Þjóðviljinn - 14.10.1973, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 14.10.1973, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN • Sunnudagur 14. október 1973. Símaskrá 1974 Símnotendur i Reykjavik, S eltjarnarnesi, Kópavogi, Garða- og Bessastaðahreppi og Hafnarfirði — 18 pt. Vegna útgáfu nýrrar sfmaskrár eru simnotendur góðfús- lega beönir að senda skriflega breytingar, ef einhverjar eru, fyrir 1. nóv. n.k. til Bæjarsímans, auökennt Sima- skráin. Athygli skal vakin á þvl, að breytingar, sem orðið hafa á skráningu simanúmera frá útgáfu seinustu simaskrár og til 1. október 1973, eru þegar komnar inn i handrit sima- skrárinnar fyrir 1974 og er óþarfi að tilkynna um þær. Aö- eins þarf að tilkynna fyrirhugaða flutninga, breytingar á starfsheiti og á aukaskráningu. Athugið að skrifa greinilega. Nauösynlegt er að viökom- andi rétthafisímanúmers tilkynni um breytingar, ef ein- hverjar eru, og noti til þess eyðublaðs á biaðsiðu 609 i simaskránni. Nánari upplýsingar i simum 22356 og 26000 og á skrifstofu Bæjarsimans við Austurvöll. Bæjarsiminn Frá Lánasjóði íslenskra námsmanna Lánasjóður islenskra námsmanna minnir á, að umsóknarfrestur til að sækja um al- menn námslán rennur út mánudaginn 15. október n.k. Sama dag rennur út frestur til að sækja um ferðastyrki og kandídatastyrki. Skrifstofa sjóðsins verður opin mánudag- inn 15. okt. kl. 9-12 og 1-5. Aðra daga 1-4. Reykjavik, 11. október 1973. Lánasjóður islenskra námsmanna YINNINGUR i merkjahappdrætti berklavarnadags 1973 kom upp á númer 25165 Vinningsins ber að vitja i skrifstofu S.I.B.S., Suðurgötu 10. S.Í.B.S. ATVINNA Staða framkvæmdastjóra við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur er laus til umsoknar. Æskilegt er aö umsækjandi hafi lögfræði- eða viðskipta- fræðimenntun, eða góða reynslu i stjórnun. Laun skv. kjarasamningi við Starfsmannafélag Reykjavikurborgar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Heilbrigðismálaráði Reykjavikurborgar fyrir 1. nóvember n.k. Nánari upplýsingar gefur borgarlæknir. Reykjavlk 1. október 1973. Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar Einn utanflokka skrifar: Dagur og vegur Er ég renndi augum yfir efni dagblaðanna, sem ég kaupi, eftir dæbilegan hádegisverð, i dag, sunnud., sá ég, aö þaö var ýmis- legt, sem ég vildi bæði árétta og gera athugasemdir við. Þjóðvilj- inn er minnstur, en oftast efnis- meiri en stærsta blaðið. Hér fara á eftir hugdettur eða andsvör, sem ég nefni dag og veg, en ætti kannski fremur að kalla „Stund með bjóöviljanum”. Meira byggt i ár en allan siöasta ársfjórðung á Seyðisfirði. Eins mikið og setutima viðreisn- arstjórnarinnar. Glöggt vitni batnandi daga undir vinstri stjorn. Erfitt nú, en verra næsta vetur. öngþveiti i skólamálum Breið- holtsbúa. Illa hefur „viðreisnin” skilið við þar. En hún fór meö völd aö mestu i rikisstjórn og borg. Að sjálfsögðu getur verið erfitt að fullnægja öllum þörfum samtimis. En forystu Sjálfstæðis- fl. ætti þá að gambra heldur minna. Sýndarmennska S já Ifstæðisf lokksins Gunnar og Lúðvik: 50 og 200 milna landhelgi. A 12 ára valdaferli gleymdu Sjálfstæðis- men landhelginni, eins og fiski- skipaflotanum. Og Morgunblaðiö hefur áþreifanlega sannað lands- mönnum „áhuga” þess fyrir 50 milunum. Hvilik smánarafstaða. Nú þykjast þeir vera helteknir áhuga fyrir 200 milum. En sá áhugi kom ekki fram fyrr en rik- isstjórnin hafði þegar lýst yfir á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, að hún myndi fylgja og vinna að samstöðu um 200 mila efna hagslögsögu. Sjálfstæðisflokkur- inn átti þvi ekkert frumkvæöi þar heldur, heldur vinstri menn er þakka má, að við búum ekki enn við 4ra milna landhelgi. Vissulega er Sjálfstæðisforyst- unni ljóst, að hún er alltaf að tapa fylgi. En lætur hún sér til hugar koma að hún hressi við fylgi sitt með svona augljósum loddara- skap? Slik grunnhyggni og auðsæ sýndarmennska lýsir allt að þvi örvæntingarástandi sem opnaö hefur augu margra, og heldur áfram að gera það. Rikisstjórnin hafði þegar lýst fullu fylgi við 200 milur, áður en sjálfstæöismenn höföu ymprað á þeim. Og alveg er augljóst, hviiik fásinna það væri að hverfa frá 50 milna kröfunni og gera 200 milur að kröfu dagsins. En að 50 milun- um fengnum, er sjálfsagt að halda barátunni áfram fyrir 200 milunum, eins og ákveðiö hefur verið. En það er hryggilegt. að Sjálfstæðisflokksforystan skuli hafa notaö 200 milna kröfuna i þeim tilgangi einum aö rugla landsmenn og veikja samheldni þeirra. Hefði sýndrkrafa þeirra hlotið hljómgrunn, hlaut það aö veikja þá þjóðareiningu, sem stjórnin hafði skapað. Alveg er ljóst, að Morgunblaðaklikan metur sinn hag meira en hag þjóðarinnar. En vaxandi óánægja almennra flokksmanna sannar, að forystan hefur vanmetiö skiln- ing þeirra og vilja. Þessi afstaða forystunnar er hrein móögun við þá, sem fylgt hafa henni. Samvinna vinstri manna 3ja siöan fjallar um komandi borgarstj.kosningar, og þar á meðal um vinstri samvinnu. Þar er getið um, að fulltr. vinstri flokkanna komi saman íystrl hvern fund til að ræöa málin. Þetta er hið eina skynsamlega til aö skapa sem sterkasta samstöðu, að hver flokkur á sam- eiginlegum fundi kynni sin sjónarmið og leiti samstöðu- sjónarmiös i hverju máli sé "það fyrir hendi. En auövitaö er þaö ekki í hverju máli. Hver er svo einfaldur aö kref jast þess, að þrir flokkar hafi i öllu samstööu? Væri svo, þá væru það ekki þrir flokkar, heldur einn. Og að auki samstæöari en nokkur einn flokk- ur er. En þegar litið er á stefnu- skrár þessara flokka, kemur i ljós, hve mikil samstaða er um margt. Og á þeirri samstöðu ætti að vera aö auðvelt að byggja sameiginlegt framboð. tað er ekki einungis „æskilegt að vinstri flokkarnir gangi til kosninga með sameiginleg markmið á sem flestum sviðum...”, eins og segir i greininni. Þaö er skylda þeirra aö gera það. Ella verður andstaða þeirra við ihaldið skoðuð sem marklaust hjal. En heilhuga sam- staða um veigamikla málaflokka þjappar kjósendum saman og slær það bopn úr hendi íhaldsin sem beitt hefur verið með mikl- um árangri; að óeining vinstri Litið i blöðin einn sunnudag flokkanna sé svo mikil, að þeir geti ekki unnið saman og sé i engu treystandi. Það hafa þeir af- sannað i stjórnarsamvinnunni og það ber þeim að afsanna enn betur i borgarstjórnarkosningun- um. Annað væri með öllu óafsakanlegt og ófyrirgefanlegt. Fjöldi vinstri sinna og Sjálfstæðismanna, sem eru að snúast til liðs við ykkur, myndu glata öllu trausti á ykkur, ef þið svikið vinstri samvinnu, sem nú sannar betur og betur ágæti sitt. Möltubát? Já/ hið allra fyrsta „Einsetning i lög, krefjast kennarar”. Það er auðvitað hið æskilega, og að þvi verður að stefna. En það hlýtur að taka mörg ár að ná þvi marki. Kröfur verður að miða við hið mögulega. t ungu þjóðfélagi er ómögulegt að gera allt i senn. Uppbygging er furöulega hröð, og kjör eru batn andi, þrátt fyrir vaxandi dýrtið. Laun hafa hækkað meira. Einsetning. Jú. En mætti ekki fækka i gagnfræðaskólum? Væri ekki margur óbókhneigöur unglingur hamingjusamari fengi hann að fara út i atvinnulifið eða i verklegt nám við sitt hæfi? Þvingun til náms vekur engum áhuga. Möltubát? Já hið allra fyrsta, þótt vera kunni, aö hinir bresku kúgarar skiljið orðið, að ofbeldið rýri stöðugt álit þeirra og samn- ingsaðstööu. Eftir undanfarnr of- beldisaðgerðir, ber ekki að veita þeim sömu tilboð og áður. Stór- sigur hefur unnist. Þakkað veri sterkri samstöðu og einbeitni stjórnarinnar. Hefði Sjálfstæðis- mönnum tekist að rægja stjórnar- flokkana til sundurlyndis, væri þessi sigur óunninn, og að þvi stefndi óþjóðholl Morgunblaðs- klika og forysta Sjálfstæðis- flokksins. Styöja þarf aldraða. Gott ef Sjálfstæðismenn i borgarstjórn hafa vaknað til skilnings á þvi og tefji þá ekki lengur eða svæfi til- lögur vinstri manna. Útvarpsráð gerir hreint fyrir sinum dyrum, og með svo ljósum rökum, aö fáir munu lengur i vafa um réttmæti gerða þess, sem gera átti að stórárásarefni. Og eins og vænta mátti var Mogginn þar fremstur. Dýraspítali er menningarstofnun Jú, og svo þarf að endurskoða skattakerfið. Svo og auð- hringavaldið, enn höfuðbölvald okkar tima, með fleiri syndir og stórglæpi á heröum en nokkur getur taliö. Námshefstii tómstundavinnu. Meira er þarflegt. Eitt hið allra mikilvægasta i uppeldismálum okkar er að skapa börnum og unglingum aðstööu til að beita ótaminni athafnaþrá sinni og þroskandi verkefnum i starfi og leik i tómstundum sinum. Þá myndi fækka alvarlegum vanda- máiu og upp vaxa æskulýður lik- legur til meiri dáða og mann- dóms en innbrot og skemmdar- verk krefjast. Mörg þeirra eru framin vegna þess, að unglingana vantar verkefni við sitt hæfi. Úr þvi veröur vinstri stjórn I Reykja- vik að bæta á næsta kjörtimabili. Margt gott mannsefni hér i Reykjavik glatast vegna þess, að það hefur vantað aölaðandi og þroskandi verkefni að glima við i tómstundum. Borgrstjórn þiggur dýraspitala Watsons. Albert Guömundsson á þakkir skilið fyrir frumkvæði sitt. En engan heiður ber minnihlut- anum, er útiloka vildi þáfttöku borgarinnar i rekstri hans. Skv. upplýsingum kostar reksturinn litið. Spitalinn er menningar- stofnun, sem vantaö hefur og þakka ber. Samvinnuskólinn á leiðinni til menntaskóla. Það er vel. Hann sækja nemendur, sem vilja læra. Ungir sósialistar þinga, og veita vinstri samvinnu vafalaust eindreginn stuðning. Og Karlakór Reykjavikur hefur sigrað i Vin. Það er vel af sér vikið i þeirri söngvaborg. Og þá læt ég lokið degi og vegi Þjóðviljans 7. október Utanflokka. Markús B. Þorgeirs- son á b.v. Júni spyr Auði Auðuns henni á opinberan hátt, hvar felst i orðum minum óvirðing tii hins látna sjómanns á Ægi, eins og þér hafið haldið fram I Morgunblað- inu. Mannorö yöar, frú, og heiður eru i veöi. Eftirfarandi dagblöð eru beðin að birta fyrirspurn þessa til yðar: Morgunblaðiö, Timinn, Visir, Alþýðublaðið og Þjóðviljinn. Að öðru leyti er mál þetta útrætt af minni hálfu. Með vinsemd b/v Júni miövikudaginn 10. okt. 1973 kl. 13.30. Markús B. Þorgeirsson Lokaorö ræðu minnar á Hótel Sögu, sunnudaginn 7. okt. 1973: „Með leyfi fundarstjóra óska ég eftir þvi að fundarmenn rlsi úr sætum og votti þar með virðingu sina Halldóri Hallfreðssyni, hinum fyrsta islenska sjómanni, er látið hefur lifiö vegna land- ráðasamninganna 1961”. Halldór lét lifið, að minum dómi, sem sómi islenskrar sjó- mannastéttar, sannur sonur þjóð- ar sinnar. Hann er sverð hennar og skjöldur I orðsins æðsta skiln- ingi á örlagastundu þjóðar. Frú Auöur Auðuns. Nú ætla ég að biðja yður að benda þjóð minni á og sanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.