Þjóðviljinn - 14.10.1973, Blaðsíða 20
Slysavarðstofa Borgarspítalans
er opin allan sólarhringinn.
Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á
Heilsuverndarstöðinni. Simi
21230.
Sunnudagur 14. október 1973.
wðvhhnn
Almennar upplýsingar um lækna-
þjónustu borgarinnar eru gefnar i
simsvara Læknafélags Keykja-
vikur, simi 18888.
Kvöldsimi hlaöamanna er 17504
eftir klukkan 20:00.
Nætur-, kvöld- og helgarþjónusta
apótekanna i Reykjavik vikuna
12. til 18. október er i
Laugarnesapóteki og Ingólfs-
apóteki.
Spjallaö viö
Hring Jó-
hannesson,
listmálara
um myndir
hans og
vinnubrögö
Málverkasýning
Hrings Jóhannessonar i
Norræna húsinu sem var
opnuð i gær er hin at-
hyglisverðasta. Frétta-
maður Þjóðviljans átti
eftirfarandi samtal við
listamanninn er hann
var að hengja upp
myndir sinar fyrr I vik-
unni.
— Ertu sammála mér i þvi að
þú standið dálitið sér i hópi is-
lenskra listmálara með túlkunar-
máta þinum?
— Mér finnst sjálfum að ég sé
búinn að ná tökum á vissum stil,
sem er persónulegur. Þetta hefur
komið nokkuð af sjálfu sér —
poppið, ljósmyndir og auglýsing-
ar, allt hefur þetta beinst meira
inn á figúrativar brautir.
—Það má segja að þú standir
mitt á milli uppreisnarmannanna
ungu og hinna eldri.
— Já,ég varð dálitið útundan —
eins og fleiri á minum aldri —
málaði ekkert i ein 6-7 ár eftir að
ég hætti i skóla. Svo þegar poppið
fer að haf áhrif er dálitið af
gamla timanum eftir i minum
myndum , þannig að þetta bland-
ast saman hjá mér.
— Það er mikil kyrrð i myndun-
um...
— Já, það hefur fylgt mér allar
götur, ég hef yfirleitt alltaf glimt
við stór form og róleg.
— Og þú ert ekkert bundinn við
einn eða fáa litaskala....
— Nei, það fer eftir verkefninu
sjálfu hvaða liti ég vel, og það er
varla hægt að merkja gegnum-
gangandi litatón. Ef betur er gáö,
má sjá áhrif frá geómetriu i
myndum minum, — ég hef lært
mikið af geómetrískum myndum,
enda þótt ég hafi ekki fylgt þeirri
stefnu náið. Þarna er til dæmis
gluggamynd, sem er þrautút-
reiknuð og þar má engu skeika i
forminu.
— Þessi gluggamynd er nánast
eins og ljósmynd. Er það skamm-
aryrði i þinum eyrum?
— Nei, alls ekki. Mér finnst
ljósmyndun vera listgrein út af
fyrirsig þegar réttir menn halda
á tækjunum.
— Þú virðist vera bjartsýnn
á lifið....
—Já, þetta eru yfirleitt bjartar
myndir bjartari en eldri myndir
minar, það er kannski með mig
eins og fleiri málara, að það birtir
yfir myndunum eftir þvi sem
aldurinn færist yfir. Asgrimur og
Kjaral höfðu þunga litameðferð
um þritugt, en siðan birti smátt
og smátt yfir myndum þeirra.
— Vinnst þér vel?
— Þegar ég kemst norður i
Aðaldal og get verið alveg út af
fyrir mig. Ég hjálpaði bróður
minum, sem er bóndi að Haga, að
byggja og fékk rúmgóða vinnu-
stofu i staðinn. Ég leit varla upp
úr verki i sumar, i tvo og hálfan
mánuð vann ég 8 til 10 tima alla
daga. Ég hef aldrei málað ann-
að eins á minni ævi.
— Þarna er sérkennileg mynd
af ljósgeisla.
— Já, þetta er vinnustofumynd,
eins og ég kalla það. Þetta er
hugsað verk, sem ég glimdi lengi
við og breytti mikið. Fyrst var
flekkóttur köttur i ljósgeislanum,
siðan fatahrúga og endaði með
Ráðstefnu
ASÍ
framhaldið
í gær
Ráðstefna ASÍ um
kjaramál sem hófst i
fyrradag, kaus sér
sérstaka kjaramála-
nefnd. Nefnd þessi
setti siðan á laggirnar
vinnunefnd 6 manna.
Vinnunefndin hóf störf
klukkan 6 i fyrrakvöLd og stóð
fudnurinn til klukkan 11 um
kvöldið, en þá var gert fundar-
hlé og hófst fundur aftur
klukkan 1 um nóttina.
t morgunsarið var gert
fundarhlé og tóku nefndir til
starfa að nýju klukkan 9 i gær-
morgun.
Almennur fundur ráð-
stefnunnar átti svo að hefjast
klukkan hálf tvö i gærdag, og
var ætlunin að ljúka ráð-
stefnunni i gær.
llringur við sjálfsmyndina, þar sem gllmt er við spcglun og gegnsæi.
POPPIÐ
OG C iAIN /ILI
Nr \
moðbing! Geislin var alltaf sá
sami, en ég fékk ekkert vit i þetta
fyrr en ég datt ofan á moðbinginn.
Myndin hér af bilunum er
minning frá ferðum yfir
Vaðlaheiði. Þu sérð niður á bilana
og getur hugsað þér að þetta sé
minning um ballferð... næsta
mynd á sér dálitið skemtilega
sögu. Bóndi á næta bæ kom til min
og sagðist hafa fundið nógu asna-
legt mótív fyrir mig. Ég tók þess-
ari áskorun hans og gerði kritar-
skissu á staðnum og útkoman
varö þessi. Hann er búinn að sjá
myndina og likaði bara vel.
Þarna er sjálfsmynd, ég
speglast i glugga og i gegnum
gluggann sjást ljósin i
Skerjafirði, Þetta er gegnsæi og
speglun i bland.
Ég er sérvitur á mótiv og hef
ekki áhuga á venjulegri lands-
lagstúlkun ef svo má segja.
Þarna er mynd með böggli
i íorgrúnni. Ég var þarna að
hugsa um draslið i náttúrunni en
það er dálitið skýrtið að ég hef
ekki sjálfur hugmynd um hvað
kynni að vera i þessum böggli.
Fyrst setti ég nafn og heimilis-
fang á bögulinn, en tók það svo
aftur og skildi eftir póstnúmerið
21.
Það er siður en svo alltaf ljótt
þegar vélvæðingin er skoðuð með
hliðsjón af óspjallaðri náttúrunni,
og ég hef gaman af að stilla þessu
saman.
— Þarna er mynd af Þorsteini
frá Hamri.
— Þetta er tilraunamynd og
máluð eftir minni, en ég
gjörþekki Þorstein. Myndin ber
nokkurn keim af eldri myndum,
ég læt stóran flöt spila á móti
þéttleika i vinstra horni og reyni
að iá fram ákveðna spennu með
þessu.
— Þetta er timi uppgjörs hjá
listmálurum.
— Það er rétt og það kemur
alltaf þegar ein stefna hefur
lengið verið ráðandi. Það eru
margir af málurum i miklum
breytingaham núna.
— Þessi sýning ætti að marka
timamót hjá þér.
—■ Við skulum vona það, þetta
er helmingi stærri sýning en ég
hef nokkurn timann haft. Ég kviði
engu um framhaldið, þar sem ég
hef aldrei verið i neinum vand-
ræðum með að finna og vinna
mótiv. Ég býst þvi við að halda
áfram á næstunni á svipaðri linu
og ég hef fylgt undanfarið.
Lá niðurstaða hennar þvi
ekki fyrir þegar blaðið fro i
prentun i gær.
Utnefndur
varaforseti
WASHINGTON 13/10. —
Nixon Bandarikjaforseti út-
nefndi i nótt Gerald Ford,
leiðtoga flokks repúblikana i
fulltrúadeild þjóðþingsins,
sem eftirmann Spiros Agnews
i embætti varaforseta. Ford er
sextugur að aldri, reyndur
stjórnmálamaður og hefur orð
á sér sem tryggur flokks-
maður. Þessi útnefning kom
nokkuð á óvart, en þeir sem
best þykjast til þekkja i innstu
hringjum i Washington segja
að Nixon muni hafa ákveðið
útnefningu Fords fyrir löngu.
Talið er vist að Fod muni i
engum vandræðum með að fá
staðfestingu beggja deilda
þingsins á útnefningunni, og
er meira að segja álitið að
meirihluti þingmanna demó-
krata muni styðja hann.
Nixon nefndi þrjár ástæður
fyrir hæfni Fords i embættið:
hann væri hæfur til að verða
forseti ef svo bæri undir, hefði
svipuð sjónarmið og Nixon
sjálfur i utanrikismálum og
væri vinsæll i þinginu.
HÖFUM OPNAÐ STÓRA ÚTSÖLU Á
SKÓFATNAÐI AD
SNORRABRAUT 22,
horn Hverfisgötu og Snorrabrautar
KVENSKÓR, seldir á 3-500 kr. parið.
KARLMANNASKÓR í úrvali, frá 750 kr. parið.
VINNU- OG KULDASKÓR KARLMANNA,995 kr.
parið.
KULDASKÓR BARNA, frá 500 kr. parið,og margt
fleira fyrir ótrúlega lágt verð.
Skóútsalan
Snorrabraut 22
horn Hverfisgötu og Snorrabrautar