Þjóðviljinn - 14.10.1973, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 14.10.1973, Blaðsíða 17
Sunnudagur 14. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 POULÖRUM: BOÐORÐIÐ n um heiðarleik meðal þjófa — eða það var vist öllu heldur heilbrigð skynsemi, rétt eins og það að teygja handlegginn ekki of langt út. — Þú getur verið alveg rólegur, sagði hann. — Það ætla ég að vona þin vegna, sagði ég, og nú, þegar far- arsnið var á honum, varð ég að á- rétta þetta: — Annars... ef þú eyðileggur þetta hérna fyrir mér, þá... Ég hikaði. Þetta hérna var Marianne og tilvera okkar sam- an. — Hvað þá, Johs? — Þá skal ég svei mér drepa þig'. Ég stóð mfn megin við skrif- borðið og Alex var á leið til dyra. Hann stansaði og starði lengi á mig eins og heillaður. Svo birtist háðsbrosið aftur og hann sagði næstum lotningarfullur: — Svei mér ef þú gætir ekki tek- ið upp á þvi, Johs! Varst það kannski þú þrátt fyrir allt — þarna i gamla daga. — Viltu endurtaka þetta, sagði ég. Hann hristi höfuðið: — Þetta var bara grin, Johs. Það er aldrei hægt að endurtaka. Og svo var hann farinn. 6 Ég fór út úr Ráðhúskaffihúsinu eftir að hafa boðið framreiðslu- stúlkunni greiðslu, sem hún af- þakkaði á þeim forsendum, að það væri fullmikið að borga tvisv- ar — og þá bar ég fram þá gáfu- legu spurningu hvort ég væri bú- inn að borga. Þegar ég hafði feng- ið það staðfest gekk ég út á torgið aðkaravaninum ogathugaðihvort nokkur miði væri festur undir vinnukonuna, annað hvort vegna þess að hröríegt útlit hans hefði vakið grunsemdir, eða vegna þess að bilar máttu aðeins standa i klukkustund á torginu og minn bíll hafði staðið þar i meira en tvo tima. En eins og vanalega hafði hann sloppið við árvökult augna- ráð lögreglunnar. Hún hélt kannski að hann væri þarna sem friðaður sýningargripur frá upp- hafi bilaaldar. Ég ók i áttina að Strandhúsi. Aprilskúr dundi á framrúðunni og vepjurnar stóðu á ökrunum og kinkuðu kolli, þegar þær voru ekki á þeytingi þvert yfir þjóð- veginn með annan vængbroddinn i átt að jörðu og hinn i átt að vind- skeknum himni. En ég var ekki að virða fyrir mér náttúruna i vorbyrjun, held- ur var ég uppfullur af skuggaleg- um vangaveltum yfir þvi sem gerst hafði siðustu dagana og hvaða afleiðingar það gæti haft. Fyrir Marianne og mig, fyrir Mark og Rósu, tvitugu konuna hans. Ef það var þá Mark... en hver hefði það annars átt að vera? Mark hafði vitað um þessa pen- inga. Hann hafði komið inn á skrifstofuna siðdegis i gær, skömmu eftir að Alex var farinn. — Er það þá i lagi? hafði hann spurt. — Já, það má segja það, sagði ég stuttur i spuna. - Samningur- mn er undirritaður. — Hvað um hækkunina i sam- bandi við pipulögnina? — Hann féllst á hana. — Jæja, það var svei mér fint! Á morgun fer ég að svipast eftir vélum, sem við getum tekið á leigu fyrir steypuna og annars... Hvað er að? — Er eitthvað að? spurði ég önuglega. — Það er enginn hrifningar- svipur á þér. Ég svaraði ekki. Hann horfði rannsakandi á mig, lét siðan sem ekkert væri og hélt áfram. — Já, bifvélavirkinn var að hringja og sagði að nú gæti gamla likið þokast aftur úr stað. Alfred sækir hann i fyrramálið. Gamla likið var vörubillinn, sem fengið hafði nýja pakningu og Alfred var roskinn verka- maður sem ekur honum og vinnur i timburskálanum. — En það veitti svei mér ekki af að endurnýja hann, sagði Mark. — Heyrðu, þessi hálfs annars árs gamli Hanomagbill, sem við töluðum um um daginn er enn á bilasölunni. . . . — Gleymdu honum, sagði ég. — En gætum við ekki ráðið við hann núna? — Við getum ekki ráðið við neitt! sagði ég. — Hvað áttu við? — Að allur ljóminn er rokinn af þessum viðskiptum. Þessi bölv- aður fantur var að neyða mig til að lána sér átta þúsund krónur. Lána sér! — Neyða þig? sagði Mark. — Hvernig gat hann. . .? — Hann gat það! Ég hafði alls ekki haft i hyggju að segja Mark frá þessu - ekki núna. þótt hann yrði óhjákvæmi- lega að fá að vita það seinna, og það var gloppa i sjóðsreikningnum, sem ég gæti ekki einu sinni fyllt með skuldar- viðurkenningu. En þetta hafði gloprast út úr mér fyrir innri þrýsting. — Segðu mér, sagði Mark. - Mér kemur það kannski ekki við, en hafði hann eitthvert tangar- Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut- hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta með svartri rönd. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. GÚMMfVINNUSTOFAN H.F. Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 30688 hald á þér? — Það er of vægt til orða tekið, sagði ég og áður en ég vissi af, var ég farinn að segja honum hvaða tangarhald Alex hafði á mér og hvað hann hefði haft uppúr þvi á sinum tima á Sjálandi, þegar ég hafði greitt honum stórfé til að bægja frá morðákærunni sem vofði - ef til vill — yfir mér. Þegar ég var byrjaður, dró ég ekki fjöður yfir neitt. Ég hlaut að hafa lúrt á þessu svo lengi, að ég mátti til að trúa einhverjum fyrir þvi, og það gat þá eins orðið Mark. Hann var næstum tuttugu og sex ára og haföi unnið hjá mér siðustu fjögur árin. Fram að þvi hafði hann flækst um og unnið við allan fjárann - og verið allslark- samur, en það hafði hann reyndar verið frá unglingsárunum. Faðir hans var ekkjumaður, fordrukk- inn múrari án sveina og Mark (það er ættarnafn hans en var alltaf notað sem skirnarnafni gekk sjálfala og afleiðingarnar urðu þær venjulegu. Asamt nokkrum öðrum strákum tók hann upp á ýmsu, braust meðal annars inn i nokkra sumarbústaði og komst undir eftirlit barna- verndarnefndar, þótt þeir tækju hann ekki i sina vörslu. Hann komst á samning hjá öðrum múr- ara en lét ekki að stjórn og lauk ekki við námið. Mér hafði skilist - en þetta var löngu áður en ég kom til Strandhuse - að hann hefði verið alræmdur áflogaseggur á böllunum, en það gat raunar verið eins konar hefnd fyrir mis- heppnaða æsku. Eitthvað hafði verið talað um saltaða kæru og skilorðsbundinn dóm fyrir inn- brotsþjófnað, einkum og sér i lagi fyrir ölkassa sem hann hafði ásamt öðrum sótt ölvaður um miðnætti inn i geymslu hjá kaup- manni nokkrum. Þetta var allt smátt i sniðum, ekki sérlega al- varlegt — strákapör og einkaupp- reisn. Siðan fór hann að heiman i nokkur ár og þegar hann kom heim til að fylgja föður sinum til grafar og við hittumst, þá var hann orðinn fullorðinslegur og hertur að sjá. Mér féll samstundis vel við hann, ef til vill sá ég eitt- hvað af sjálfum mér i honum, og þegar ég komst að þvi að hann var nýhættur störfum hjá verk- takafyrirtæki á Fjóni og ætlaði að leita sér að vinnu á Versturjót- landi, sagði ég að hann skyldi koma i timburverslunina og tala við mig daginn eftir. Það varð úr að hann ilentist þar. Ég hafði stungið upp á þvi, að hann færi á bókhaldsnámskeið i kvöldskólan- um og gerði hann það lika, þótt það væri raunar óþarfi. Hann hefði bjargað sér án þess, hann varnaskurog fljótur að átta sig á hlutunum. Eftir þessi fjögur ár var viðskiptaþekking hans trú- lega meiri en min og hann var jafnvel enn betur kunnugur öllum málum en ég sjálfur. Við uhnum saman á jafnréttis- grundvelli og ég gerði bæði að treysta honum og meta hann. Og ég hikaði þvi ekki við að segja honum allt um Alex og þá fortið sem hann hafði notað til að ógna mér. — Bölvaður óþokkinn, sagði Mark. En þótt undarlegt megi virðast var eins og geðshræring min hefði dvinað við að létta á hjarta minu, og eiginlega gat ég ekki litið á Alex sem bölvaðan óþokka. Ef Mark hefði sagt útsmoginn drjóli, hefði ég getað samþykkt það. . . Þótt ég gæli varla skilgreint i hverju munirinn lá. VIPPU - BltSKÚRSHURÐIN BRIDGE Dja rflciza sagt o*y ve\ spilað Italir hafa lengi verið kunnir fyrir að vera i allra fremsta flokki bridgemeistara. „Bláa sveitin" italska var lengi ósigranleg að heita máti, og Italir 'nær visir um sigur þegar hún keppti fyrir þá. En hún er nú hætt að taka þátt i meistarakeppnum fyrir all- nokkru, en sumir spilamannanna úr sveitinni keppa enn á alþjóða- vettvangi fyrir þjóð sina. A Evrópumeistaramótinu i Osló fyrir fjórum árum, báru Italir sigur úr býtum og þessi slemma sem einn þeirra,Messina, spilaði til sigurs átti sinn þátt i sigri þeirra á þvi meistaramóti s. \ K ii. io 0 i'. •:> I' !> v ! . A m 9 K. S. I) (i 2 s. G 9 :> 1 II. G 7 li. 0 « I 3 3 T. K I' G III 3 3 T. (. f. I.. (i 3 1.. f> -1 S. K 10 7 II. A K T. A II 4 l„ K I) G 7 3 Sagnir: Norður gefur. Ilvorug ur á ha'ttunni. Spilað i opna saln um. Vestur Norftur Austur Suftur Tarlo Bianehi Rodrigue Messina pass pass 1 T. pass 3 II, pass 3 1„ pass 4 T. pass (i !.............. Vestur lét út tigulkóng. Suður tók á ásinn heima og lét aftur út tigul sem Vestur tók á tiuna og lét siðan enn út tigul. Hvernig fór Messina að þvi að vinna hálf- slemmu i laufi þegar hér var komiðoghvaða vörnum sem and- stæðingarnir reyna að beita? Hvernig hafði hann i fyrstu ætlað að haga spilinu? Svar: Upphaflega hafði það verið ætl- un Messina að trompa þriðja hjartað til að fria hjartatiuna, ef svo vel vildi til að annar andstæð- ingurinn ætti drottningu og gosa þriðja i hjarta, eða þá i þvi skyni að koma þeim andstæðingnum i kastþröng sem hefði haft fjögur hjörtu og um leið fyrirstöðu i spaða (drottningu og gosa eða þá fimmlit) þannig að þessi yrði staðan hjá blindurn og sagnhafa þegar fjórir slagir væru eftir: S. A 8 3 II. 10 S. K 10 7 L. K Þegar laufakóngurinn er látinn út, kemst sá andstæðinganna, sem á siðasta hjartað og fyrir- stöðuna i spaða, i kastþröng. En bæði Vestur og Austur héidu i spaða sinn þegar laufakóngnum var spilað, en engu að siður tókst Messina að vinna hálfslemmuna i laufi, þótt upphafleg ráðagerð hans mistækist. Vestur hafði látið hjartagosann i annan hjartaslaginn og þar eð i ljós hafði komið að Austur átti tvispil i tigli, gerði Messina ráð fyrir að allar likur væru á að Austur hefði haft fimmlit i hjarta. Þannig fór að þegar trompin höfðu verið tekin og blindur á út, er hjartatiunni spilað. Austur læt- ur drottningu sina ekki af hendi, þvi að hann gerði fastlega ráð fyrir að ætlun Suðurs væri að trompa slaginn — og var það ekki óeðlileg ályktun samkvæmt framansögðp. En i þess stað kast- aði Suður af sér spaðasjöu. Hefði Austur látið drottninguna á hjartatiuna, hefði Suður trompað og þá var hjartania blinds orðin frispil Fulldjarflega sagt, en spila- mennskan var óaðfinnanleg. Konur gegn körlum Fyrir fjórum árum munaði minnstu að kvennasveit kæmist i úrslit á meistaramóti Bandarikj- anna. Hún var komin i undanúr- slit þegar þessi gjöf var spiluð og hefði sagnhafa kvennasveitarinn- ar tekist að vinna hálfslemmu sina, hefði sveitin unnið sveit hins fræga bridgespilara og lærimeist- ara, Sams Stayman. S. 9 5 2 II. K 8 7 6 T. 9 8 3 1„ K 8 2 S. D G 10 8 3 S. 7 6 4 11. 5 II. D G 10 3 T. 10 5 4 2 T. K D G 7 6 L. 7 4 3 L. 5 S. A K II. A 9 4 2 T. A L. A D G 10 9 6 Sagnir: Austur gefur. Hvorugir á hættunni. Vestur Norftur Austur Suftur Grieve Farrell Feldes Johnson — — pass 2 L pass 2 T. dobl 3 L pass 4 L. pass 4 T pass 4 II. pass 4 S pass 5 L. pass 6 L. Vestur lét út hjartafimmuna, og Marilyn Johnson drap hjarta- tiu Auslurs með ásnum, tók trompin og byggði siðan von sina um að vinna hálfslemmuna á þvi að hjörtu andstæðinganna skipt- ust 3:2 — og spilið tapaðist. Hvernig hefði hún átt að spila til þess að tryggja vinning i hálf- slemmu i laufi, hvernig svo sem andstæðingarnir hefðu haldið á sinum spilum? Athugasemd um sagnirnar: Opnunarsögnin tvö lauf gildir sama og i sagnkerfinu sem kennt er við Albarran, en i stað þess að i þvi er gert ráð fyrir, að svarsögn- in segi frá ásum, er hér ætlast til að svarað sé i sagnhæfum lit, hafi meðspilarinn átta lágpunkta (ca. 12 Vinarpunkta). Þótt Mary Jane Farrell ætti tvo kónga (sem gilda reyndar aðeins 6 lágpunkta), taldi hún spil sin of veik til þess að segja frá fjórlitnum i hjarta (þá með þvi að segja tvö hjörtu). Tveggja tigla sögnin var þvi fylli- lega eðlileg og reyndar aðrar sagnir sem á eftir henni komu. Lauf var staðfest sem sagnlitur- inn með undirtektinni 4 lauf og 4 tiglar Suðurs ábyrgjast fyrirstöðu i þeim lit. Sama máli gegnir um sagnirnar fjögur hjörtu og fjórir spaðar. I-Jc&raur LagerstærSir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm - 210 - x - 270 sm Aðror slærðir. smíðaðar eftír beiðnl GLUGGASMIÐJAN Síðumúja 12 - Sími 38220 FÉLAG ÍSLEIZKRA HLJÓMLISTARM/VIA #útvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tcekifæri Vinsamlegast hringið í 20255 milli kl. 14-17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.