Þjóðviljinn - 14.10.1973, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 14. október 1973.
AÐ BÚA TIL MEÐVITAÐA
FJÖLMIÐLANEYTENDUR
Ólafur Haukur Simonarson
fór til útlanda i sumar eins og
margir aðrir. Hann fór þó
ekki til að sleikja sólina á
Majorku, heldur lá leið hans
til Norðurlanda. í Noregi
sótti hann námskeið fyrir
leiðbeinendur i þvi sem hlotið
hefur á islensku nafnið
þroskaleikir, en á erlendum
málum er nefnt dramatisk
pædagogik.
Ólafur leit við hjá okkur á
dögunum og skýrði okkur frá
þvi sem hann sá og heyrði á
Norðurlandaför sinni.
Þegar Olafur kemur inn úr dyrunum
kemst ekkert að hjá honum nema ein-
hver „skemmti- og listastrætó”. Við
spyrjum hvern Djöfulinn hann eigi við
með þessu.
— Þetta er hópur sem við höfðum
samband við í sumar og unnum með i
Noregi á námskeiði sem þar var haldið
á vegum norskra samtaka. Þetta fyrir-
tæki kallast Interaction og má segja að
maöur að nafni Ed Berman hafi komið
þessu á laggirnar. Hann byrjaði með
leikhús. Það þróaðist svo yfir i það sem
kallast þroskaleikir. Siðan hefur þetta
smám saman fært út kviarnar og nú er
þessi hópur i kringum hann kominn með
þennan skemmti- og listastrætó.
Þetta eru þessir kunnu tveggja hæða
Lundúnastrætisvagnar sem eru útbúnir
sérstaklega þannig að hægt sé i þeim að
leika leikhús, sýna kvikmyndir. Þeir eru
með myndsegulbönd sem krakkar og
fullorðnirgetanotað til aö gera sinar eig-
in kvikmyndir, einnig listsýningar, og
raunar er allur fjárinn þarna innan-
stokks. Þeir gefa út áætlun eins og önnur
strætisvagnafyrirtæki gera. Svo er
keyrt um borgina á ákveðnum timum og
fólk getur komið i leikhús þegar það vill.
Það veit að þarna er strætó með öll þessi
tæki sem það getur notað til listsköpun-
ar, þaö getur séð leiksýningar, tekið
þátt i leiksýningum og svo framvegis.
Ennfremur eru þau með nokkurs konar
vasaprentsmiðju i bilnum, þ.e.a.s. off-
setfjölritunarvélar sem eru mjög full-
komnar og skila ágætu prentverki.
Þarna getur fólk búið til litla bæklinga á
örfáum minútum. Ef þú hefur eitthvað
sem þú vilt koma á þrykk, svo sem smá-
sögu, ljóð eða eitthvað pólitisks eðlis,
vilt koma einhverjum boðskap á fram-
færi, getur þú fjölritað þennan boðskap
og hann fer boðleið með strætisvagnin-
um og dreifist kannski um alla Lund-
unaborg.
— Hafa þau verið lengi i þessu?
— Strætisvagninn er nú tiltölulega nýr
af nálinni, Ifklega um eins árs gamall.
En þetta hefur gengið það vel að þau
ætla að fjölga ferðunum og vögnunum.
Þetta Interaction-fyrirtæki á sér ræt-
ur I þvi sem maður kallar alvarlegt leik-
hús. Þau starfa einnig þannig og reka
tvö lítil leikhús og nokkra leikhópa.
Einnig eru þau með uppeldis- og
kennsluhópa sem fara um og kenna þær
aðferðir sem þau hafa þróað. Það var
einn slikur hópur sem við áttum sam-
starf við i Osló.
Við fengumst við þetta kerfi sem þau
hafa þróað. Það er notað til að hjálpa
unglingum og börnum viö aö tjá sig til-
finningalega og efla tilfinningaþroska
þeirra og tjáningargetu.
— Hverjir stóðu að námskeiðinu?
— Það heitir lfklega landssamtök á-
hugaleikfólks i Noregi. Hingao tn ianas
barst boð um að senda þátttakendur og
fórum við 13 héðan frá ýmsum stöðum á
landinu, flest þó frá Reykjavik. Vorum
við send með þvi fororði að við tækjum
að okkur kennslu i þvi sem við lærðum
þarna. Flest af þessu fólki er komið i
kennslu hér heima og Æskulýðsráð
Reykjavikur hefur tekið þetta inn á sina
verkefnaskrá. Hefur það meðal annars
gefið út bækling um þessa leiki fyrir
sina Ieiðbeinendur og er hann eftir tvo
Dani sem hafa starfað á svipaðan hátt
og enski hópurinn.
Við spurðum Ólaf hvernig þessir
þroskaleikir fari fram. Hann benti þá á
formálann að bæklingnum. Við glugguð-
um i hann og þar segir meðal annars:
leggja og notfæra sér leikina sem upp-
eldisstæki er nýtt af nálinni. Leiki, sem
þannig eru valdir til ákveðins hlutverks,
nefnum við þroskaleiki”.
— Svo við vikjum aftur að skemmti-
og listastrætóinum þá er ég hér með eitt
leikrit sem hann hefur sýnt og nefnist
Dularfulla strætisvagnsránið. t þvi er
Lundunastrætó rænt af ægilegum hóp
sem hefur það hryllilega takmark að
mála allt Bretland gult. Þessir rauðu
strætisvagnar standa breskum hjörtum
hvað næst og þeir ætla að byrja sina
skelfilegu málningarherferð á þeim.
Leikritið fjallar um ihaldssemi Breta,
hvernig þeir eru ihaldssamir á fárán-
legan hátt.
I þessu stykki notfæra þau sér að flug-
ránin eru á allra vörum. Þeir sem koma
i strætó til að horfa á leikinn eru þátt-
takendur i leiknum. Ein rödd heyrist
alltaf i leiknum sern heldur uppi æsifrá-
sögn af ráninu. Hún á að sýna hvernig
fjölmiðlar taka á svona málum, segja
frá þeim i æsifréttastil. Þannig fylgjast
þátttakendur með ráninu frá tveimur
hliöum: hvernig það fer raunverulega
fram og svo hvernig fjölmiðlar ýkja það
og magna.
— Sýndu þau ykkur eitthvað úti i Nor-
egi?
— Við fengum nú ekki tækifæri til að
reyna svonalagað beinlinis. En við fór-
um út i borgina og reyndum ýmislegt af
þeirra kenningum. Til dæmis höfðum
við Hallódag ársins. Þá fóru allir þátt-
takendur i námskeiðinu á stúfana með
blokk og blýant og klukku. Svo áttu
menn að stöðva vegfarendur og reyna
að halda þeim kyrrum á staðnum með
þvi einu að segja halló i fimmtán sek-
úndur. Þetta var mjög erfitt. Sumir
strunsuðu framhjá, aðrir stoppuðu og
skoðuðu mann eins og nýjasta tilbrigðið
af geðveiki.Nokkrirstoppuðu og svöruðu
I sömu mynt og þróuðust þá mjög
skemmtileg hallóviðskipti. Maður sagði
halló i fimmtán sekúndur og reyndi að
leggja eitthvað i það, ná einhverju sam-
bandi við manneskjuna. Það er alveg ó-
trúlegt hve fimmtán sekúndur eru lang-
ur timi ef þú mátt ekkert segja nema
halló.
En þegar fimmtán sekúndur voru
liönar mátti maður tala viö fólkið og þá
var oft mjög skemmtilegt. Til dæmis
fékk ein stúlkan hjónabandstilboð og
mér var boðið á matsöluhús af ágætri
stúlku sem ég mætti. Henni fannst svo
skemmtilegt að segja halb
• við mig að hún vildi helst ekki segja
annaö en halló þó fimmtán sekúndurnar
sKemmmegt ao segja nalló við mig að
hún vildi helst ekki segja annað en halló
þó fimmtán sekúndurnar væru liðnar.
Svo fórum við lika um borgina með
myndsegulbönd og reyndum að nota
þessa nútúmatækni til að gera okkur
grein fyrir umhverfinu. Þaö er á vissan
hátt hægt að lima umhverfið i sundur
með svona tæki, maður sér það allt
öðruvisi. Ef fólk sem býr á einhverjum
stað notar það á umhverfi getur það
fengiö allt annað viðhorf til hverfisins
sem það býr i, það getur skyndilega séð
hlutina.
Þetta er sérstaklega gott fyrir börn.
Þeir i Interaction hafa þjálfað börn i að
nota myndsegulbönd sem tjáningatæki.
Þeir halda þvi fram að þessi nýju tæki
séu nokkurs konar framhald af þeim
skynfærum sem við höfum fæðst með,
myndsegulbandið sé framhald af sjón-
inni, segulband framhald af röddinni og
billinn framhald af tánum.
Þessi mynd er tekin úr bæklingi Æskulýðsráfts um þroskaleiki. Ekki þorum vift aft fullyrfta hvaft börnin á myndinni eru að gera,
en áiiúginn ieynir séi ekki.
„Þroskaleikir hafa einnig verið
nefndir skapandi leikur. Þátttakendur
skapa myndir af tilfinningalegum atvik-
um og verða þvi að sjálfsögðu að gefa
eitthvað af sjálfum sér... Þroskaleikir
krefjast ekki neinna tækja, hjálpar-
gagna, handrita, leiksviðs, búninga eða
áhortenaa .
Þá eru tilfærð orð tiu ára snáða sem
spurður var að þvi hvernig hann myndi
lýsa þroskaleikjum þeim sem hann
hafði tekið þátt i: ,,Við leikum okkur, —
og svo verður maður mjór, þótt maður
sé feitur, og stuttur þótt maður sé lang-
ur, og glaður þótt maður hafi verið dap-
ur, — og svo getur maður sagt allt sem
mann langar til að segja”. Kannski þarl'
ekki nánari lýsingu,en lokaorð formál-
ans eru svohljóðandi: ,,Það hefur lengi
verið vitað, að leikur er ein af brýnustu
þörfum einstaklingsins, en að skipu-
Þeir telja mjög mikilvægt að brjóta
niður virðingu barnanna fyrir þessum
tækjum. Myndsegulbandið getur t.d.
brotið niður virðingu barna fyrir sjón-
varpinu, þannig að þau fara að lita
gagnrýnum augum á sjónvarpsefni.
Þeir telja sig hafa sannreynt þessa
kenningu sina og segja að börn sem hafa
fengið að nota myndsegulbönd séu
gagnrýnni á sjónvarpsefni, láti ekki
bjóða sér hvað sem er og geta greint
myndina niður i það t.d. hvað er áróður,
hvar eru notuð einhver „trikk”, hvar er
notaður falskur texti. Það er sem sé ver-
ið að ala upp meðvitaða fjölmiðlaneyt-
endur.
Áleitið
leikhús
En ólafur gerði fleira i Norðurlanda-
för sinni. I Sviþjóð hitti hann fólk sem
Frá námskeifti þvisem Æskulýftsráftgengstfyrir þefsa dagana I þroskaleikjum og ætlaft er leiftbeinendum raosins. uiatur
llauKur er annar frá vinstri.
Ólafur Haukur
monarson
frá
leikjum
litísku
ikhúsi
Sunnudagur 14. október 1973. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 11
«** s\
Skemmti- og listastrætó séftur aö utan
....og aft innan.
starfar i áhugaleikhópum. Þar á meðal
var fólk sem starfar við það sem á
dönsku nefnist „opsögende teater” og á
islensku gæti e.t.v. heitið áleitið leikhús.
Við spurðum ólaf um þetta fyrirbæri.
— Þessi pólitisku leikhús eru orðin það
þróuð á Norðurlöndunum að þau eru
orðin lifandi hluti af leikhúslifi þar.
Þessir hópar hafa sprottið upp vegna á-
kveðinna aðstæðna á hverjum stað. Til
dæmis má nefna Volvohópinn sem varð
til vegna þess að Volvoverksmiðjurnar
bjóða upp á óviðunandi vinnuaðstæður.
Verkamennirnir voru orðnir stressaðir
og hálfbrjálaðir af að vinna á þann hátt
sem þeim var gert. Þess vegna fengu
þeir til sin leikara, sálfræðinga og fé-
lagsfræðinga til þess að búa til og sýna
leik um vandamál sin til að gera fólki
ljóst hvað þarna væri á seyði.
Þetta olli á sinum tima miklu fjaðra-
foki. Reynt var að útiloka þennan hóp
frá þvi að vinna með starfsmönnum
Volvo, en tókst ekki. Þetta stykki fór
viða og varð mjög frægt.
Einnig má nefna hóp sem starfaði i
Norrbotten þar sem eru miklar járn-
námur. Segja má að þar fari fram eitt-
hvert svivirðilegasta arðrán sem gerist
og mikil niðurniðsla á andlegum og lik-
amlegum eigindum starfsmanna. Þang-
að kom hópur sem vildi fjalla um þessi
mál og gerði mjög hvasst stykki sem
var sýnt öllum hlutaðeigandi aðilum á
staðnum, fór siðan viða og olli miklu
moldviðri.
Siðan hefur þróunin orðið sú að segja
má að nær allir yngri leikkraftar i Svi-
þjóð séu á einn eða annan hátt viðriðnir
svona pólitiska starfsemi. Gömlu skól-
arnir hafa séð að þessi þróun verður
ekki stöðvuð, og á siðasta ári varákveðii
að veita þessum hópum inngöngu sem
heild i rikisleiklistarskóla Svia. Þar
geta þeir fengið alla þá þjálfunarað-
stöðu og kennslu sem þeir kjósa, en fá
samt að starfa áfrarp, sem sjálfstæðir
hópar og geta starfað að þeim verkefn-
um sem þeir kjósa. Þessi þróun er það
langt komin i Sviþjóð að hóparnir eru
eiginlega orðnir hluti af kerfinu sem er
kannski ekki beinlinis það sem til var
ætlast, en sýnir liklega betur hið bæl-
andi umburðarlyndi sem yfirvöld vel-
ferðarrikja beita ótt og titt.
I Danmörku eru þessi leikhús orðinn
fastur liður og hafa verið gerðar þar
mjög góðar sýningar t.d. hjá Fiolleik-
húsinu. Meðal annars hefur það gert
stykki um slömmið á Vesterbro i Kaup-
mannahöfn. Það var að öllu leyti unnið
af ibúunum sjálfum. Allur texti og allar
hugmyndir komu frá þeim. Vinnan við
samningu þess tók um hálft ár. Fólst
hún aðallega i þvi að fara um hverfið
meö segulband, hafa viðtöl við fólk, fá
brot úr ævisögu þess og láta það segja
frá atvikum sem gátu upplýst eitthvað
um hagi þess og lifskjör. Úr þessu varð
frábær leiksýning.
— Heldurðu að það sé grundvöllur fyr-
ir svonalagað hér heima?
— Leikhús af þessari gerö sprettur
upp af mjög skýrt teiknuðum andhverf-
um á einhvern hátt. Það þarf að vera
brýn þörf fyrir það til að það geti þrifist.
Ég veit ekki hvort þessi þörf er jafn
brýn hér. Þeir hópar sem svona leikhús
hafa sprottið upp úr á Norðurlöndum
eru nokkuð stórir. Það er t.d. iðnverka-
lýður sem vinnur færibandavinnu og
námugröft eins og ég nefndi áðan. Einn-
ig hefur t.d. verið fjallað um fólksflótt-
ann frá noröurhéruðum Sviþjóðar. Það
eru sem sé tekin fyrir stór vandamál.
Hér á landi eru náttúrulega ýmis
vandamál sem taka mætti fyrir, en
fólksfæðin hér hefur i för með sér að
sjúkdómseinkenni þjóðfélagsins verða
ekki eins skýr og erlendis. En það mætti
hugsa sér að gera leik um aðstæður
fólks i frystihúsum, bónusvinnuna sem
að margra áliti er hættuleg bæði and-
legri og likamlegri heilsu fólks. Einnig
væri hægt að f jalla um nýju ibúðahverf-
in okkar sem strax eru farin að skapa
stór félagsleg vandamál.
En ég held að ekki verði hægt að búa
til svona leikhús fyrr en vandamálin
veröa til. Fyrst verða vandamálin aö
verða til og það i dálitið rikum mæli.
Þau verða aö vera orðin talsvert djúp-
tæk áður en svona leikhús koma, og þá
koma þau lika af sjálfu sér. Nú má eng-
inn skilja orð min svo að ég sé að óska
eftir vandamálum. Ég vona að áleitið
leikhús verði aldrei áleitið á lslandi. —
Fólk leitast við að leysa sin vandamál
einhvern veginn og þetta er ágætt verk-
færi til þess að gera sér grein fyrir
vandamálinu og ef til vill að benda á
lausnir. En mikilvægast er að ef verið er
að semja leikrit um vandamál einhvers
hóps þá sé það hópurinn sjálfur sem
gerir það, þvi að þá gerir hann sér grein
fyrir vandamálinu i þeirri vinnu sem
fram fer áður en leikurinn verður til.
Þar veröur fólk að gera úttekt á sinum
málum og skoða þau niður i kjölinn.
— ÞH
Fréttirfrá
Siglufirði
Framkvæmdir á vegum Siglu-
fjarftarkaupstaftar hafa verift
meft mesta móti I sumar.
Allmikift hefur verift unnift aft
gatnagerft, og ennfremur stendur
yfir allkostnaftarsöm standsetn-
ing á lóft sjúkrahúsins.
llcimiluft var I vor lántaka, aft
upphæft um hálf önnur milljón
króna,til þessara framkvæmda.
Jarðvegsskipti
Stærsta framkvæmdin er jarð-
vegsskiptin i Suðurgötu frá
Gránugötu að Laugarvegi. Hefur
þurft að grafa götustæöið upp allt
að 2-3 m niður sums staðar, og
veröur það fyllt upp aftur með
malarefni. Bæjarverkfræðingur,
Þorsteinn Jóhannesson, hefur
undirbúið þetta verk sem og önn-
ur, sem unnin eru á vegum bæjar-
ins, og annast yfirstjórn með
framkvæmd þess. Gert er ráð
fyrir, að þessi kafli verði steyptur
næsta sumar.
Þá hefur verið skipt um jarðveg
i norðuhluta Hverfisgötu. Loks
var tenging Hávegs og Hverfis-
götu á verkefnaskrá bæjarins, og
verður vonandi hægt að ljúka þvi
einnig áður en veður spillast. Tið
hefur verið hagstæð til útivinnu i
haust.
Malargöturnar
Siðan bæjarverkfræðingur tók
við yfirstjórn gatnamálanna i
bænum, hefur það verið rikjandi
stefna að eyða sem minnstu fé i
malargöturnar, en verja þeim
mun meira i varanlega gatna-
gerð.
Mjölnir telur, að þetta sé rétt
stefna i aðalatriðum, enda
fluttu bæjarfulltrúar AB tillögur
sem gengu i sömu átt, áður en
bæjarverkfræðingur var ráðinn.
Fram hjá þvi verður þó ekki
gengið, að malargöturnar eru nú
margar hverjar i hinu hörmuleg-
asta ástandi og væri ástæða til að
halda þeim miklu betur við en
gert er. Veldur þessu hvort
tveggja lélegt viðhald og sivax-
andi bilaumferð.
Áhaldaleysi bæjarins.
Þegar rætt er um, hversu léleg-
ar göturnar eru, kemur fyrst i
hugann tækjaleysi bæjarins, en
flestöll áhöld hans eru orðin eða
eru að verða öskuhaugamatur.
Stefánsmeirihlutinn hefur enga
tilburði haft i frammi til að endur
nýja vélarnar, og stendur þar
langt að baki Sigurjónsmeirihlut-
anura, sem sýndi nokkra við-
leitni, þótt sumt væri vanhugsað,
eins og t.d. Búkollukaupin.
Þegar Búkolla var seld fyrir
tveim árum, lögðu bæjarfulltrúar
AB til, að hluta af andvirðinu yrði
varið til kaupa á nýjum tækjum.
Meirihlutinn felldi þá tillögu.
Tækjaskorturinn hefur bitnað
hörmulega á framkvæmdum hér i
sumar. M.a. eru malargöturnar
vitnisburður um skortinn á not-
hæfum veghefli, og vöntunin á
krana hefur seinkað ýmsum verk
um I sumar verulega. Ekki er
nema spurning um mánuði, eða
misseri, hvenær ýtan, sem notuð
er til snjóruðnings á veturna,
gefst alveg upp. Svipað má segja
um „trukkinn”, sem hefur reynst
hið þarfasta tæki.
Lóðakaup
Bæjarsjóður keypti i sumar á
560 þús. kr. lóðaspildu fyrir utan
Hvanneyrarána, alls um 24 lóðir.
300 þús. af kaupverðinu greiðast á
þessu ári og afgangurinn næsta
ár. Bærinn mun reyna að fá lán úr
Landakaupasjóði, allt að 60% af
kaupverðinu, til aö borga lóðirnar
með.
Búið er að úthluta 5-6 bygingar-
lóöum á þessu svæði og við
Hafnartún. Flestar þessar lóðir
munu vera hugsaðar fyrir hús-
einingahús.
Flugskýlið
Þá stendur yfir á vegum Flug
málastjórnar bygging skýlis á
Siglufjarðarflugvelli. Er húsið nú
að verða fokhelt, og standa vonir
til, aö það verði tilbúið til notkun-
ar fyrir áramót. (Mjölnir)