Þjóðviljinn - 14.10.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 14.10.1973, Blaðsíða 15
Sunnudagur 14. október 1973 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Vil kaupa FÍAT 600 örugg greiðsla. Upplýsingar i sima 26999 og 81776. Atvinna RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Staða UMSJÓNARMANNS við VÍFILSSTAÐASPÍTALA er laus til umsóknar. óskað er eftir að ráða byggingatæknifræðing i stöðuna. Starfið er einkum fólgið i eftirliti með framkvæmdum, áætlanagerð og annarri undirbúningsvinnu um framkvæmdir. Byrjunartimi gæti verið samkomulagsatriði. Laun samkvæmt kjarasamningum opin- berra starfsmanna. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, ásamt meðmælum, ef fyrir hendi eru, sendist stjórnarnefnd rikisspital- anna, Eiriksgötu 5, fyrir 26. októ- ber 1973. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5,SÍM111765 2 menn óskast Óskum að ráða strax 2 menn til starfa i fóðurblöndunarstöð okkar við Sundahöfn. Vinsamlega hafið samband við verk- stjórana i sima 85616. Innflutningsdeild Sambandsins. Hátt kaup Viljum ráða fagmenn i járnsmiði og trésmiði,ennfremur lagtæka verkamenn. Bátalón h.f. Hafnarfirði, simi 52015. Verkamenn Viljum ráða nokkra verkamenn til starfa við þrifalega verksmiðjuvinnu. Mötuneyti á staðnum. — Talið við Halldór. Kassagerð Reykjavíkur, Kleppsvegi 33. Vantar stúlkur og karlmenn i frystihús og saltfiskvinnu. Fæði og hús- næði á staðnum. ísstöðin h.f. Garði, simi 92-7107 og 7149. Kjaramálaályktun Verkalýðsfélags Vopnafjarðar: Aðalkraf an hækkun láglauna og jafnar vísitölubætur Þrátt fyrir það að i samningun- um 15. janúar 1972 hafi meira áunnist i kjaramálum verkafólks en dæmi eru'til áður vantar enn stórlega á að kalla megi kjör þess mannsæmandi. Samkvæmt út- reikningum. Hagstofunnar þarf visitölufjölskyldan nú um 46.300 krónur á mánuði til nauðþurfta, en samkvæmt gildandi kauptöxt- um i almennri vinnu verkafólks þýðir það um 60stunda vinnuviku eigi endar að ná saman.Verkafólk þarf sem sagt að vinna sex daga vikunnar frá kl. 8 að morgni til klukkan 19.00 að kveldi og skila þannig 1 1/2 vinnuviku á viku hvort eigi það að dómi Hagstof- unnar að geta sé visitölufjöl- skyldu farborða, og er þó óunnið fyrir opinberum gjöldum sem eru all verulegur skildingur miðað við núverandi skattalöggjöf. Það gefur þvi augaleið að i komandi kjarabaráttu verður að afnema þennan mismun og þá vinnuþrælkun sem honum fylgir. Það ályktar Verkalýðsfélag Vopnafjarðar að verði að gera með eftirfarandi ráðstöfunum: 1. Jöfnun launakjara með stórhækkun láglauna og þá ekki hvað sist i fiskiðnaði. 2. Kauptryggingu verkafólks. 3. Slysa- og sjúkrabætur verði stórauknar og unglingar njóti fullra réttinda til þeirra bóta, ella verði unglingavinna bönnuð. 4. 16 ára unglingar fái full laun. 5. Aðbúnaður á vinnustöðunum verði stórbættur og hávaða- mælingar látnar fara fram þar sem þurfa þykir. 6. Verkafólk sem unnið hefur fagvinnu i sömu iðngrein 3 ár eða lengur fái sveinakup. Verkalýðsfélg Vopnafjarðar álitur að i þeim hörðu átökum sem framundan eru hljóti rikis- valdið að koma inn og vill benda þvi á eftirfarandi rangfærslur sem vinstri stjórn ber að leiðrétta, ætli hún ekki að kafna undir nafni: 1. Tryggja þarf verulega skattalækkun hjá almennu launa- fólki. 2. Setja þarf þak á visitöluna þannig að visitöluuppbætur verði þær sömu i krónutölu á lægstu og hæstu laun. 3. Verkalýðsfélögunum verði tryggður fullur yfirráðaréttur yfir þeim 10% launa er i Lifeyris- sjóðina fara. 4. Verulegar umbætur verði gerðar á sviði húsnæðismála. Verkalýðsfélag Vopnafjarðar tekur undir áskoranir ASA og ASl um nauðsyn góðrar samstöðu i komandi kjarasamningum og heitir á alla félaga i verkalýðs- hreyfingunni að nýta nú til hins ýtrasta mátt samtaka sinna, og mun þá sigur vis. A fundi þessum var einróma samþykkt að segja upp öllum gildandi kjarasamningum frá og með 1. nóv. ’73. Likt og a Balkan fyrir fyrri heimsstyrjöld Kissinger, utanrikisráðherra Bandarikjanna, sagði i dag, að Bandarikin myndu taka "ákveðna afstöðu” gagnvart hverjum þeim athöfnum Sovét- rikjanna varðandi Miðaustur- lönd, sem virtust gaga þvert á þá einingu, sem þessi tvö risaveldi hefðu náð i þeirri viðleitni að draga úr spennunni i heiminum. Kissinger sagði ennfremur, að þótt vopnasendingar Sovétmanna til Araba væru vissulega ekki til þess fallnar að auka friðarhorfur, þá væru þær ekki i það stórum stií að hægt væri að kalla þær tilraun til þess að magna striðið. Hann kvað Bandarikjastjórn lita á- standið mjög alvarlegum augum og likti löndunum fyrir Mið- jarðarhafsbotni nú við Balkan- löndin fyrir fyrri heimsstyrjöld. — Þessar staðbundnu hernaðar- aðgerðir gætu leitt til árekstra milli kjarnorkuveldanna, sem þau þó sist af öllu vilja, sagði ráð- herrann. segir Kissinger um Miðausturlönd WASHINGTON 12/10 - Henry Ferðamálaráðstefnan Rætt umframtíðar- skipan ferðamála Ferðamálaráöstefnan 1973, var haldin að Valaskjálf á Egilsstöð- um dagana 28. og 29. september s.l. Formaður Ferðamálaráðs Ludvig Hjálmtýsson setii ráð- stefnuna kl. 10 f.h. á föstudaginn. Fundarstjóri var kosinn Agúst Hafberg, framkv.stjóri, en ritari var kosinn Lárus Ottesen, fram- kv.stjóri. Flutti Ludvig Iljálm- týsson skýrslu Ferðamálaráðs fyrir árið 1972. Aðalmálið á dagskrá ráðstefn- unnar var könnun sú á framtiðar- skipan islenskra ferðamála, sem fram hefur farið að undanförnu, að frumkvæði Ferðamálaráðs á vegum Sameinuðu þjóðanna og samgönguráðuneytisins. Ólafur S. Valdimarsson, skrifstofustjóri i samgönguráðuneytinu skýrði könnunina og gerði grein fyrir framvindu hennar, jafnframt sem hann tilkynnti að fyrsta á- fanga væri lokið en rikisstjórnin hefði ákveðið, að láta nú hefjast handa um seinni hluta könnunar- innar, sem væntanlega myndi ljúka á árinu 1975. Auk ferðamálakönnunarinnar, sem var mikið rædd á feröamála- ráðstefnunni, var rætt m.a. um frumvarp til laga um skipulag ferðamála, sem lagt var fram á siðasta Alþingi. Þá var rætt mikið um hið vansæmandi ástand, sem nú blasir við á landsbyggðinni og ekki sist i óbyggðum landsins vegna vöntunar á snyrtiaðstöðu. Rætt var um umhverfis- og náttúruvernd. Réttindi og mennt- un leiðsögumanna voru einnig rædd. Þá var bent á nauösyn þess, að miða húsnæði heimavist- arskóla við þær lágmarkskröfur sem gerðar eru nú til gistirýmis i nýjum hótelum svo hægt sé að nýta heimavistir skólanna til gistingar fyrir ferðamenn sumar- mánuðina. Auk þess, sem að framan greinir, voru rædd ýmis önnur áhugamál þeirra sem að ferðamannamóttöku starfa. Ráð- stefnuna sátu rúmlega 60 manns úr öllum landshlutum, kom greinilega fram mikill áhugi á að bæta aðstöðu til ferðalaga um landið og að ganga vel og menn- ingarlega um náttúru þess i byggð og óbyggðum. (Úr fréttatilkynningu) Margur maðurinn segir við sjálfan sig og jafnvel aðra: það kemur ulúrei neitt fyrir mig Þetta eru staðlausir stafir, því áföllin geta hent hvern sem er, hvar sem er. Það er raunsæi að tryggja. Hikið ekki — Hringið strax ALMENNAR TRYGGINGARf Pósthússtræti 9, sími 17700

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.