Þjóðviljinn - 14.10.1973, Blaðsíða 19
Sunnudagur 14. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19
Heildaraflinn
hefur aukist
1973 1972
I. ÞORSKAFLI: a) Ðataafli: Hornafj./Stykklshólaur Vestflrðlr NorOurland AustflrOlr LandaO erlendls Jan./sept. lestir dsl. Jan./sept. lestir osl.
175.158 33.457 27.602 14.222 1 195 195.912 36.275 31.234 27.910 1.428
Samtals 251.724 292.769
b) ToKaraafll: SÍOutogarar, landað lnnanlands ” ” erlendls Skuttogarar, landað lnnanlands ” " erlendls 24.214 4.924 41.060 2.284 42.859 9.627
Samtals 72.482 52.486
II. SILDARAFLI: Landað lnnanland? " erlendis 23 30.654 694 25.684
Samtals 30.677 26.378
III.LOÐNUAFLI: Samtals 436.841 277.655
IV. RÆKJUAFLI: Samtals 4.298 3.602
V. HÖRPUDIEKUH: Samtals 2.188 3.962
VI. HHMARAFLI: Samtals 2.875 3.898
VTI.AHHAR AFLI:(an«rl..aakrfll ofllgaatala 11.578 323
HEILDARAFLINN: SAUTALS 812.663 661.391
Lelðréttar tölur Ægla 1/1.«30./9. 1978;
I. Þorekafli
II. Síldarafli
III. Loðnuafli
IV. Rakjuafli
V. Hörpudlskur
VI. Hunarafli
VII. Annar afliCMakrín
Heildaraflinn alla
337.522
26.248
276.923
3.821
5.213
4.321
og kolnunnl) 1.342
655.390 lestlr
Ath, Skuttogarar, af öllun stærðun, eru nd settir f sér ílokk.
X sfðasta tfri voru beir togarar, sen bí voru konnlr, taldir
neð btftaflotanun. Tölurnar eru bvf ekki fyllilega sanbnrilegar.
Páll Isólfsson
Framhald af bls. 4
horfir yfir farinn veg, sér hann
vaxandi Sinfóniuhljómsveit,
blómstrandi Tónlistarskóla,
marga afbragðs kóra og úti á
landsbyggðinni eru risnir upp á
milli 30 og 40 tónlistarskólar. Allt
eru þetta meira og minna hans
börn, drengsins frá Stokkseyri,
sem ólst upp við freyðandi, ólg-
andi brim og dreymdi stóra
drauma, sem séð hafa dagsins
ljós.
Fortiðin þakkar honum, nútiðin
hyllir hann og af nafni hans mun
stafa birtu langt fram i timann.
Björn ólafsson”.
Borgarmálefni
Framhald af bls. 1
borginni og samspil kjörinna full-
trúa og borgarana i heild. A þar
að reyna að gera sér grein fyrir,
hvernig hægt er að auka raun-
verulega þátttöku fólks i stjórnun
borgarinnar og hvernig völd
skiptast nú milli kjörinna full-
trúa, ráðinna embættismanna og
almennings.
Væri t.d. heppilegt að skipta
borginni i hverfi með takmark-
aðri sjálfsstjórn? Á hvaða for-
sendum gæti Alþýðubandalagið
tekið þátt i meirihlutastjórn með
öðrum flokkum? Hver á að vera
staða Reykjavíkur sem sveitar-
félags meðal þjóðarinnar? Hver á
staða borgarstjóra að vera, á
hann að vera pólitiskur fulltrúi
eða framkvæmdastjóri?
Þróun byggöarinnar
í hópnum um skipulag og
uppbyggingu borgarinnar höfðu
umræðustjórarnir rætt um að
taka fyrir þróun byggðarinnar i
bæjarlandinu og þá með tilliti til
nágrannasveitarfélaganna. Eins
ætluðu þeir að taka fyrir ný hverfi
og gömu, nýskipulagningu og
endurskipulagningu, umferðar-
vandamál, leiksvæði, húsnæðis-
mál, nýbyggingar og endur-
byggingu og nýtingu gamalla
húsa og svæða. Bókin mikla um
aðalskipulagið verður væntan-
lega alfa og ómega þessa hóps
amk. notuð sem grundvöllur
leshrings.
Fjölskyldan í
brennipunkti
Hópurinn um mannlif og sam-
félagshætti verður sennilega helst
i vandræðum með að afmarka,
við hvað hann fæst, svo viðtækt er
efnið. En umræðustjórarnir
leggja til að i stað þess að gengið
sé útfrá stofnunum, eisog oftast
er, verði gengið út frá manneskj-
unni og þá fjölskyldunni i öllum
mögulegum stærðum, og gerðum
og velt fyrir sé þeim vanda-
málum, sem upp koma hjá þessu
Myndin er tekin þegar Ingvi Ingvarsson, ambassador og fastafulltrúi
tslands hjá Sameinuðu þjóðunum, afhenti Kurt Waldheim, aðalritara
samtakanna, trúnaðarbréf 14. sept. sl.
fólki og hvernig þau verði best
leyst.
Og það er ekki bara klassiska
kjarnafjölskyldan, hjón og börn,
sem hópurinn hefur i huga, heldur
allskonar fjölskyldur: Ungu
hjónin barnlausu. og hin með litlu
börnin. Hjón með börn á skóla-
aldri og fjölskyldur eða heimili,
sem eru allt öðru visi samsett,
einhleypir, gamlir, ungir,
miðaldra. Fjallað verður um hug-
myndir um tirræði eins og
þjónustuhús td. og sitthvað
annað. Hvað er fyrir hendi i borg-
inni i dag? A að breyta þeirri
uppbyggingu? Að hverju á að
stefna i félagslegu tilliti?
Fleiri geta
verið með
Ekki er að efa, að hugmyndir
og spurningar einsog þær, sem
hér hefur verið drepið á, eiga
áhuga margra. Má benda á, að
enn er möguleiki fyrir þá, sem
mikinn áhuga hafa, að gerast
þátttakendur i umræðuhópunum
og geta þeir leitað upplýsina og
gefið sig fram, hvort sem er hjá
umræðustjórunum eða á skrif-
stofu Alþýðubandalagsins,
Grettisgötu 3, en þar er simi 18081
og 19835. —vh
V ertiðin
Framhald af bls. 1
nema tæp 20 tonn vegna mann-
eklu.
Sláturtiö hófst óvenju seint hjá
okkur að þessu sinni, ekki fyrr en
3. október, þar sem verið var að
endurbyggja sláturhúsið og koma
fyrir færibandakerfi, en húsið var
smiðað 1958.
Jón sagði, að þegar rækjan
kæmist almennilega i gang, upp
úr 20. þ.m. myndu 30—40 manns
vinna við vinnsluna á tveim vökt-
um, en nú er aðeins unnið á einni
vakt, tólf manns. Hann sagöi, að
rækjuvertiðin stæði oft fram i
april.
Bátalægið komið
Þrir rækjubátar eru gerðir út
frá Drangsnesi og allir nýbyrjað-
ir og hafa aflað vel, þótt rækjan sé
tæplega nógu góð i skelinni enn-
þá, sagði Guðmundur Sigurgeirs-
son útibússtjóri. Von er á að sá
fjórði leggi þar upp lika. Tvær
rækjupillunarvélar eru á staðn-
um, en aðeins önnur i gangi og
verið að laga hina.
— En það vantar fólk, sagði
Guðmundur, þetta hefur allt
steðjað burt. Þó fannst honum
heldur vera að rofa til i þeim efn-
um, þvi á Drangsnesi væri nú að
setjast að dálitið af ungu fólki.
Um 100 manns búa i þorpinu.
Hann sagði Drangsnesbátana
sækja mest út á flóann, en einnig
á mið út af Bitrufirði. Ekkert
hefði enn verið átt við mið útaf
Ingólfsfirði, sem oft reyndust góö.
Gott bátalægi hefur lengi vant-
að á Drangsnesi, en unnið var við
gerð þess i sumar og reynist það
prýðilega.
Þyrfti að skipta
milli staðanna
— Við erum ekkert byrjaðir
hér á Hvammstanga, sagði Karl
Sigurgeirsson, einn af stjórnend-
um Meleyrar hf., sem rekur
rækjuvinnsluna á staðnum. Hann
sagði að verið væri að slátra i
húsinu, sem nota á fyrir rækju-
vinnsluna, þvi yrði lokið um helg-
ina og rækjuvinnslan hæfist þá i
næstu viku.
Fjórir bátar fara á rækju frá
Hvammstanga og sagði Karl, að
rækjuveiðin og vinnslan væri
lyftistöng fyrir þorpið og aðalat-
vinnan á þessum árstima fyrir ut-
an þjónustugreinarnar. Vélarnar
geta afkastað allt að 8 tonnum af
hráefni á sólarhring og verður
unnið á vöktum þegar vinnslan
hefst. Svo seint var byrjað í fyrra,
að vertiðin varð aðeins 10 vikur,
en unnið var þá úr 230—240 tonn-
um. Þeir Hvammstangamenn
sækja mest á miðin i Hrútafjarð-
armynni og viðar við Húnaflóann
innanverðan.
Karl sagði, að keppni væri tals-
verð milli staðanna um afla-
magnið. — Það er mjög óheppi-
legt, að magninu skuli ekki vera
skipt milli staðanna, svo hægt sé
að skipuleggja vinnsluna betur,
sagði hann. En um þetta hefur
ekki náðst samkomulag og ráðu-
neytið hefur ekki fengist til að
skera á þann hnút.
—vh
Blaðberar
óskast
núþegar i eftirtalin
hverfi:
Þórsgötu
Laugavegur II
Seltjarnarnes
Stórholt
H áskólahverfi
Sæviðarsund
Laugarnes
Sogamýri
Hjarðarhaga
Hringbraut
Hverfisgötu
Ilafið samband við af-
greiðslu Þjéðviljans i
simum
17500 eða 17512.
i/7bh\mm
SJÓ- OG LENSI-
DÆLUR
gaisia ©^Eaai®
<iirakt>iim lamlit)
MHMIMRBANKI
ÍSLANDS
RAFLAGNIR
SAMYIRKI
annast allar almennar raflagnir. Ný-
lagnir, viðgerðir, dyrasima og kall-
kerfauppsetningar.
Teikniþjónusta.
Skiptið við samtök sveinanna.
Verkstæði Barmahlið 4
SÍMI 15460 milli 5 og 7.
SOLÓ-
eldavélar
Kramlviði Sol.o-ehlavélar af morgum sta-rðum og gcrð-
IIIII. — einkum liagkvæmar fvrir svi-itabaú. sumarbústuði
og liata.
— Varahlutaþjónusta —
\ iljum sérslaklega bi'iula a nýja grrð cinbúlla eldavéla
f'iir sma'iri báta og litla sumarbústaði.
KLDAVKLAVKKKSTÆDI
.lOIIANNS I K. KKIST.JÁNSSONAR 11.1 .
KLEPPSVEGI 62. - SÍMI33069.
m
■ Indversk undraveröld.
Vorum að taka upp mjög glæsilegt og fjölbreytt
úrval af austurlenskum skraut- og listmunum
m.a. Bali-styttur, veggteppi, gölf-öskubakka,
smádúka, batik-kjólefni, indversk bómullarefni,
töfl úr margskonar efniviði, málmstyttur, vörur
úr bambus og margt fleira nýtt.
Einnig margar tegundir af reykelsi og reykelsis-
kerum. Gjöfina sem gleður fáið þér í
Jasniin Laugavegi 133.