Þjóðviljinn - 14.10.1973, Blaðsíða 1
UÓBVIUINN
Sunnudagur 14. október 1973. —38. árg. —236. tbl.
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐ VERZLA í KRON
APOTEK
OPIÐ OLL KVOLD TIL KL. 7.
| NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2.
SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3
SÍMI 40102
Vertiðin að hefjast
við Húnaflóa:
Beint úr
rækjuna
Rækjuvertíðin er nú óð-
um að hefjast og sums
staðar eru rækjubátarnir
þegar farnir að róa, þótt
víða verði að bíða loka
sláturtíðar, þar sem vinnu-
afl fæst ekki í rækjuna fyrr
en sláturverkunum er lok-
ið.
Við Húnaflóa er rækju-
veiði aðallífsbjörgin í þorp-
unum á þessum árstíma og
þar voru sumir þegar farnir
að róa þegar Þjóðviljinn
hringdi norður fyrir helg-
ina.
Á kafi í slátrinu
— Hér vantar mannskap, sagði
Jón Alfreðsson kaupfélagsstjóri á
Hólmavik, fólk er á kafi i siátrinu.
Rækjuveiðin er þvi tæplega farin
af stað hjá okkur, en samanlagt
verða gerðir út frá Hólmavik og
Drangsnesi 11 bátar og aflinn
unninn i frystihúsum á báðum
stöðum. Við erum með vélar, sem
eiga að geta unnið samanlagt um
9 tonn af hráefni á sólarhring, en
þótt 8 bátar séu byrjaðir höfum
við ekki fram að þessu getað tekið
Framhald á bls. 19
Þcssa mynd tók ljósmyndari Þjóðviljans i gærmorgun af færcyskum slúdcntscfnum á llótel Esju. Eær-
eysku menntaskólanemarnir komu hingað til lands á fimmtudag og dvcljast i eina viku i kynningarferð
um lsland. Nánar eftir helgina.
Umrœðuhóparnir teknir til starfa
slátrinu í
Hinn almenni borgari í
fyrirrúmi í stefnumótun
um borgarmálefni
Það eru samanlagt 1700 tonn,
sem fiska má af rækju i Húnaflóa
og fjórir staðir, Hólmavik,
Drangsnes, Hvammstangi og
Skagaströnd keppa um magnið,
þvi ekki hefur til þessa náðst
samkomulag um skiptingu.
Fimm frá Skagaströnd
— Þeir verða fimm héðan á
rækjunni, sagði Kristinn Jó-
hannsson hafnarvörður á Skaga-
strönd, og þrir eru byrjaðir, hófu
veiðar um 1. október. beir hafa
aðallega haldið sig i Miðfirði og
Reykjarfirði og afli verið mjög
góður.
— Þeir gætu fiskað miklu
meira, sagði Kristinn, en aflinn
verður að miðast við afköstin i
landi. Vélin sem við höfum af-
kastar 5—6 tonnum á dag, svo
þegar hinir bátarnir bætast við,
verður að minnka skammtinn.
Nei, það borgar sig ekki að hand-
pilla. Það gerir enginn núorðið.
Kristinn sagði, að veiðisvæðin i
Húnaflóa væru svipuð og i fyrra,
þó mun betra nú i Reykjarfirði en
oft áður. Dálitið hefur verið um
leit i flóanum og alls staðar orðið
eitthvað vart, en óviða i veiðan-
legu magni.
Auk rækjubátanna veiðir hér
einn stór togbátur fyrir Skaga-
strönd og leggur þar upp og á
morgun, mánudag, fá þeir nýjan
skuttogara og verður þá mikið
um dýrðir, sagði Kristinn. Vinna
hefur verið stopul á staðnum, en
nú er unnið á tveim vöktum i
rækjunni, um 13 manns á hvorri
vakt.
Mikill áhugi var ríkjandi á
umræðufundum Alþýðubanda-
lagsins i Reykjavík um borgar-
málefni, sem hófust á fimmtu-
dagskvöldið.
Var fyrst haldinn sameigin-
legur fundur og gerð nánari grein
fyrir umræðuefnum, en siðan
skipt i umræðuhópa, sem starfa
munu reglulega næstu vikurnar
og vinna drög að stefnuskrá
Alþýðubandalagsins um málefni
borgarinnar — , og þá ekki siður,
borgaranna.
Sigurjón Pétursson útskýrði
þennan tilgang umræðuhópanna,
en borgarmálefnunum hefur
verið skipt i þrjá flokka: Lýðræði
og stjórnkerfi borgarinnar,
Skipulag og uppbygging
borgarinnar og Mannlif og sam-
félagshættir i borg. Þrir umræðu-
stjórar starfa i hverjum hópi og
er gert ráð fyrir, að hver
umræðuhópur haldi 3-4 opna
fundi, þar sem viðraðar verða
hugmyndir þeirra og leitað álits
fleiri félaga.
Umræðustjórar i hópnum um
lýðræði og stjórnkerfi
borgarinnar eru þeir Einar Karl
Haraldsson fréttamaður, Geir-
harður Þorsteinsson arkitekt og
Sigurjón Pétursson borgarfltr. 1
hópnum um skipulag og upp-
byggingu eru þeir umræðustjórar
Sigurður Harðarson arkitekt,
Vikar Pétursson rafeindafræð-
ingur og Þór Viglússon mennta-
skólakennari og i hópnum um
mannlif og samfélagshætti i borg
stjórna umræðunum þau Adda
Bára Sigfúsdóttir borgarfltr.,
Gisli B. Björnsson og Þorsteinn
Sigurðsson.
Samspil kjörinna fulltrúa
og almennra borgara
Gerð var grein fyrir þeim
m e g i n h u g m y n d u m , s e m
umræðusljórarnir höfðu rætt um
að starfa eftir en jafnframt tekið
lram, að auðvitað gætu allir i um-
ræðuhópunum hal'l áhrif á þær. 1
stjórnkerfishópnum höfðu menn
td. hugsað sér að fjalla lyrst og
fremst um valdsvið stofnana i
Framhald á bls. 19
ísraelar 30 km frá Damaskus:
Búist við úrslitaorrustu
TEL AVIV, DAMASKUS,
BEIRUT 13/10. — Eftir hlé yfir
blánóttina hófust i morgun á ný
bardagar á vigstöðvunum milli
Golanhæða og Damaskus.
Fregnum ber saman um að við-
nám Sýrlendinga fari nú harðn-
andi, og er talið að þeir muni
leggja flest eða allt i sölurnar til
að veria höfuðborg sina. tsra-
elskar hersveitir eru nú i aðeins
þrjátiu kilómetra fjarlægð frá
Damaskus og um ellefu kiló-
metra frá Katan, sem er ein
mikilvægasta bækistöð sýr-
lenska hersins. Er talið að þar
muni Sýrlendingar taka á öllu
sem þeir eiga til i þeim tilgangi
að stöðva sókn Israelsmanna.
tsraelsk vikingasveit
sprengdi i nótt i loft upp mikil-
væga brú hundrað kilómetra
norðaustur af Damaskus og
réðist i leiðinni á lest israelskra
hermanna á leið til vigstöðv-
anna. tsraelskar herdeildir
berjast nú á sýrlensku vigstööv
unum og einnig hafa borist
fréttir af jórdönskum her-
flokkum i slagnum þar, þólt
opinberlega sé Jórdania ekki
komin i striðið.
tsraelskri loftárás á
Damaskus snemma i morgun
var hrundið, og samkvæmt frá-
sögnum sjónarvotta voru að
minnsta kosti tvær árásarflug-
vélanna skotnar niður. Engu að
siður virðast lsraelsmenn hafa
alger yfirtök i lofti. A Sinai-vig-
stöðvunum er ennþá heldur
rólegt, en af israelskri hálfu er
búist þar fljótlega við endur-
nýjuðum árasum Egypta.
Svipmyndir úr umræðuhópunum
Ljósm. Þjóðv. A.K.