Þjóðviljinn - 21.07.1973, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.07.1973, Blaðsíða 5
Laugardagur 21. júli 1973. t'JODVILJINN — SÍÐA 5 ÞORLÁKSHÖFN sem risa eiga i Þorlákshöfn munu vera i byggingu milli 20 og 30 ibúðir. Búið er að byggja flesta grunna undir viðlagasjóðs- húsin, en ekki enn farið að reisa húsin sjálf. Sagði Þorsteinn, að búizt væri við, að úr næstu sendingu húsanna til landsins myndu koma hús til Þorlákshafn- ar, en gert er ráð fyrir að búið verði að ganga frá öllum húsun- um i ágúst lok, hvort sem það stenzt eða ekki. Eins og allir vita er mikil og breið sandauðn i nágrenni Þorlákshafnar. Sagði Þorsteinn, að undanfarin ár hefði verið unnið að þvi af sandgræðslu rikisins að græða sandana upp. Fyrir einum 10 árum var fyrst farið að sá i sandana og tókst það sæmilega. Svo var ekkert gert i nokkur ár, en fyrir einum 3 árum var aftur hafizt handa um að sá og bera áburð á sandinn árlega og siðan hefur sézt töluverður munur á hvað upp hefur gróið. Það gefur augaleið, að mikið sandrok stend- ur á Þorlákshöfn i norðan og norð- austan átt og stundum svo að ver- ið hefur eins og bylur. Það er þvi mikið kappsmál Þorlákshafnar- Höfnin á Þorlákshöfn, mái málanna þar eystra. Á siðustu vertið vökn- uðu menn upp við þann vonda draum, að hafnaraðstæður i Þorlákshöfn eru með þeim hætti, að alls óvið- unnandi er, bæði fyrir heimabáta og aðkomu- báta, sem landa þar yfir vertiðina, svo ekki sé talað um Vestmanna- eyjabátana. i Þorláks- hafnarbúar hafa hvað eftir annað kvartað yfir þessu máli til yfirvalda, þar eð höfnin er lands- höfn, en ávallt fyrir daufum eyrum, þar til sem einhver skriður sé komin á hafnarmálin. Þorsteinn Sivaldason fréttarit- ari Þjóðviljans i Þorlákshöfn sagði okkur, að undanfarna daga hefðu menn frá vita- og hafnar- málaskrifstofunni verið að bora og mæla viðhöfnina og svo virtist sem sá langþráði draumur Þorlákshafnarbúa, að eitthvað væri gert i hafnarmálunum væri nú að rætast. Að þvi er Þorsteinn sagði, kom það fram á fundinum með Lúðvik Jósepssyni, að hægt er að fá lán hjá Alþjóðabankanum til fram- kvæmdanna, en þó gegn þvi, að verkið verði boðið út. Þess vegna sýnist Þorlákshafnarbúum, að nú standi á vita- og hafnarmála- skrifstofunni að hefjast handa. Þorsteinn sagði, að til mundu vera einhverjar teikningar af þvi, hvernig fyrirhugað er að stækka höfnina, en þær teikningar eru ekki þannig, að hægt sé að hefjast handa eftir þeim. Þorlákshafnarbúar hafa stung- ið upp á lsusn til að bæta ástandið fyrir næstu vertið, sem er fólgin i þvi að fá tvö ker að utan og byggja garð og opna Norður- varnargarðinn inn i nýja kvi. Með þvi móti fengist ágætis aðstaða. Svo virðist sem þessi tillaga þeirra hafi ekki fengið hljómgrunn hjá ráðamönnum, Þó eru menn eystra bjartsýnni eftir fundinn með Lúðvik, þvi að menn frá vita- og hafnarmála- skrifstofunni eru komnir austur til mælinga og borana. Að fullgera höfnina mun kosta milli 600 og 800 miljónir, en það er hægt að gera mikið gagn með mun ódýrari og minni fram- kvæmdum, þótt hitt væri kannski framtiðarplanið. Nú geta um 8 til 10 bátar, af þessari venjulegu vertiðarbátastærð athafnað sig i einu I höfninni i Þorlákshöfn og þar geta legið milli 60 og 70 bátar, ef gott er veður. Það gefur auga- leið, að þetta er alltof litið, þegar allur þorrinn af vertiðarflotanum landar i Þorlákshöfn eins og var á siðustu vertið. Þá er öll aðstaða vigtarmannanna og bátaradiós- ins fyrir neðan allar hellur og þol- ir það enga bið að bæta aðstöðu þessara aðila. Þessir aðilar hafa orðið að hýrast saman i smáskúr og auðvitað á þetta ekki saman og þyrfti að fá góða aðstöðu hvort i sinu lagi. Þá er engin aðstaða fyrir hafnarstjórann, sem orðið hefur að hafa skrifstofuna heima hjá sér. Sá, sem nú er hafnar- stjóri,hefur sagtstarfisinu lausu og það verður alls engin aðstaða fyrir þann, sem tekur við. Þorsteinn sagði, að nú væru 4 stór fiskverkunarfyrirtæki I Þorlákshöfn. Þar skal fyrst nefna Meitilinn, sem er stærsta fyrir- tæki þorpsins, þá Glettingur, þá Guðmundur Friðriksson með fiskverkun og loks Þorláksvör. Allt eru þetta nokkuð stór fyrir- tæki. öll eiga þessi fyrirtæki báta, en alls munu Þorlákshafnarbátar vera 18 og eru þá bæði taldir litlir og stórir bátar. I Þorlákshöfn er nú mjög mikil atvinna og skortur á vinnuafli mikill, aö þvi er Þorsteinn sagði. Fyrir utan 42 viðlagasjóðshús, búa, að sandurinn i nágrenninu verði græddur upp. Allra næst þorpinu hafa heimamenn verið að sá og bera áburð á og þar hefur tekizt mjög vel til. Þó er það i svo litlum mæli að það segir litið, ef ekki verður unnið sleitulaust að uppgræðslu sandsins.-S.dór Sjálfboðaliða vantar til hjálparstarfa i Vestmannaeyjum, einkum til að hreinsa vikur af götum bæjarins. Unnið verður um helgar nú i sumar. Sýnið samstöðu með alþýðu Vestmannaeyja og látið skrá ykkur til þátttöku i sima 15959. Þar verður tekið á móti þátttökutilkynningum og veittar frekari upplýsingar kl. 15—17 alla virka daga. Stúdentaráð Háskóla íslands. Grásleppuhrognatunnur biða þcss að vera fluttar út, en i Þor- lákshöfn eins og viðar er grásleppuveiði drjúgur atvinnu- vcgur. fyrir nokkru siðan, að Lúðvik Jósepsson sjávarútvegsmálaráð- herra kom austurog hélt þar fund, þar sem þessi mál voru mikið rædd. Eftir þann fund virðist Stútentar, námsmenn 18 ára og eldri:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.