Þjóðviljinn - 06.11.1973, Qupperneq 5
Þriðjudagur 6. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Jón Asgeirsson
Jón
r
Asgeirsson
formaður
ASN
Þing Alþýðusambands
Norðurlands var haldið
um helgina i BifrÖst á
Sauðárkróki. Ályktanir
þingsins hafa ekki borist
blaðinu, en að norðan
fengum við fréttir af
stjórnarkjöri.
Tveir listar voru i kjöri til
stjórnar, og var Jón Helgason
fyrir öðrum, en Jón Ásgeirsson
fyrir hinum. Hlaut listi Asgeirs-
sonar 30 atkvæði, en listi Helga-
sonar 25 atkvæði. Stjórn ASN
skipa þvi:
Jón Asgeirsson formaður
Einingar formaðurj
Jón Ingimarsson formaður Iðju
varaformaður, og aðrir i stjórn
Kolbeinn Friðbjarnarson Siglu-
firði, Tryggvi Helgason Akureyri
og Hallgrimur Jónsson Akureyri.
-úþ
Menningar-
pólitík á
dagskránni
KULTURPOLITIK — TEORI
ELLER PRAKSIS nefnist fyrir-
lestur, sem fluttur verður i
Norræna húsinu fimmtudaginn 8.
nóvember kl. 20.30.
Fyrirlesarinn, Hugo Jensen, er
fulltrúi i menntamálaráðuneytinu
danska. Hann starfar þar meðal
annars að málum, er varða ýmiss
konar menningarmiðstöðvar og
uppbyggingu þeirra. Hugo Jensen
er fulltrúi danska menntamála-
ráðuneytisins i Tórshavn-
nefndinni, þeirri nefnd, sem
undirbyr byggingu norrænnar
menningarmiðstöðvar i Tórs-
havn. Hann dvelst að þessu sinni i
Reykjavik m.a. til þess, aö hann
geti fylgst með starfsemi
Norræna hússins i nokkra daga.
t fyrirlestri sinum mun Hugo
Jensen annars vegar ræða hið
almenna inntak orðsins
menningarmálastefna, kultur-
politik, og hins vegar á hvern hátt
hugtakinu menning hefur i fram-
kvæmd verið beitt, t.d. við
nokkrar þeirrar menningarmið-
stöðva, sem hann hefur haft
reynslu af. Með hliðsjón af þessu
mun hann einnig ræða nokkur
atriði, sem fram hafa komið i
sambandi við skipulagningu
Norræns húss i Tórshavn.
Að fyrirlestri loknum gefst
mönnum kostur á umræðum um
efnið, og er þess að vænta, að
margir munu fúsir til að taka til
máls.
Gísli Guðmundsson á Súganda
JStundum eru 60
togarar inni í
friðaða hólfinu9
Við hringdum i Gisla á Súganda i gærmorgun
og inntum hann eftir gangi mála á Vestfjarða-
miðum um helgina og álits hans á samnings-
drögunum sem forsætisráðherra kom með
heim frá London.
— Jæja, góðan daginn,
sagði Gisli. — Ég hef nú verið
að hlusta á talstöð vestfirskra
linubáta. Ég hef lika i nótt
hlusta á isfirskan skuttogara
sem gat þess að margir Bretar
væru nú á 25 milna svæðinu út
af Deild. Einnig væru þeir á
Grunn-Halanum, sömuleiðis
væru þar þýskir og færeyskir
togarar. Hann sagðist búast
við þvi að þeir fengju að vera
þar óáreittir næstu árin og
hann virtist mjög gramur og
sár yfir þvi.
Hvað skal nú vera að ske.
Það er þó liklega ekki verið
að matbúa eftir matseðli ólió.
Já, einmitt það.
— En, hvaö er svo að frétta
af súgfirskum vígstöðvum og
hver er afstaða þin til þeirra
mála sem hafa veriö efst á
baugi undanfarið t.a.m. land-
helgismálsins:
— Ég er nú orðinn svo
gamall sem á grönum má sjá,
og fyrir nokkru hættur á sjó,
en mitt álit er ætið hið sama
siðan að Bretar höfnuðu
samningsmöguleikum i vor,
að við þá eigi alls ekki að
semja. Þeir svöruðu með of-
beldi og yfirgangi og sendu á
okkur herskip og dráttarbáta.
Islenska stjórnin ætti a6 muna
það og sömuleiöis islenska
þjóðin.
Nú fara breskir skipstjórar
sennilega að veröa hræddir
við islenska veðráttu, ekki is-
lenska hótun um stjórnarslit,
og breskir útgerðarmenn og
rikisstjórn þeirra munu nú
vilja semja, enda hefur Ólafur
Jó„ boðið þeim sennilega allt
fritt. Ólafur er þó enginn al-
máttugur guö. Þjóðin hlýtur
að treysta á margendurtekin
loforð rikisstjórnarinnar og
alþingismanna að minnsta
kosti margra þeirra, að hvergi
verði hvikað frá áður settu
marki. Annað mun teljast
hrein svik við islensku þjóöina
og þeir menn sem þannig haga
sér munu skoðaðir sem land-
ráðamenn og ekki i húsum
hafandi og til einskis nýtir.
— Hvað er svo annað að
frétta frá þér?
— Vitaskuld það sama og
komiö hefur skýrt fram I fjöl-
miðlum og viðtölum við vest-
firska sjómenn, aö þeir eru
óánægðir út i æðstu menn
landhelgismála og varnir á
fiskveiðilögsögunni' yfirleitt.
Og ennfremur að vestfirskir
sjómenn hafa næstum þvi
verið sagðir ljúga þvi sem þeir
hafa bæði séð, heyrt og oröið
varir við á vestfirskum mið-
um undanfarnar vikur.
Það er álit allra, nema þá
forhertra hægrisinnaðra
framsóknarmanna, en þeir
eru nú fáir hér sem betur fer
eða láta að minnsta kosti ekki
á sér kræla, að ekki eigi að
semja við Breta.
í dag, 5.11. eru nú liönir 34
dagar, að báöum dögum með-
töldum, siöan herskip Breta
fóru út fyrir 50 milna mörkin.
Það eru lika 34 dagar siðan is-
lenska rikisstjórnin eöa
minnsta kosti einhver hluti
hennar, gafst upp fyrir Bret-
um.
Landráð, það er stórt orð,
hvað um það.
Ef samið verður nú við
Breta á þeim forsendum, eöa
réttara sagt samkvæmt þeim
matseðli sem Ólafur Jó-
hannesson kom með sér aö
utan, mun það skoðast sem
hrein uppgjöf islcnskra stjórn-
valda. Raunar hafa æðstu
menn landhelgismála nú um 5
vikna skeið bæði i orði og verki
hopað á hæli fyrir Bretum.
Bretar hafa þvi raunverulega
sigrað. tslenska þjóðin hefur
verið svikin og eru nú liðnar 5
vikur siðan það gerðist.
Forsætisráðherra okkar,
sem sagöur er fara einnig meö
dómsmál, og er það sennilega
óvéfengjanlegt, lofaði þvi, eða
réttara sagði að þó svo að
breskar freigátur og dráttar-
bátar færu út fyrir 50 milurnar
mundi verða haldið áfram
vörnum landhelginnar með
sama hætti og áður. Lúðvik
Jósepsson, sjávarútvegsráö-
herra, gat þess einnig i ræðu
og riti um málið að áfram yrði
haldið að hrella landhelgis-
brjóta og meira að segja að
halaklippa þá ef með þyrfti til
þess að stugga þeim útfyrir.
Gisli Guömundsson
Vitanlega hefur Lúðvik haft
þetta upp eftir ólafi Jó og
Pétri Sigurðssyni. Það vita
allir landsmenn nú, að þessi
loforð hafa verið svikin.
Togarar hafa fiskaö algjör-
lega óáreittir hvar sem er og
meira að segja i friðuðum
hólfum i svokölluöum Þverál
undan Kögri og Hornbjargi.
Þar hafa stundum verið fast
að 60 skip eða meir og flest
hafa þau verið bresk.
Loforð slik sem að ofan
greinir, virðast ekki mikils
virði. Munu þvi islenskir sjó-
menn og aörir landsmenn
seint gleyma þeim.
Kjörorðið er nú að aldrei
skuli samið við Breta, eða að
minnsta kosti ekki sýna þeim
neina linkind eða eftirgjöf i
einu eða neinu frá þvi sem
þeim var boðið i vor.
Heyrst hefur nú frá
breskum skipstjórum i tal-
stöðvum þeirra, að loksins
hafi nú breska stjórnin sigrað
Islendinga i þorskastriðinu og
skipstjórar hennar hátignar
séu nú m jög ánægðir. Heath er
sennilega hörkuslægur
samningamaður, en Ólafur
þakklátur heimboðinu og öðru
fremur gestrisinn og vinveitt-
ur landhelgisþjófum, saman-
ber siðustu 5 vikur.
Ef gengið verður að afar-
kostum þeirra félaganna Ólafs
og Heaths verður sjálfstæði og
efnahag þjóðarinnar stefnt i
voða, þvi fiskimið okkar verða
brátt þurrausin og eru þegar
sum þeirra orðin það. Það ber
þvi að sýna hörku á móti of-
beldinu hvort heldur það er
heima eða að heiman. Og þvi
auga fyrir auga og tönn fyrir
tönn.
Ég læt þetta nægja. Yfir.
—úþ
Nemendur „Myndsmiðjunnar” á Akureyri skoöa Asgrfmssýninguna sem nú er opin þar nyröra
(Ljósm. Matthlas Gestsson)
Sýning Gayets
framlengd
Myndlistarsýningin á grafiskum
verkum Frakkans Vincent Gayet
i Listasafni ASl hefur verið mjög
vel sótt, og hefur nú verið ákveðið
að framlengja sýningunni til
sunnudagskvölds 11. nóv.
Sýnir.gin er á þriðju hæð i Al-
þýðubankahúsinu, Laugavegi 31.
Allmargar myndir hafa þegar
selst á sýningunni.
Gjöf
Ólafur Jóhannesson, forsætis-
ráðherra, afhenti i dag Sigurgeiri
Kristjánssyni, forseta bæjar-
stjórnar Vestmannaeyja, ávisun
að upphæð s.kr 15.000,00 sem er
gjöf frá Kvennasambandi sænska
miðflokksins og blaðinu Land-
stidningen östergötland i Sviþjóð
til Vestmannaeyinga vegna
sjúkrahússins i Vestmanna-
eyjum.
Aukinn myndlistaráhugi á Akureyri
Myndlistarfélag
Akureyrar, sem stofnað
var i fyrra, hefur nú
fengið til umráða
gamalt timburhús, og
starfrækir þar nú mynd-
listarskóla undir
naf ninu „Mynd-
smiðjan”. Þegar munu
um 70 nemendur hafa
innritast i skólann.
Hinn 27. október opnaði As-
grimssafn sýningu á verkum As-
grims Jónssonar i Landsbanka-
húsinu á Akureyri. Eru sýndar
þar 40 myndir, oliumálverk,
vatnslitamyndir og teikningar.
Frú Bjarnveig Bjarnadóttir for-
stöðukona Asgrimssafns opnaði
sýninguna með ávarpi, og Bjarni
Einarsson bæjarstjóri þakkaði
fyrirhönd Akureyringa. Sýningin
hefur verið vel sótt.
Formaður Myndlistarfélags
Akureyrar er óli G. Jóhannsson.
Auglýsingasíminnl
er 17500
E
WÐVIUINN