Þjóðviljinn - 21.07.1973, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.07.1973, Blaðsíða 11
Laugardagur 21. júli 1973. pJöÐVILJINN — SIÐA 11 Björgvin íslandsmótinu í golfi lýkur seint í dag Þorbjörn Kjærbo hefur forustu fyrirsíðustuumferð islandsmótinu í golfi lýkur f dag á Hvaleyrar- holtinu við Hafnarfjörð. Nú hafa verið leiknar 54 holur og hefur Þorbjörn Kjærbo forystu með 225 högg, en aðrir fylgja fast á eftir. Það ætíar sumsé að verða bæði jöfn og skemmtileg keppni um islandsmeist- aratitilinn og islandsmeist- arinn frá 1972/ Loftur Ólafsson er i hópi þeirra, sem berjast munu um tit- ilinn í dag. Keppnin í dag hefst kl. 13, en henni lýkur ekki fyrr en undir kvöld- mat. Gunnlaugur Ragnarsson hafði forystu eftir fyrsta dag keppn- innar, en missti hana síðan til Kjærbo strax eftirannan dag og eftir 3ja dag keppn- innar, sem var i gær, hafði Kjærbo enn forustu þótt naum væri. Staða efstu manna eftir 54 holur er þessi: 1. Þorbjöm Kjærbo 225 högg. 2-3. Hannes Þorsteinsson og Björgvin Þorsteinsson 226 högg. 4.-5. Gunnlaugur Ragnars- son og Loftur Ólafsson 227 högg 6. Atli Aðalsteinsson 231 högg 7-8. Þórhallur Hólm- geirsson 232 nögg, Óttar Ingvarsson 232 9-10. Haraldur Júliusson 233 högg, Ólafur Bjarki 233 högg. Það verður því ekki lítill spenningur í keppninni á morgun milli þeirra Kjær- bo, Hannesar, Björgvins, Gunnlaugs og Lofts. Það munar ekki nema 2 höggum á 1. og 5. manni, sem er auðvitað ósköp lítill munur fyrir 18 holur. Við munum svo skýra frá úr- slitum mótsins í blaðinu á þriðjudag. —S.dór. Loftur 1. deildarkeppnin aftur í gang Heil umferö verður leikin á morgun Heil umferð verður leikin í 1. deildarkeppninni á morgun, sunnudag, en hlé hefur verið á 1. deildar- keppninni nú um nokkurt skeið vegna landsleikja. Með þessari umferð á morgun hefst síðari hluti keppninnar; mótið var hálfnað þegar hléið var gert á henni. ÍA—ÍBK Segja má, að aðalleikur helgar- innar verði íeikur IA og ÍBK uppi á Akranesi. Skagamenn eru óút- reiknanlegir og margir spá þvi, að þeir verði fyrstir til að taka stig af Keflvikingum i mótinu. Keflvikingar hafa verið með 6 menn i landsleikjunum undan- farna daga, og þeir eru eflaust þreyttir auk þess sem Guðni Kjartansson, lykilmaöur liðsins, á við meiðsli að striða. Það má þvi segja, að allt geti gerzt á Skaganum á morgun, auk þess sem það skal haft i huga, að Kefl- vikingum hefur alltaf gengið illa þar efra. ÍBV—KR A Njarðvikurvelli mætast „heimamenrf’þ.e. Vestmanna- eyingar og KR. Ekki hef ég trú á þvl að KR-ingar verði Eyja- mönnum erfiðir: slikur regin munur er á þessum tveim liðum. Ef maður gleymir þvi, að allt getur gerzt i knattspyrnu, þá reiknar maður með 2ja til 4ra marka sigri ÍBV. ÍBA—Fram Fram fer til Akureyrar og leikur þar gegn heimamönnum. Þessi leikur getur vissulega oröið jafn og skemmtilegur. Menn' minnast þess eflaust, að liðin skildu jöfn I fyrri umferðinni, 0:0 og siðan hefur ÍBA-liðinu farið mikið fram en Fram-liðinu heldur aftur ef eitthvað er, auk þess sem IBA er að þessu sinni á heima- velli. Þó verður að taka með I reikninginn að búast má við mjög miklum breytingum á Fram- liðinu. Guðmundur þjálfari þess er heldur óhress yfir frammi- stöðu sinna manna i fyrri um- ferðinni og hyggur á gerbreytingu á liðinu, hvernig sem það svo heppnast. VALUR—UBK Á Laugardalsvellinum mætast svo Valur og UBK annað kvöld kl. 20, en þessi leikur átti að fara fram á mánudagskvöldið, en var færður fram vegna bikarkeppn- innar. 16 liða úrslit i henni hefjast á þriðjudaginn. Ekki er hægt að gera ráð fyrir jöfnum leik að Framhald á bls. 15. [ Bikarkeppni KSf 16 liða úrslitin hefjast á þriðjud. Þá er komið að þvi að 16 liða úrslit bikarkeppninnar hefjist, en það verður á þriðjudag,sem fyrsti leikurinn fer fram, en siðan 6 leikir á miðvikudag og einn á fimmtudag. Þetta er meira en mánuði fyrr en vant er að 16 liða úrslit hefjast, og hefur sú móta- nefnd.sem nú starfar unnið mikið og gott starf og hefur allt staðizt hjá henni fram að þessu. Þetta er alveg nýtt fyrirbæri, þar eð sú nefnd,sem áður var við störf og hafði verið i áraraðir, réði ekki neitt við neitt og eyðilagði bæði tslandsmót og bikarkeppni ár eftir ár með hringlandahætti og skipulagsleysi. En þeir leikir i 16 liða úr- slitunum, sem fram fara i næstu viku,eru þessir: Þriðjud. 24. júli Miðvikud. 25. júli Miðvikud. Miðvikud. Miðvikud. Miðvikud. Miðvikud. Fimmtud. 25. júli 25. júli 25. júli 25. júli 25. júli 26. júli Melavöllur, Fram—Haukar kl. 20.00 Melavöllur, Valur—IBV kl. 20.00 Selfossv. Selfoss—ÍA kl. 20.00 Húsavikurv. Völsungur—KR kl. 19.30 Keflav.völlur IBK—UBK kl. 20.00 Isafj.völlur IBI—IBA kl. 20.00 Kaplakrikav. FH—Þróttur N kl. 20.00 Melavöllur, Vikingur—ÞrótturR kl. 20.00 Jón Alfreðsson, einn bezti leikmaður tA-liðsins. A morgun fá hann og fclagar hans erfitt verkefni þar sem er leikurinn við IBK. 3 leikir í 2. deild í dag Þrir leikir fara fram i 2. deildarkeppninni I dag. Þá mætast á Melavelli Þróttur (R) og Haukar á Hafnarf jarðar- velli FH og Vöisungar, og á Selfossi heimamenn og Þróttur, (N) liðin, sem eru neðst og jöfn að stigum i deildinni. Þetta gæti þvi orðið einskonar úrslitaleikur um fallið. A mánudagskvöldið leika svo Armann og Vikingur á Mela- velli. Árni hættur hjá KSÍ? Ekki hefur veriö hægt að ná sambandi við framkvæmda- stjóra KSt undanfarna daga og hafa ýrnsir stjórnarmenn KSl orðið að taka á sig störf hans. Þvi hefur verið fleygt, að Arni muni vera i þann veginn að hætta sem fram- kvæmdastjóri KSÍ. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.