Þjóðviljinn - 14.10.1973, Side 5

Þjóðviljinn - 14.10.1973, Side 5
Sunnudagur 14. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Halldóra Bjamadóttir hundrað ára Halldóra Bjarnadóttir viö ritvélina Sá , sem frá æsku sinni man eftir Halldóru sem tiðum gesti, minnist hennar ætið sem tignasta gestsins, sem að garði bar. Þegar hann að auki naut þeirra forrétt- inda að vera boðinn til hennar á fimm jólum i litla torfbæinn hennar i Mólandi i Glerárþorpi til þess að spila púkk ásamt frænd- fólki hennar og börnum vina hennar, sem á þeim árum voru við nám i M.A.,þá hafði hann fengið i veganesti fyrir lifið mynd af sérstæöasta og einu fegursta heimili, sem til var á landinu. Ef hann hefir séð hana ganga út Brekkugötuna á Akureyri út i Móland, grópast i huga hans mynd af tigulegustu konu, sem hann hefir séö á gangi. begar hann hefir heyrt athugasemdir hennar um menn og málefni, stuttar og laggóðar eins og sim- skeyti, hefir honum opnast hugarheimur, sem er hafinn yfir daglega smámuni, en er jafn- framt þess, sem valdið hefir i hinni mildari merkingu orðsins. Og ef hann að lokum hefir haft tækifæri til þess að hitta hana oft á lifsleiöinni, hvort sem var i heimsókn á fornum vinaslóðum, á ferðalögum milli landa eða i her- bergi hennar á Héraðshælinu á Biönduósi, þar sem hún hefir búið siöustu 20 árin, unga I anda á tiræðisaldir, sifelt hlæjandi og gerandi að gamni sínu eða hugsandi um að sanna íslend- ingum nútiðarinnar, hvern menningararf þeir eigi að bera fram til næstu kynslóða, hefir hann kynnst einni ógleyman- legustu persónu á lifsleiðinni. Sá, sem þetta ritar, hefir orðið aönjótandi alls þessa, sem nú var talið,og telur það til gæfu og gamans i lifi sinu. Og eru raunar kynnin af Halldóru allt frá barn- æsku til þessa dags meöal þess, sem hann hefði sist viljað missa af. Kona, sem við þekktum bæði, sagði einhvern tima, að Halldóra ætlaði sér aö veröa hundrað ára — og auðvitað hefir hún staðið viö það, eins og allt, sem hún hefir ætiaö sér, þvi að staðfestan og viljastyrkurinn eru með ríkustu skapgerðareinkennum þessarar undrakonu. Að visu hafa orð og gerðir stangast á hjá henni i einu atriði: Þótt hún væri forystukona i félagsmálum kvenna, m.a. ára- tugum saman formaður Sam- bands norðlenskra kvenna, og ætti mestan þátt i Heimilisiðn- aöarfélagi Islands, var hún litt hrifin af svokallaðri kvenrétt- indabaráttu,og mig minnir hún hafi hér fyrr á árum narrast að Kvenréttindafélagi fslands, hefir hún lögnum veriö ein sjálf- stæðust kvenna i landinu um sina daga, sannkölluð kvenrétt- indakona i verki. Hún sigldi til Noregs á unga aldri, stundaði nám i kennara- skólanum i Osló og lauk þaðan kennaraprófi 1899,26 ára gömul,— sjálfsagt fyrst islensk kona til þess — og starfaði sem kennari við barnaskólana I Konsvinger og Mossi 8ársamfleytt. Þá kom hún heim og gerðist skólastjóri barnaskólans á Akureyri og var fyrsta konan, sem gegndi skóla- stjórastarfi við barnaskóla. Siðan var hún handavinnukennari við Kennaraskólann 1922-1930, en varð jafnframt ráðunautur almennings I heimilisiðnaði frá 1922. Hún stóð fyrir sýningum á Islenskum heimilisiðnaði heima og erlendis. Arið 1946 stofnaði hún tóvinnu- skólann á Svalbarði við Eyia- fjörö, sem starfaði til 1955. Kannski verður hennar legnst minnst fyrir ársritið Hlin, sem hún stofnaði 1917 og hélt úti i hálfa öld. Hlin er einstakt rit i sinni röð og var um langt skeið helsti vett- vangur islenskra kvenna, sem fengust við skriftir, og bar persónuleika Halldóru skemmti- legt vitni. Ahugi hennar og umhyggja fyrir vefnaðinum og viðgangi hans var gildur þáttur i starfi hennar að heimilisiðnaðar- málum. Hún fékk vinkonu sina, Sigrúnu Blöndal á Hallormsstað, til þess að semja vefnaðarbók, sem kom út I heftum sem fylgirit Hlinar 1932-1935, og gaf hana svo út aftur i endurskoðaðri útgáfu 1948, en til þess fékk hún aðra vinkonu sina á Hallormsstað, Þórnýju Friðriks- dóttur. Loks kom svo út hið mikla rit hennar sjálfrar, Islenskur vefnaður, árið 1966, þegar hún var komin yfir nirætt. Hún vann mörg ár að undirbúningi þessa verks og alltaf man ég hve dátt hún hló þegar hún sagði mér, hver ósköp myndamótin i þá bók ættu að kosta. Ég held það hafi veriö um eða yfir milljón! Hún er svo sannarlega Islend- ingur, sem sett hefir svip á öldina og skilið eftir sig i menningarsögu þjóöarinnar spor, sem ekki fýkur Við áttum þvi láni að fagna að hitta hana fyrir mánuði i herberginu hennar á Blönduósi og enn var hún meö glens og gaman, þótt heyrnin sé að bila og röddin orðin dálitið veik. Það verður mikið um að vera á Blönduósi i dag, þegar til Hall- dóru streyma kveðjur og hlýjar hugsanir hvaðanæva að af landinu, þvi að alls staðar hefir hún verið, ef ekki i eigin persónu, þá með Hlin sina, eða i ótölu- legum fjölda bréfa sinna, hverra fjöldi ég hygg eigi sér fátt til sam- jöfnuðar siðustu hálfa öldina á ts- landi. Ég sendi Halldóru hjartanlegar hamingjuóskir á þessum merkis- degi hennar og þakka henni allar ánægjustundirnar, sem hún hefir gefið mér, og umhyggjuna. Sig. Blöndai Nú er mér að mœta! Segir Willis lávarður og leikskáld við þingmenn bresku útgerðarbœjanna Einn af ágætum stuönings- mönnum tslendinga í Bretlandi hvað snertir landhelgismáiið er leikritaskáldiö og lávarðurinn Ted Willis. t eftirfarandi bréfi sem birtist I lesendadálkum stór- blaðsins Guardian fyrir skömmu rifjar hann þaað upp, þegar sam- tökunum "Vinum tslands" var ncitað um húsnæði I Grimsby og Fleetwood og þcim þannig meinað málfrelsis, en á fundum þeirra ætluðu þeir alþingis- mennirnir Jónas Arnason og Benedikt Gröndal að skýra sjónarmið tslendinga. t bréfi þessu gerir Willis þingmönnum bresku útgerðarbæjanna tilboð um að eiga við sig kappræðu- fundi, en ekki er vitað til þess að þeir hafi þegið það. Þess má geta að Willis kemur hingaö til lands seint I þessum mánuði og dvelst hér fáa daga. „Vinir Islands eru fyrirferðar litil en starfsöm samtök manna sem trúa þvi, eins og ég geri sjálfur, að Islendingar hafi sterkan málstað i útfærslu fisk- veiðilögsögu sinnar og sjónarmið þeirra ættu að minnsta kosti að heyrast og vera rædd meðal al- mennings I þessu landi. En Vinir Islands rötuðu i undarleg æfintýri nýlega þegar þeir reyndu að panta opinbera samkomusali i Grimsby og Fleet- wood, tveimur stööum i mið- punkti deilunnar. I Grimsby hafnaði form? þeirrar nefndar,_ sem hefur með útleigu á borgar- salnum að gera, umsókninni á þeim forsendum að þaö„virtist heldur betur ósvifni af hálfu Is- Ted Willis landsvina að koma hér i borgar- sal okkar til að snúa sjómönnum staðarins með umvöndunum, þvingunum eða skjalli”. 1 Fleet- wood var boð um Sjómanna- skálann dregið til baka sam- kvæmt tilmælum formanns i samtökum fiskiskipaeigenda á staðnum. I báðum tilfellum var visað til hugsanlegra uppþota og beitingu ofbeldis á fundunum. 1 Fleetwood tók borgarlög- maðurinn svo djúpt i árinni að segja, að ”ekki væri unnt að tryggja almenna reglu á slikum fundi”. Viðleitni af hálfu Vina Is- lands til að fá annað húsnæði rakst á svipaöa örðugleika. Afleiðingin af öllu þessu er sú, að stuðningsmönnum Vina Is- lands hefur i raun verið synjað um málfrelsi á þessum stöðum, en það er ástand sem ég, og ég hygg margir fleiri, tel hörmulegt. Vert er að veita þvi at- hygli að fulltrúar togaraeigenda og breskir þingmenn sem eru andstæðir sjónarmiðum Is- lendinga hafa notið bestu gest- risni á tsiandi og þeim gefin ærin tækifæri til að flytja mál sitt opin- berlega. Ég er sannfærður um að þetta raunverulega bann getur ekki notið stuðnings þingmanna, þeirra sem eru kjörnir i fiskveiöa kjördihunum, og þvi vil ég koma fram með ef-itrfarandi tillögu: kjördæmunum, og þvi vil ég koma fram með eftirfarandi til- lögu: Ég er fús til að hitta þá hvern fyrir sig á fundi i kjördæmum þeirra og ræða deiluefnið i al- manna áheyrn með óháðum fundarstjóra hvenær sem aðilar finna tima sem hentar báðum. Vinir Islands hafa verið svo vinsamlegir að láta það á sér skiljast að þeir mundu glaðir taka aö sér skipulagningu slíkra funda á sanngjörnum samkomulags grundvelli. Allt og sumt sem þingmennirnir þyrftu að gera væri að tryggja afnot af sam- komusal i kjördæmum sinum. Willis lávarður.” HORN í SÍÐU Skipt um föt Hernámssinnar hafa nú lagt fram þá miölunartillögu sem þeir telja að megi verða til þess að þeim takist að halda i „verndara” sina fyrir lifstið. Hugmyndin er sú, að heriiðið verði látið skipta um fötf Svona einföld getur lausnin verið á flóknum málum. En svo vill til að þorri fólks i landinu er það upplýstur að ekki er hægt aö bjóöa slika lausn, þvi hvaöanæfa að úr heiminum hefur fólk fyrir sér dæmi um árangur af framkvæmd slikra hugmynda. Oeinkennisklæddir tækni- menn voru upphafið að flóði al- vopnaðra hermanna til land- anna i Suðaustur Asiu. Óeinkennisklæddir hermenn, tæknimenn, stóðu að baki og skipulögöu uppreisn herforingj- anna i Grikklandi. Óeinkennisklæddir tækni- menn, hermenn, leyniþjónustu- menn, skipulögðu og studdu við bakið á herforingjunum sem drápu Allende forseta Chile og kollvörpuðu lýðræðinu þar. Þannig mætti telja upp fjöl- mörg afrek óeinkennisklæddra tæknimanna. Tækni þeirra er ekki einskorðuð viö dráptól og morövopn ýmis konar, hún spannar yfir mikiö viöara svið. Islenska þjóðin frábiður sér slika menn, þótt þjóðarbrota- brot eins og doktor Gilfi Þ. og svartnættismennin á Morgun- blaðinu þrái þá. Þvi héfur verið marglýst yfir að ekki sé spurt hvort herinn eigi að fara af landi brott á þessu kjörtimabili, heldur hve- nær og hvernig hann eigi að fara. Slikar yfirlýsingar hafa ráðmenn gefið, og það eru slikar yfirlýsingar sem landslýðurinn vill taka mark á . Ef ekki er staðið við þær er um svik að ræða. Svik sem ekki verða fyrirgefin. Embættis- mannahroki Sjaldan hefur islenskur em- bættismaður staöiö upp opip- berlega á jafn hrokafullan hátt sem útvarpsstjóri gerði á dög- unum, er hann sendi yfirbol^ur- um sinum i útyarpsráöi tóninn með hinum meinlegustu glósum. Það er i sjálfu sér ekkert nema gott eitt um þaö að segja að embættismenn segi sinum yfirboðurum til syndanna, ef það er gert á hreinskiptinn og heiðarlegan hátt. Það mættu fleiri en einn gera. En hitt er bæði alvarlegt og lúalegt þegar talað er i fjölmiðlum undir rós og dylgjur um menn látnir sitja i fyrirrúmi i syndalestrinum. Eftir þá dylgjugrein sem út- varpsstjóri hefur fengið birta i blööum, er ekki annað sýnna en honum sé ekki lengur sætt i þvi embætti sem hann gegnir nú, og afsögn hans sem útvarpsstjóra hlýtur að vera rökrétt framhald þeirrar skrifa sem hann sendi frá sér. En það eru fleiri embættis- menn en útvarpsstjóri. Eitt dagblað skýrði frá þvi ný- lega að lögreglumenn, sem verið hafa starfandi hjá sveitar- félögum og sýslufélögum, en eiga nú að heyra undir rikið, sætti sig ekki við slika ráðstöfun og ætli þvi að hætta störfum. Og þvi skyldu mennirnir ekki hætta störfum ef þeim lýst ekki á yfirboðarann ? Þetta mætti útvarpsstjóri hugleiða og taka sér til fyrir- myndar. En svo ágætt sem það er að mönnum sé heimilt að hætta störfum ef þeim likar ekki við vinnuveitenda, þá hlýtur það og að vera réttlætanlegt, að liki ' ekki vinnuveitenda við undir- sáta og starfsmenn hafi hann rétt til að losa sig við þá. Það hafa og flestir atvinnurekendur, aörir en rikisvaldið. Þar skiptir ekki máli hversu ómögulegur starfsmaður einn eða annar er, hvort hann er latur, hiskinn, óá- reiðanlegur eða hreinlega ó- hæfur til starfans: hafi hann eitt sinn verið ráðinn skal hann sitja þar til honum sjálfum sýnist best að hypja sig. Þvi er nú svo komið að ríkis- kerfið er yfirfullt af óhæfum embættismönnum, og full þörf á að hreinsa þar til. Rikið sem atvinnurekandi og vinnuveitandi, hlýtur að eiga kröfu til þess að fá rétt til að segja upp starfsmönnum sem það telur óhæfa, eins og starfs- menn geta sagt upp starfi telji þeir óhæfu að vinna hjá rikinu. -úþ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.