Þjóðviljinn - 21.07.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.07.1973, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. júlt 1973. DIOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSIALISMA/ VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjcjri: Heimir Ingimarsson ' Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: 'Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 Hnur). Askriftarverö Jcr. J00.00 Á mánuöi!' Lausasöluverö kr. 18.00. _Prentun: Blaöaprent h.f. BANDALAG FRELSIS OG LÝÐRÆÐIS Eins og kunnugt er, á svo að heita, að Atlanzhafsbandalagið hafi verið stofnað til verndar friði og frelsi i heiminum og þó einkanlega til varnar lýðræðinu. Með þetta i huga er sérlega athyglisvert að fylgjast með athöfnum vopnabræðra okkar og bandamanna i NATO nú seinustu vikurnar: Sunnan úr Afriku berast nýjar og nýjar fréttir af óhugnanlegum fjöldamorðum Portúgala i Mosambique. Þessar fréttir hafa vakið sérstaka athygli vegna heim- sóknar portúgalska forsætisráðherrans til Lundúna, en staðreyndin er sú, að fasista- stjórnin i Portúgal hefur um árabil ástundað fjöldamorð i nýlendum sinum i Afriku, þar sem hún kúgar 13 miljónir manna, og til þessara verka hefur hún notið hernaðarlegrar og fjárhagslegrar aðstoðar Atlanzhafsbandalagsins. Einmitt þessa dagana er griska ein- ræðisstjórnin að styrkja sig i sessi, en hún hefði aldrei haldið völdum, eins og Andreas Papandreau hefur oft bent á, ef ekki kæmi til stuðningur Bandarikja- stjórnar og Atlanzhafsbandalagsins. A Kyrrahafi eru Frakkar um það bil að eitra andrúmsloftið með kjarnorku- sprengingu og beita þeir skip frá öðrum þjóðum hernaðarofbeldi til þess að koma vilja sinum fram. Og Bandarikjastjórn heldur áfram að varpa eldsprengjum og eiturgasi yfir smáriki i Indókina i örvæntingarfullri til- raun til að festa þar einræðisstjórn i sessi. Þetta eru hinir göfugu varðmenn friðar og frelsis; bandamenn okkar i NATO. Sjálfir höfum við dýrkeypta reynslu af fimmta bandalagsrikinu, sem gert hefur vopnaða flotainnrás i islenzka fiskveiði- lögsögu. 1 þvi tilviki eins og öllum hinum reynist Atlanzhafsbandalagið verkfæri hins stóra gegn hinum smáa. Bretar til- kynntu Atlanzhafsbandalaginu fyrirfram um flotainnrás sina, án þess að banda- lagið hefðist nokkuð að. Og þegar íslend- ingar hafa krafizt þess, að bandalagið gerði eitthvað það i orði eða verki, sem stuðlað gæti að þvi, að Bretar fjarlægðu herskip sin úr islenzkri fiskveiðilögsögu — þá hefur sú krafa verið að engu höfð. NATO-herstöðin i Keflavík er meira að segja notuð til að auðvelda brezkum njósnaflugvélum að. fylgjast með ferðum islenzku varðskipanna. Það hefur aldrei verið ljósara en nú, að i hernaðarbandalagi eigum við ekki heima, hvorki i þessu né neinu öðru. Að sjálfsögðu er fráleitt að visa til þess, að Rússar séu litlu betri. Spurningin er um það eitt, hvort ekki sé eðlilegra, að íslendingar skipi sér i sveit með þeim fjölmörgu smá- þjóðum, sem standa utan við öll hernaðar- bandalög og fylgja hlutleysi i hernaði, eða hvort við eigum áfram að vera i hernaðar- bandalagi með illa þokkuðum nýlendu- kúgurum og kjarnorkustórveldum, þegar þar á ofan bætist, að bandalagið neitar okkur um hjálp þegar á okkur er ráðist. Fjöldamorðin í Mósambik Sáð í öskulag Ekki í fyrsta sinn sem Portúgalar fremja fjöldamorð á óbreyttum borgurum Frásögn Lundúnablaðsins The Times frá fjöldamorðum á Afr- ikumönnum i Mósambik hefur vakið mikla athygli. Miklar póli- tiskar deilur sem hún hefur vakið I Bretlandi virðast ætla að reka fleyg i elzta hernaðarbandalag heims, en opinber heimsókn Marcellos Caetanos, forsætisráð- herra Portúgals, til London dag- ana 16.—19. júli er iiður i hátiðar- höldum vegna 600 ára afmælis þess. Ef Portúgölum tekst ekki að færa fram mótrök sem sannfæra almenningsálitið á Vesturlöndum um að frásögnin af fjöldamorðun- um sé uppspuni, getur þessi at- burður orðið alvarlegasta áfall sem Portúgal og nýiendustefna þess hefur orðið fyrir siðan bar- dagar hófust i nýlendunum i Afr- iku fyrir 12 árum. Þvi óhjá- kvæmilega mun það stuðla að þvi, að Vesturlönd láti það bitna á Natobróðurnum Portúgal. Frásögnin er byggð á skýrslu, sem kaþólskir prestar sömdu, og Times dregur sannleiksgildi hennar ekki i efa. Tveir kaþólskir prestar sitja þegar i fangelsi og hafa gert það i 19 mánuði i höfuð- borg Mósambik, Lourenzo Mar- ques, án dóms og laga. Þeir höfðu gerzt sekir um að hafa áður kom- ið á framfæri skýrslum um meint fjöldamorð. Trúboðsreglan Hvitir feður yfirgaf Mósambik fyrir tveimur árum vegna framferðis Portúgala. Skýrslan, sem nú var birt, er sú nákvæmasta sem komið hefur fram um striðsglæpi Portúgala. í henni er fullyrt að þeir hafi myrt 400 af ibúum þorpsins Wiriyamu. Aðeins örfáir sluppi i skjóli myrk- urs. Times birtir nöfn 133 manna, kvenna og barna og lýsir þvi, með hvaða hætti hver og einn var myrtur eða pyntaður til bana. Skýrslan um fjöldamorðin i Wiriyamu er i öllum sinum við- bjóði frásögn af mun meiri skepnuskap en fram kom i Halldór Sigurðsson skrifar skýrslu þeirri sem gerði þorpið My Lai heimsfrægt. Sá sem segir frá I þessu tilviki hefur sjálfur hlustab á hrokafulla portúgalska herforingja i Mósambik lýsa hetjudáðúm sinum — þ.e.a.s. strlðsglæpum. Þvi andstætt við bandarisku hermennina i Viet- nam eru þeim portúgölsku i Afr- Iku ekki kynntar samþykktir Genfarráðstefnunnar um striðs- glæpi og refsingar við þeim. Það hefur ekki komið fram eitt ein- asta dæmi þess, að portúgölskum hermönnum hafi verið refsað fyr- ir ofbeldisverk. En það sem e.t.v. er verst af öllu er, að engir fjölmiðlar fylgj- ast með striðsrekstri portúgalska hersins, þar sem slikt er bannað af yfirvöldum. Það þýðir, að al- menningsálitið hefur ekkert eftir- lit með þvi hvað gerist. Þetta nægir i sjálfu sér til að gefa i skyn hvaða villimennska getur liðizt þarna. t Lissabon sagði talsmaður portúgölsku stjórnarinnar, að frásögn Times væri út i hött. Hann kvað þorpið þar sem f jölda- morðin voru framin ekki finnast á landakorti. Þetta er út af fyrir sig engin sönnun. Undirritaður hefur séð fjölda þorpa i Mósambik, sem ekki eru tilgreind á opinberum landakortum af nýlendunni, sem er rúmlega 783 þúsund ferkiló- metrar að stærð. Reyndar voru viðbrögð Bandarikjamanna i Saigon við fyrstu frásögnunum af fjöldamorðunum i My Lai þau, að þetta nafn fyndist ekki á kort- inu. . . (Einn leiðtoga þjóðfrelsis- hreyfingarinnar FRELIMO, sem er helzti andstæðingur Portúgala segir, að verið geti að hér sé um að ræða þorpið Wiliamo, en nafn þess er i framburði svo til sam- hljóða þvi nafni, sem fram kemur i skýrslunni). Nýlendusaga Portúgala frá sið- ustu árum sýnir fram á að fjölda- morð eru ekki allsendis óþekkt aðferð i framkvæmd þeirra á kúgun þegna nýlendanna. Það segir sina sögu, að á þeim þremur stöðum sem þeir eiga i nýlendu- striði,hófust átökin á fjöldamorð- um á óbreyttum borgurum: 1 Bissau, höfuðborg portúgölsku Gineu, voru 50 verkamenn i verk- falli drepnir og 100 særðir, þann 3. ágúst 1959, i Luanda, höfuðborg Angóla, voru hartnær 3000 manns drepnir þann 4. febrúar 1961 (I kjölfar þeirra morða fylgdi „frið- unarherferð” i Norður-Angóla, sem kostaði 25—60 þúsund manns lifið), og I Mueda i Norður-Mós- ambik voru 500 manns drepnir þann 16. júni 1960. Þessi fjölda- morð voru sumsé framin á friðar- timum. Andi Vasco da Gama og Alfonso de Albuquerque svífur enn yfir vötnunum. Halidór Sigurðsson. Nú hefur verið unnið að þvi f mánuð að sá I öskulagið f hiíðum Heiga- fells til að binda það, svo að Vestmannaeyingar þurfi ekki að eiga von á stórfelldu öskufoki i stormum. Þessi ungi maður, sem myndin er af, hefur það starf að raka yfir svæðin, þar sem sáð hefur verið, svo að fræin fjúki ekki um leið. Hann taldi, að nauðsyniegt væri að sá enn þéttar og meir, mcnn gerðu sér nefnilega ekki grein fyrir þvi I sumar- blíðunni, að um leið og eitthvaö blési þyrlaðist upp kolsvartur mökkur. Greinilegt var, að grasið hefur sprottið bezt, þar sem bilar hafa ekið yfir öskuna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.