Þjóðviljinn - 21.07.1973, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.07.1973, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. júli 1973. Skattpeningur ónotaður Hr. forseti. Sá reikningur, sem hér liggur fyrir til siðari umræðu er sá fyrsti, sem sýnir áhrif hinna nýju laga um tekjustofna sveitafélaga á fjárhagslega afkomu borgar- sjóðs Reykjavikur. Lög þessi, sem samþykkt voru á Alþingi hinn 17. marz 1972 orsökuðu það að ekki var gengið frá endanlegri gerð fjárhags- áætlunar fyrr en %-rt. april það ár. Þessi dráttur, sem varð á endanlegri afgreiðslu fjárhags- áætlunar gaf aftur á móti mögu- leika á þvi að sjá betur fyrir en oftast áður hver tekjuþörf hinna ýmsu stofnana borgarinnar raun- verulega væri og áætla i sam- ræmi við það. Að sjálfsögðu ber reikningur ársins þessu vitni og þvi eru ýms- ir gjaldaliðir nær fjárhagsáætlun en oft áður. Um hin nýju tekjustofnalög voru höfð mörg orð og ekki öll falleg. Talað var um, að þau þrengdu mjög kosti sveitafélag- anna og gæfu þeim engan veginn nægjanlegt svigrúm i tekjuöflun. Það var talað um,að með þessum lögum væri alveg sérstaklega gengið á hlut Reykjavikur. Það var borið fundarboð I nær hvert hús i Reykjavik, sem bar yfir- skriftina „Vegið að hagsmunum Reykjavikur” og á þessum fundi töluðu fulltrúar borgarstjórnar- meirihlutans og þar á meðal þá- verandi borgarstjóri. Hér i borgarstiórn var einnig minnzt i nokkur skipti á þessa ógn sem steðjaði að fjárhagslegri stöðu og afkomu borgarinnar og þegar við borgarfulltrúar vinstri flokkanna reyndum að benda á,að i tengslum við þessi lög, sem á- kveða tekjustofnana, væri einnig ákveðið um breytta verkaskipt- ingu, sem létti umtalsverðum út- gjöldum af borgarsjóði, þá vorum við kallaðir borgarfulltrúar rikis- stjórnarinnar og þannig gefið i skyn.að við fórnuðum hagsmun- um umbjóðenda okkar fyrir þjónkun við óvinveitta rikis- stjórn. Með tilkomu þessa borgar- reiknings, sem sýnir svart á hvitu afkomu borgarsjóðs undir hínum nýju lögum, ætti að vera hægt að leggja niður deilur um hugsan- legar afleiðingar.en snúa sér þess i stað að þvi að skoða staðreyndir. Það hlýtur að gleðja mjög borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að svartsýni þeirra og ótti var með öllu ástæðulaus. Ég ætla þvi að vona — þar til annað kemur i ljós — að þeir fylgi góðu fordæmi Ara fróða, að hafa það,sem sannara reynist, þegar þeir ræða tekjustofnalögin hér eftir. Að visu kom það ekki fram i framsöguræðu borgarstjóra, að það hefði komið honum á óvart hve fjárhagsstaða borgarinnar er góð og bendir það óneitanlega til þess.að hann hafi ekki verið með öllu grunlaus um áhrif þeirra. Enda þarf ekki mjög illgjarna hugsun til þess að láta sér detta það í hug að með afstöðu sinni til tekjustofnalaganna, þegar þau voru i mótun,hafi þeir fyrst og fremst verið að styðja flokks- bræður sina á Alþingi i stjórnar- andstöðu þar. En það er grár leikur að reyna siðan að sanna kenninguna um þrönga tekjustofna sveitafélaga með þvi að skattleggja Reykvik- inga að lögleyfðu hámarki og þó heldur betur. Svo hátt var boginn spenntur þegar fjárhagsáætlun ársins 1972 var samþykkt, að þær tekjur, sem gert var ráð fyrir að innheimta i útsvörum, náðust ekki,þótt nýttar væru itrustu heimildir tekjustofn- laga og útsvör innheimt með 10% álagi. Þrátt fyrir álög á útsvörin vant- aði 22millj. króna á að lög heimil- uðu borgarstjórnarmeirihlutan- um að skattpina fólk eins og þeir vildu og höfðu samþykkt að gera. Það hlýtur að vera forvitnilegt fyrir Reykvikinga að fá að vita það.hver útsvarsupphæðin hefði orðið ef ihaldið hefði haft óbundn- ar hendur um álagninguna, þegar til þess er hugsað, að þetta voru taldir af þeirra hálfu þröngir tekjustofnar. Þegar þessi reikningur er skoð- aður, er það einkum þrennt,sem vekur sérstaka athygli. 1. Hvað framkvæmdafél. borg- arinnar hefur vaxið mikið. 2. Hvað tekjur borgarinnar hafa hækkað mikið. 3. Hvað riflega hefur verið á- ætlað fyrir rekstrargjöldum. Árið 1971 eða á siðasta ári fyrri tekjustofnlaga varð fé til fram- kvæmda á eignabreytingareikn- ingi 283.969.472 krónur. 1 þessum ársreikningi er hins vegar fært á eignabreytinga- reikning 680.429.788 eða 396.460.316 krónum hærri upphæð en árið áður. Þannig hefur fram- kvæmdafé borgarinnar vaxið i krónutölu um 142% á milli ára. Ó- sjálfrátt hlýtur maður að spyrja: Hvað hefðu rýmri tekjustofnalög gefið? Tekjur á rekstrarreikningi borgarsjóðs hafa hækkað úr tæp- lega 1.913 milj. i rúmlega 2.306 milj. eða rúmar 393 miljónir á milli ára. Þegar þessar siðustu tölur eru skoðaðar.þá verður að hafa það i huga að með breyttri verkaskipt- ingu á milli rikis og sveitafélaga var létt af borgarsjóði verulegum útgjöldum eins og t.d. löggæzlu- kostnaði, kostnaði við almanna- tryggingar og hluta af kostnaði við sjúkrasamlag. Samtals var þannig létt af borgarsjóði útgjöldum, sem sparnaðarnefnd taldi, að numið hefðu tæpum 400 milj. á árinu 1972. Raunverulega hafa þvi tekj- ur á rekstrarreikningi hækkað um nær 800 milj. á milli ára. Til að leggja enn frekari á- herzlu á kenninguna um þrönga tekjustofna áætlaði borgarstjórn- armeirihlutinn mjög riflega fyrir öllum rekstrargjöldum.en áætlaði jafntframt,að tekjur myndu skila sér illa. Þegar i ljós kom,að lög heimil- uðu ekki,að innheimt yrði öll sú upphæð, sem ihaldið hafði sam- þykkt að leggja á Reykvikinga og munaði þar 22 milj. og þegar kaupgjaldsvisitala hækkaði úr 109.29 stigum i 117 stig 1. júli 1972 þá taldi borgarstjórnarmeirihlut- inn,að i algjört óefni væri komið og að nauðsynlegt væri að gripa til niðurskurðar. Þvi var samþykkt að lækka framlag til gatnagerðar um 50 milj. króna. Nú þegar niðurstöður reikn- ingsins liggja fyrir, kemur ýmis- Iegt skrýtið i ljós. Til gatnagerðar var varið i fjárhagsáætlun kr. 462.6 milj. en i gatnagerð var eytt samkvæmt reikningi kr. 492.6 milj. og hafði þá verið samþykkt 50 miljón króna lækkun á þessum lið. Þá kemur það einnig i ljós,að tekjur borgarinnar fóru um 95 milj. kr. fram úr áætlun, en rekstrargjöld eru um 30 milj. króna undir áætlun. Ekki er framkvæmdaáhuginn á öllum sviðum jafn mikili og i gatnagerðum. Sigurjón Pétursson, borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins. Á siðasta ári fyrri tekju- stofnlagai 1971, varð fé til framkvæmda á eignabreytingareikn- ingi 284 miljónir króna. í ársreikningi fyrir|1972 er fært á eignabreyt- ingareikning 680 milj- ónir króna. Framkvæmdafé borgar- innar óx þvi á einu ári um 142% Á siðasta ári hækkuðu tekjur borgarinnar um nær 400 miljónir króna. Hvað hefði orðið, ef i- haldið hefði fengið að skattpina borgarana að vild? í skýrslu endurskoðun- ardeildar segir: Enn- þá hefur ekki tekizt að komast að fullu fyrir það, að tekjur og gjöld séu færð á ranga, liði og jafnvel röng fyrir- tæki. Til leikvalla var áætiað 5 milj. króna>en þar tókst ekki að vinna fyrir nema tæplega 4.5 miij. Til skemmtigarða voru áætlaðar 3 milj. króna og þar tókst ekki að vinna fyrir nema 1.7 miij. króna. tþróttamannvirki var áætlað að byggja fyrir 35. milj. króna en þar var ekki framkvæmt fyrir nema 17 milj. Einhver hefði haldið með hlið- sjón af þvi, að eitt aðai stefnumál núverandi borgarstjóra er fegrun borgarinnar, að hann hefði beitt sér fyrir þvi,að fjárveiting til skemmtigarða hefði verið notuð betur á árinu að ekki sé talað um að ónotaðar voru 6.3 miilj. af þvi fé, sem verja átti til gatna- hreinsunar og telur vist enginn að göturnar hafi verið ofhreinsaðar. Þá hefðu vafalaust einhverjir reiknað með, að forseti borgar- stjórnar hefði talið fulla ástæðu til að reisa iþróttamannvirki fyrir þessar 18 milj., sem ekki vannst timi til að vinna úr. Eitt af þvi sem vekur athygli i þessum reikningi — enda óvenju- legt — er það.að Borgarspitalinn sem var áætlaður með 10 milj. króna halla skilar nú 4.7 milj. krónum i tekjur. Skýringin á þessu er sú, sem kemur fram i greinargerð borgarritara, að greitt var allt árið aukadaggjald vegna halla fyrra árs en daggjöldin eiga eins og kunnugt er að standa undir rekstri spitalans. í greinargerð borgarritara er litil tafla yfir rekstrarafkomu spitalans i nokkur ár. Þar kemur fram að rekstrarhalli árið 1968 var kr. 41.0 milj. árið 1969 var kr. 24.1 milj. árið 1970 var kr. 1.0 milj. árið 1971 var kr. 9.6 milj. árið 1972 afgangur 4.7 milj. A þessari litlu töflu geta menn séö, að viðreistnarstjórn er horfin 'frá völdum á Islandi Þessum reikningi fylgir eins og jafnan áður skýrsla endur- skoðunardeildar. Hún er um margt athyglisvert og vil ég drepa þar stuttlega á nokkur atriði. Þar er m.a. bent á,að 8 kvöld- sölustaðir eru ekki á innheimtu- skrá hjá innheimtudeild,sem eru á skrá hjá borgarlækni. Þetta verður að telja vægast sagt léleg tengsl milli aðila innan boargakerfisins og verður að krefjast nánari tengsla milli þessara aðila. Þá er vakin athygli á þvi,að vörubifreiðakostnaður sorpeyð- ingarstöðvar fari verulega fram úr áætlun og þvi bætt við^að fastur aðkeyptur vörubfll sé i akstri fyrir stöðina. Ótrúlegt er, ef þetta er hag- kvæmasta og ódýrasta lausnin á akstursþörf stöðvarinnar, og óeðlilegt verður að teljast, að engin frekari skýring skuli gefin á þessum viðskiptum. Þá kemst ég ekki hjá að taka undir þá skoðun endurskoðunar- deildar að 547.898 kr. sé óeðlilega hátt kostnaðarverð fyrir 18 ferm. vinnuskúr á hjólum. Þegar kostnaðarverð á vinnuskúr fer i 10.000 kr. pr rúmm. þá er vissu- lega full ástæða til að fara fram á nánari skýringar á verðinu. Ennþá hefur ekki tekizt að komast að fullu fyrir það að tekj- ur og gjöld séu færð á ranga liði og jafnvel röng fyrirtæki. Hjá Malbikstöð, Grjótnámi og Pipugerð ruglast tekjur milli fyrirtækja eða eru vantaldar. Eitt er þó sammerkt hjá öllum fyrir- tækjunum þau tekjufæra ekki inneignir sinar á ávisana- reikningi i Langholtsútibúi Landsbankans. Bókhald þessara fyrirtækja þarf greinilega meira aðhald. Þá er minnt á það i skýrslunni að við endurskoðun ársreiknings 1971 hafi verið vakin athygli á þvi að ekki voru fyrir hendi skulda- bréf fyrir 42 lánum, sem greitt hafði verið upp i. Það er A lán til starfsmanna Reykjavikurborgar. A það er jafnframt bent,að enn vanti skuldabréf fyrir 7 lánum. Þarna sýnist gæta litillar reglu- semi, samfara frjálslegri með- ferð á fjármunum. Ein athugasemd er alveg sér- staklega athyglisverð i skýrslu endurskoðunardeildar. Það er um liðinn 80.700 Innheimtugjald Hita- veitu þar segir: „Tekjur samkvæmt þessum lib eru vanfærðar um kr. 750 þús og er viðsk. mannareikningur Hita- veitunnar á sama hátt rangur. Viða er bókfærsla ekki i sam- ræmi við fjárhagsáætlun og viða er ekki farið eftir f járhagsáætlun bæði i rekstri og eignabreytingu. Ég verð að segja.að sjaldan hef ég séð alvarlegri athugasemdir i endurskoðunarskýrslu án þess að nokkrar skýringar séu gefnar. Þarna hlýtur að vera eitthvað meira en litið að og þarfnast það vissulega nánari og itarlegri at- hugunarsvið. Ég hef nú I fáum orðum vakið athygli á ýmsum þeim athuga- semdum, sem endurskoðunar- deild borgarinnar hefur gert við borgarreikninginn. A ýmislegt fleira er einnig bent i skýrslunni sem ég hef ekki rætt. Þó vil ég áður en ég hverf alveg frá henni taka eindregið undir þá tillögu endurskoðunardeildar, sem er raunar ekki ný hér i borgar- stjórninni, að tekjur af bensinfé og gatnagerðargjöldum verði færðar teknamegin i fjárhags- áætlunum framvegis, en ekki notaðar, sem frádráttarliður á kostnaði við gatnagerö. Nú að undanförnu hafa orðið nokkrar umræður um fjárhags- stöðu Hitaveitu Reykjavikur. Þær umræður gáfu mér tilefni til að lita lauslega á reikningslega stöðu fyrirtækisins. Reikningar Hitaveitunnar gefa það engan veginn til kynna að þar sé á ferð fyrirtæki, sem sé i fjár- hagskreppu. Heildartekjur Hitaveitunnar árið 1972 voru 384.694. þús. krónur. Rekstrargjöld fyrir- tækisins voru aftur á móti aðeins kr. 150.498 þús. Þannig að mis- munurinn á tekjum og rekstrar- gjöldum var á árinu 234.196 þús. Af þessum tekjum fóru kr. 13.340 þús. I afgjald i borgarsjóð en af- gangurinn afskriftir og rekstrar- hagnaðir, samtals kr. 220.8 milj. var varið til nýrra framkvæmda. Fyrirtæki, sem getur varið rösklega helmingi heildartekna sinna árlega til nýrra fram- kvæmda.lítur ekki út fyrir að vera i verulegri fjárhagslegri klemmu. Þegar fjárhagsáætlun ársins 1972 var afgreidd hér i borgar- stjórn, þá fluttum við borgarfull- trúar vinstri flokkanna ekki breytingartillögur við einstaka liði áætlunarinnar heldur skýrð- um afstöðu okkar I itarlegri bókum. Þar vöktum við meðal annars athygli á þvi, að ótrúlega hárri fjárhæð væri varið til fram- kvæmda á eignabreytinga- reikningi og að ósennilegt væri,að takast myndi að framkvæma fyrir allt það fé eins og vinnu- markaði var þá háttað. Það hefur nú komið i ljós,að þessi skoðun okkar var rétt. Það hefur einnig komið i ljós.að hin nýju tekjustofnalög og aðrar breytíngar á verkaskiptingu rikis og sveitarfélaga skila borginni góðri og batnandi fjárhagsstöðu. Enn mun þetta batna með til- komu nýrra laga um aukna þátt- töku rikisins i t.d. byggingu og rekstri barnaheimila. Það verður þvi að ætlast til þess að Sjálfstæðisflokkurinn láti af skattpiningarherferð sinni á hendur Reykvikingum þann skamma tima, sem hann á eftir aö halda meirihluta sinum. Laugardagur 21. júli 1973. ÞJ6ÐVILJINN — StÐA 9 Reikningur villandi Bókun minni hluta borarstjórnar um reikninga Reykjavíkur fyrir 1972 Við afgreibslu ársreiknings Reykjavikurborgar fyrir 1972 óskum við undirritaðir borg- arfulltrúar að taka eftirfar- andi fram: Reikningur Reykjavikurborg- ar fyrir árið 1972 gefur viliandi hugmynd um greibslustöðu borgarsjóös og sýnir hana mun betri en hún raunveru- lega er. Veldur þar mestu rangt mat veltufjármuna. Gifurlegt fé, sem raunveru- lega er rekstrarkostnaður, er fært til eignar og metið sem veltufé. Þannig er t.d. fé, sem tapazt hefur um árabil I rekstri S.V.R. og I rekstri B.Ú.R. fært borgarsjóði til eignar þótt vit- að sé, að það kemur ekki aftur I borgarsjóð. Jafnframt metur ársreikn- ingur fé þetta alit til veltufjár- muna, þ.e. fjármuna, sem borgarsjóður geti innan árs náð inn i rekstur sinn. Er greiðslustaða borgarsjóðs þannig bætt á pappírnum. Langtimalán til fyrirtækja, t.d. 26 milj. kr. lán til Pipu- gerðar er fært sem skamm- timalán og metið til veltufjár- muna borgarsióðs. Til skammtimaskulda eru ekki taldar afborganir næsta árs af langtimalánum um 50 milj. kr. og veltufjármunir þannig oftaldir. Ekki er sam- ræmi á mati veltufjármuna borgarsjóðs og hinna ýmsu fyrirtækja. Færslur á vaxtatekjum frá ýmsum fyrirtækjum t.d. S.V.R. og Framkvæmdasjóði eru aöeins sjónarspil þar sem borgarsjóður leggur þessum aðilum fé sem óafturkræft framlag tii þess að þeir geti greitt borgarsjóði vexti, sem hann reiknar sér sem tekjur. Vib teijum, að afskrifa eigi skuld B.Ú.R Framlag úr borg- arsjóði,til Framkvæmdasjóðs kemur B.Ú.R. ekki að notum. Þá teljum við óviðunandi, að reikningurinn sýni ekki úti- standandi skuldir eins og þær eru um áramót. Á bókfærsluspjöldum borg- arsjóðs eru útistandandi barnsmeðlög um 90 milj. kr. hærri en ársreikningurinn gef- ur upp. Skuldir þessar hafa ekki verið afskrifaðar og eru þvi eign borgarsjóðs, en finn- ast hvergi í reikningunum. Við teijum nauðsynlegt, að við gerð næsta reiknings verði framangreind atriði leiðrétt. Guðm. G. Þórarinsson Björgvin Guðmundsson Steinunn Finnbogadóttir Alf. Þorsteinsson Gerður Steinþórsd. Sigurjón Pétursson Adda Bára Sigfúsdóttir. íslenzkir og grænlenzkir skátar á móti í Skagafirði Skátamót var haldið að Hamri i Hegranesi I Skagafirði um siðustu helgi, og stóð mótið raunar frá fimmtudegi til sunnudags. Skátar komu viðsvegar að af landinu til mótsins, en lengst að komnir voru fjórir grænlenzkir skátar, sem tóku þátt I mótinu. Grænlending- arnir fluttu skemmtiefni frá heimalandi sinu og var glatt á hjalla eins og venja er á skáta- mótum. Hér koma tvær svip- myndir af mótinu. A annarri er ungur skáti að elda á primus eins og vera ber i útilegu, en á hinni myndinni er stúlka frá Græn- landi, einn grænlenzku skátanna á mótinu. (Ljósm. Ari Guð- mundsson, Sauðárkróki). Þrjár bækur íslenzkra höfunda frá Heimskringlu Þrjár nýjar bækur eru komnar út hjá Heims- kringlu — ljóðabækur eftir Pétur Gunnarsson og Baldur Óskarsson og sjónvarpsleikrit eftir Erling E. Halldórsson. Splunkunýr dagur heitir bók Péturs Gunnarssonar, fyrsta bók höfundar. Hún geymir 55 ljóð, sem skipt er i tölusetta flokka og siðan er hvert ljóð merkt tölustöf- um og bókstöfum. Bókinni lýkur á svofelldri hvatningu: nú skaltu frjáls og æska I hverju svari orð þin vængjuð spinna nýjan sannleik sjálft lifið er I vil og ljós heimsins i hjörtum okkar. Gestastofa nefnist þriðja ljóða- bók Baldurs Óskarssonar, sem einnig hefur»itað smásögur og skáldsöguna Dagblað. Þar segir á einum stað: Alskæra veröld, höldumst I hendur. Og hnútur timans raknar aldrei, aldrei. Rúmum fjörtiu kvæðum bókarinnar er skipt i forleik, fjóra bálka og að lokum fara þýðingar á þrem ljóðum Frederico, Garcia Lorca. Bókin er 72 bls. Sjónvarpsleikrit Erlings E. Halldórssonar, Tóiffótungur hefur áður birzt i Timariti Máls og Menningar —eru nú gefin út af leikritinu sérprentuð 300 eintök. Hákon Bjarnason Um sóöaskap í Þórsmörk t tilefni af fréttum útvarpsins og grein I Þjóðviljanum, þ. 16. og 14. júli um óhreinlæti i Húsadal i Þórsmörk, svo og um girðinguna um Mörkina vil ég taka eftir- farandi fram: Skógrækt rikisins lét friða Þórsmörk og Goðaland fyrir hartnær hálfri öld. Hefur það ein- göngu hvilt á hennar herðum að verja landið fyrir beit, og einnig hefir það fallið I hennar hlut að sjá fyrir salernum, vatnslögn og sorphreinsun, nema i Langadal, þar sem Ferðafélag tslands hefur skála sinn. Þórsmörk hefur allt frá fyrstu tið verið opin ferðafólki á sama hátt og flest önnur skóglendi Skógræktar rikisins, enda eru þetta fjölsóttustu staðir landsins að sumarlagi. Með vaxandi um- ferð ár hvert hefur reynzt æ erfiðara að þrifa löndin eftir dvöl manna og halda við hreinlætis- tækjum. Um mörg ár hefur verið farið fram á sérstakar fjárveitingar til þess að geta veitt ferðafólki sæmilegan aðbúnað og til hreinsunar eftir dvöl þeirra, sem voru hirðulausir um frágang sinn. Þessu hefur ávalt verið synjað. Nú er svo komið, að Skógrækt rikisins hefur ekkert fé aflögu til að sinna hreinsun eða viðhaldi hreinlætistækja. Þvi var það I vor, að ég sagði starfsmönnum minum, að réttast væri að láta hreinsanir vera að mestu til þess að menn mættu sjá hversu ástandið yrði. Þá kæmi og i ljós, hvað þeir hefðu lagt á sig á undanförnum árum i þágu gesta sinna. Af þessum ástæðum var ekki hreinsað til i Húsadal i allt vor. Ég vona, að af þessu megi sjá, hvers konar fólk það er, sem meðal annarra hefur lagt leið sina i Þórsmörk allt frá þvi á páskum, en þó einkum um og eftir hvitasunnuna. Meðal slikra má nefna ýmsa starfsmannahópa frá ýmsum fyrirtækjum, sem haga sér verr en nokkrir villimenn úti i guðs grænni náttúrunni. Skógrækt rikisins hefur mörg- um þarfari störfum að sinna en að annast sorphreinsun eftir fólk, og þar til fást peningar til að hafa eftirlit með sllkum stöðum sem Þórsmörk, verður varla hjá þvi komizt að banna ferðir um Mörkina, nema á vegum Ferða- félags íslands. Það, sem Þjóðviljinn segir um ástand girðingarinnar um Mörkina, er byggt á ókunnug- leika. Á vetrum skemmist girðingin allviða og er á stundum tekin upp á nokkrum stöðum vetrarlangt meðan ekkert fé er fyrir innan hana. Hún er reist að nýju og endurbætt á hverju vori eða sumri um sama leyti og rekið er á fjall. Að vísu er hún gömul orðin og fornfáleg, en hún er a.m.k. fjárheld að viðgerð lokinni. Annað mál er, að bæði skilja margir eftir opin hlið ásamt þvi, sem verra er, að girðingin er oft eyðilögð á ýmsum stöðum skömmu eftir að fé er rekið til fjalls. Svo var t.d. i fyrra á þrem stöðum, og nú síðast i fyrri viku. er rofið var skarð i hana i Tind- fjallagili, greinilega af ásettu ráði til að hleypa fé inn. Afleiðingin er auðvitað sú, að Mörkin getur fyllzt af fé áður en nokkurn varir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.