Þjóðviljinn - 21.07.1973, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 21.07.1973, Blaðsíða 13
Laugardagur 21. júli 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 JON CLEARY: Sendi- fulltrúinn að segja fyrir verkum. En bráð- lyndið bjó enn i henni og það var veikleiki hennar. Hún vissi það og henni var meinilla við það, en hún gat ekkert við það ráðið. Hún gekk að glugganum og leit niður á umferðina fyrir neðan. Hún hafði tekið þetta hús i St. John’s Wood á leigu um leið og ibúðina i Kensington. Bay Vien hafði kennt henni að góður hers- höfðingi ætti sér alltaf annan góð- an stað visan; af Viet Cong hafði hún lært að góður skæruliði skipt- ir i sifellu um aðsetur. Hún leit i kringum sig i glæsilegri stofunni og brosti með sjálfri sér; þetta var skæruhernaður sem henni likaði. Húsið var i eigu kaup- sýslumanns sem dvaldist nú i einu af fangelsum hennar hátign- ar fyrir misnotkun á eigum við- skiptavinanna. Hún hafði ekki hneykslazt þegar hún komst að þvi; spilling var þáttur i viðskipt- um hennar eins og kynlifið. Mað- urinn var einfaldlega glópur að hafa látið hanka sig. Hún gekk eirðarlaus um stof- una, beið þess óþolinmóð að Jamaica kæmi. Hún hafði lært að hafa stjórn á sér, en hún hafði aldrei lært þá list að slaka á; Hún leit á siikt sém eins konar upp- gjöf, undirgefni konu undir yfir- ráð karlmanns. Og enginn karl- maður, ekki einu sinni Bay Vien, hafði nokkurn tima ráðið yfir henni. Hún tók upp nokkur dag- blöð með frásögnum um spreng- inguna daginn áður. Sérhvert blað hafði sina eigin skýringu á henni. Hún fleygði blöðunum reiðilega frá sér aftur. Hefði þessi andstyggðar ástrali ekki komið til, væri Quentin nú dauður og ráðstefnan i rúst vegna tor- tryggni og ásakana á alla kanta. Hún varð að gera eitthvað. En hvað? Pham Chinh opnaði dyrnar, flatt og brúnleitt andlitið næstum flatara en endranær vegna áfalls- ins. — Það eru tveir kinverjar að spyrja um þig, sagði hann á frönsku og frussaði dálitið. Hann var hjátrúarfullur og hann var að byrja að verða hræddur; of margt hafði gengið úrskeiðis siðustu tvo dagana. Og nú komu þessir óþekktu kinverjar: — Þeir vilja ekki segja hvað þeir heita. Madama Cholon hikaði. For- vitni var annar veikleiki hennar, bændaarfur, fyrst flaug henni i hug að segja, að hún væri ekki heima,en hún vissi að hún fengi engan frið fyrr en hún vissi hverj- ir Kinverjarnir voru og hvað þeir vildu. — Visaðu þeim inn. Pham Chinh opnaði dyrnar bet- ur, hnykkti til höfðinu og vék til hliðar til að hleypa Kinverjunum framhjá sér inn i stofuna. Báðir voru smávaxnir, annar feitur hinn magur. Siðan kom hann sjálfur inn I stofuna og stóð hjá dyrunum með krosslagða hand- leggi og fætur saman. Madama 38 Cholon leyndi brosi; Pham Chinh varð alltaf hlægilegur eins og lé- legur leikari, þegar hann reyndi að sýnast harðsoðinn. Hún ávarpaði kinverjana á frönsku. — Hvað get ég gert fyrir ykkur, herrar minir? Feiti maðurinn sagði eitthvað á kinversku en madama Cholon hristi höfuðið. Hún kunni dálitið i kinversku, en hún var ekki nógu vel heima i málinu og vildi ekki missa af neinu sem undir kynni að búa. — Talið þér ensku? sagði hann þá og hún kinkaði kolli. Hún bauð þeim ekki sæti og þeir virtust ekki eiga von á þvi heldur, þetta átti ekki að verða nein notaleg rabb- stund. Feiti maðurinn var með umgjarðalaus gleraugu, sem gerðu slétt, kringluleitt andlit hans enn síéttara; hann virtist tala án þess að hreyfa varirnar. — Madama Cholon, fyrir hvern vinnið þér? — Segið mér fyrst fyrir hverja þið vinnið? Rödd hennar var kuldaleg; hún ætlaði að láta þá finna, að hún átti þvi ekki að venj- ast að vera yfirheyrð i sinu eigin húsi, þótt leiguhús væri. Kinverjarnir litu hvor á annan og sá magri brosti. Hann var ung- ur, varla meira en stráklingur og i boðangnum á sniðlausum, grá- um fötunum var hann með merki; Hundaspiltali heilags Fransiscusar. Englendingar höfðu tekið af honum toll; það var lágt gjald fyrir skrýtlurnar sem hann hefði um þá að segja þegar hann kæmi til Peking. — Heiðar- legur Kínverji vinnur aðeins fyrir eina stjórn, sagði hann og virtist ekki finna að hann lét I eyrum eins og skopstæling á öllum Kin- verjum sem madama Cholon hafði séð i bandariskum kvik- myndum. — Þér vinnið væntan- lega ekki fyrir Kuomintang? Brúðkaup Þann 21. april voru gefin saman ihjónaband I Hólskirkju i Bolung- arvik af séra Gunnari Björnssyni, Anna Torfadóttir og Július Kristj- ánsson. Heimili þeirra er að Hlíð- arstræti 21 Bolungarvik. (Ljós- myndastofa Leo). Laugardaginn 5. mai voru gefin saman i Dómk. af séra Óskari J. Þorlákss. Aðalheiður S.G. Magn- úsdóttir og Eggert Sveinsson. Heimili þeirra verður að Bjargi við Nesveg. (Ljósmyndastofa Þóris). Nú var röðin komin að madömu Cholon að brosa. — Nei. Ég vinn ekki fyrir neinn. — Við trúum þvi ógjarnan. Feiti maðurinn hélt hattinum fyrir framan magann eins og dá- litlum, gráum flókaskildi; hann myndi aldrei treysta neinum hér vestra. — Af hverju voruð þér i móttökunni i fyrrakvöld hjá — hann nafngreindi afriska sendi- ráðið. — Og hvers vegna fóruð þér eftir móttökuna i sþilaMúbbinn með bandarikjamanninum Jamaica. Madama Cholon leit á Pham Chinh. — Viltu gera svo vel að visa þessum herrum á dyr? Hún sneri i þá baki, steig tvö skref i áttað glugganum en stanz- aði svo. Hún heyrði Pham Chinh frussa,en hún heyrði hann ekki hreyfa sig. Hún sneri sér við og sá að magri kinverjinn hélt á lítilli byssu og miðaði henni beint á kvið Pham Chinhs. Hún þekkti byssuna, það var Beretta; hún hafði einu sinni átt þannig byssu og hafði tvlvegis notað hana á karlmenn. Henni stóð alveg á •sama um Pham Chinh og myndi hvorki sakna hans né muna eftir honum, þegar hann væri úr leik. En hún vildi ekki að hann dæi strax. Lifandi vinnumaður var betri en dauður, meðan enn var eitthvert gagn að honum. — Takið byssuna burt, sagði hún og benti á þægilega sófann. — Viljið þið ekki fá ykkur sæti? Pham Chinh frussaði aftur, slakaði siðan á og hallaði sér upp að veggnum. Madama Cholon settist i stól, i uppnámi hið innra en róleg á ytra borðinu, og beið þess að Kinverjarnir settust. Feiti maðurinn sat stirðléga á sófabrúninni, hélt hattinum enn fyrir framan sig eins og skildi, en magri maðurinn hallaði sér aftur á bak i mjúkar sessurnar, kross- lagði fæturna og hélt kæruleysis- lega á byssunni. Viðræðurnar yrðu ekki makindalegur en viss skilningur rikti nú þegar. Þetta var hús Madömu Cholons, en Kin- verjarnir áttu veðréttinn. — Af hverju hafið þið áhuga á herra Jamaica? spurði Madama. Cholon. Kinverjarnir tveir litu hvor á annan, siðan sagði feiti maður- inn: — Hvað veiztu um hann? — Ekki mikið. Hann segist vera silkikaupmaður frá Ban- kok, en ég hef grun um að hann sé eitthvað meira en það. — Hann vinnur fyrir banda- risku leyniþjónustuna, CIA, sagði magri maðurinn og brosti þegar hann sá að Madama Cholon beit á vörina. Hann leit á Pham Chinh sem hafði allt i einu rétt úr sér. — Þér vissuð það ekki? — Nei, sagði Madama Cholon. — Ég trúi yður. Magri maður- inn hristi höfuðið næstum agndofa eins og hann skildi ekkert i þess- ari fávizku Madömu Cholon. En svo varð hann alvarlegur á svip og leit aftur á Madömu Cholon. — Ef þér vinnið ekki fyrir banda- rikjamennina, fyrir hverja vinnið þér þá? — Þarf ég endilega að vinna með einhverjum? Ég er hér i leyfi. Það er aðeins tilviljun að annað fólk úr okkar heimshluta skuli lika vera hér I London. — Við litum ekki á það sem til- viljun, frú. Feiti maðurinn var með harðan flibba og i vesti og honum var of heitt i illa loftræstri stofunni. Hann tók upp vasaklút, þurrkaði sér um andlitið og horfði á lokaða gluggana, en Madama Cholon lét sem hún sæi það ekki. — Við vitum hver þér eruð, að þér hafið ekki komið til Evrópu i þrjú ár, að þér hafið aldrei fyrr komið til London. Þetta er ekki tilviljun, Madama Cholon. Við höldum — við vitum að þér standið i ein- hverju sambandi við morðtil- raunirnar á ástralska sendifull- trúanum. Madama Cholon beit aftur á vörina og gaut augunum i skyndi á Pham Chinh Skelfing og undrun höfðu orðið til þess að hann góndi eins og auli, hann hallaði sér enn upp að veggnum,en var nú orðinn máttleysislegur. Hann var reglu- lega hræddur, sannfærður um að heppnin væri ekki lengur með þeim; allir fyrirboðar höfðu reynzt réttir. Svo deplaði hann augunum og sá ásökunarsvipinn i hörkulegum augum Madömu Cholon. Hann hristi höfuðið i ör- væntingu og varð enn skelfdari en áður. LAUGARDAGUR 21. júlí 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (úr forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45 Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.41: Heiðdis Norðfjörð heldur áfram lestri sög- unnar „Hanna Maria og villingarnir” eftir Magneu frá Kleifum (3) Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Tónleikar kl. 10.25. Morgunkaffiðkl. 10.50: Þor- steinn Hannesson og gestir hans ræða um útvarpsdag- skrána. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga.Krist- in Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 A iþróttavellinum Jón Ásgeirsson segir frá. 15.00 Vikan sem var Umsjónarmaður: Páll Heiðar Jónsson. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tiu á toppnum örn Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.20 í umferðinni Jón B. Gunnlaugsson sér um þátt með blönduðu efni. 18.00 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Frá kauphaliarhruni i New York til þingrofs i Reykjavik Sitthvað rifjað upp úr íslenzkum dagðblöðum frá hausti 1929 til vors 1931. Umsjónar- maður: Vilmundur Gylfa- son. 20.00 Lög eftir Sigfús Haild- orsson Höfundurinn syngur og leikur. 20.30 Þegar ég skaut filinn Smásaga eftir George Orwell i þýðingu Halldórs Stefanssonar. Erlingur Halldórsson leikari les. 21.05 HI j ó m p 1 öt u r a bb Guðmundur Jónsson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Eyjapistili 22.35 Danslög Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut- hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta með svartri rönd. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. GÚMMÍVINNUSTOFAN H.F. Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 30688 INDVERSK UNDRAVERÖLD Nýkomið: margar gerðir af fallegum útsaumuðum mussum úr indverskri bómull. Batik —efni f sumarkjóla. Nýtt úrval skrautmuna til tækifærisgjafa. Einnig reiykelsi og reykelsisker i miklu úrvali. JASMÍN Laugavegi 133 (við Hlemmtorg) SPRUNGUVIÐGERÐIR simi 10382 auglýsa: Framkvæmum sprunguviðgerðir i steyptum veggjum og þökum, með hinu þrautreynda ÞAN-kitti. Leitiö upplýsinga. SÍMI 10382 — KJARTAN HALLDÓRSSON. bankinii er baklijarl BUNAÐARBANKINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.