Þjóðviljinn - 06.11.1973, Síða 9

Þjóðviljinn - 06.11.1973, Síða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 6. nóvember 1973. Þriöjudagur 6. nóvember 1973. ÞJOÐVILJINN — SIÐA 9 rétti- en gegn mismunun þegnanna Á flokksráðsfundi Al- þýðubandalagsins, sem haldinn var i Kópavogi nú um siðustu helgi fluttu þeir Ragnar Arn- alds, formaður Alþýðu- bandalagsins og ráð- herrar flokksins Lúðvik Jósepsson og Magnús Kjartansson ýtarlegar framsöguræður. Ragnar fjallaði aðallega um landhelgismálið og efnahagsmálin, en Magnús um herstöðva- málið og sjálfstæðismál- in almennt og um þróun islenskra atvinnuvega. Þjóðviljinn mun næstu daga birta kafla úr ræð- um þessara þriggja for- ystumanna Alþýðu- bandalagsins, er þeir fluttu á flokksráðsfund- inum. tdag birtum við kafla úr ræðum Ragnars Arn- alds, formanns flokks- ins, en auk þess hluta ræðunnar, sem hér birt- ist ræddi Ragnar einnig m.a. nokkuð um stöðuna i landhelgismálinu, her- stöðvamálinu og um stjórnarsamvinnuna al- mennt. Ragnar sagði: Aukinn launajöfnuð Það er ástæðulaust að neita þvi, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, að stéttaskipting á sér ekki eins djúpar rætur hér á landi og I flestum öðrum kapitalískum löndum. Vafalaust er munur á tekjum manna einnig minni hér a landi en viðast annars staðar. Hvorttveggja eru þettó stað- reyndir, sem flestir þekkja, sem eitthvað hafa ferðast um nálæg lönd, en þó er að sjá, að ýmsum sósialistum finnist slikar stað- reyndir hálfgert feimnismál, — sjálfsagt af þvi að þeir óttast, að það slævi sóknarþunga og bar- áttuvilja sósialiskrar hreyfingar. En þetta er harla óskynsamleg afstaða. Sigursæl barátta verður aldrei reist á innantómum slag- orðum og hálfsannleik. Við verð- um að vita nákvæmlega, hvar við stöndum og hverjar ástæðurnar eru, ef barátta okkar fyrir breyttu þjóðfélagi á ekki að vera spark út i loftið. Hitt er augljóst öllum, að hér á landi er vissulega rikjandi stór- fellt ójafnrétti á fjöldamörgum sviðum og mismunum gagnvart þegnum þjóðfélagsins eftir þvi hver i hlut á. Nærtækast væri að ræða hér um launamismuninn, sem fer greini- lega vaxandi, ekki sist vegna á- hrifa erlendis frá. Hér er um mjög áberandi þróun að ræöa ekki sist áseinni árum.A þvi leik ur enginn vafi, aö Alþýðubanda- lagið verður að stuðla að þvi af öllum mætti, að þessari þróun verði snúið við, og i komandi kjarasamningum verði i þess stað stefnt að auknum launa- jöfnuði. Afnám tekjuskatts þýðir 9% hækkun söluskatts spurningin um launajafnræöi er að sjálfsögðu i nánum tengslum við stefnuna i skattamálum. Eins og kunnugt er eru það einkum at- vinnurekendur og hálaunamenn i þjónustu einkaaðila, sem fyrst og fremst komast upp með að svikja undan skatti. Þessi staðreynd veldur þvi hinsvegar, að beinir skattar hafa oröið æ óvinsælli hjá hinum almenna manni, sem greiðir skatt sinn lögum sam- kvæmt. Til viðbótar kemur svo hitt, að tekjuskatturinn er greidd- ur ári eftir að menn hafa fengið launin i hendur. Þetta eru aðalá- stæðurnar fyrir þvi, að nú heyrast háværar kröfur um, að tekju- skatturinn verði að lækka mjög verulega, jafnvel eigi að fella hann algerlega niður og taka upp óbeina skatta i staðinn. Hitt vill þá gleymast, að beinir skattar eru hentugra hagstjórnartæki en flest annað til að vinna gegn á- hrifun aukins launamismunar. Hugsum okkur, að tekjuskattur til ríkisins yrði afnuminn með öllu og innheimtur i staðinn i formi söluskatts. Söluskattur yrði þá að hækka um 9% stig. Ef við hugsum okkur, að hjón meö tvö börn og 12 hundruð þús. kr. samanlagöar árstekjur eyði allt að 1 millj. af launum sinum i söluskattsskyldar vörur, má ætla að söluskatts- hækkun um 9% myndi kosta þau um 90 þús. kr. Ef miðað er við, að þessi sömu hjón hafi ca. 1 millj. kr. i nettótekjur, ættu þau hins- vegar að greiða um 250 þús. kr. i tekjuskatt samkvæmt skattstiga á þessu ári. Raunverulegar tekjur hjónanna, þ.e. launin, sem þau halda eftir, hækka þvi við breytingu af þessu tagi um ca. 160 þúsund krónur og sennilega meira, þvi aö fæstir eyða einni miljón króna á ári i söluskatts- skyldar vörur. Ef hliðstætt dæmi er tekið um hjón með tvö börn, sem hafa 650 þús. kr. árstekjur og eyða þeim öllum i söluskattsskylda eyðslu, en nettótekjur þeirra eru áætlað- ar 550 þús. kr. greiða þau ca. 70 þús. kr. i tekjuskatt, en myndu greiða um 60 þús. kr. vegna sölu- skattshækkunar. Séu brúttótekjur hjónanna aftur á móti 600 þús. kr. eða lægri tapa þau um 15-40 þús. kr. á þessari breytingu. Tekjuskatturinn á að vera jöfnunartæki Af þessum dæmum sést, að breyting úr tekjuskatti yfir i sölu- skatt breytir ekki miklu fyrir meðaltekjufólk með 600-700 þús. kr. tekjur. Fólk með lægri tekjur tapar nokkrum tugum þúsunda á breytingunni, en gæti að visu hugsanlega fengið það bætt með öðrum hætti. Aftur á móti stór- græða hátekjumenn á breyting- unni, sem yrði þannig til að auka mjög verulega launamisréttið i þjóðfélaginu. Það er þetta sem ekki má gerast. Við getum tekið þátt i þvi að flytja til frá beinum sköttum i óbeina, t.d. með veru- legri hækkun persónufrádráttar sem myndi jafnvel minnka heildarupphæð tékjuskatts um meira en helming, eins og nú eru uppi hugmyndir um, og það mun raunverulega litlu breyta um skattbyrði fólks, a.m.k. ef ein- hverjar gagnráðstafanir eru gerðar vegna lágtekjufólks, en það sem máli skiptir er, að tekju- skatturinn standi áfram sem jöfnunartæki gagnvart hærri tekjum, og þá þyrfti hann að vera meira stighækkandi en nú er. Jafnframt skulum við ekki gera okkur neinar grillur um, að heildarskattbyrðin, sem á lands- menn er lögð, verði lækkuð á komandi árum. Samfélagsleg neysla á íslandi er sist of mikil og þyrfti tvfmælalaust að vera meiri. En um leiö og reynt er að snúa þróuninni i átt til launajafnaðar i stað vaxandi mismunar, mega þó launamenn á Islandi ekki gleyma sér alveg við innbyrðis meting láglaunamanna og hálauna- manna. Meinsemd ójafnaðar og vaxandi andstæðna er að sjálf- sögðu fyrst og fremst að finna hjá fámennum hópi peningavalds, sem kemst upp með að margfalda auð sinn, oft i skjóli stórfelldra skattsvika og með undandrætti á fjármagni til annarra landa. Þessi þjóðfélagshópur, sem i eru einkum eigendur og fram- kvæmdastjórar stærstu fyrir- tækja, gnæfir að sjálfsögðu að launum til svo langt yfir hæstu laun háskólamanna eða iðnaðar- manna á besta uppmælingar- taxta, að þar kemst enginn sam- jöfnuður að. Það er við þennan hóp manna, sem baráttan hlýtur fyrst og fremst að standa. Rikisstjórnin með viðskipta- ráðherra i fararbroddi hefur ótvi- rætt tekið mjög harða stefnu i verðlagsmálum atvinnuveganna undanfarin tvö ár með það fyrir augum að slá á mesta milliliða- gróðann og koma i veg fyrir, að vinnuveitendur velti umsömdum launahækkunum að miklu leyti út I verðlagið. Þessi barátta, sem lengstum hefur verið miklu harð- ari en flestir vita, hefur þó borið þann árangur, að launamenn fá nú tvimælalaust stærri hluta af brúttóþjóðartekjum i sinn hlut en áður var. Jafnframt er á þvi brýn nauðsyn, að við séum fundvis á raunhæfar framkvæmanlegar leiðir til að skattleggja sérstak- lega hverskonar verulega gróða- myndun, meðan sú krafa nær ekki fram aðganga, að stærstu og mikilvægustu þættir efnahags- lifsins séu settir undir félagslega stjórn. Staðreyndin er sú, að hvorki verkalýðshreyfingin né við, sem erum i hinni pólitisku forystu, höfum nógu góöar og djúptækar hagfræðilegar heimildir til aö byggja á kröfur okkar um að- geröir gegn gróðaöflun þjóðfé- lagsins. Þar duga ekki almenn slagorð, heldur mótaðar tillögur með tilvisun til sannanlegra stað- reynda. Það þarf að finna hentugar að- feröir til að skattleggja sérstak- lega ýmis konar þjónustustarf- semi, sem skilar bersýnilega miklum ágóða, án þess að vera nægilega skattlögð. Hlutafélagalögum á að breyta til að útiloka lög- vernduð skattsvik Eignarskatta af stóreignum þarf einnig að heröa. Og sérstak- lega er nauðsynlegt, að hluta- félagalögunum verði nú breytt til að útiloka hin lögvernduðu skatt- svik, en rikisstjórnin er einmitt aö undirbúa ný lög um hlutafélög. Jafnframt þarf að leggja sérstak an skatt á verðauka lands og lóða, sem hækka i verði án nokkurra aðgerða eigandans, það þarf að setja ný lög um heimild fyrir sveitarfélög til að taka land eignarnámi gegn greiðslu eðli- legra bóta, án þess þó að tekið sé tillit til verðhækkana, sem al- mennt verða á landi, sem liggur nærri þéttbýlisstöðum, þegar séð er fram á, að eignarnám eða landakaup er i aðsigi. Viða að berast nú fréttir af þvi, að jarðir og lönd i grennd við þéttbýlisstaði séu seld eða tekin eignarnámi á uppsprengdu verði. Til þess að auðvelda þéttbýlisstöðum að afla sér lands á sanngjörnu verði er ekki nein nauðsyn, að allar bú- jarðir á landinu séu teknar eignarnámi, eins og fram hafa komið hugmyndir um. Það sem fyrst og fremst þarf að gera,er að knýja það fram nú þegar, að eignarnámsmat á landi skuli al- mennt ekki miðað við það markaðsverð, sem þörfin fyrir landið hefur þrýst fram, heldur einungis við almennt notagildi landsins i samræmi við verðlag, sem almennt er á jörðum fjarri þéttbýlisstöðum. Þetta væru bæði nauðsynleg og sanngjörn nýmæli, en lög af þessu tagi ættu að geta slegið striki yfir hverskonar lóða- og landabrask i einu vetvangi. Um jafnrétti til menntunar Svo að ég snúi mér næst að jafnrétti til menntunar, þá er ó- hætt að fullyrða, að enn er tals- verður munur á aðstöðu ungs fólks til menntunar, eftir þvi hvernig háttað er efnahag for- eldra, einkum ef systkinahópur- inn er f jölmennur og unglingarnir veröa að sækja heimavistarskóla. Fjárhagsleg aðstaða stúdenta hefur að visu batnað verulega á seinustu árum. Fyrir fjórum ár- um voru stúdentum veittir styrkir og lán, sem námu að meðaltali 50% af umframfjárþörf þeirra, þ.e. þegar tillit hafði verið tekið til eðlilegra tekjumöguleika stúd- enta. Þessi hundraðshluti var kominn i 77% á s.l. ári þrátt fyrir það, þótt lánakerfið nái nú til fleiri námslána en nokkru sinni fyrr og miðað er við samkvæmt nýsömdu stjórnarfrumvarpi um lánasjóð námsmanna, að lán og styrkir uppfylli senn hvað liður að öllu ieyti umframfjárþörf stúd- enta og annarra námsmanna, sem stunda framhaldsnám, er krafist hefur a.m.k. 13 ára undir- búningsnáms. Hliðstæða fjár- hagsaðstoð á sjóöurinn einnig aö veita til náms við stýrimanna- skóla, vélskóia og framhalds- deildir islenskra landbúnaðar- skóla, svo og almennt til annarra námsmanna, sem náð hafa 20 ára aldri og geta sannanlega ekki stundað nám sitt að öðrum kosti vegna fjárhagsaðstæðna. Vandinn er aftur á móti að mestu óleystur hjá framhalds- skólafólki á aldrinum 16-19 ára, sem kemur frá barnmörgum heimilum. Með lögum um jöfnum námsaðstoðar voru heimildir veittar til að veita nemendum á þessum aldri aðstoð vegna erfiðs fjárhags foreldra, en þvi miður hefur enn þá farið litið fyrir þeirri aöstoð i framkvæmd. Þarna verð- ur þvi tafarlaust að bæta úr. Baráttan fyrir jafnrétti kynjanna Ég hef hér staðnæmst við fjár- hagslegt ójafnrétti, er stafar af mismunandi aðstöðu manna eftir stétt og stöðu, sem aftur er stund- um tengt ætt og uppruna. Sem góðir sósialistar verðum við hins- vegar að forðast kreddubundin viðhorf og þess vegna megum við ekki falla i þá gryfju að fella ó- jafnrétti þjóðfélagsins og hvers- konar mismunum i þröngan ramma stéttaskilgreiningar og stéttabaráttu.Núá'timumeru aðr- ir þættir jafnréttisbaráttunnar að komast efst á dagskrá, og þá á ég einkum við baráttuna gegn ójafn- rétti vegna kynferðis eða búsetu. A seinustu árum hefur ný hreyfing meðal kvenna i flestum kapitaliskum löndumoltiðafstaðá óvæntum hraða. Þessi róttæka hreyfing, sem greinilega á mik- inn hljómgrunn hjá ungu fólki, er augljóst tákn um vaxandi ó- ánægju meðal kvenna, sem gera sér æ betur ljóst, að hin formlegu áunnu réttindi kvenna duga ekki til i samfélagi, þar sem mismun- un kynjanna stendur gömlum djúpum rótum. Það eru einkum langskóla- gengnar konu, sem haft hafa for- ystu i þessari nýju hreyfingu, og þarf það að sjálfsögðu engum að koma á óvart. Við þurfum þó ekki að efast um, að á næstu árum mun þessi hreyfing fá mikinn hljómgrunn meðal kvenna al- mennt. Um leið og þátttaka kvenna i atvinnulifinu hættir að vera umdeilt mál, beinist athygli manna að þeirri staðreynd, að konur eru almennt i lægra laun- uðum störfum en nokkur annar sérgreindur þjóðfélagshópur. Þær eru bæði hlutfallslega fjöl- mennastar i lægri launuðum at- vinnugreinum og yfirleitt meðal hinna lægst launuðu á hverjum vinnustað. Sá sem nokkuð þekkir til i sjávarþorpum viðs vegar um land mun kannast við, að engir búa við jafnlitið atvinnuöryggi og konur, sem vinna utan heimilis. Þær verða fyrstar atvinnulausar, ef að kreppir, og verða flestar að sæta þvi að hlaupa i og úr vinnu i takt við hagsveiflur efnahagslifs- ins eða eftir þvi hvernig stendur á i sjávarútvegi. Margir eru betur til þess falinir en ég að ræða um jafnréttismál kynjanna. En við verðum einmitt að varast eins og heitan eldinn, að barátta fyrir jafnrétti kynjanna sé háð af nokkrum einstakling- um, aðallega konum eða þröng- um hópi flokksmanna. Flokkur- inn sem heild verbur að fjalla um þetta mikla viðfangsefni. Gegn mismunun þegn- anna eftir búsetu Hiö sama gildir um þann þátt jafnréttisbaráttunnar, sem snýr að mismunun þegnanna eftir bú- setu. Flokkur okkar hefur enn ekki markað nógu ljósa stefnu á þessu sviði, og þess vegna tel ég nauðsynlegt, að sett verði á fót sérstök vinnunefnd til að undir- búa stefnuyfirlýsingu flokksins i byggðamálum almennt, enda hef ég ástæðu til að ætla, að i okkar hóp sé góður skilningur á þvi, að byggðavandamálin eru ekki nein hreppapólitik eða nöldurstarf- semi alþingismanna i atkvæða- leit, eins og lengi var viðhorfið hjá alltof mörgum,heldur framar öllu eitt alvarlegasta dæmið um ójafnféttið i þjóðfélaginu — um mismunun, sem óhjákvæmilegt er að leiðretta, ekki aðeins vegna fólksins, sem i hlut á, heldur einnig vegna heildarþróunar þjóðlifsins. Flestar þjóðir eiga við byggða- vandamál að glima, og sem stendur virðist þróunin almennt stefna að þvi, að höfuðborgar- svæði vaxi á kostnað fjarlægri byggða. En óhætt er að fullyrða, að engin þjóð i Evrópu hefur fengið að reyna jafn stórfellda byggðaröskun og orðið hefur hér á tslandi á þessari öld, þegar svo erkomið, að yfir 60% þjóðarinnar býr i innan við 50 km. fjarlægð frá höfuðborginni. Astæðurnar fyrir þessari öfug- þróun eru að sjálfsögðu margar, en þó framar öllu öðru ójafnrétti og mismunun af ýmsu tagi. Opinber þjónusta lakari og vörur dýrari úti á landi Það er staðreynd, sem auðvelt er að svara, að atvinnuleysi hefur lengi verið meira og tiðara utan höfuðborgarsvæðisins. Þar er at- vinnulif viðast mjög einhæft og fólk hefur fábreyttari starfs- möguleika. En ofan á þetta bætist, að þar er hvers konar opinber þjónusta lakari og ekki hvað sist i samgöngumálum. Vörur eru almennt dýrari utan höfuðborgarsvæðisins, vegna þess, að þær eru ekki fluttar beint i hvern landshluta frá útlöndum, heldur fara þær fyrst til Reykja- vikur. Gerð þjóðvega út um land er mörgum áratugum á eftir vegakerfi höfuðborgarsvæðisins og veldur fólki stórfelldum töfum og vandræðum. Útvarp heyrist viða illa. Látum nú vera, þótt þjónusta landssimans sé dýrari fyrir fólkið út á landi, enda er það aðeins I samræmi við allt annað. Hitt er aftur á móti verra, að þetta fólk, sem er svo háð höfuð- borgarsvæðinu um alla aðdrætti, verður oft að eyða hálfum og heilum klukkustundum i það eitt að ná sambandi við Reykjavik. Þó er e.t.v. alvarlegra en nokkuð annað það misrétti, sem fólgið er i ójöfnum tekjum sveitarfélaganna. Tekjur Reykjavikur 47% hærri á ibúa en Siglu- fjarðar Um langt árabil hafa meðal- tekjur Reykjavikurborgar á ibúa verið langtum hærri en tekjur annarra sveitarfélaga í landinu miðað við ibúa. Samkvæmt skýrslum Hagstofunnar voru samanlagðar tekjur Reykjavikur árið 1965 um 32% hærri á hvern ibúa en meðaltekjur annarra kaupstaða i iandinu miðað við Ibúatölu. Þá stóð að visu svo á, að vegna Austfjarðasildarinnar höfðu Seyðisfjörður og Neskaup- staður um það bil tvisvar til þrisvar sinnum hærri tekjur á hvern ibúa en aðrir kaupstaðir, þannig að munurinn milli Reykjavikur og annarra kaup- staða með venjulegar tekjur var i rauninni miklu meiri en þessi tala gefur til kynna. Þetta ár voru t.d. tekjur Reykjavikur á hvern ibúa 70% hærri en I Kópavogi og 78% Launajafnrétti Jafnrétti kynjanna Jafnrétti til menntunar Gegn misrétti vegna búsetu • Jafnréttur skal ríkja — misréttiö víkja hærri en á Sauðárkróki. Arið 1968 voru tekjur Reykjavikurborgar 43% hærri en meðaltal tekna á ibúa i öðrum kaupstöðum landsins, eða t.d. um 45% hærri en meðaital tekna á hvern ibúa i Kópavogi og 58% hærri en á Ólafsfirði. Ef við litum á sveita- sjóðareikninga frá árinu 1971 hafði Reykjavikurborg 35% meiri tekjur á ibúa en Akranes og Kópavogur og 20% meiri tekjurpn Akureyri. Þá voru tekjur á ibúa 47% hærri I Reykjavik en á Siglu- firði og 42% hærri en á Ólafsfirði. Þó er rétt að hafa i huga, að á árinu 1971 var útsvarsskalinn talsvert hærri i bæjum eins og Olafsfirði og Siglufirði, en hann var I Reykjavik, og inn i þennan útreikning er búið að taka með aukaframlag, sem Ólafsfjörður og Siglufjörður fengu úr jöfnunarsjóði vegna lágra tekna. Þvi verður ekki á móti mælt, að það er þessi tekjumismunur, sem veldur þvi, að fólk býr við talsvert ólik kjör, eftir þvi, hvort það á heima i Reykjavik eða i öðrum kaupstöðum landsins. Mikill meiri hluti af útgjöldum sveitar- félaganna eru ýmsir kostnaðar- liðir, sem óhjákvæmilega hljóta að vera svipaðir hjá öllum sveitarfélögum. En það sem af- gangs verður, fer til verkiegra framkvæmda og munurinn á þvi sviði verður þvi einmitt mjög mikill. Þjóðfélagið á mikla skuld ógoldna við þessa staði Berið göturnar i Reykjavik saman við götur i kaupstöðum úti á landi, þar sem skiptist á forar- leðja i bleytutið og moldarryk i þurrki. Litum á dagheimili og leikskóla fyrir börn. A árinu 1971 var dagvistunarrými fyrir börn þriðjungi meira i Reykjavik en i þeim 7 kaupstöðum landsins, sem upplýsingar lágu fyrir um, þegar frv. um dagvistunarheimili var samið. Munurinn er vafalaust ennþá meiri, ef kauptúnin væru tekin með i reikninginn. Oft er mikið rætt um skort á leiguhúsnæði i Reykjavik og það svo sannarlega ekki að ástæðu- lausu, en staðreyndin er sú, að i höfuðborginni eru hlutfallslega miklu fleiri leiguibúðir en út um land, þar sem einmitt skortur á leiguibúðum stendur mörgum bæjarfélögum fyrir þrifum. Það er sem sagt óvéfengjanleg staöreynd, að langvarandi tekju- mismunur sveitarfélaganna hefur skapað stórfelldan aðstöðu- mun. Viö skattalagabreytinguna 1972 var framkvæmd nokkur leiö- rétting, og frá minum bæjar- dyrum séð var það kannski mikil- vægasta breytingin, sem þá var gerö, og sú sem mest stefndi i jafnréttisátt, jafnvel enn frekar en niðurfelling nefskattanna. Ég hef aflað mér upplýsinga um samanlagðar tekjur nokkurra sveitarfélaga á árinu 1972, og þær tölur sýna, að bilið hefur verulega styst og það eru einmitt tekju- lægstu sveitafélögin, sem mest hafa lyfst upp. Enn er þó langt i land,aðhinum mikla aðstöðumun hafi verið útrýmt. A árinu 1972 Framhald á bls. 14 KAFLAR ÚR RÆÐU RAGNARS ARNALDS, FORMANNS ALÞÝÐUBANDALAGSINS, Á FLOKKSRÁÐSFUNDINUM Svipinynd at lundinum: Horgrimur Hauksdóttir, Ilaukur Helgason, Sigfúsdóttir, Ilaukur Iirynjölfsson. Frá setningarfundinum: Jón Snorri og Krlingur \ iggósson sitja fremst viö boröiö. Myndirnar tók Ari Kárason. Illuti umræðuliópsins sem fjallaði um lýsinguna. -djmjrn

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.