Þjóðviljinn - 21.07.1973, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.07.1973, Blaðsíða 16
Pacific Ocean 'y—Jf MURUROfl AustraluP PNew. (Test site) Zealand territorial limit Canterbury Nætur- kvöld- og helgidaga- varzla lyfjabúðanna vikuna 13. til 19. júli er i Háaleitisapó- teki og Vesturbæjarapóteki. Slysavarðstofa Borgarspital- ans er opin allan sólarhringinn. Kvöld- næ tur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. W atergate-málið: Nixon neitar aðgang að heimildum WASHINGTON 20/7. — Nixon forseti kallaði orð- róm um að hann ætlaði að segja af sér vegna Water- gatemálsins bull og vit- leysu er hann kom af spítala í dag. Hann hefur legið í lungnabólgu. Við skulum láta aðra velta sér upp úr Watergate, sagði hann. Við ætlum að vinna okkar verk. Samdægurs barst um það frétt frá Hvíta húsinu að Nixon ætláð'i ekki að leyfa meðlimum þing- nefndar þeirrar sem fjallar um Watergatemálið að hlýða á þær segulbandsupptökur frá Hvita húsinu sem gætu haft gildi i málinu. Nefndin mun ef til vill leita til dómstóla um rétt til að fá segulböndin og þar með er allt reiðubúið fyrir uppgjör á vett- vangi stjórnarskrárinnar milli Nixons og Watergatenefndarinn- ar. 74 voru ákærðir fyrir samsæri í Grikklandi AÞtNt) 20/7. Herforingjastjórnin gríska hefur ákært alls 74 gríska liðsforingja og stjórnmálamenn, m.a. Karamanlis fyrrum forsætisráöherra, fyrir samsæri um að steypa stjórninni og koma Konstantln konungi aftur tii valda. Meðal hinna ákærðu eru og Averoff, fyrrum utanrikisráð- herra, tveir aðrir fyrrverandi ráðherrar og nokkrir af æðstu mönnum sjóhersins. Allir þeir, sem nefndir eru i ákæruskjalinu, að undanskildum Karamanlis og þrem sjóher- foringjum, sem eru i útlegð,sitja nú i gæzluvarðhaldi i Aþenu. I mai var gerð uppreisnartilraun i griska flotanum, og leitaði þá drjúgur hluti áhafnar eins herskips hælis á Italiu. 1 ákæruskjalinu segir, að nokk- ur herskip hafi átt að taka eyna Syros og neyða stjórnina til að segja af sér. Flótti undan fj öldamorðum GENF 20/7. — 300—400 manns flýja á hverjum degi frá Mið-Afr- ikiirikinuBurundi,þar sem stjórn hins rikjandi þjóðflokks hefur gengizt fyrir fjöldamorðum á. Um 85 þúsund manns hafa að undanförnu flúið til nágranna- rikjanna, Tanzaniu, Zaire og Rw- anda. 392 milj. kr. viðlaga- gjald í Reykjavík Viðlagagjald er nýr gjaldliður hjá skatt- þegnum, og er það lagt á vegna eldgossins á Heimaey. Viðlagagjald er lagt á eignarskatt, útsvarog aðstöðugjaId. Samtals er gjaldið i Reykjavik um 392 milj. króna. Einstaklingar greiða 225 miljónir, en fyrirtæki 167 miljónir kr. Af eignaskatti ein- staklinga fást 27 milj., af eignaskatti fyrir- tækja 28 milj. kr. Af út- svari einstaklinga fást 164 milj., en af útsvari fyrirtækja 56 þús. kr. Af aðstöðugjaldi ein- staklinga fást 31 miljón, en af aðstöðu- gjaldi fyrirtækja 139 miljónir króna. Glistrup verður með 130 fram- bjóðendur KAUPMANNAHÖFN 20/7 Mogens Glistrup,sem er frægur fyriraðkenna mönnum að svikja undan skatti, mun bjóða fram um 130 frambjóðendur I næstu þing- kosningum. Framfaraflokkur hans hefur þegar safnað 40 þúsund meðmælendum til þátt- töku í þingkosningunum í haust. 179 manns sitja á danska þinginu. Þessi mynd sýnir afstöðu Mururoaeyjaklasans, þar sem Frakkar ætla að gera tilraunir sfnar. Stærri teikningin sýnir bæði landheigislinuna og hættusvæðið, staðsetningu freigátanna, sem um ræðir I greininni eins og hún var fyrir skemmstu og svo mótmælendaskipa, sem Frakkar hafa viljaðdraga á brott. , Tilraun frestað vegna veðurs en Frakkar sprengja um helgiiia PARtS 20/7. — Franskir kjarnorkufræðingar halda þvl fram, að fyrstu sprengingunni i tiiraunum Frakka með atómvopn á Mururoa I Kyrra- hafi hafi verið frestað i gær vegna veðurs, en ekki af tæknilegum ástæðum. Aður höfðu borizt fréttir frá Nýja-Sjálandi um, að spreng- ingunni hafi verið frestað, vegna þess að á siðustu stundu hafi komið upp erfiðleikar i sambandi við loftbelginn, sem lyfta átti atómhleðslunni. Skipið Otago, sem Nýsjá- lendingar hafa sent á vettvang til að mótmæla sprengingunni, heldur áfram siglingu sinni inn að 12 milna landhelgi Mururoaeyjaklasans og er langt fyrir innan það 72 milna hættusvæði, sem Frakkar hafa bannað skipum að sigla inn fyrir. Ahöfn freigátu þessarar er við öllu búin. Rétt við hættusvæðið er ástralska freigátan Canterbury og birgðaskipið Supply. Frönsk njósnaflugvél flaug yfir Otago i gær, en ekki er talið liklegt, að Frakkar reyni að koma skipinu út af hættu- svæðinu. Talið er vist, að fyrsta sprengingin fari fram um helgina þrátt fyrir frestunina. Það er til þess tekið, að skömmu áður en Frakkar til- kynntu um fyrstu spreng- inguna undirrituðu þeir samning um bann við kjarnavopnum i Rómversku Ameriku — og hafði það komið nokkuð á óvart, ekki sizt með tilliti til þess, að stjórn Perú hefur heitið þvi að sllta stjórn- málasambandi við Frakka, ef þeir hverfa ekki frá áformum sinum um sprengingar á Mururoa. HANDVIRKAR SÍM- STÖÐVAR í EYJUM þar til ný stöð kemur eftir ár t ráði er að setja upp í Vest- mannaeyjum handvirkar sim- stöðvar, sem gætu þýtt 100 til 200 númera aukningu. Varla er hægt að búast við frekari aukningu fyrr en 1. júli næsta ár, en þá verður ný sjálfvirk stöð tengd i Eyjum. Þetta kom fram i spjalli við Magnús Magnússon, bæjarstjóra i Eyjum. Hann sagði, að þegar sjálfvirka stöðin i Eyjum var tekin niður, hefðu hlutar úr henni dreifzt um allt Reykjavfkur- svæðið og kannski viðar. Þetta kom Vestmannaeyingum til góða að hluta til, þegar þeir fluttu sima sina til lands. Ekki er vitað, hvort fyrirvaralaust verður hægt að tengja sima i Viðlagasjóðshúsin, •þar sem álag á simakerfi eru mjög mismunandi á hinum ýmsu stöðum. Aftur á móti var sim- stöðin I Eyjum sams konar og notaðar eru viðast hvar úti á landi, þannig að það má nota hluti úr Eyjastöðinni til að bæta við á öðrum stöðum. I Vestmannaeyjum var 1600 númera stöð og i notkun voru um 1500 númer, þegar gosið hófst. Eftir að simstöðin var flutt var sett upp 90 númera stöð i Eyjum, en um 100 Reykjavikurnúmer hafa verið i notkun að undanförnu Eyjum. sj Tundurdufl í vörpuna Rétt fyrir kl. 7 á fimmtu- dagskvöldið sendi togarinn Narfi Landhelgisgæzlunni boð um, að tundurdufl hefði komið í vörpuna. Þyrlan Gná var þá send af stað með sprengjusérfræðing Land- helgisgæzlunnar og flaug með hann að Arnarstapa, en þaðan fór hann i trillu út að togaranum. Duflið reyndist vera frá þýzka hernum frá þvi i siðustu heims- styrjöld. Voru bæði hvellhettur og forsprengjan virk i þvi og duflið þvi stórhættulegt. Það gerist nú heldur fátiðara, að islenzk fiskiskip setji i tundur- dufl, en slikar sprengjur hafa sökkt nokkrum islenzkum skip- um. Framhald á bls. 15. Norðmenn hjálpa Norður- Víetnam OSLO 20/7. — Norðmenn ætla að beina aðstoð sinni til uppbyggingar I Norður-VIet- nam að þvi að efla fiskveiðar I landinu. Þegar á þessu ári munu þeir senda útbúnað I fiskiðjuver til landsins. Norðmenn munu einnig reisa skipasmiðastöð fyrir fiski- báta i Norður-Vietnam og sjómannaskóla i Haiphong. N asist af lokkur býður fram í Svíþjóð í haust STOKKHOLMI 20/7 Nasistaflokkur mun bjóða fram til kosninga á Norður- löndum i fyrsta sinn eftir strið i Sviþjóð i haust. Hinn svonefndi Norræni ríkis- flokkur mun leggja fram landslista og er þar efstur á blaði Göran Moredsson ritstjóri frá Strængnes. Uá Almennar upplýsingar um Jæknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Lækna- félags Reykjavikur, simi 18888. Laugardagur 21. júli 1973.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.