Þjóðviljinn - 16.11.1973, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN
Föstudagur 16. nóvember 1973—38. árg. 264. tbl.
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐVERZLAÍKRON
t A
OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 7,
NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2,
SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3
SlMI 40102
1
u
i
Einar Agústsson:
FÁTT
NÝTT
KOM
FRAM
Viðræöum Einars Agústssonar,
utanrikisráðherra við fulltrúa
Bandarikjastjórnar um brottför
bandariska hersins frá islandi
lauk i Heykjavik i gær. Aðilar
ræddust við á þriðjudag og svo
aftur í gær, en á miðvikudag
heimsóttu Bandarikjamennirnir,
sem þátt tóku i viðræðunum her-
stöðina á Keflavikurflugvelli.
Þjóðviljinn náði tali af Einari
Agústssyni, utanrikisráöherra að
viðræðunum loknum og innti
hann frétta.
Einar sagði að ekkert verulegt
hefði komið fram nýtt i þessum
viðræðum nú, en ákveðið hafi
verið að halda annan fund i næsta
mánuði, sennilega i Reykjavik.
Viðspurðum Einar hvort nokk-
uð hefðu minnkað viö þessar við-
ræður nú likur á þvi, að rikis-
stjórnin teldi nauðsyn bera til að
afla sér heimildar alþingis til
uppsagnar herstöðvasamnings-
ins, er þing kemur saman eftir
áramót, eins og forsætisráðherra
hefur boðað á alþingi.
— Nei, ég get ekki sagt, að lik-
ur á þvi hafi minnkað, sagði Ein-
ar Agústsson, en enn er þó ekki
fullreynt, hvort Bandarikjamenn
fást til að fallast á það sem við
gætum sætt okkur við, án þess að
til uppsagnar þurfi aö koma.
Lögbanns-
málið
þingfest
í gœr
Lögbannsmáliö svonefnda var
þingfest I gær, og þar meö orðið
að dómsmáli. Eins og mönnum er
kunnugt snýst mál þetta um lög-
bann það er dætur Arna heitins
Pálssonar létu leggja á sjón-
varpsþátt þar sem Pétur Péturs-
son þulur ræddi við Sverri
Kristjánsson sagnfræðing.
Fyrir hönd borgardómaraem-
bættisins sér Garðar Gislason um
málið. Sagði hann blaðinu að lög-
maður stefnenda, dætra Arna,
Hörður Einarsson hrl. lögmaður
fyrir Rikisútvarpið, Þór Vil-
hjálmsson prófessor og hdl., og
lögmaður Sverris, Sigurður
Baldursson hrl. hefðu allir auk
Sverris mætt til þingfestu i gær.
Lögmenn skiluðu skriflegum
vörnum, og var siðan leitað sátta.
I þeim viðræðum kom i ljós að ef
til vill er grundvöllur fyrir sátt-
um, og ákveðið aö fresta sáttar-
fundi til mánudags. „Málið er enn
á sáttagrundvelli”, sagöi Garðar,
,,og ómögulegt að segja á þessu
stigi hvort málinu ljúki á þvi stigi
eða ekki”.
—úþ
Bréf Rauðsolcka til
alþingismanna
vegna frumvarps um
nýja fósturm
eyðinga löggjöf
Það var komið gott skautafæri á Tjörninni i gær og krakkarnir létu heldur ekki biða eftir sér, og gleðin
skein úr hverju andliti eins og sjá má af myndinni. (Ljósm. S.dór.)
ÁSKAUTUM
Stöðugir fundir
Þingað um
samninga
Fátt fréttnæmt er af
fundum aöila vinnumark-
aðarins, en fundarhöld eru
nú tíð með aðilum. Ekki
hefur verið ákveðið með
næsta viðræðufund 30
manna nefnda ASI og
Vinnuveitendasambands
Islands, en i gær og fyrra-
dag var fundur með full-
trúum vinnuveitenda og
Alþýðusambands Norður-
lands norður á Akureyri og
annar þar nyrðra milli at-
vinnurekenda og samn-
inganefndar Iðju, félags
verksmiðjufólks.
Viðfangsefni fundanna fyrir
norðan munu hafa verið sérkröf-
ur norðanfélaganna.
F'ramkvæmdanefndir samn-
inganefnda ASt og VSt koma
saman klukkan 3 i dag. Vinnu-
nefndir aðilanna sem ætlað var að
gera tillögur i hinum ýmsu mála-
flokkum eru enn að störfum og
hafa ekki skilað áliti enn sem
komið er.
Sáttafundur var haldinn með
samninganefndum BSRB og
rikisins i gær. —úþ
Dr. Guðlaug-
ur rektor HI
i gær fór fram rektorskjör við
Iláskóla islands. A kjörskrá voru
123. 10!) greiddu alkvæði og lauk
kosningu strax i fyrstu umferð.
Kjörinn var dr. Guðlaugur
Þorvaldsson prófessor með 76 at-
kvæðum. Þór Vilhjálmsson hlaut
24 atkvæði, aðrir fengu
minna. Rcglum samkvæmt þari
væntanlegur háskólarektor að fá
tvo þriðju grciddra atkvæða, og
eins og áður greinir fengust ótvf-
ræð úrslit strax. Guðlaugur hafði
einnig fengið langflest atkvæði i
prófkjöri. Þeir sem kjósa rektor
eru prófessorar Háskólans og 20
fulltrúar stúdenta.
» \
V ’ » i
# i
Dagstjarnan frá Njarðvíkum
A miðvikudaginn kom til
Keflavikur skuttogarinn Dag-
stjarnan. Einkennisstafir tog-
arans cru KE 9, en heimahöfn
samt scm áður Njarðvikur, en
þangað hefur Sjöstjarnan,
sem er cigandi togarans, flutt
alla slna drift eða er viö aö
flytja hana.
Dagstjarnan er norsksmið-
uð, 298 tonn eftir niðurmæling-
unni nýju. Skipstjóri er Ragn-
ar Fransson.
Ekki hefur áður verið gerð-
ur út togari frá Njarðvikum,
og ekki frá Keflavik siöan
kratar þar spreyttu sig á bæj-
arútgerð með togarann Kefl-
viking og er fremur dapurleg
saga þeirrar útgerðar.
Myndina tók Runólfur
Elentinusson ritstjóri Suður-
nesjatiðinda þegar Dagstjarn-
an var að koma i fyrsta sinn til
Keflavikur.
—úþ