Þjóðviljinn - 21.07.1973, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.07.1973, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. júli 1973. Jó, hér eru nú menn Um 40 tonn ai íiski munu haia komiðhingað yfir Botnsheiði. Afli sá er Báran h.f. fékk: Gullfaxi Aðrir bátar sem blakta Suðureyri 15/7 1973. Frá þvi að ég sendi vertiðar- lokafréttabréfið, hefur litið sem ekkert gerzt hér á Súgfirzkum vígstöðvum. i júni varfrekar köld og stirð tið og aflabrögð frekar rýr, eins og skýrslan hér að neðan mun sýna. Böll eru nú tið hér upp á siðkastið, oft tvisvar i viku, kvennafar og fylliri er þvi oft samfara eins og gerist og gengur. Votviðrasamt er hér oft um helgar og illt yfirferðar á götum bæjarins. Siðasti vertiðarbáturinn fór út á veiðar 28. júni eða eftir 63 daga yfirhalningu. Var það Guðrún Guðleifsdóttir. Hún fór á tog- veiðar. Samanlagður legutimi bátanna 5á milli vertiða varð 224 dagar og er það að sjálfsögðu ekki hollt fyrir starfsemi frysti- hússins. Trausti fór fyrstur á veiðar þann 7. júni. 17 róðra kom hann að landi daglega. Nú er hann á útilegu, ásamt Kristjáni Guðmundssyni og Sigurvon. öll- um þrem bátunum er ætlað að stunda grálúðuveiðar i sumar. Útlit með þá veiði er nú, þegar þetta er skrifað, fremur vont. Vonleysishljóð er nú i þeim skip- stjórum sem ég hef hlustað á. Vonandi er að úr rætist með afla, en óneitanlega er útlitið slæmt, miðað við sama tima i fyrra. Ölafur Friðbertsson fór þrjá róðra siðustu dagana i júni. Hann mun að öllu óbreyttu eiga að róa landróðra i sumar. Ekki ku hann eiga að róa á laugardögum. Halda þeir þvi bæði láugardaga og sunnud. hátiðlega eftir beztu getu. Nokkuð erfitt mun hafa verið að manna suma bátana hér i vór, en það tókst þó að lokum að skrapa saman mannskap héðan og þaðan; m/b Gullfaxi, sem þeir keyptu hingað i vor, skólastjóri, fyrrverandi kaupfélagsstjóri, skipstjóri og vélstjóri og gerður var út á hörpudiskveiðar til 10. mai, byrjaði togveiðar á upp- stigningardag 31. mai Afli hans þá 12 daga, sem hann var á þeim veiðiskap, varð 750 kg. Allt var það úr fyrri túrnum. Frá miðjum júni og til þessa dags hefur hann svo stundað handfæraveiðar. Skipstjóra og vélstjóraskipti fóru svo fram i kyrrþey um miðjan júni og eru þeir nú hásetar sinn á hvorum bát. Sennilega eru þeir þó ennþá meðeigendur bátsins og eru þeir þvi stóratvinnurekendur. Afli bátsins varð 4,5 tonn i júni- mánuði. Aflinn i júni Áður en ég held lengra, sem ekki verður mikið að þessu sinni. er rétt að ég skjóti hér inni júni- afla Súgfirðinga. Fyrstu 10 bátarnir sem skráðir verða eru smábátar frá 3 og uppi 8 brúttó- smálestir. Til fróðleiks fyrir trillukarlana á öðrum stöðum skrái ég hér afla hvers og eins báts. Fjöldi manna á bát er 1-3 Jón Jónsson 4 menn:3i 5 tonn 19 róðrar lina Jón Guðmundsson 4 22.9 » » 14 ” lina Búi 1 3.3 > > 8 ” færi Vonin 2-3 10.2 > » 12 ” færi Valur 2 6.6 > > 10 ” færi Þytur 1 6.9 > > 13 ” færi Einar 2 8.6 > > 12 ” færi Farsæll 2-3 9.8 > > 10 ” færi Tjaldur 2-3 10.3 > > 12 ” færi Bergleifur 1-2 6.2. > > 9 ” færi Trausti 66.7 > > 17 ” lina Ölafur Friðbertsson 4.9 > > 3 ” lina Sigurvon 17.3 > > 1 löndun þar af (grálúða 3.6 tn.) Kaupgjaldsskrá vestfirskra sjómanna Gildir frá 1. júni 1973, visitala 130,68 stig KAUPTKYGGING : GRUNNKAUP: MEÐVÍSITÖLU: Skipstjóri, stýrimaður og I. vélstjóri . Kr. 43.256.- 56.527.- Matsveinn, II. vélstj. og netamenn...... Kr. 36.047,- 47.106.- Hásetar........................ Kr. 28.837,- 37.684,- Ýmsar greiðslur: Greiðslur fyrir einstakarsjóferðir............. Kr Kaup háseta, sem á sjó fer á land- róðrabát, sem veiðir með linu pr. mánuð ....... Kr Hlifðarfatapeningarháseta pr. mánuð ........... Kr Kaup landformanns pr. smálest af afla.......... Kr Kaup I.vélstjóra á linubát ef hann vinnur á þilfari Kr Kaup vélstj. skv. 9. gr. f. lið................ Kr Greiðsla fyrir löndun, skv. a-lið 16. gr.... Ákvæðisvinna við beytingu pr. bala (400 K). . , . Kaup fyrir að taka á móti bátnum............ Veikindadagapeningar skv. 20. gr. 3ja ára....... Kr Veikindadagapeningar skv. 20. gr................ Kr Veikinda- og slysadagpen. vélstj. skv. 3. gr. sildv. samn......................... Kr Kaup skipstjóra og stýrim. á skipum.... að 240rúml...................................... Kr Kaup skipstjóra og stýrim. á skipum yfir240rúml..................................... Kr Kaup skipstjóra fyrir einstaka sjóferð......... Kaup stýrimanna fyrir einstaka sjóferð......... Vikukaup skipstjóra milli vertiða .............. Kr Áætlaðir fæðispeningar úr Áhafnadeild Aflatryggingasjóðs frá 1/2 — 15/5 ,,73: A skipum undir 12 rúml. pr. dag......................... Á skipum 12-151 rúml. pr. dag........................... A skipum yfir 151 rúml. pr. dag......................... Kaup ídagv. Kr. 198. — eftirv. Kr. 27.3. —og næturv. Kr. 349.- Orlof 8,33% greiðist á alla framangreinda kaupliði. Kr. 2.278,- 2.977.- Kr. 4.205,- 5.495,- Kr. 2.650.- 3.463,- Kr. 41,- 54,- Kr. 931.- 1.217.- Kr. 2.192,- 2.865.- Kr. 162,- 212,- Kr. 220,- 287,- Kr. 395.- 516.- Kr. 751.- 981,- Kr. 172,- 225,- Kr. 958.- 1.252,- Kr. 2.451.- 3.203,- Kr. 1.496,- 1.955,- Kr. 3.412,- 4.459,- Kr. 2.894,- 3.782,- Kr. 5.791,- 7.568,- 135. 159. 191. undirnar, sem veiddar eru hér. Ef þessar tegundir eru veiddar með linu þá borgar fiskkaupandinn 0.75 kr. og rikið kr. 0.40 á hvert kg. i viðbót við framanskráð verð. Handfærafiskur nýtur ekki þeirra kjara. Fyrsta flokks grálúða kostar nú kr. 19.50 annar flokkur kr. 14.90. Var áður kr. 17.70 og kr. 13.55. Ef hún er isuð i kassa um borð i veiðiskipi hækkar verð hennar um 6% enda er það þá margfalt betri vara. Þetta er nú það helzta um fiskverðið, of langt yrði að telja upp fleiri tegundir. Hér er nú fjöldinn allur af að- komuverkafólki, sem vinnur við fiskframleiðsluna. Bæði eru það karl- og kvenkynsverur. Mjög ná- kvæma athugun þarf til að þekkja kynin sundur, vegna hárlubbans, sem á unglingunum er. Skv. framanskráðum aflatölum, gefur auga leið, að atvinna var hér rýr i júnimánuði. Fjöldinn allur hefur verið hér og er enn af aðkomufag- mönnum, og sérstaklega eru það járnsmiðir. Mikið var unnið á Guðrúnu Guðleifsdóttur, oft fram á nætur og allar helgar. Unnið er nú að endurbótum á hafskipa- bryggjunni. Sömuleiðis er sveit- arstjórnin eitthvað að láta endur- bæta vatnsleiðslur og holræsi. Allt eru það aðkomumenn, sem vinna við þessar framkvæmdir. Litið er þetta komið áleiðis enn, en mjakast þó áfram. 60 og uppi 80 manns neyta matar i mötu- neyti Fiskiðjunnar. Það sem unn- ið var i fyrra við framkvæmdir hreppsins fór mikið fram úr áætl- un< að minnsta kosti holræsið. Áætlaður kostnaður var i upphafi 1.7—1.8 miljónir, en fór talsvert á 5. miljón. Það verður ekki talið þvi að kenna að vinnuhagræðing- in væri ekki góð. Það er bara svo. Framhald á bls. 15. 4.5 tonn 2.0 tonn I fyrra var afli Súgfirðinga i júnimánuði 260.4 tonn,þar af grá- lúða 167.0 tonn, en nú 3.6 tonn eins og áður segir. Trilluaflinn var þá 93.4 tonn en nú 116.3 tonn. Trillu- fjöldinn var hinn sami. Yfirleitt var færafiskurinn mjög smár i vor eða um 60—70% af heildinni. Sama er að frétta annars staðar frá. Tið var eins og áður sagði nokkuð óhagstæð til veiða, enda sýnir róðrafjöldinn það fyllilega. Grásleppuveiði hefur gengið að vonum vel. 1 júnilok hafði Guð- mundur A. fiskað um 80 tunnur af hrognum. Vegna óróa i sjó nú undanfarið hafa net hans fyllzt af þara og er hann þvi hættur þeim veiðiskap i bili og fer nú sennilega á færaveiðar. Það er nú það. Fiskverð og framkvæmdir Fiskverð hækkaði nokkuð 1. júni s.l. Nýr þorskur yfir 57 cm. að lengd með haus 21.15 kr. var áður 18.55. Smáfiskur frá 43—57 cm. er nú kr. 14.40 áður kr. 12.60. Ysa 5Öcm er nú kr. 19.45 áður kr. 17.30. Steinbitur nú kr. 15.40 var kr. 14.10. (Innihald á coca cola flöskunum minni kostar nú kr. 19,50, rúsinur hafa komizt upp i 198.- kr. kg. enda keyptar af Nix- on. Siðar lækkuðu þær niður i kr. 110.-pr. kg enda þá frá Brézjnéf) Þetta eru aðeins nokkur dæmi. Þetta eru lika algengustu fiskteg- Kaupfélaginu verður breytt I kjörbúð. Kostnaður 2,5 miljónir. '4 ■ '1 €r verzlun Suðurvers. Ekki kjörbúð en vel snyrtileg. Maðurinn Iltur til fuglanna úr loftinu. Hvorki sá þeir né uppskera, en þeirra himneski faðir fæðir þá; Fiskiðjan Freyja h.f. og holræsi þorps- Or vinnusal frystihússins Freyja. Það er mikið af blessuðu kvenfókinu. Heimsins bezti málari, Friðrik Bjarnason, isanroi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.