Þjóðviljinn - 06.11.1973, Qupperneq 7
■ • v VI '< • » \ • , . , t- ’ \X» i’ ’.'l'l*. ’* - « / A V »
Þriöjudagur 6. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Flokksráðsfundurinn
Stjórnmálayfirlýsing
Alþýðubandalagsins
I.
Flokksráðsfundur Alþýðu-
bandalagsins, haldinn i Kópavogi
2.-4. nóvember 1973 minnir á þá
stórfelldu og hagstæðu breytingu,
sem hefur orðið á mörgum svið-
um i islensku þjóðlifi þann stutta
tima, sem vinstri stjórn hefur set-
ið að völdum. Alþýðubandalagið
gekk til núverandi stjórnarsam-
starfs heils hugar og af bjartsýni,
og hefur staðið að þvi með sam-
starfsflokkum i rikisstjórn að
hrinda þvi i framkvæmd, sem um
var samið i málefnasamningi
stjórnarflokkanna.
Þýöingarmestu mál stjórnar-
sáttmálans eru landhelgismálið
og brottför hersins á kjörtimabil-
inu. A bæði þessi atriði reynir nú
og á næstunni, á þann hátt, sem
kann að ráða úrslitum um áfram-
haldandi stjórnarsamvinnu og
vinstra samstarf i landinu.
Alþýðubandalagið átti á sinum
tima frumkvæði að stefnumótun
um útfærslu landhelginnar i 50
milur og framkvæmd þeirrar
stefnu af núverandi rikisstjórn
hefur þegar borið mikinn árangur
fyrir þjóð okkar. A alþjóðavett-
vangi hefur frumkvæði tslend-
inga vakið mikla athygli og átt
mikinn þátti að ýta undir kröfuna
um 200 milna auðlindalögsögu,
sem tslendingar keppa að með ört
stækkandi hópi þjóða. (
Flokksráðið telur, að sú stefna,
sem fylgt hefur verið i landhelgis-
málinu til skamms tima hafi ver-
ið rétt. Þannig var það rétt stefna
að segja upp nauðungarsamn-
ingnum við Breta og Vestur-Þjóð-
verja frá 1961 og neita erlendum
dómstóli um lögsögu i þessu lifs-
hagsmunamáli okkar. Það hefur
verið grundvallarstefna okkar i
samningaumleitunum við er-
lenda aðila, að þeir dragi veru-
lega úr sókn sinni á miðunum við
landið og lögsaga okkar innan 50
milna sé tryggð. Þessi stefna
sameinaði þjóðina undantekn-
ingalitið i landhelgismálinu og
leiddi til þess að staða okkar var
sterk.
Flokksráð Alþýðubandalagsins
telur það ástæðulaust að hvika frá
þessari stefnu og veita tilslakanir
á borð við þær, sem ráð er fyrir
gert i fyrirliggjandi drögum að
samkomulagi við Breta. Flokks-
ráðið leggur á það áherslu, að
ráðherrar flokksins beiti sér fyrir
þvi, að fram fáist leiðréttingar á
þessum drögum, sem geri hlut
okkar hagstæðari og tryggi ótvi-
rætt úrslitavald okkar innan fisk-
veiðilandhelginnar.
Flokksráðið felur fram-
kvæmdastjórn og þingflokki Al-
þýðubandalagsins að taka fulln-
aðarafstöðu til málsins.
1 herstöðvarmálinu var um það
samið við myndun rikisstjórnar-
innar, að tryggt verði með endur-
skoðun og uppsögn varnarsamn-
ingsins svonefnda, að allur er-
lendur her hverfi frá Islandi á
kjörtimabilinu og að stjórnar-
flokkarnir allir ynnu sameigin-
lega að framkvæmd þeirrar-
skuldbindingar. Flokksráð Al-
þýðubandalagsins leggur á það
þunga áherslu, að hér er um einn
af hornsteinum stjórnarsam-
starfsins að ræða, og afdráttar-
laust verður að hraða fram-
kvæmd málefnasamningsins,
eins og um hefur verið samið.
Herstöðvum á tslandi fylgir
stórfelld hætta fyrir þjóðina i
styrjöld og dvöl herliðs i landinu i
meira en tvo áratugi hefur verið
slikt átumein i þjóðfélagi okkar,
að ekki má lengur dragast, að
verði fjarlægt. Fyrir farsælt
framhald vinstri samvinnu i
landinu er hér um úrslitastriö að
ræða, og ofstopafengin viðbrögð
hermangara eru skiljanleg i ljósi
þess og þeirra beinu hagsmuna,
sem þeir eiga að verja.
Flokksráð Alþýðubandalagsins
mótmælir eindregið þeim hug-
myndum, sem nú er hampað af
stjórnarandstöðunni, að banda-
riska herliðið hér hafi fataskipti
og að tslendingar taki jafnframt
að sér vaxandi hlutverk i þágu
þess og hernaðarkerfis NATO.
Alþýðubandalagið er sem fyrr á
þeirri skoðun, að hagsmunir og
öryggi tslendinga verði best
tryggt án herstöðva, og okkur
beri að hafna stórveldaforsjá og
aðild að hernaðarbandalögum.
Flokksráðsfundurinn væntir þess
eindregið, að full samstaða verði
með stjórnarflokkunum um ein-
arðlega og undanbragðalausa
framkvæmd mótaðrar stefnu i
þessum stórmálum, sem og um
önnur grundvallaratriði stjórnar-
sáttmálans.
tslensk atvinnuþróun var á-
samt stækkun landhelginnar og
fyrirheitinu um brottför hersins
aðal stefnumið vinstri stjórnar-
innar, er hafði að markmiði að
treysta sjálfstæði þjóðarinnar.
Það hefur verið megininntakið i
stefnu vinstri stjórnarinnar að
endurvekja trú þjóðarinnar á
mátt sinn og getu og að tryggja
henni möguleika til að lifa óháð i
landi sinu.
Það ástand, sem rikti á kjör-
timabili fráfarandi stjórnar:
Landflótti, árviss lifskjaraskerð-
ing og lamandi atvinnuleysi
stuðlaði að þvi að draga kjart úr
þjóðinni og kalla yfir hana er-
lenda ihlutun á æ fleiri sviðum.
Utanrikisstefna fráfarandi
stjórnar fór að miklu leyti eftir
boðum og bönnum Bandarikja-
stjórnar, t.d. við atkvæðagreiðsl-
ur á þingi Sameinuðu þjóðanna.
Jafnframt var innreið erlendra
auðhringa i islenskt atvinnulif að
hefjast af fullum krafti.
Með stjórnarskiptunum uröu
mikil og örlagarik umskipti. 1
staðinn fyrir atvinnuleysi og
landflótta eru stórfelldar fram-
kvæmdir á öllum sviðum. Bjart-
sýni og eindreginn sjálfstæðisvilji
er það, sem nú einkennir þjóðlif á
tslandi framar öllu öðru. Með
hinni nýju stjórnarstefnu hefur
það orðið svo ljóst, sem verða má,
að tslendingar geta byggt upp at-
vinnulíi sitt lullkomiega af eigin
rammleik og hafa enga þörf fyrir
að veita útlendum auðfélögum
leyfi til að koma upp erlendum
fyrirtækjum á tslandi. tslending-
ar geta byggt upp atvinnulif sitt
fullkomlega af eigin rammleik og
hafa enga þörf fyrir að veita út-
lendum auðfélögum ieyfi til að
koma upp erlendum fyrirtækjum
á lslandi. tslendingar geta átt
margskonar samvinnu við er-
ienda aðila i efnahags- og at-
vinnumálum eftir þvi sem hag-
kvæmast þykir hverju sinni. En
framvegis tiljóta þeir að setja sér
þá ófrávikjanlegu reglu, að á ts-
landi starfi aðeins islensk fyrir-
tæki, sem örugglega séu að meiri-
hluta i eigu tslendinga sjálfra og
lúti islenskum lögum og dómstól-
um.
Jafnframt þvi, sem unnið hefur
verið að þvi að treysta trú lands-
manna á efnahagslegt og stjórn-
arfarslegt sjálfstæði þjóðarinnar,
þá hafa átt sér stað mikil stakka-
skipti i islensku þjóðfélagi.
Flokksráðsfundurinn minnir á
þann árangur, sem náðst hefur
eftir rúmlega tveggja ára vinstri
stjórn. Má i þvi sambandi nefna:
Batnandi lifskjör launamanna, er
náðust i siðustu samningum, auk-
ið félagslegt öryggi og uppbygg-
ingu islenskra atvinnuvega. ts-
lenskur iðnaður er i mjög örum
vexti. Unnið hefur verið að gerð
iðnþróunaráætlunar og i orku-
málum standa yfir stórlram-
kvæmdir. En mest eru þó um-
skiptin i islenskum sjávarútvegi.
Með smiði 50 skuttogara er verið
að bæta upp áratuga lramtaks-
leysi fyrri rikisstjórnar, jafn-
framt þvi sem unnið er sam-
kvæmt áætlun að nýbyggingum
og endurbótum i frystiiðnaði um
land allt. A markvissan hátt er
þannig verið að efla atvinnuör-
yggi. Uppbygging atvinnuveg-
anna siðastliðin tvö ár er i raun
stærsta átakið, sem gert hefur
verið til þessa i byggðamálum.
En þrátt fyrir stórfelídar fram-
kvæmdir á atvinnumálum og að-
gerðir til að auka félagslegt ör-
yggi, á islenskt þjóðarbú við
margvisleg vandamál að glima,
einkum á sviði efnahagsmála.
Hin nýju atvinnutæki eru að of
miklu leyti i eigu islenskrar borg-
arastéttar, þar sem rikisvaldið
hefur lagt það fjármagn af mörk-
um sem til þurfti. Islensku efna-
hagslifi hefur verið bjargað úr
kreppu og atvinnutækjum haldiö i
höndum innlendra aðila. Þvi er
aðeins um það að ræða, að skap-
aðar hafa verið vissar aðstæöur,
sem auðveldað gætu þróun i átt til
sósialisma. Næsta langtimaverk-
efni Alþýöubandalagsins i at-
vinnumálum er þess vegna að
vinna að þvi, aö sú þróun geti haf-
ist.
Við kjarasamninga i haust er
nauðsyn að bæta kjör láglauna-
fólks og framkvæma það brýna
réttlætismál aðauka launajöfnuð.
Þrátt fyrir breytingar vinstri
stjórnarinnar á skattakerfinu
haustið 1971 skortir enn mikiö á,
að réttlæti riki i skattamálum.
Létta verður álögum af lágtekju-
fólki, jafna enn frekar aðstöðu
sveitarfélaga, herða skattaeftirlit
og tryggja, að atvinnurekendur
og önnur gróðaöfl þjóðfélagsins,
ekki hvað sist fulltrúar milliliða-
gróðans, beri skattabyrði i hlut-
falli við augljósar tekjur, en
launamenn verði ekki að bera
þyngstu byrðarnar vegna skatt-
svika fyrrgreindra aðila. Þá
verður að innleiða verðaukaskatt
á sölu lóða og lendna og annarra
fasteigna, og endurskoða lögin
um hlutafélög, sem gróðámenn
hafa misnotað til skattsvika.
Jafnframt verður að tryggja, að
vaxandi hluti af auknum þjóðar-
tekjum renni til meiri samneyslu
og félagslegra þarfa.
Með þátttöku i vinstri stjórn
hefur Alþýðubandalagið stuðlað
að þvi að stöðva frekari sókn
erlends auðvalds. Nú verður að
hefja markvissa baráttu gegn
islensku verslunar- og viðskipta-
auðvaldi, meðal annars með
endurskoðun bankakerfisins og
þjóðnýtingu vátryggingakerfis og
oliudreifingar.
Alþýðubandalagið vill minna á
það grundvallarviöhorf sósialisks
verkalýðsflokks, að séreign á
framleiðslugögnum er engin for-
senda hagkvæmrar framleiðslu, i
henni felst aðeins afstaða manns
til manns. Það er vinnan ein, sem
stendur undir verðmætis-
þáttunum i hvers kyns fram-
leiðslu. Til þess að ná varan-
legum árangri verða andstæö-
urnar milli starfsmanna og auð-
magns að hverfa. Þá glæðist
áhugi launamanna á meðferð og
nýtingu fjármuna og hagkvæmni
I rekstri. Þá fylgir ábyrgð,
ákvörðunarréttur og skylda starfi
launamanna, en íramandleiki og
firring taka að hverfa. Að sliku
efnahags- og alvinnulýðræði
stefnir Alþýðubandalagið, en það
er áfangi á leið til framtiðarþjóð-
félagsins, þjóðfélags sósíal-
ismans.
Vandamál þjóðfélagsins verða
aldrei leyst nema með sam-
félagslegri eign og samfélags-
legum rekstri framleiðslutækj-
anna, — með sósialiskum fram-
leiðsluhátlum. Alþýðubandalagið
mun ávallt hafa þetta stefnumið
hugfast, einnig þótt það sé önnum
kafið við að leysa dægurmálin á
tslandi i miðjum auðvaldsheimi.
Jafnframt þvi, sem Alþýðu-
bandalagið minnir á þetta fram-
tlðarmarkmið, áréttar það vilja
sinn til, að núverandi stjórnar-
samstarf haldi áfram út þetta
kjörtímabil á grundvelli þessa
málefnasamnings, sem gerður
var af stjórnarflokkunum, Það er
þó háð þvi, að tryggt sé jafnrétti
aðila i stjórnarsamstarfinu og
staðið við grundvallarstefnumið.
Einungis þannig er unnt að
tryggja enn einarðari félags-
hyggjustefnu eftir næstu alþingis-
kosningar.
Miöstjórn Alþýöubandalagsins
Miðstjórn Alþýðu-
bandalagsins var
kjörin á lokafundi
flokksstjórnarinnar á
sunnudaginn. Talning
fór fram siðdegis á
sunnudag og á sunnu-
dagskvöld. úrslit
miðstjórnarkosning-
arinnar urðu sem hér
segir:
Margrét Guðnadóttir,
prófessor, Rvik,
Bjarnfriður Leósdóttir,
verkakona, Akranesi,
Jónas Árnason, álþingis-
maður, Reykholti,
Benedikt Daviðsson, tré-
smiður, Kópavogi,
Helgi F. Seljan, alþingis-
maður, Reyðarfirði,
Sigurður Magnússon, raf-
vélavirki, Reykjavik,
Svava Jakobsdóttir, al-
þingismaður, Reykjavik,
Eðvarð Sigurðsson, al-
þingismaður, Reykjavik,
Sigurjón Pétursson, borgar-
ráðsmaður, Reykjavik,
Tryggvi Sigurbjarnarson,
verkfræðingur, Irafossi,
Gils Guðmundsson, al-
þingismaður, Reykjavik,
Snorri Jónsson, forseti Al-
þýðusambands lslands,
Gunnar Guttormsson, full-
trúi, Rvk.
Ólafur R. Einarsson,
menntaskólakennari, Kópa-
vogi,
Guðjón Jónsson, form. Fél.
járniönaðarmanna, Rvik.
Helgi Guðmundsson, starfs-
maður verkalýðsfélaga,
Akureyri,
Óttar Proppé, starfsmaður
Alþýðubandalagsins, Rvik,
Páll Bergþórsson, veður-
fræðingur, Rvik,
Valur M. Valsson,
verslunarm. Hveragerði,
Ólafur Jónsson, fram-
kvæmdastjóri, Kópavogi,
Mörður Arnason, háskóla-
nemi, Rvik,
Sigurður Björgvinsson,
bóndi, Neistastöðum,
Haukur Helgason, hagfræð-
ingur, Rvik,
Guðrún Hallgrimsdóttir,
matvælaverkfræðingur, Rvik,
Hjalti Kristgeirsson, hag-
fræöingur, Reykjavik,
Svavar Gestsson, ritstjóri,
Reykjavik,
Þorsteinn Vilhjálmsson,
eðlisfræðingur Reykjavik.
Varamenn i miðstjórn:
1. Erlingur Viggósson, Skipa-
smiður, Reykjavik,
2. Gerður óskarsdóttir, kenn-
ari, Kópavogi,
3. Soffia Guðmundsdóttir,
kennari, Akureyri.
4. Jóhann Geirdal, iönnemi,
Keflavik,
5. Þröstur Ólafsson, hagfræð-
ingur, Reykjavik,
6. Jón Timóteusson, sjómaður,
Reykjavik,
7. Haukur Hafstað, fram-
kvæmdastjóri, Reykjavik,
8. Guðmundur Vigfússon,
framkvæmdastjóri, Reykja-
vfk,
■ 9. Haraldur Steinþórsson,
varaformaður BSRB, Reykja-
vik,
10. Einar Ogmundsson, for-
maður Landssambands vöru-
bifreiöastjóra, R ,
Auk þess eiga sæti i
miðstjórn flokksins sem aðal-
menn formaður flokksins,
varaformaður og ritari
ásamt ráðherrum flokksins,
en hér er um að ræða þau
Ragnar Arnalds, Oddu Báru
Sigfúsdóttur, Jón Snorra
Þorleifsson, Lúðvik Jósepsson
og Magnús Kjartansson. Alls
eiga þvi 32 sæti i miðstjórn
sem aðalmer.n. Nokkrir
flokksmenn, sem átt höfðu
sæti i miðstjórn i 3 ár samfellt,
voru nú ekki i kjöri til
miðstjórnar samkvæmt
flokkslögum.