Þjóðviljinn - 21.07.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.07.1973, Blaðsíða 1
UOWIUINN Laugardagur 21. iúli 1973. — 38. árg. —165. tbl. ÞAÐ BORGAR SIG AO VERZLA Í KRON k á OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 7. NEMA LAUGARDAGA TIL KL. SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3 SlMI 40102 smiðja í Hvalfirði? 65% í eigu íslenzka rikisins, ef til kemur Síðustu daga hafa farið fram í Reykjavík fram- haldsviðræður milli við- ræðunefndar um orku- frekan iðnað/ sem starfar á vegum ísíenzku rikis- stjórnarinnar, annars vegar og fulltrúa banda- ríska auðhringsins Union Carbide hins vegar. Viðræður þessar hafa snúizt um að reisa hér á Islandi járnblendiverk- smiðju sem væri að nálega 2/3 í eigu íslenzka ríkisins en að rúmum þriðjungi í eigu hringsins. I fréttatilkynningu, sem fjölmiðlum hefur verið send um málið segir, að viðræðurnar hafi borið jákvæðan árangur, og verða niðurstöður nú sendar rikisstjórninni. Þjóðviljinn mun á morgun birta viðtal við AAagnús Kjartansson, iðnaðarráðherra um málið, en í fréttatilkynningu ráðu- neytisins segir: „Dagna 16. til 20þ.m. hafa farið fram viðræður i Reykjavik milli fulltrúa Union Carbide Corporation, New York og við- ræðunefndar um orkufrekan iðnað. Rætt hefur verið um byggingu ferro-silikon bræðslu, sem staðsett yrði i Hvalfirði. Ráð er fyrir þvi gert, að islenzka rikið eigi 65% af hlutafé fyrirtækisins, en Union Carbide Corporation 35%. Stofnkostnaður bræðslunnar er áætlaður nálægt 2500 milj. kr., en árlegt framleiðsluverðmæti um 1000 milj. kr. Bræðslan mun þurfa 55-65 MW raforku, sem hún mundi fá frá væntanlegri Sigöldu- virkjun. Viðræður þessar báru jákvæðan árangur, en niður- stöður þeirra verða nú sendar rikisstjórn íslands og stjórn Union Carbide Corporation til at- hugunar. Mun viðræðunefnd um orkufrekan iðnað senda rikis- stjórninni skýrslu um málið fljót- lega. Af hálfu Islendinga voru þessar viðræður i höndum viðræðu- nefndar um orkufrekan iðnað, sem starfar á vegum Iðnaðar- ráðuneytisins, en i nefndinni eru hæstaréttarlögmennirnir Ingi R. Helgason . og Ragnar ólafsson, Steingrimur Hermannsson, Framhald á bls. 15. Lúðvík Jósepsson um byggingarmál Seðlabankans: Rís járnblendiverk Krafan um frestun er sjálfsögð Til mln hefur aldrei verið leitað um byggingarleyfi, vegna fyrirhug- aðs Seðlabankahúss, enda er ég ekki sá aðili, sem hef með það að gera. Þannig fórust Lúðvik Jósepssyni, viðskiptaráðherra orð, þegar Þjóðviljinn innti hann eftir hans hlut i sambandi við fyrirhugaða byggingu Seðlabankans við Arnarhól, en Lúðvlk er nú staddur á Austurlandi i sumarleyfi. i bankakerfinu, sem sérstök bankamálanefnd á vegum rikis- stjórnarinnar hefur undirbúið, og mér er mikið áhugamál að nái fram að ganga. * Hér standa þær vinkonur yfir lestarborðunum. Ásta er framar á myndinni en Dóra fyrir aftan. (Ljósm. Gunnar Steinn) Ekkert hik á kvenfólkinu Farnar að yinna um borð í togurunum Vöndu karlana af riddaramennsku Það færist sifellt i vöxt að kvenfólk gangi inn I starfs- greinar, sem karlmenn hafa einokað áður og er ekki nema gott eitt að segja um þá þróun. Við fréttum, að nú væri eitt virkið enn fallið og það sem liklegast var til að standa einna lengst. I sumar hafa tvær stúlkur unnið við upp- skipun úr togurum hjá Togaraafgreiðslunni. Upp- skipun hefur löngum þótt með meiri puðvinnu svo við ákváð- um að rölta niður á kaja og inna stúlkurnar eftir þvi hvernig þær þrifast. Þegar við komum voru eyrarkarlar — og -kerlingar — að koma úr kaffi og við stoppuðum stúlkurnar tvær við landganginn upp á togarann Narfa og spurðum þær að nafni. Þær kváðust heita Dóra Stefánsdóttir og Asta Arna- dóttir. Dóra er 18 ára og stundaði i vetur nám við Menntaskólann við Hamrahlið en Asta er tveimur árum yngri og var i Vogaskóla i vetur: Við spurðum, hvernig þeim likaði. — Vel á fimmtudögum þvi þá er útborgaö, var svarið. Hvort starfið væri erfitt? Nei, nei. Þær hafa þann starfa aö þvo lestarborð og voru hinar viga- legustu ásýndum er þær höfðu sett á sig svunturnar og tekið sér bursta i hönd. Þær létu vel af karlmönnunumtsem vinna meö þeim. Fyrst fengu þær að visu varla að hreyfa sig fyrir þeim, þvi þeir vildu gera allt fyrir þær. — Við erum sem betur fer löngu búnar að venja þá af þvi, sögðu þær. — Og hvernig er kaupið? Hafið þið sama kaup og karlarnir? — Auðvitað, annars hefðum við ekki farið að vinna hérna. Vib höfum 10-12 þúsund á viku fyrir tiu tima vinnudag. Við erum ánægðar með það. Þær kváðust aldrei hafa unnið við svona erfiðisvinnu áður. — Við höfum hingað til veriöi svona stúlknastörfum á sumrum, sögðu þær. Dóra er búin að vera við uppskipunina i tvo mánuði og Ásta i þrjár vikur. Þær kváðust ætla að vinna þarna út sumarið og létu i ljós von um að fleiri kynsystur þeirra bættust i hópinn. Þær sögðu.að fyrst eftir að þær byrjuðu hefði verið mikið um að fólk kæmi niður á bryggju og ræki i rogastanz þegar þabsá stúlkur um borð i togurunum. — Þetta getur ekki verið stelpa, var algengt að heyra fyrstu dagana. En þetta komst fljótt i vana. Aðspurður sagði einn aldraður vinnufélagi þeirra af karlkyni, að þetta væru fvrir- taks stúlkur og alveg ágætt að vinna með þeim. Vonandi verbur þeim stöll- um að ósk sinni ab fleiri stúlkur leggi uppskipun fyrir sig. —-ÞH. þingkjörnu bankaráði Seðlabank- ans og bankastjórn hans og ég hef ekki átt þar hlut að. Ég er reyndar þeirra þeirrar skoðunar, að það sé i alla staði eðlilegt og æskilegt, að bygg- ingarframkvæmdum Seðlabank- ans verði frestað, eins og Fram- kvæmdastofnun rikisins hefur mælzt til. Slikar framkvæmdir, og þar er ekki bara um Seðla- bankannað ræðageta vel beðið að minu viti og eiga að biða, þegar önnur eins þensla rikir i atvinnu- lifi þjóðarinnar og nú. Það er von min, að viðræður fulltrúa Framkvæmdastofnunar rikisins og Seðlabankans leiði til þess, að byggingarfram- kvæmdum verði frestað, en ég tel mig ekki hafa lögformlegt vald til að banna þær. Ég vænti þess einnig, að góð samstaða fáist á komandi hausti um þaðfrumvarp um hagræðingu Og Lúðvik bætti við: Það er fjarstæða, sem haldið hefur verið fram i blöðum, að það sé sérstaklega á minu valdi að stöðva þessa byggingu. Þessi ákvörðun hefur veriö tekin af Lúðvlk Jósepsson „Flugleiðir” 1 gær var lokið við að ganga frá sameiningu flugfélaganna Loftleiða og Fí. Var hinu nýja flugfélagi gcfið nafnið Flug- leiðir h/f. Formenn stjórnar þessa nýja flugfélags eru Örn Ó. Johnsen og Kristján Guð- laugsson og verður örn O. Johnson forstjóri flugfélagsins fyrstu 18 mánuðina, en Kristján Guölaugsson næstu 18 mánuði,cn ný stjórn fyrir félagið verður ckki kosin fyrr en 1976. Enn mun liöa langur timi þar til hið nýja flugfélag verður annað en nafnið tómt. Bæði Loftleiöir og Flugfélag tslands munu enn um sinn starfa áfram sem sérstök flugfélög, með sérstaka stjórn og sérstakan forstjóra hvort félag. Þó eru ákveðin smáatriði,sem hið nýja flug- félag, Flugleiðir h/f, mun yfir- taka frá báðum flugfélögun- um, rétt svona til hagræðis- auka. En ætlunin er að það yfir taki allan reksturinn þegar frá Ilður. —S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.