Þjóðviljinn - 21.07.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 21.07.1973, Blaðsíða 15
Laugardagur 21. júli 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Kennslubók Framhald af bls. 7. ,, mig” og að skoða ágreinings- málin utan frá. En þóttað tekið sé undir allar tilraunir til samstarfs vill höfundur heldur ekki að bók hans verði tæki til að fá menn til að ,,slá vörð um það sem er”. Kaflinn „Þegar maður verður undir” gefur margar leiðbeiningar um það hvernig á að fá erfiðan „topdog” (þann sem er „ofan á”) til að ræða lausn vandans.Formúlan fyrir „skyn- samlegum áhrifum” er þá þessi: — Þú getur breytt skoðunum annarra aðeins i þeim mæli sem það sem þú segir er i samræmi við það sem hann hugsar og trúir.” Lýðræði — Flestir „yfirboðar- ar” játast á vorum timum undir lýðræðislegar hugmyndir. Það er gott að byggja á þvi, og benda siðan af einurð og kurteisi á dæmi um að gerðir yfirboðarans samræmast ekki þvi sem hann telursig trúa. Með nokkrum hætti er hver „topdog” háður „underdog” (þeim sem minna má sin). Gerðu þér grein fyrir þessu, og komdu ekki til móts við hann smjaðrandi, heldur biddu þangað til hann þarf á þér að halda. Höfundur bókarinnar reynir að gæta pólitisks hlutleysis. Hann mælir fyrst og fremst gegn þeim hugmyndum sem skapa svo- kallaðan vitahring; ástandi þegar árás frá einni hlið kallar fram enn sterkari árás frá hinni. í stað þess að safna stigum i slagsmálum er mælt með þvi að menn safni stigum i þvi að yfir- buga eigin árásarhneigð. — t stað þess að smiða niður- sallandi tilsvör i rifrildi er hægt að finna spennu i að smiða máls- vörn þannig að hún „komist inn” á andstæðinginn og leiði til samstarfs, segir Anatol Pikas. Sjálfsagt verða deilur um þessa bók; s'umir gætu sætt sig við hana sem nokkurn leiðarvisir i persónulegum málum,en mundu halda þvi fram, að ef henni er beitt á þjóðfélagið i heild þá mundi hún vera til þess fallin að svæfa baráttuvilja alþýðu. Aðrir mundu halda fram gömlum kenningum um að árásarhvötin hafi skapandi gildi, hressi upp á stofninn En allavega er bókin talin merkileg tilraun á timum þegar þörf fyrir samskipti um lausn brýnna mála verður æ meiri i þröngt settum heimi. (byggtáDN) Menn sem blakta Framhald af bls. 10. Af þvi að vatnið þraut næstum þvi stundum hér i vetur, úr upp- sprettulindinni i Staðardal, á að beizla einhverja aðra uppsprettu, sem þeir hafa talið sig sjá án glerja i ca. 1000 m fjarlægð frá hinni fyrri. Vonandi verður góð tið fram eftir hausti, þannig að ekki snjói mikið. Stórlaxarnir kaupa Ennþá flytur fólkið burtu. A næstu dögum og vikum fara héð- an og eru þegar farnar 6 fjöl- skyldur eða um 35 manns alls. Það eru nálægt 7% af skráðum i- búum Súgandafjarðar. Sumar þessar fjölskyldur hafa verið sæmilegir skattgreiðendur eða allt uppi kr. 400 þúsund á heimili. Það munar um minna. 8 fjöl- skyldufeður sóttu um lóð undir hús i vor. Sennilega verða þeir aðeins 4 sem byggja. Þrir eru þegar byrjaðir. Einn þeirra telur sig verða að hætta þegar húsið er orðið fokhelt, hvað svo.það er ó- vist. Geta svo þeir sem flytja burt selt hús sin? Já, það eru sko engin vandræði með það. Stórlaxarnir kaupa. T.d. svo eitthvað sé nefnt keypti kaupfélagið eitt húsið á 2.5 miljónir, annað húsið keypti Von- in h.f. enda stórgræðir hún á harðfisksölunni. Þeir éta svo mikið farþegarnir um borð i Gull- fossi. Þriðja húsið mun forstjór- inn Páll Friðbertsson hafa keypt á 2.7 miljónir. Hann kaupir nú hús með stuttu millibili. Eitt keypti hann i Reykjavik i endann á april á 3.4 miljónir. M/s Guðrúnu Guð- leifsdóttur keypti hann s.l. haust á 24 eða 26 miljónir og kostaði margvislegar breytingar á henni s.l. vor. Inn á milli þessara kaupa kaupir hann svo bila. Eitt húsið keypti vélstjórinn á Kristjáni Guðmundssyni; hann er Færey- ingur, sem dvalið hefur hér nokk- ur ár og borgað sin útsvör hér og skatta til rikisins, en var bannað að kjósa i siðustu hreppsnefndar- og alþingiskosningum að tilhlutan hernámssinnaðra ihaldsfram- sóknarmanna. Já, hér eru nú menn sem blakta og það er lif i tuskunum. Nýir bilar streyma hér inn mjög ört. Og fyrir kemur að þrir bilar eru hjá sömu fjöl- skyldu. 93—95 bilar eru nú skrá- settir hér i byggðarlaginu. Á fundi með Lúðvik Sunnudaginn 8. júli fóru héðan nokkrir heldri menn byggðar- lagsins til tsafjarðar á fund, sem Lúðvik okkar Jósepsson hafði boðað til. Mennirnir sem fóru voru Páll Friðbertsson fjármála- ráðunautur Fiskiðjunnar, Þor- björn Gissurarson framkv.stj. sama félags. Einar Guðnason skipstjóri, Einar ólafsson fyrrv. skipstjóri á Ólafi Friðbertssyni, Bragi Ólafsson núv. skipstjóri á sama bát og Gisli Guðmundsson vigtarmaður. Fundurinn var mjög vel sóttur og menn komu viða að. Fundinn sátu rúmlega 100 manns. Lúðvik skýrði öll atr- iði varðandi samningaviðræður og þau atriði sem Islendingar hafa átt og eiga enn I við hipa há- bölvuðu erlendu veiðiþjófa. Lúð- vik var klappað lof i lófa i lok ræðu sinnar, enda var hún mjög fróðleg og greinargóð. Nokkrir tóku til máls á eftir og ekki var annað að heyra, en að þjóðinni bæri nú að standa saman og herða enn róðurinn á móti hinum er- lendu veiðiþjófum og alls ekki að gefa eftir i einu eða öðru. (Það væri auðvitað þjóðarmorö ef slikt ætti sér stað). Og að siöustu ætla ég að spyrja svona privat; á að leyfa erlendum veiðiþjófum að liggja i vari undir Grænuhlið og undir Látrabjargi og viðar, t.d. á Austfjörðum i haust þegar veður versnar án þess að hreyfa við þeim hið minnsta? Timinn sker úr þvi. GIsli. 1. deild Framhald af bls. 11. þessu sinni, til þess er Vals-liðið of sterkt fyrir Breiðablik, sem nú situr á botni 1. deildar. En tapi IBK á Akranesi og vinni Valur þennan leik, þá er mótið orðið mjög svo tvisýnt, þar eð ekki skilur þá á milli nema 1 stig hjá Val og IBK. Yerksmiðja Framhald af bls. 1. framkvæmdastj. Rannsóknaráðs rikisins, og Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, sem er for- maður hennar. Einnig tóku að- stoðarmenn nefndarinnar þeir Garðar Ingvarsson, Jón Stein- grimsson og Hjörtur Torfason þátt i viðræðunum. Viðræðunefndin átti að lokum fund með Magnúsi Kjartanssyni, iðnaðarráðherra, og gerði honum grein fyrir niðurstöðum við- ræðnanna”. Tundurdufl Framhald af bls. 16. Tundurdufl eru mörg hver þvi hættulegri sem þau eru eldri. Þótt hvellhettan sé ónýt, er sjálft sprengiefnið i sumum tegundum baneitrað og veldur ólæknandi exemi. Narfi landaði i Reykjavik i gær og heldur væntanlega út aftur á morgun. Krónprins er fæddur í Noregi OSLO 20/7. — Norðmenn eignuðust nýjan krónprins I dag er Sonja krónprinsessa, kona Haralds rikisarfa, eignaðist myndarlegan strák á Ríkisspital- anum i Osló. Þau hjón eiga áður tæplega tveggja ára gamla dóttur, Mörtu Lúisu. Haraldur rikisarfi var viðstaddur fæöinguna. Heilla- óskir hafa þegar margar borizt. Þetta er i annaö sinn að krón- prins fæðist i Noregi á þessari öld: Haraldur er sjáfur fæddur á Skaugum fyrir 31 ári. En slikur atburður hafði þá ekki gerzt siðan 1370 að Olafur fæddist, sonur Hákons 6. Var hann siðasti liöur gömlu konungsættarinnar norsku. Drengurinn nýfæddi er tiunda barnabarn Ölafs Noregskonungs, sem fyrirskömmu varö sjötugur. Svíar aðstoða FRELIMO í Mósambik STOKKHÓLMI 20/7 Sviar hafa ákveðið að veita sem svarar hundrað miljónum islenzkra króna til FRELIMO, þjóðfrelsis- hreyfingarinnar i portúgölsku ný- lendunni Mósambik. Er það um 60 miljónum meira en i fyrra. Fénu á að verja til fræðslumála og heilsugæzlu á þeim svæðum, sem hreyfingin hefur á sinu valdi. ÞAÐ STANZA FLESTIR í STAÐARSKÁLA VEG ENDUR UM HRUTAFJÖRÐ Við bjóðum fjölbreyttar veit- ingar í rúmgóðum húsakynn- um. Opið alla daga frá kl. 8 til 23.30. Morgunverður, hádegisverður, kvöldverður. Grillið er opið allan daginn, þar er hægt að fá Ijúffengar steikur, kjúklinga, hamborg- ara, djúpsteiktan fisk, fransk- ar kartöflur o.fl. o.fl. Kaffi, te, mjólk, heimabakaðar kök- ur og úrval af smurbrauði. Stærri ferðahópar eru beðnir að panta með fyrirvara, simanúmer okkar er 95-1150. Við útbúum gómsæta girni- lega nestispakka. i ferðamannaverzlun okkar eigum við ávalt úrval af mat- vöru, hreinlætisvöru, viðlegu- útbúnað, Ijósmyndavöru, gas- tæki o.fl. o.fI. Vegna mikillar aðsóknar að gistiaðstöðuokkar biðjum við þá sem ætla að notfæra sér hana að panta með fyrirvara, símanúmer okkar er 95-1150. Til að mæta eftirspurn eftir tjald%tæðum hér i Hrútafirð- inum höfum við útbúið þau hér neðan við skálann og geta þeir sem notfæra sér þá að- stöðu haft afnot af snyrtiher- bergjum í skálanum á þeim tímum sem hann er opinn. Við önnumst afgreiðslu á ESSO og SHELL bensíni og olíum, einnig fyllum við á ferðagastæki. Rúmgóð aðstaða er til að þvo bifreiðina. Viðskiptavinir eiga kost á afnotum af hjól- barðadælu. Ákjósanlegur áfangi hvort sem þér eruð á leið norður eða aö norðan. /mAkfKÁVi HRÚTAFIRÐI SÍMI (95)1150

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.