Þjóðviljinn - 21.07.1973, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.07.1973, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. júll 1973. ÉpCNAÐARBANKI ÍSLANDS Tilkynning frá Stofnlánadeild landbúnaðarins Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1974 skulu hafa borizt bankanum fyrir 1. september næstkomandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem meðal annars er tilgreind stærð og byggingar- efni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðs- ráðunautar, skýrsla um búrekstur og framkvæmdaþörf svo og veðbókarvottorð. Eldri umsóknir falla úr gildi 1. september næstkomandi, hafi Stofnlánadeildinni eigi borizt skrifleg beiðni um endurnýjun. Vegna vélakaupa. Lánsumsóknir ræktunar- og búnaðarsam- banda vegna kaupa á stórvirkum vinnu- vélum skulu hafa borizt bankanum fyrir 31. desember næstkomandi. Þeim skal fjdgja upplýsingar um verð og tegund vélar og greinargerð um þörf á kaupunum. Engin sérstök timatakmörk verða sett á almennar lánsumsóknir bænda vegna kaupa á dráttarvélum. Umsókn skal fylgja veðbókarvottorð, skýrsla um búrekstur og upplýsingar um verð og tegund vélar. R'eykjavik, 18. júli 1973 BÚNÁÐARBANKl ÍSLANDS, ' STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐAR- INS Tilkynning frá Stofnlánadeild landbúnaðarins Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1974 skulu hafa borizt bankanum fyrir 1. september næstkomandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem meðal annars er tilgreind stærð og byggingar- efni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðs- ráðunautar, skýrsla um búrekstur og framkvæmdaþörf svo og veðbókarvottorð. Eldri umsóknir falla úr gildi 1. september næstkomandi, hafi Stofnlánadeildinni eigi borizt skrifleg beiðni um endurnýjun. Vegna vélakaupa. Lánsumsóknir ræktunar- og búnaðarsam- banda vegna kaupa á stórvirkum vinnu- vélum skulu hafa borizt bankanum fyrir 31. desember næstkomandi. Þeim skal fylgja upplýsingar um verð og tegund vélar og greinargerð um þörf á kaupunum. Engin sérstök timatakmörk verða sett á almennar lánsumsóknir bænda vegna kaupa á dráttarvélum. Umsókn skal fylgja veðbókarvottorð, skýrsla um búrekstur og upplýsingar um verð og tegund vélar. Reykjavik, 18. júli 1973 BÚNÁÐARBANKI ÍSLANDS, STOFNLÁNADEILI) LANDBÚNAÐAR- INS Þaö er tnikiö um útlendinga I höfuöborginni þessa dagana, og fagur- búin skemmtiferðaskip blasa við augum svotil á hverjum degi i þessum mánuði. Hér eru tvær austurlenzkar konur, sem við sáum niður f mið- bæ, um það bil að stiga inn i langferðabii. Þær eru i hinum failega búnaði SARI. Túlkari Franken- steins er dauður Systurfélag Nato liðast í sundur SEATO heitir eitt af þeim hern- aðarbandalögum, sem Banda- rikjamenn komu sér upp eftir strið. Nú hefur Ástralia staðfest þá ákvörðun sina, að ganga úr þessu bandalagi og ástralski flot- inn hefur hætt undirbúningi að flotaæfingum bandalagsins, sem fram áttu að fara i Suður-Kina- hafi i haust. Þar áttu að mæta herskip frá Bandarikjunum, Bretlandi, Nýja-Sjálandi, Fil- ippseyjum og Thailandi. Nýjung í leiðsögn um landið Vegahandbókin Vísað til vegar örn og örlygur, sem I áratug hafa gefið út Ferðahandbókina, senda frá sér vegahandbók, með algerlega nýju sniði. Bókin bygg- ir á hinu nýja vegnúmerakerfi Vegagerðar rikisins. A hverri textasiðu er uppdrátt- ur af viðkomandi landssvæði og er hann prentaður i þremur lit- um. Staðanöfn eru i svörtum lit, nöfn á ám, lækum og sjó eru i blá- um lit, en vegir og vegnúmar eru i rauðum. A hverju korti er að \ finna númer vegarins og nafn, á- fangastaði og fjarlægð milli þeirra. Þá eru tilgreindar á flest- um uppdráttum fjarlægðir frá Reykjavik, Akureyri, Egilsstöð- um og Höfn i Hornafirði. Til hliðar við uppdrættina er svo texti, þar sem rakin er i stuttu máli saga og sérkenni viðkom- andi staða. Höfundur textans er Steindór Steindórsson frá Hlöð- um, en Einar Þ. Guðjohnsen, framkvæmdastjóri Ferðafélags Islands, aðhæfði textann upp- dráttunum. Skipulagningu kort- anna gerði Jakob Hálfdánarson, tæknifræðingur, en teikningu þeirra annaðist Narfi Þorsteins- son, tæknifræðingur. Ritstjóri Vegahandbókarinnar er örlygur Hálfdánarson en aug- lýsingastjóri Páll Heiðar Jóns- son. Vegahandbókin er sett og prentuð i prentsmiðjunni Odda h.f., en bundin i Sveinabókband- inu h.f. Káputeikningu gerði Hilmar Þ. Helgason. Hannibal Valdimarsson, sam- göngumálaráðherra, ritar for- málsorð að Vegahandbókinni og segir þar m.a.: „Hver sá, sem leggur land undir fót, eða sezt upp i bifreið til að ferðast um okkar fagra land viðurkennir fúslega, hversu ómetanlegt það er að hafa góðan, fróðan og öruggan föru- naut sér við hlið og geta rætt við hann um allt, sem íyrir augu ber. Og þó ekki aðeins um það, heldur einnig um sögu þeirra staða, sem fram hjá er farið, eða sóttir eru heim. Þá fyrst er sá rétti hugblær vak- inn, þegar landið er skoðað bæði I ljósi augnabliksins og liðinna tima. . . . . . En þú átt þess ekki alltaf kost aö kippa með þér sjóðfróðum ferðafélaga. Og hvað er þá til ráða? Já, hvað er þá til ráða? Getur Islendingum þá orðið annað fremur til úrræða en að leita til bókarinnar. Nei, það úrræði dettur mér a.m.k. helzt I hug, og þess vegna eru þessi orð fest á blað. Vanti þig, islenzkur ferðalang- ur, sjóðfróðan förunaut þá bendi ég á bókina, sem bezt er nú til vegsagnar um ísland, en hún heitir: VEGAHANDBÓKIN - Visað til vegar — Lon Chaney. Lon Chaney yngri, sem um ára- bil fór með hlutverk helztu ófreskja i____Hollywoodkvik- myndum, er nýlátinn, 67 ára að aldri. Hann lék heldur óskemmtilega náunga eins og Drakúla, Var- úlfinn og svo Frankenstein og þurfti oft að verja einum sex stundum til að koma á sig nógu ferlegum gerfum. En Chaney gat leikið fleira en hrollvekju á færibandi. Eitt frægasta hlutverk hans var Lennie I Mús og menn, sem gerð var eftir sögu Steinbecks. Tilboð óskast i að byggja 4 dreifistöðvarhús fyrir Raf- magnsveitu Reykjavikur við Furugerði, Vegmúla, Engja- sel 25 og Hyrjarhöfða 1, svo og eitt dreifistöðvarhús og vagnstjóraskýli fyrir SVR við Lóuhóla hér I borg. ÍJtboðsgögn eru afhent I skrifstofu vorri gegn skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 8. ágúst, kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Símí 25800 Staða f r amkv æmdast j ór a við Félagsheimilið FESTI i Grindavik er laus til umsóknar. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf, ásamt kaupkröfum, sendist formanni húsnefndar, Eiriki Alexanders- syni, pósthólf 50, Grindavik, fyrir 1. ágúst. Ilúsnefndin Auglýsið í Þjóðviljanum WÐVHUNN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.