerða á félagslega sviðinu en fyrr hefur þekkzt.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.