Þjóðviljinn - 21.07.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.07.1973, Blaðsíða 3
Laugardagur 21. júlt 1973. ÞJOÐVILJINN — StÐA 3 Brezka freigátan Arethusa: Hindraði siglingu Oðins Á þriðjudag hefst í Reykjavík Þing norrænna byggingamanna Bretar hafa talað mikið um, að hin nýja íslenzka fiskveiðilögsaga væri al- þjóða siglingaieð. Floti hennar hátignar hikar þó ekki við að hindra siglingar skipa á þessusvæði. Bretar sinna ekki alþjóðlegum siglingamerkjum og þver- brjóta allar siglingareglur æ ofan í æ. Varðskipið Oðinn lenti af þessum sökum í árekstri við brezka freigátu og lask- aðist lítillega. Siöastliöinn fimmtudag var varðskipið Oðinn við landhelgis- störf norður af Horni. Brezka freigátan Arethusa F 38 sigldi samsiða varðskipinu og hindraði allar aðgerðir þess, og hélt frei- gátan sig i fimm til fimmtán metra fjarlægð frá Óðni á bak- borða við varðskipið. Um kl. 00.30 gaf varðskipið til kynna með hljóðmerki, að það ætlaöi að snúa til bakborða. Hafði hraði skipanna þá verið átta til tiu sjómilur um lengri tima. Freigát- an hafði varnað þvi i eina og hálfa klukkustund, aö varðskipið bæti haldið fyrirhugaðri stefnu. Eftir að varðskipið hafði gefið hljóðmerki, sneri það mjög hægt til bakborða. Freigátan hélt sama hraða og fjarlægð og tók ekkert tillit til hljóðmerkja varðskipsins. Skömmu siðar lentu skipin sam- an, og urðu nokkrar skemmdir á bakborðsbóg varðskipsinS svo og á rekkverki bakborðsmegin. Rekkverk á stjórnborðsbóg frei- gátunnar skemmdist einnig. Eng- in slys urðu á mönnum. — Þessar myndir voru teknar um borð I Ægi siðastliðinn þriðjudag, þegar freigátan Lincoln gerði itrekaðar tilraunir til að sigia á hann. Freigátan siglir fram með bakborðshlið Ægis og sveigir svo skyndilega i veg fyrir hann. Takið eftir friholtunum á freigátunni, þau eiga að hlifa henni við hnjaski i viðureigninni. — Þegar freigátan var komin i veg fyrir Ægi,dró hiin skyndilega tir feröinni. Arekstur var óumflýjanlegur. Engar skemmdir urðu á Ægi, en kefi brotnaði á freigátunni. Með þessu athæfi vilja Bretár iáta lita svo Ut, að það séu islenzku varðskipin.sem stundi á siglingar. Atferli brezku freigátunnar Arethusa gagnvart Óöni i fyrrakvöld er af sama toga spunnið. Búið að fín- hreinsa 350 lóðir í Eyjum í fyrradag var búið að fin- hreinsa 350 lóðir i Vestmannaeyj- um og grófhreinsa margar lóðir til viðbótar. Hreinsunin gengur mjög vel, þó að verkið sé tafsamt. i blaðinu i dag aulýsir Stú- dentaráð Háskóla islands eftir sjálfboðaliðum til að vinna um helgar i Vestmannaeyjum við hreinsun bæjarins. SJ- Nærrænt þing bygginga- manna verður háld- ið hér á landi í næstu viku. Samband bygginga- manna á (slandi sér um undirbúning og fram- kvæmd þingsins. Þingið verður haldið á þriðju- dag og miðvikudag i Hótel Loft- leiðum. Til þingsins koma 200 fulltrúar frá hinum Norður- löndunum, og auk þess sitja það 20 fulltrúar frá islenzka sam- bandinu. Gestir þingsins verða Magnús Kjartansson iðnaðarráð- herra og Björn Jónsson félags- málaráðherra og auk þeirra sænski iðnaðarráðherrann Rune Johansson, sem flytur erindi á þinginu um iðnaðar- og efnahags- mál á Norðurlöndum. Meðal gesta þingsins verður einnig framkvæmdastjóri Alþjóðasam- bands byggingamanna. Eitt helzta viðfangsefni þingsins verður iðnmenntun i bygginga- og tréiðnaði á Norður- löndum. Búast má við umræðum um erindi sænska iðnaðarráð- herrans, og fulltrúar bygginga- sambandanna á Norðurlöndum bera saman bækur sinar um málefni samtakanna. Samband byggingamanna er myndað af mönnum úr öllum starfsgreinum faglærðra byggingamanna hér á landi. Eru langflest fagfélög bygginga- manna um allt land aðilar að sambandinu. Formaður er Benedikt Daviðsson. Viðlagasjóðshúsin á Eyrarbakka. Keflavíkurhúsin komin lengst Varanleg hús verða 494 en auk þess bráðabirgðahús í Hveragerði Gott veður um helgina 1 gærmorgun var allmikið mist- ur yfir Reykjavík, en hvarf þó er leið á daginn. Páli Bergþórsson veðurfræðingur tjáði okkur, að það hefði stafað af raka við Vest- urströndina, sem þéttist um næt- ur og var nokkur þokumóða i fló- anum I fyrrinótt. Hún þynnist þó er liða tekur á dag og loftið hitn- ar. Varðandi veðrið um helgina sagöi Páll okkur, aö búast mætti Vegaþjónusta F.t.B. 21,—22. júli 1973. Þjónustutimi hefst kl. 14.00 báða dagana og er til kl. 20.00 á laugardag og til kl. 24.00 á sunnu- dag. F.l.B. 1. Hellisheiði — Ar- nessýsla., F.l.B. 3. Hvalfjörður, F.l.B. 4. Mosfellsheiði — Þing- vellir — Laugarvatn, F.l.B. 5. Ot frá Hvitárbrú, Borgarfiröi, F.l.B. 13. Rangárvallasýsla, F.l.B. 18. Út frá Akureyri, F.l.B. 20. V.- Húnavatnssýsla. Gufunes-radio simi 91-22384, Brú-radio simi 95-1112, Akurevr- við, að góöa veðrið héldist á laug- ardag og sunnudag, en kvaðst ekki þora að lofa neinu eftir það. Svalara er fyrir norðan og austan en hér suðvestanlands og skýj- aðra. A hádegi i gær var 13 stiga hiti hér i Reykjavik. Þá var heitast á Hæli i Gnúpverjahreppi og að Siðumúla, 16 stig. Við Norður- og Austurströndina var svalara eða yfirleitt um 8 stig. _ þh. ar-radio 96-1104, taka á móti að- stoðarbeiðnum og koma þeim á framfæri við vegaþjónustubif- reiðir F.l.B. Einnig er hægt að koma aðstoð- arbeiönum á framfæri gegnum hinar fjölmörgu talstöðvabifreið- ar á þjóðvegunum. Félagsmenn ganga fyrir utan- félagsmönnum um aðstoð. Áriðandi er, að bifreiðaeigend- ur hafi meðferðis góðan vara- hjólbarða og viftureim og vara- hluti i rafkerfi. Einnig er ráðlegt að hafa varaslöngu. Loks hyllir undir það, að Vestmannaeyingar fari að fá hús þau til afnota, er Viölaga- sjóður hefur séð um að kaupa og reisa viðsvegar um landið. Málin standa þannig i dag, að á flestum stöðum eru húsin frá þvi að vera steyptur grunnur og upp i það að vera fullbúin, en það eru Kefiavikurhúsin, sem lengst eru komin. Hafa ibúar þeirra þegar fengið lykla að húsunum, en ekki hefur verið hægt að flytja i þau, þar eð hlutur Keflavikur- bæjar situr eftir, hvaö við- kemur rafmagni, síma, skoipi og vatni, en menn munu nú vera að leggja siöustu hönd á þessi verk. A Stokkseyri og Eyrarbakka verða húsin afhent ibúum þeirra einhvern næstu daga, eða i siðasta lagi um mánaða- mótin. A Selfossi er heldur lengra i, að húsin séu tilbúin, fÞorlákshöfn er ekki farið að reisa nein hús, aðeins búið að steypa grunnana. En verst standa málin i Reykjavik, þar sem alls ekkert er byrjað á þeim húsum, sem fyrirhugað er að reisa þar. 1 allt er fyrirhugað að byggja 494 ibúðir i varan- legum húsum á vegum við- lagasjóðs, eða i það minnsta hefur ekki verið tekin ákvörðun um fleiri hús eins og er. Þessi hús skiptast milli staða á landinu sem hér segir: Þorlákshöfn 42 Selfoss 60 Stokkseyri 12 Eyrarbakki 12 Hveragerði 12 varanleg og 50 bráðabirgðahús Keflavik 54 Grindavik 54 Sandgerði 8 Garði 3 hús með 15 ibúum Hvolsvöllur 5 Hella 5 Akranes 10 Hornafjörður 20 Neskaupstaöur 6 Akureyri 14 Reykjavik 42 Mosfellssveit 35 Garðahreppur 35 Hafnarfjörður 15 Kópavogur 52v S.dór. Hússein reiður AMMAN 17/7 — Tilkynnt var opinberlega i Amman i dag. að Jórdanir heföu slitið stjórnmála- tengsl við Túnis. Jórdania kallaði heim sendiherra landsins i Túnis fyrir skömmu. i mótmælaskyni við niðrandi ummæli forseta Túnis. Habib Bourgiba. um Jórd- aniu. A siðustu þremur árum hafa þrjú Arabariki. Libýa. Egypta- land og Sýrland. rofið stjórn- málatengsl við Jördaniu vegna meðferðar Hússeins konungs á Palstinuaröbum. Akvörðun Jórdaniu er sögð hafa verið tekin eftir að Bourgiba kallaði Jórdaniu falskt riki i við- tali við blað i Beirut. Hann sagð'. einnig að Hússein bæri að segja af sér. svo unnt væri að stofna palestinskt riki i landinu. 1 l 1 !

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.