Þjóðviljinn - 06.11.1973, Qupperneq 16
UODVIUINN
Þriðjudagur 6. nóvember 1973.
Almennár upplýsingar um lækna-
þjónustu borgarinnar eru gefnar i
simsvara Læknafélags Reykja-
vfkur, sfmi 18888.
Rvöldsfmi blaöamanna er 17504
eftir klukkan 20:00.
Kvöld-, nætur- og helgarþjón-
usta lyfjabúðanna i Reykjavik
vikuna 2. til 8. nóvember verður
i Garðs Apóteki og Lyfjabúðinni
Iðunn.
Slysavaröstofa Borgarspitalans
,er opin allan sólarhringinn.
'Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á
Heilsuverndarstöðinni. Simi
21230.
Vegur Nixons hefur
aldrei verið minni
Palme
tekur upp
hanskann
fyrir IB
STOKKHÓLMI 5/111 viðtali
viö blaöiö Dagens Nyheter
kemur Palme, forsætis-
ráöherra Sviþjóðar, fram með
upplýsingar um sænsku
njósnastofnunina IB, sem
hann segir m.a. hafa fengið
um 7 miljónir króna fjár-
veitingu frá hinu opinbera.
Palme tekur upp vörn fyrir
þá ákvörðun aö handtaka og
höföa mál gegn þeim blaða-
mönnum við timaritið Folk
och Bild Kulturfront sem hafa
afhjúpaö starf þessarar
stofnunar. Blaðamennirnir
höfðu fært fram rök fyrir sam-
starfi IB við bandarisku leyni-
þjónustuna CIA, leyniþjónustu
Israels um njósnir gegn sam-
tökum Paléstinuaraba og
fleiri aðilum. Mál þetta er nú i
rannsókn hjá varnarmála-
nefnd sænska þingsins, en
fulltrúi Vinstriflokksins,
kommúnista,hefur neitað að
taka þátt i þeirri málsskoðun.
1 rikinu Michigan i Banda-
rikjunum var áfengiskaupaaldur
lækkaður úr 21 ári i 18 ár i fyrra.
Fyrsta misserið eftir laga-
breytinguna varð 1251 umferðar-
slys, þar sem drukknir unglingar
komu við sögu.
Og sovésk blöð taka undir
WASHINGTON 5/ll.Stjarna Nixons hefur aldrei
staðið lægra en nú. Aðeins 27% bandarisku þjóðar-
innar telur að hann standi sig vel i embætti, og hvert
blaðið á fætur öðru lýsir þvi yfir, að best væri fyrir
þjóðina að forsetinn segi af sér. Það blað sem nú
siðast bættist við er vikuritið Time, sem skrifar i
þessu tilefni fyrsta leiðaranna sem blaðið hefur birt
i 50 ára sögu sinni.
Enginn forseti hefur orðiö óvin-
sælli i skoöanakönnunum siðan
Truman komst niöur I 23% fyrir
rúmum aldarfjóröungi. Time
segir, að Nixon hafi glataö trausti
meö þeim hætti að ekki verði
aftur snúið, og það sé útilokað aö
hann gæti stjórnað landinu með
virkum hætti jafnvel þótt hann
slyppi sýknaður frá málaferlum.
Blaöið slæst i hóp þeirra;' sem
leggja til að þingið flýti sér aö
samþykkja Ford i embætti vara-
forseta.
Viðbrögö blaöa i Moskvu eru og
talin allgóður mælikvaröi á það
hve staða Nixons er veik. Sovésk
blöö hafa sáralitið fjallað um
Watergatemálið og önnur
hneykslismái bandariska forseta-
embættisins. En nú um helgina
bregður svo við aö einn sovéski
fréttaskýrandinn af öörum tekur
undir við þær hugmyndir, sem
hafa veriö bornar fram i banda-
riskum blööum, að Nixon hafi
reynt aö nota sér striðiö i Austur-
löndum nær til að beina athygl-
inni frá vandræðum sinum heima
fyrir. Er þá fyrst og fremst átt við
þá ákvörðun Nixons að lýsa yfir
hættuástandi i bandariskum her-
stöðvum um heim allan.
Stjórnarerindrekar á ferð og flugi
Vopnahléð er í hættu
KAIRO TEL AVIV BEIRUT 5/11.
— Klögumál hafa gengiö á vixl
milli Egypta og israela um brot á
vopnahléssamkomulaginu og
samkomulagi um skipti á særðum
striðsföngum. Dajan, hermála-
ráðherra israels, héit þvi fram i
gær að Kgyptar ætluðu að gripa
aftur til vopna ef israelsmenn
færu ekki aftur til stöðva þeirra
sem þeir héldu fyrir 22. október.
Blaðið Awar i Beirut segir, að
Sadat Egyptaforseti hafi þegar
tilkynnt sovéskum leiðtogum, að
hann muni aftur byrja að berjast
ef Israelsmenn hlýði ekki sam-
þykkt öryggisráösins um vopna-
hlé. Frá London berast þær
fregnir að eftir að Sovétmenn um
Herforingjastjórnin í Chile
Vingast við banda-
ríska koparhringi
LIMA 5/11 Herforingjastjórnin
i Chile hefur lýst þvi yfir að hún sé
reiðubúin til að taka upp viðræður
um samstarf við bandariska auð-
hringinn Kennecott, en kopar-
námur i eigu hans voru þjóð-
nýttar meðan alþýðufylkingar-
stjórn Allendes var við völd i
Chile.
Mun hér um að ræða tilboð um
auknar skaðabætur til fyrirtækis-
ins og samstarf á sviði tækni og
markaösmála. Allende haföi lýst
þvi yfir, að Chile skuldaði auð-
hringunum ekkert, svo mjög sem
þeir hefðu mergsogiö landið, en
nú ætla herforingjarnir að hverfa
frá þeirri afstöðu. Þeir munu
samt ekki skila hinum þjóðnýttu
koparnámum aftur, enda þótt
boðaö hafi verið að ýmis smærri
fyrirtæki i Chile, sem þjóðnýtt
höfðu verið, verði afhent aftur
fyrri eigendum.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Miðstjórnarfundur
Miðstjórnarfundur ikvöld, þriðjudag 6. nóv., kl. 20.30 á Grettisgötu 3.
Á dagskrá: Landheigissamningarnir og stjórnarsamstarfið.
Ragnar Arnalds
tima drógu úr vopnasendingum
til Egyptalands og Sýrlands, hafi
þeir nú aftur byrjað að senda
þangað mjög fullkomin vopn,
ekki sist loftvarnaeldflaugar.
Israelska herstjórnin hefur
borið til baka oröróm um að
nokkrir sovéskir hernaðarráöu-
nautar hafi verið teknir til fanga
er sótt var fram á Golanhæðum á
dögunum.
Ferðalög
Stjórnarerindrekar hafa haft
ærinn starfa vegna ástandsins I
Austurlöndum nær um helgina.
Kissinger hélt i dag af stað i ferð
sina til Marokkó, Túnis, Egypta-
lands og Jórdaniu. Hann hafði
áður setið á fundum með Goldu
Meir i Washington en þaðan kom
hún til Tel Aviv i dag. Eru þau
sögð hafa komið sér saman um
ýmsi atriöi, en allverulegur
ágreiningur er samt milli ísraels
og Bandarikjanna. Báðir munu
sammála um að skipta beri á
striðsföngum þegar i stað, en þaö
mun aðeins vegna þrýstings frá
Bandarikjamönnum að Israelar
leyfa að flutt sé vatn og vistir til
innikróaðs liðs Egypta.
Abba Eban, utanrikisráðherra
Israels, er kominn til Rúmeniu,
og ræðir þar við starfsbróðir sinn,
Macovescu. Rúmenia er eina
Varsjárbandalagsrikið sem hefur
stjórnmálasamband við Israel.
Flogið hefur fyrir að Ceaucescu,
forseti Rúmeniu.hafi boðist til að
miðla málum milli ísraela og
Araba. Abba Eban hefur sjálfur
neitað orðrómi um að hann muni
nota sér heimsóknina til að hafa
samband við sovéksa fulltrúa.
Egyptar hafa byrjað diplómat-
iska sókn i Evrópu. Sérlegur ráð-
gjafi Sadats, dr. Zayat, er farinn
til London og Parisar til að út-
skýra fyrir þarlendum stjórn-
völdum málstað Egypta.
Boumedienne, forseti Alsir,
hefur verið á ferð og flugi. Hann
ræddi við Assad, forseta Sýr-
lands, á laugardag, og hélt þaðan
til Irak. Hann ræddi og við
Arafat, einn af foringjum
palestinskra skæruliða. Alsir
hefur sent skæruliðum vopn og
munu þeir mjög hlusta á ráð
Boumedienne um það, hvort þeir
eigi að taka boði Egypta og Sovét-
Framhald á bls. 14
Úrrœði dómsmálaráðuneytisins
Skýrslur í stað
landhelgisvarna
Dómsmáiaráðuneytið sem er
y firstjórnandi landhelgis-
gæslunnar, virðist nú ekki lengur
ætia að skella algerlega skolla-
eyrum við framburði sjómanna
um slaka gæslu undanfarið. Eins
og kunnugt er af fréttum frá skip-
stjórum fslenskra fiskiskipa,
hefur erlendum veiðiþjófum
haldist uppi hverskonar veiðirán i
meira en mánuð, en formælendur
landhelgisgæslunnar segjast
jafnan ekkert um það vita.
I gær sendi dómsmálaráðu-
neytið frá sér yfirlýsingu i þessu
máli. Ekki eru þar samt boðaöar
neinar auknar aðgerðir land-
helgisgæslunnar, heldur skýrslu-
gerðir embættismanna.
Orðsending dómsmálaráðu-
neytisins er svohljóðandi:
„Dómsmálaráðuneytið telur
rétt að aflað verði skýrslna frá
skipstjórum á Vestfjarðamiðum
um óþægindi sem þeim hafi
stafaö af hátterni erlendra veiði-
skipa á Vestfjaröamið á undan-
förnum vikum, sérstaklega að þvi
leyti sem ekki hefur verið um það
tilkynnt til varöskipa eða land-
helgisgæslunnar, svo og um
veiðar erlendra veiðiskipa á
friðuöum svæðum.
Þykir æskilegt að fá sem
gleggsta mynd af aðstæðum á
miðunum, og hefur þæjarfógeta-
embættinu á Isafirði, svo og öðr-
um embættum ef.til kæmi, verið
faliö að taka skýrslur um þetta
efni. Hafa útvegsmenn á Vest-
fjörðum verið hvattir til að stuðla
að þvi að umræddar skýrslur
verði gefnar.”
Vísna- og Ijóðakvöld
I kvöld gengst æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins fyrir visna-
og ljóðakvöldi að Grettisgötu 3. Þar munu ólafur Haukur
Simonarson, Einar Olafsson, Megas, Orn Bjarnason og trió það
sem athygli vakti fyrir góöan pólitiskan söng á 1. desember i
Háskólabiói i fyrra og reyndar er orðið kvartett fremja sina list.
Einnig verður leikin pólitisk hljómlist af plötum. Einhverjar
veitingar ættu að vera til á staðnum og ekki er loku fyrir það
skotið að umræður skapist.
Samkoman hefst klukkan 20.30og er hún öllum opin.
Æskulýðsnefndin.