Þjóðviljinn - 16.11.1973, Blaðsíða 7
Föstudagur 16. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Kinverskt myndleturtákn frá
því um 2000 fyrir Krist sem
táknar dreka.
Kínversk skólabörn þurfa að
þola miklar pinslir við að ná
leikni og hraða i beitingu let-
ursins. Talið er að þau eyði
samtals heilu ári eingöngu i að
pára samstöfur á blað.
Það er þvi auðskilið að þær
raddir séu sterkar i Kina að
einfalda þurfi letrið og að
endanleg lausn sé i þvi einu
fólgin að taka upp latneskt let-
ur. En slik skipti eru ekki gerð
á einni nóttu og kveða þarf
niður mýmarga drauga áður
en latneskt letur er orðið að
veruleika.
Leturtáknin eru órjúfanleg-
ur þáttur i kinverskri menn-
ingu. Upphaflega eru þau
myndletur og hafa sem slik
ýmis gildi fram yfir hljóðrit-
un. Einungis örfáir sérfræð-
ingarhafa yfirsýn yfir allt það
sem gefa þarf gaum i um-
skiptunum. Rætur letursins
teygja sig allt að 2000 árum
aftur fyrir okkar timatal.
Margar árangurslausar til-
raunir hafa verið gerðar til að
skapa þjóðlegt hljóðritunar-
kerfi. Arið 1958 var svo loks á-
kveðin „áætlun um að búa til
kinverskt hljóðritunarstafróf"
þar sem notaðir eru latneskir
bókstafir. Hlaut hún nafnið
pinyin.
Samkvæmt pinyin ritar
maður Mao Zedong i stað Mao
Tsetung og Beijing i stað Pek-
ing. Þessi ritháttur er nær
framburði orðanna. Samt sem
áður nota Kinverjar enska
hljóðritunarkerfið sem kennt
er við Wade-Giles i útgáfu
sinni á erlendum málum þar
sem það er útbreiddast slikra
kerfa.
En það er ekki hrist fram úr
erminni að koma hljóðritunar-
Mynd af dreka sem rist var i
bcin á timanum 1400-1200 f.
Kr.
Dreki (kaisjú) táknaður með
þvi letri sem notað var frá þvi
um 100 e. Kr. fram á okkar
daga. Þarna er áhaldið farið
að móta stilinn — penninn hef-
ur leyst hnifinn af liólmi.
Kínverjar
hyggjast
taka upp
hljóðritun
Einn framburður i stað 1800 mállýska
Það er mikil kúnst að skrifa á kinversku.
Leturtáknin skipta tugum þúsunda og til að
vera skólabókarfærir þurf a menn að kunna skil
á um þrjú þúsund táknum. En eins og
menningarbyltingin sýndi fram á eru Kinverj-
ar ósmeykir við að setja gamla og rótgróna
hluti undir mæliker, og þeir hafa lengi velt þvi
fyrir sér að einfalda leturkerfi sitt.
Kinfaldað tákn frá 1956
(kaisjú). Nú eru strikin orðin
fimm i stað fimmtán áður.
kerfinu á i Kina. Geysilegur
munur er á framburði eftir
héruðum og fjöldi mállýska er
talinnvera um 1800. Munurinn
er svo mikill að maður frá
Suður-Kina skilur ekki landa
sinn úr norðurhluta landsins
þó leturkerfið sé þeim sam-
eiginlegt. Það er þvi ógerlegt
eins og sakir standa að koma á
sameiginlegu hljóðritunar-
;kerfi.
Núer unnið aðþvi, að breiða
mállýskuna úr norðurhlutan-
um, þ.e. Pekingframburðinn,
út um landið. Hún er kennd i
öllum skólum landsins með
aðstoð pinyin og útvarpssend-
ingar með Pekingl'ramburði
ná uir. allt landið.
1 menningarbyltingunni féll
pinyin i ónáð og öllum umbót-
um á leturkerfinu var úthúð-
að. Forsvarsmenn latneska
stafrófsins voru sakaðir um
undirlægjuhátt fyrir erlendum
áhrifum. Skilti með pinyin-
letri voru rifin niður og latn-
eskir bókstafir hurfu úr blöð-
um.
En um áramótin 71/72 l'ékk
visindaakademian skipun um
að hef ja aflur sókn i umbótum
á leturkerfinu. 1 dagblaðinu
Guángming Kibao sem helst
er le.sið af kennurum og
menntamönnum var tekinn'
upp lastur þáttur um breyt-
inguna og nýlega birti flokks-
blaðið, Dagblað alþýðunnar,
heila siðu um málið.
En á meðan beðið er eftir að
pinyin nái fótfestu er unnið að
þvi að einfalda leturtóknin.
Dagblað alþýðunnar sagði i
ágúst s.l. að þar sem langan
tima tæki að koma á hljóð-
ritunarkerfi væri nauðsynlegt
að einfalda leturtáknin.
Arið 1964 var birtur listi yfir
Eiturefni í
matvörum
Þegar þú sérð lostfagran mat,
þá mundu að oft
býr flagð undir fögru skinni
Samkvæmt nýlegri frá-
sögn í dönsku falaöi er tals-
vert af þeim litar- og
bragðbætisefnum sem iðn-
fyrirtæki setja i matvæli
óholl til manneldis og jafn-
vel sum hver baneitruð.
Getur neysla á mat sem
inniheldur slík efni leitt til
karabbameins/ lifrar- og
fósturskemmda, fyrir utan
höfuðverk og aðra minni
háttar krankleika.
Nitrit, DDT, blý og kvikasilfur
eru aðeins 4 af þessum eitur-
efnum sem eru i dagslegri fæðu
okkar.
Nitrit er t.d. i hamborgarhrygg,
svinsfjeski, skinkum, pylsum og
öðrum unnum ketvörum. Sam-
kvæmt reglum sem nýlega tóku
gildi i Danmörku mega ekki vera
meira en 100 grömm af nitriti i
einu kilói af keti, en einnig það er
meira en nóg.
Nitrit er mjög áhrifamikið efni,
bæði efnafræðilega og liffræði-
lega, og það er einkum varhuga-
vert fyrir börn.
Fullyrt hefur verið og stutt
dæmum að nitrit hafi orðið valdur
að þvi að börn komust ekki til
fulls andlegs þroska. Stundum
eru nefnilega á markaðinum sér-
stakar barnapylsur sem eru meö
meira en 100 gr. af nitriti.
Hið danska blað skrifar að
skorður við notkun á nitriti séu
ekki nándar nærri nógu strangar i
Danmörku, einkum þegar haft er
i huga, að efnið er fyrst og fremst
notað til að gera vöruna lost-
fegurri en hún ella væri. Nitrit-
saltað ket er fallegra á litinn,
verður fagurrautt, þegar það er
soðið eða steikt. Auk þess er þvi
()g loks er það pinyin — hljoo-
ritunarkerfi myndað að latn-
eskri fyrirmynd. Aherslu-
mcrkið táknar tóntegund þá
sem orðið er borið fram i.
2200 tákn sem höföu verið ein-
földuð til mikilla muna og bú-
ist er við öðrum lista. Blöð
ræða mikið um það hvernig
einfalda má hin ýmsu tákn.
Það er lika unnt að fella
mörg tákn úr málinu. í kin-
versku eru til um 50 þúsund
tákn, en af þeim eru aðeins 10
þúsund notuð að staðaldri.
Mörg táknanna standa fyrir
sjaldgæf orð eða eru afbrigði
al'sama orði.
Gerð hefur verið rannsókn á
fjögurra binda útgáfu á úr-
valsritum Maós sem hafa
mikinn orðaforða. I heild er
texti þeirra 660 þúsund tákn en
einungis 3000 mismunandi
takn eru notuð og þaoaf 1000 i
mjög litlum mæli.
— Þetta leiðir i ljós að menn
þurfa ekki að hafa svo mjög
mörg tákn á takteinum til að
geta skrifað bæði vel og mikið,
segir Dagblað alþýðunnar.
Um 3 þúsund takn ættu að
nægja i almennar kennslu-
bækur.
Leturkerfi Kinverja hefur
breyst i samræmi við þjóð-
félagsþróunina. A árþúsund-
um hefur það þróast úr mynd-
letri, gegnum mismunandi
I'lókin leturtakn og nu stefnir
allt að hljóðritun. — Hægfara
en markviss þróun i átt að ein-
faldari fbrmum, svo vitnað sé
til Dagblaðs alþýðunnar sem
þar með gefur grænt ljós á
frekari einlöldun.
En hvenær verður pinyin
orðið allsráðandi? — Tæplega
lifir okkar kynslóð þá tima,
svarar Kuó Mó-jó, talsmaður
visindaakademiunnar.
En ákvörðunin hefur verið
tekin og stefnan virðist ljós.
(ÞII tók satr-an úr I)N)
Er pylsan eitruð?
haldið fram, að það sé ögn góm-
sætara með nitriti en án.
Bann við notkun nítrits gæti þvi
komið illa við stóran atvinnuveg
sem þar að auki framleiðir til út-
flutnings.
Fyrst er sem sagt spurningin
um peninga, spurningin um
heilsufar kemur i annari röð. Þar
af kemur að yfirvöldin skella
skollaeyrum við kröfum um úr-
bætur.
Ekki liggur fyrir nein opinber
athugun á þvi, hve margir hafa
orðið alvarlega veikir af nitriti i
matvælum. Sjaldan er grafist svo
langt fyrir um sjúkdómsorsakir
af þessum uppruna, en látið
nægja að staðnæmast við ytri ein-
kenni.
En dæmi eru til þess að lólk hafi
dáið af neyslu nitrits. 1 Vestur-
Þýskalandi hefur fólk tekið bana-
mein af þvi að borða pylsur sem
ol' mikið nitrit var i. Og i fyrra
l'ékk heil íjölskylda á Fjóni
matareitrun al þvi að neyta sultu
sem innihelt ol stóran skammt af
nitriti.
Heilbrigðisyfirvöld þykjast
hal'a sönnur l'yrir þvi að nitrit geti
leitt til krabbameins, segir hið
danska blað.
Auk þess eru til læknar sem
halda þvi fram, að nitrit geti
valdið tjóni á fóstri i móðurkviði.
En yfirleitt ætti að gilda sú
regla að barnshaf andi konur gæti
vandlega að þvi hvað þær leggja
sér til munns. Þetta er mikilvægt
að hafa i huga við neyslu á mat-
vörum sem eru litaðar með
elninu amaranth.
Nýlegar kannanir sýna að mjög
litið magn af þessu efni getur
valdið fóstri tjóni og einnig
skemmdum á lifur.
Hér má visa til italskra
kannana sem gerðar voru á
rottum. Rotturnar fengu 30 milli-
grömm efnisins i mat á dag. Eftir
78 vikur voru 62% af rottunum
dauðar, en á sama tima dóu
aðeins 13% af öðrum rottum sem
ekki fengu neitt amaranth.
Amaranth er notað i fjölda
margar matvörur. Með þvi er
litaður humar og sulta, einnig er
það notað i þekjulag utan um
töflur til inntöku, i brjóstsykur,
svo að eitthvað sé nefnt.
hj-