Þjóðviljinn - 14.10.1973, Síða 4
I SÍÐA — PJÓDVILJINNiSunnudagur 14. október 1973.
HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN
ríkisins m&mm
Námskeið í stjórnun
og áætlanagerð
Húsnæðismálastofnun rikisins, Iðnþróun-
arstofnun íslands og Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins hafa, i samvinnu við
Samband sveitarfélaga Austurlandskjör-
dæmis, ákveðið að gangast fyrir nám-
skeiði á Neskaupstað, i stjórnun og áætl-
anagerð fyrir verktaka og framkvæmda-
aðila i byggingariðnaði.
Tilgangurinn með þessu námskeiði er að
gefa framkvæmdaaðilum og verktökum
kost á stuttu en yfirgripsmiklu og sérhæfðu
námskeiði um það, hvernig megi skipu-
leggja sem best byggingariðnað, með það
fyrir augum að nýta sem best fjármagn,
vinnuafl og fl. þætti, sem máli skipta.
Þá verða kynntar reglugerðir Húsnæðis-
málastofnunar rikisins, og kröfur þær,
sem stofnunin mun i framtiðinni gera til
þeirra er fá fyrirgreiðslu hjá henni.
Námskeiðið verður haldið á Neskaupstað
dagana 26. og 27. október næstkomandi.
Nánari upplýsingar verða gefnar i sima
91-22453 hjá Húsnæðismálastofnun rikis-
ins, eða hjá Kristni Jóhannssyni, Nes-
kaupstað, simi 97-7560, og i sima 97-1280
hjá Sambandi sveitarfélaga Austurlands-
kjördæmis.
Nauðsynlegt er að þátttakendur skrái sig i
framangreindum simanúmerum fyrir 20.
október.
HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS
LAUGAVEGI77, SIMI22453
Frá Byggingarsamvinnufélagi
Kópavogs
Aðalfundur félagsins verður haldinn
þriðjudaginn 23. október i Þinghól,
Álfhólsvegi 11, III. hæð, og hefst hann kl.
20,30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Lagabreytingar.
Félagar mætið vel. Sérstaklega er þeim
félagsmönnum, sem hyggjast-byggja á
næsta ári, bent á að sækja fundinn.
Stjórnin
RAFTORG SÍMi: 26660
RAFIÐJAN SÍMi: 19294
Tuttugu og fimm manns
voru á sviðinu i Austurbæj-
arbiói á fimmtudagskvöld-
ið, léku og sungu verk Páls
ísólfssonar og hylltu þann-
ig hinn aldna meistara.
„öll þjóðin syngur með
Páli", sagði kynnirinn á
söngkvöldi þessu, Þor-
steinn Hannesson.
Flestir bestu söngvarar lands-
ins voru saman komnir á afmæl-
istónleikum Páls Isólfssonar sem
Tónlistarfélagið hélt kvöldið fyrir
áttræðisafmælið. Þarna voru
Guðrún Á. Simonar og Ruth
Magnússon, Þuriður Pálsdóttir
og Guömundur Jónsson, Magnús
Jónsson og Kristinn Hallsson,
Guðrún Tómasdóttir og Margrét
Eggertsdóttir, Garðar Cortes og
Halldór Vilhelmsson, Sigurveig
Hjaltested, Snæbjörg Snæbjarnar
og Svala Nielsen. Með þessu eru
aðeins taldir einsöngvarar, en
þeir ásamt nokkrum öðrum ágæt-
um söngmönnum mynduðu einnig
um 20 manna kór, afburða glæsi-
legan sem vænta mátti.
Garðar Cortes stjórnaði kór-
söngnum. ólafur Vignir Alberts-
son og Guðrún Kristinsdóttir léku
undir á pianó.
Dagskráin hófst með þvi að
blandaður kór ásamt Magnúsi
Jónssyni söng úr Alþingishátiðar-
kantötu. Þvi næst söng Magnús
Jónsson ,,f dag skein sól” og
Þessi teikning af Páli fsólfssyni prýddi dagskrárhefti afmælistónleik-
anna.
ÖLL ÞJÓÐIN VILL
SYNGJA MEÐ PÁLI
__ r
Frá söngkvöldi með Páli Isólfssyni, afmœlis
tónleikum á vegum Tónlistarfélagsins
Guðrún Tómasdóttir Vögguvisu,
en Davið Stefánsson orti textana
eftir á við bæði þessi lög Páls.
Halldór Vilhelmsson söng ,,Renn-
ur gnoðin”, það lag samdi Páll 12
ára gamall, en J.J. Smári orti ljóð
við það 50 árum siðar. Þá flutti
kvennakór ásamt Guðrúnu
Tómasdóttur Söng bláu nunn-
anna. Þá söng Kristinn Hallsson
Heimi Grims Thomsens.
Þau Sigurveig Hjaltested og
Kristinn Hallsson sungu hvort sitt
lagið úr Veislunni á Sólhaugum.
Ruth Magnússon flutti úr Ljóða-
ljóðum ,,Heyr það er unnusti
minn”. Úr myndabók Jónasar
Hallgrimssonar: Guðrún Á. Sim-
onar söng Kossavisur og ,,Sáuð
þið hana systur mina?” Þá voru
flutt 4 lög úr gullna hliðinu,
,,Herrann sé eina huggun min”
Margrét Eggertsdóttir, ,,Hross-
hár i strengjum” og ,,Ég beið þin
lengi, lengi” Þuriður Pálsdóttir,
og loks söng kvennakór „Máriá
mild og há”. Garðar Cortes söng
sálminn ,,Ég kveiki á kertum
minum”. Snæbjörg Snæbjarnar
söng „Frá liðnum dögum”. Þá
kom Fjallið einbúi sem Guð-
mundur Jónsson söng. Loks voru
flutt þrjú lög úr Háskólakantötu
við texta Daviðs Stefánssonar:
„Hver er þessi hviti seiöur?”
blandaður kór, „Dagurinn kem-
ur” Svala Nielsen, og „Úr útsæ
risa fslands fjöll” blandaður kór.
Páll Isólfsson var sjálfur við-
staddur tónleikana, og var hann
að lokum hylltur vel og lengi.
Björn Ólafsson fiðluleikari
skrifar afmæliskveðju til Páls ís-
ólfssonar i dagskrárhefti tónleik-
anna. Leyfir Þjóðviljinn sér að
endurprenta það, og fer það hér á
eftir:
,,A æskuárum minum og
bernskuheimili var nafn hins
mikla snillings i orgelleik, Páls
tsólfssonar, umvafið miklum
dýrðarljóma. Sjálfur minnist ég
þess, að hafa hlustað á hann i Fri-
kirkjunni,og hefi þá varla verið
meira en 7 ára gamall. Mikill var
gnýrinn og þyturinn i kirkjunni i
bernskuminningu minni.
Nokkrum árum siðar sit ég,
drengurinn, i Hljómsveit Reykja-
vikur og þá kynnist ég hljórn-
sveitarstjóranum Páli fsólfssyni,
sem með mikilli elju og hita
undirbýr flutning á hinu rismikla
verki sinu, Alþingishátiðarkant-
ötunni, við texta Daviðs Stefáns-
sonar, sem Páll siöan stýrir með
festu og myndugleik á Þingvöll-
um á 1000 ára afmæli Alþingis Is-
lendinga i júni 1930. Sama ár
er Tónlistarsjilinn stofnaður af
nokkrum áhugamönnum um tón-
list. Auðvitað er þá hinn stór-
brotni jöfur, Páll tsólfsson, i
broddi fylkingar og verður fyrsti
skólastjóri Tónlistarskólans. Þar
kynnist ég honum sem skóla-
stjóra, læri hjá honum tónfræði og
tónlistarsögu og kemst þá i nán-
ari kynni við hina hrifandi per-
sónutöfra hans. Ég kveð land og
þjóð að loknu prófi frá Tónlistar-
skólanum 1934. Haustið 1939 er ég
kominn i stutta heimsókn að
loknu námi við Tónlistarskólann i
Vinarborg. Heimsstyrjöldin sið-
ari brýst út, ég verð kennari við
Tónlistarskólann i Reykjavik og
leiðandi maður i Hljómsveit
Reykjavikur. Þá er það, sem ég
verð aðstoðarmaður hans i flutn-
ingi á fyrstu óratóriunni, sem
flutt hefur verið á Fróni,
„Sköpuninni” eftir J. Haydn. Þá
var ekkert hús nógu stórt til þess
að rúma stóran kór og myndar-
lega hljómsveit ásamt fjölda á-
heyrenda, nema bilageymsla
Steindórs vestur við sjó, sem
hann af alkunnum höfðingsskap
lánaði. Ég man eftir þvi að hafa
heyrt þvi fleygt manna i milli
„hvort þeir ætluðu ekki að fara að
hlusta á „Sköpunina”, eftir Pál
tsólfsson, vestur i Stein-
dórsskála ".Tónlistin við Gullna
hliðið eftir Davið Stefánsson
verður til. Sömuleiðis við Veisl-
una á Sólhaugum, Skálholtskant-
atan, Háskólakantatan, Þjóðleik-
húsforleikúrinn. Áður hafði hann
samið Passacagli fyrir hljóm-
sveit, sem þjóð hans gagnþekkir.
Siðar verður svo Chaconnan færð
i búning fyrir sinfóniuhljómsveit
og svo mætti lengi telja.
Sönglögin hans hafa hljómað
um allar byggðir og eru sum orð-
in þjóðinni svo töm, að hún telur
þau til þjóðlaga. Það var mikið
lán fyrir islensku þjóðina að eign-
ast son eins og Pál Isólfsson. Nú,
þegar hann á áttræðisafmæli sinu
Framhald á bls. 19.
RÍSPAPPÍRSLAMPINN
FRÁ JAPAN
Japanski rispappirslampinn fæst nú einnig á Isiandi i 4
stæröum.
Hentar hvar sem er, skapar góöa birtu og er til skrauts
bæði einn og einn og i samsetningum eins og á myndinni.
Athyglisverö og eiguleg nýjung.
HÚSGAGNAVERZLUN
AXELS EYJÓLPSSONAR
SKIPHOLTI 7 — Reykjavik.
Símar 10117 og 18742.