Þjóðviljinn - 14.10.1973, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. október 1973.
Skúli Guðjónsson á Ljótunnarstöðum skrifar um útvarpsdagskrána
Þar er trúin á mammon
forsenda þess að
mennirnir trúi á guð
Sá grunur hefir læðst að mér,
aö niðurskipan á dagskrá út-
varpsins sé fyrst og fremst miðuð
viö þarfir og hentisemi þess fólks,
sem vinnur fimm daga vikunnar,
byrjar störf sin, eða á að byrja,
klukkan niu, hvern þessara fimm
daga, og endar klukkan fimm.
Staðfestingu á þessum grun
þykist ég nú hafa fengið, þegar
lestur kvöldfrétta á að hefjast
klukkan hálfsjö, að visu til
reynslu, að þvi er okkur er tjáð,
en segja mætti mér, að togna
muni úr þessum reynslutima.
Engin rök, hvorki skynsamleg né
heimskuleg, hefi ég heyrt fram
færð fyrir þessari ráðsályktun, og
veröur þetta þvi að teljast i flokki
þeirra fyrirbæra, sem aldrei
verða skilin né skýrð.
Það var nógu bölvað, þegar
fréttatiminn var færður fram,
fyrir nokkrum árum, frá kl. átta
til sjö, þótt enn væri ekki bætt
gráu ofan á svart, með þvi að
færa hann fram um hálftima til
viöbótar.
Laugardagurinn er orðinn jafn-
helgur sunnudeginum, hjá þeim i
útvarpinu, að þvi undanskildu, að
guösorðið er þá skorið við
nögl. Það er eins og þeir viti ekki,
að það eru fleiri en vinnumenn
Viölagasjóðs i Vestmannaeyjum,
sem fóru i verkfall til að mótmæla
styttingu vinnutimans, sem vinna
á laugardögum. A laugardögum
býður útvarpið oft upp á ýmis-
legt, sem fólkið, sem vinnur á
laugardögum, myndi gjarnan
vilja hlusta á.
Má þar sem dæmi nefna þátt
Páls Heiðars, Vikan sem var.
Ég hef að vísu aldrei haft tæki-
færi til þess að hlusta á þennan
þátt frá upphafi til enda. En þær
glefsur sem ég hefi heyrt hafa
mér fundist athygli verðar. Hefði
ég verið spurður, myndi ég hafa
kosið, að hafa þennan þátt á milli
klukkan niu og tiu að kvöldinu, en
láta Skúmaskotið hans Hrafns
Gunnlaugssonar koma um
miðjan daginn. Hann hefir verið
með þvi leiðiniegasta, sem ég hefi
heyrt i útvarpinu á liðnu sumri.
Vil ég þó undanskilja viðtölin,
sem hann átti við Halldór Dungal.
Þau voru ágæt.
Morgunkaffið
Þorsteinn Hannesson virtist
alveg vera að missa morgun-
kaffið út úr höndunum á sér.
Þetta er orðið meiningarlaust
mas. Hinn almenni hlustandi
verður engu nær um það, hvað
komandi vika býður upp á. Eftir
að hið meiningarlausa mas hefir
staðið fram undir tólk , kemur
loks spurning dagsins, spurning,
sem aldrei ætti að heyrast i
slikum þætti: — Hvað ætlar þú að
hlusta á þennan daginn eða hinn?
Svo fara viðmælendurnir að fletta
dagskránni. Jú, þetta ætla þeir að
hlusta á, ef þeir hafa tima,
stundum hnussar i þeim, þegar
þeir rekast á eitthvað, sem er
neðan við þeirra smekk eða
menningarstig, og þeir lýsa þvi
yfir, að þetta ætli þeir ekki að
hlusta á.
Það er I hæsta máta óviður-
kvæmilegt, þegar menn eru á
þennan hátt að gera sig að
dómurum yfir útvarpsefni, sem
þeir hafa ekki heyrt. Og að er
beinlinis móðgun við þá flytj-
endur, eða dagskrárgerðarmenn,
sem eru þannig rakkaðir niður,
áður en þeir hafa sýnt, hvað þeir
ætla upp á að bjóða.
Hvað hlustendum við kemur,
þá varðar þá blátt áfram ekkert
um, hvað Pétur eða Páll, Petrina
eða Pálina, sem kölluð eru i
morgunkaffi hjá Þorsteini
Hannessyni, vilja eða vilja ekki
hlusta á.
Má þar sem dæmi nefna þátt Páls
Ileiðars.
tþróttafréttaritari útvarpsins er
si og æ að flytja okkur sorgar-
fréttir.
Þorsteinn Hannesson virðist vera
að missa morgunkaffið út úr
höndunum á sér.
Hlustendur vilja hinsvegar
gjarnan fá greinargóða vitneskju
um, hvað útvarpið ætlar að bjóða
þeim upp á komandi viku.
Kaffigestirnir mættu svo
gjarnan láta i ljós skoðun sina á
þvi, sem þeir kunna að hafa heyrt
á liðinni viku, eða vikum.
Þorsteinn Hannesson virðist
hafa, á vissan hátt, vandað val á
viömælendum sinum. Við höfum
heyrt i blaðamönnum og lista-
mönnum af öllum gráðum.
Einnig hafa komið við sögu
kaupsýslumenn og menntamenn,
langskólagengnir og margfróðir.
Þetta er i fáum orðum sagt fjöl-
skrúðugur hópur og ekki valinn af
verri endanum. Af orðræðum
þessa fólks má þó draga eina
ályktun. Það vinnur ekki á
laugardögum og það fer seint á
fætur á sunnudagsmorgnum,
svo seint að það heyrir ekki
biskupinn flytja sunnudags-
bænina, og jafnvel svo seint, að
það heyrir ekki hina klassisku
morguntónleika, er fylgja i kjöl-
far leiðara dagblaðanna.
Þetta er vafalaust allt ágætis-
fólk. En það lifir bara i öðrum
heimi en viö. Við skiljum ekki
hugsanagang þess né áhugamál.
Þess vegana erum við orðin
dálitið þreytt á þvi.
Okkur langar, svona til útaf-
breytni.að fá að heyra i fólki, sem
stendur á svipuðu menningar-og
þroskastigi og við, fólki sem
vinnur alla laugardaga og jafnvel
sunnudagana með, fólki, sem
hvorki fer i leikhús né hlustar á
sinfóniuhljómsveitina, fólki, sem
aldrei hefir komið til Majorka og
tekur sér yfirleitt aldrei sumar-
frí, fólki, sem kann ekki einu sinni
aö sletta útlendum orðum, eins og
þeir gera svo mikið af, lærðu
mennirnir i kaffitimanum.
Ég heyrði það einhvern morg-
uninn, að leiðarahöfundur
Morgunblaðsins var að klóra
fréttamönnum útvarpsins bak við
eyrun f tilefni af þvi, að þeir hefðu
snúist öndverðir gegn einhverri
samþykkt útvarpsráðs, varðandi
fréttaflutning, að þvi er mér
skildist, einkum af stjórnarbylt-
ingunni i Chile. Eg er ekki svo
kunnur málavöxtum, að ég þori
að leggja þar nokkuð til mála, en
vil þó að sjálfsögðu óska
fréttamönnum til hamingju með
það, að Morgunblaðið skuli vera
farið að gera gælur við þá.
Þó rifjast það upp fyrir mér, að
kvöldiðfyrir fyrrnefnda byltingu,
eða ef til vill örlitlu fyrr, flutti
Gunnar Eyþórsson einstaklega
kuldalegan þátt um stjórn
Allende forseta.
En hafi fréttamennirnir mis-
stigið sig eitthvað á hinu hála
svelli fréttaþjónustunnar vildi ég
mega trúa þvi, að þeir hafi gleypt
hráar fréttir og fréttaskýringar
einhverra erlendra starfsbræðra
sinna. Hinsvegar vildi ég biðja
guð að forða þeim frá því i fram-
tiðinni, að leiðarahöfundur
Morgunblaðsins klóruðu þeim
bak við eyrun.
Hin léttklædda
sumardagskrá
Mig minnir, að ég hafi heyrt af
vörum einhvers útvarpsmanns i
vor, þegar dagskráin var að
leggja frá sér vetrarhaminn og
búast sumarskarti, að hún, það er
dagskráin, ætti að vera létt i
sniðum, og þótt það væri ekki sagt
berum orðum, mátti draga þá
ályktun, að hún ætti að minna á
léttklædda mey, óspjallaða, liggj-
andi i sólbaði suður á Spánar-
strönd. Þessi léttleiki hófst eigin-
lega með þvi að Jónas Jónasson
átti viðtöl við ýmiss konar fólk,
um sumarfri, bæði þau er þegar
voru liðin og einnig hin, sem i
vændum voru, og allt var þetta
mjög létt. Það hefði ekki farið illa
á þvi, að Jónas hefði einnig rætt
við einhvern, sem aldrei hefir átt
sumarfrí. Það hefði aukið fjöl-
breytnina i þessum þáttum.
1 kjölfar viðtalanna fylgdu svo
kortin frá Spáni, og þau voru
einnig létt i sniðum.
En það voru fleiri en Jónas,
Það færi vel á þvi I velferðarrlkinu aö musteri guðs og mammons stæðu
hlið við hlið. Þvi ekki aö byggja musteriö á Skólavöröuholtinu.
sem þurftu að segja frá ferðum
slnum i útlandinu. Pétur
Pétursson var með einhverja
ferðaþætti frá ítaliu, en þá heyrði
ég ekki, þvi þeir hafa verið fluttir
um helgar.
Þættirnir Landslag og leið-
ir munu vera ætlaðir fólk-
inu sem hvorki ferðast til
Spánar eða ítaliu, en læt-
ur sér nægja að skoða sitt eigið
land. En þeir hafa einnig orðið
hinum, sem ekki ferðast, til fróð-
leiks og ánægju, að minnst kosti
hafði ég gaman að þvi að hlusta á
þá flesta.
Hvimleitt
Sá þáttur i dagskrá útvarpsins,
sem mér finnst einna hvim-
leiðastur og því hvimleiðari sem
hann gerist fyrirferðarmeiri, er
Iþróttir, og það þvi fremur sem
Iþróttafréttaritari útvarpsins er
si og æ að flytja okkur sorgar-
fréttir. Si og æ er landinn að tapa
fyrir þeim i útlandinu og alltaf er
fréttamaðurinn að skýra fyrir
hlustendum, hversvegna iþrótta-
mennirnir hafi staðið sig svona
illa.
Við spyrjum i okkar einfeldni:
Er þetta nauðsynlegt? Er
nauðsynlegt að standa i öllu þessu
brambolti? Og er nauðsynlegt að
vera með alt þetta orðagjálfur og
fjas, bollaleggingar og út-
skýringar út af töpuðum leik og
slælegri frammistöðu landsins?
Er ekki nóg að segja frá tapinu i
stuttaralegri frett, svona likt og
gert er i dánartilkynningum og
lögtaksúrskurðum ?
Hugdettumenn
Einn af sumarþáttum út-
varpsins nefnist Mér datt það i
hug og hefir verið fluttur eftir
hádegi á sunnudögum. Stundum
hefi ég hlustað á þennan þátt,
Okkur var sagt að þetta væri eða
ætti að vera i léttum tón, flytj-
endum þvi uppálagt að hafa ekki
uppi neina tilburði i þá átt að
frelsa heiminn. En það vill
stundum og reyndar’æði oft við
brenna um gaman, sem er
samansett eftir pöntun, að úr þvi
verður ekkert gaman. Þó komust
flestir flytjenda nokkurnveginn
klakklaust frá þessu, en þó einna
sist örn Snorrason. Það valt
stundum upp úr honum slik
endemis vitleysa, að raun var á
að hlýða.
Gisli J. Ástþórsson bar þó af
þessum hugdettusmiðum.
Ég hef raunar lengi haft mikið
dálæti á Gísla. Aldrei segir hann
svo mikla vitleysu, að ekki megi
greina að baki hennar markvissa
ádeilu, ósvikna kimni, en ekki sist
glöggskyggni hans á veikleika
þeirra sem reyna að sýnast stærri
og sterkari en þeir eru i raun.
Meö ismeygilegri nærfærni rekur
hann utan af þeim umbúðirnar,
uns þeir standa naktir, umkomu-
lausir og pínulitlir fyrir hugskots-
sjónum hlustandans.
Hefi ég þá meðal annars i huga
sögurnar af Bojesen, sem hann
flutti i útvarpið siðastliðið vor.
Ekki veit ég, hvort rithöfundar
telja Gisla i sinum hópi. Ég veit
heldur ekki, hvort hann hefir
nokkurntima hlotið listamanna-
laun. En hitt vildi ég mega full-
yrða, að hann hefir til þeirra unn-
iö fremur en sumir þeirra, er þau
hafa hlotið.
Einn af hugdettumönnum út-
varpsins var dálitið leiður á
lifinu. Og honum var raunar
dálitil vorkunn. Hann átti ekkert
land. Þegar hann var á fullveldis-
hátiðinni 1944 klæddur ferm-
ingarfötunum sinum, hélt hann,
ab hann væri að eignast land.
En svo komu einhverjir vondir
menn og tóku landið frá honum.
Hann má hvergi ganga um landið
án leyfis, hann má ekki tjalda án
Ieyfis og hann má ekki einu sinni
renna færinu sinu i ár eða vötn
landsins án leyfis.
Já, það er margt manna bölið,
en maðurinn hélt ákaflega
einstrengingslega á þessum
málum. Þessi harmagrátur
mannsins flokkast vist undir svo-
kölluð umhverfisvandamál. En
við hættum okkur ekki lengra inn
á þau svið að sinni.
En ef maöurinn ætti nú, þrátt
fyrir allt landleysi,svolitinn garð
á Haðarstignum, þar sem hann
kvaðst eiga heima, og ef ég kæmi
þar eitthvert kvöldið á sumri
komanda og tjaldaði i garðinum
hans án þess að spyrja leyfis, þá
fyndist mér ekki með óllkindum,
aö hann hringdi i lögregluna og
bæði hana að fjarlægja hinn
óboðna gest.
Erindi Bjarnfriðar Leósdóttur
á Akranesi, um dag og veg, var
vel samið, oft mjög skemmtilega
að orði komist og prýðilega flutt.
Ég vil aðeins staldra við eitt
atriði i erindi hennar. Hún gerði á
einum stað að umtalsefni launa-
misrétti kynjanna og tók þá