Þjóðviljinn - 14.10.1973, Síða 6
G SÍÐA — ÞJÓÐVILJIN Sunnudagur 14. október 1973.
UÚOVIUINN
MÁLGAGN SÓSíALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Otgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Fréttastióri: Eysteinn Þorvaldsson
ilitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
Askriftarverð kr. 360.00 á mánuði
Lausasöluverð kr. 22.00
Prentun: Blaðaprent h.f.
BEST ER HEILUM VAGNI HEIM AÐ AKA
Þjóðviljinn vill i dag minna á, að þrátt
fyrir brottför bresku herskipanna úr land-
helginni, brottför sem knúin var fram með
úrslitakostum rikisstjórnar íslands um
stjórnmálaslit milli landanna, — þá hefur
enn ekkert komið fram um að Bretar séu
fúsari en áður til að slaka til i samningum
um veiðar togaranna.
Til eru þeir menn, þótt fáir séu hér á
landi, sem halda þvi fram, að auðvelt sé
að gera bráðabirgðasamkomulag við
bresku rikisstjórnina um lausn fiskveiði-
deilunnar. Svo var reyndar að heyra nú i
vikunni, að formaður Alþýðuflokksins
væri t.d. slikrar skoðunar, en hann sagðist
i útvarpsþætti vera sannfærður um að við
gætum náð bráðabirgðasamkomulagi við
Breta, sem ekki væri aðeins fullsæmandi,
heldur tryggði einnig hagsmuni okkar um
árabil.
Á hverju byggja formaður Alþýðu-
flokksins og þeir, sem þannig tala, slikar
fullyrðingar?
Búa þeir yfir meiri vitneskju en aðrir
um að Bretar séu i raun tilbúnir að gera
við okkur samninga, sem séu fullsæmandi
og tryggi hagsmuni okkar? Sé svo þá
verður að gera þá kröfu, að þeir geri grein
fyrir slikri vitneskju.
Eða telja þeir e.t.v. að islensk stjórn-
völd, sem fyrir herskipainnrásina gerðu
itrekaðar tilraunir til að ná bráðabirgða-
samkomulagi við Breta.hafi með óbilgirni
af sinni hálfu komið i veg fyrir samkomu-
lag er tryggði hagsmuni okkar og við
værum fullsæmdir af?
Ef þetta er meining manna, sem tala
um auðvelda samningaleið, þá á þjóðin þá
skýlausu kröfu, að slikir menn geri hreint
fyrir sinum dyrum i þessum efnum og
upplýsi i hvaða tilliti þeir vilji bjóða
Bretum betur en gert hefur verið. Annað
er feluleikur, og meðan menn koma ekki
fram úr myrkrinu, er talið um auðvelda
samningaleið marklaust blaður.
Auðvitað væri létt verk að semja við
Breta með þvi, að fallast i meginatriðum á
þeirra kröfur, feta smánarslóðina frá
1961, en hverjir telja slikt sæmandi?
Hverjir telja þá leið tryggja hagsmuni
okkar?
Þegar þessi mál eru skoðuð, er rétt að
hafa i huga, alveg númer eitt, að Bretar
hafa aldrei verið til viðtals um að semja
við okkur á þeim grundvelli, að þeir
fengju að veiða hér eitthvað, stuttan tíma,
en að þeim tima liðnum lægi svo fyrir
viðurkenning þeirra á okkar landhelgi.
Nei þvi fer fjarri. Bretar áskilja sér ætið
allan rétt til að taka upp sama slaginn
aftur að loknu hugsanlegu samningstima-
bili.
Þá er á það að lita, að ef við semdum við
Breta nú og veittum þeim ákveðnar veiði-
heimildir, þá værum við ekki eingöngu að
veita þeim á ný rétt, sem við höfum frá
þeim tekið.til að nýta islenskar auðlindir,
heldur hlytum við þá að veita fjölmörgum
öðrum þjóðum hliðstæðan rétt á ný,
þjóðum sem virt hafa landhelgi okkar i
verki og lagt niður veiðar innan 50 milna
markanna.
Eða lætur nokkur sér detta i hug, að við
veitum Bretum, sem ráðist hafa á okkur
með herskipum, meiri rétt en öðrum er-
lendum þjóðum, er hér stunduðu áður
veiðar?
Þvi er það svo, að ef við gerðum nú
samninga við Breta, sem fælu i sér, að
þeir minnkuðu að visu eitthvað aflamagn
sitt frá þvi, sem nú er, en ekki verulega, —
þá þýddu slikir samningar alls ekki, að
dregið væri úr heildarsókn erlendra veiði-
skipa á íslandsmið frá þvi sem nú er,
meðan flestar þjóðir virða í verki útfærslu
okkar. Þeir.sem telja auðvelt að gera
samninga, verða einnig að svara þeirri
spurningu, hvernig þeir ætli að snúast við
kröfu Breta um ihlutunarrétt varðandi
lögsögu á islensku yfirráðasvæði. Er
nokkur sá islenskur stjórnmálamaður til
sem á nokkuð annað svar en þvert nei við
slikri kröfu?
Tilboð islensku rikisstjórnarinnar i vor
fól vissulega i sér miklar veiðitakmark-
anir, bæði hvað snertir veiðisvæði svo og
fjölda, stærð og gerð skipa. Deilt er um
það, hvort Bretar hafa, samkvæmt þessu
tilboði, i heild möguleika á að ná þeim
117.000 tonnum á ári, sem i tilboðinu var
talað um sem hámarksafla, og má leiða að
þvi likur, að svo sé að visu ekki. Sú tala er
lika hærri en góðu hófi gegnir, ekki sist nú
eftir flotainnrásina, sem auðvitað kemur
ekki til greina að verðlauna Breta fyrir.
Þegar ljóst var, að rikisstjórn Breta
hefði séð þann kost vænstan fyrir sig að
kveðja herskipin út fyrir 50 milurnar, nú
fyrir 10 dögum, minnti Þjóðviljinn á að við
íslendingar hefðum enga ástæðu til að
rasa að samningum, en rétt væri að heyra
hvort Bretar hefðu eitthvað nýtt fram að
færa. Við endurtökum þessi orð nú .
Ölafur Jóhannesson gengur nú til fundar
við forsætisráðherra Breta i þvi skyni að
heyra, hvort nokkur sinnaskipti hafi orðið,
eða séu i vændum á þeim bæ.
Þjóðviljinn fylgir ólafi úr hlaði án ýkja
mikiilar bjartsýni á skjóta lausn, en þessi
ferð er farin með fullri reisn. Ljónið hefur
dregið inn beittustu klærnar um sinn.
Hver erindislokin verða i London nú, er
ekki höfuðatriði okkar stóra máls, heldur
hitt, að við sjálfir stöndum þétt saman og
hvikum hvorki fyrir hótunum né blið-
mælum.
Þjóðviljinn óskar Ólafi Jóhannessyni
fararheilla og þó fyrst og fremst góðrar
heimkomu.
Bændur hafa orðið
fyrir miklu tjóni
Ljóst er nú, að kartöflu-
ræktarbændur á landinu
hafa orðið fyrir gífurlegu
tjóni í haust þar sem segja
má að kartöfluuppskeran
verði helmingi minni í ár
en í fyrra. Mest er auðvitað
tjón bænda í Þykkvabæ en
þeir lifa svo til eingöngu á
kartöflurækt og eru því
háðari duttlungum hennar
en góðu hófi gegnir.
Ástæðan fyrir þessum upp-
skerubresti á kartöflum ber
bændum saman um að sé
vorkuldarnir sl. vor. Jafn-
vel'þótt fyrsta frostnóttin
hafi komið í Þykkvabæ 19.
ágúst telja bændur þar að
hún hefði ekki skaðað svo
mikið ef vorið hefði verið
gott og gróður tekið við sér
á eðlilegum tíma. En
f rumsprettuna vantaði,
kartöflur tóku ekki að
spretta fyrr en í júlí að
neinu marki og þvi fór sem
fór. Viðtókum bændur tali
um þessi mál/ sinn úr
hverjum landshluta, þar
sem eru stærstu kartöflu-
héruð landsins.
Gunnlaugur Karlsson Sval-
barðseyri
Þriðja hvert
ár er slœmt
Vift höfðum samband við Gunn-
laug Karlsson á Svalbarðseyri i
Eyjafirði og spurðum hann
hvernig kartöfluuppskeran hefði
gengið hjá þeim i sumar.
— O, þetta hefur verið mjög
slæmt i ár, langt að baki þvi sem
það var i fyrra. Að visu var upp-
skeran i fyrra vel yfir meðalári,
en eigi að siður er um hreinan
uppskerubrest að ræða i ár. Ég
hygg, að fullyrða megi, að upp-
skeran sé meir en þriðjungi minni
en i fyrra, að jafnaði. Ég efast um
að hún nái nokkurs staðar meðal-
uppskeru hér hjá okkur en þetta
er nokkuð misjafnt eftir bæjum.
Svo fylgir það auðvitað að kart-
öflurnar eru mun smærri en
venjulega, þannig að sölukartöfl-
ur verða ekki miklar héðan i ár.
Hér hefur verið einmuna góð tið
i haust þannig að kartöflurnar
hafa náðst vel upp en aðalorsökin
fyrir hinni lélegu uppskeru er
auðvitað vorkuldarnir. Segja má
að ekkert hafi verið farið að
spretta fyrr en i júli að um hlýn-
aði. Hins vegar var litið um það
hér að kartöflugrös féllu, það
mun þó hafa gerst á einstaka bæ,
en ekki almennt.
—- Er eitthvað um það að bænd-
ur i Eyjafirði séu með kartöflu-
rækt eingöngu likt og i Þykkva-
bæ?
— Nei, ég veit ekki dæmi þess.
Þeir eru allir með einhvern annan
búskap, en sumir, og raunar mjög
margir, eru með mikla kartöflu-
rækt, einkum úti i Höfðahverfi.
Þvi verður þetta aldrei eins al-
varlegt hjá okkur þótt uppskeru-
brestur verði og hjá bændum i
Þykkvabæ sem lifa eingöngu á
kartöfluræktinni, sagði Gunn-
laugur að lokum.
—S.dór
Þorleifur Hjaltason hrepp-
stjóri Hólum Hornafirði:
Um helmingi
minni uppskera
en i meðal ári
—Ég hygg að kartöfluuppskera
hér I ár hafi verið um það bil
helmingi minni en i meðalári,
sagði Þorleifur Hjaitason bóndi
og hreppsstjóri að Hólum I
Hornafiröi. Hornafjörður mun
yera 3ja stærsta kartöfluhéraö
landsins, þannig aö hér er ekki
um neina smámuni að ræða.
•
—Auðvitað voru það vor-
kuldarnir sem mestu um réðu hve
uppskeran varðlitil hér hjá okkur
að þessu sinni, sagði Þorleifur.
Almennt var ekki hægt að setja
niður fyrr en viku af júni og siðan
héldu kuldar áfram að mánaða-
mótum júni/júli . Eftir það
hlýnaði en svo gerðist það aftur
á móti að frostnótt kom um 20.
ág. og lauf féllu af kartöflugrasi
og ekki var um neina sprettu að
ræða eftir það. Annars var þetta
nokkuð misjafnt hér og fór dálítið
eftir þvi hvar og hvernig garðar
lágu. Annars munu grös hafa
fallið viðar þessa frostnótt.
— Þú hyggur að helming vanti
á að uppskera nái meðalári nú?
—Já, það er alveg óhætt að
segja að hún sé helmingi minni en
i meðalári,og samfara þvi eru
kartöflurnar mun minni en vana-
lega. Þetta er að visu dálitið mis-
jafnt eftir bæjum, en ef á heildina
er litið mun vanta helming uppá
meðalár.
— Hvekkjast nú ekki bændur á
kartöflurækt þegar uppskeru-
brestur verðu jafn oft og raun ber
vitni?
—O nei, það held ég ekki. Menn
vita að þetta er lögmálið og taka
áhættunni . Að visu eyða menn
bæði miklum tima og vinnu i
þetta allt saman, svo og áburði
sem er dýr vara i dag, en bændur
eru orðnir of vanir allskonar
óáran til þess að kippa sér upp við
svona hluti og taka þvi sem að
höndum ber með jafnaðar-
geði. —S.dór
Olöglegu
klúbbhúsi í
Kópavogi lokað
Samkvæmt úrskurði sakadóms
Kópavogs var húsleit gerð i húsa-
kynnum að Vatnsendabletti 57
(svokallað Valberg), föstudaginn
12. þ.m. Margir gestir voru teknir
til vitnayfirheyrslna vegna gruns
um ólögmæta áfengissölu og
veitingastarfsemi. Húsráðendur,
sem munu vera hjón, viður-
kenndu i sakadómsyfirheyrslu i
beinu framhaldi af húsleitinni, að
hafa stundað áfengissölu og
veitingastarfsemi og tekið við
verulegum fjárhæðum i gjöld
fyrir aðstöðu frá gestum þeirra,
en gjöld þessi kalla þau klúbb-
gjöld og starfsemina klúbbstarf-
semi. Viðurkennt var að’allur
hagnaður af „klúbbgjöldum”,
áfengissölu og veitingastarfsemi
rynni i þeirra vasa.
Prestafélag
Yestfjarða um
fóstureyðingar
Aðalfundur Prestafélags Vest-
fjarða, haldinn i Flókalundi, 18.
september 1973, lýsir þeirri skoð-
un sinni, að frumvarp það til laga
um fóstureyðingar, sem leggja á
fyrir álþingi, feli i sér árás á gildi
mannslifa, auk vonleysis og böl-
sýni, sem fái ekki samrýmst
kristinni trú. Telur fundurinn
fóstureyðingar vera ábyrgðar-
lausan flótta frá vanda, sem leysa
á með mannfélagslegum umbót-
um.
(Fréttatilkynning)